Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
HK
2
1
Grótta
Stefan Ljubicic '8 1-0
Martin Rauschenberg '60 2-0
2-1 Pétur Theódór Árnason '80
23.06.2021  -  19:15
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Logn í Kórnum eins og alltaf.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Örvar Eggertsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f) ('78)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason ('67)
10. Ásgeir Marteinsson ('67)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('67)
17. Valgeir Valgeirsson ('67)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Ívar Orri Gissurarson ('67)
4. Leifur Andri Leifsson ('78)
7. Birnir Snær Ingason ('67)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('67)
17. Jón Arnar Barðdal ('67)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Örn Eyjólfsson ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.

Þakk fyrir mig í kvöld.
93. mín
Jón Arnar Barðadal fær boltann við vítateiginn hægramegin og nær skoti en Jón ver vel í hornspyrnu.

HKingar taka hana stutt og þá flautar Pétur Guðmundsson til leiksloka.
91. mín
Áfram halda Gróttumenn að lyfta boltanum inn í boxið og reyna finna Pétur Theódór en HKingar verjast vel.

Kári lyftir boltanum fyrir núna en Martin skallar boltann í burtu.
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Kórnum.
88. mín
Gróttumenn að leita af jöfunnarmarki hér, eru að dæla boltanum fyrir en HK verst vel.
83. mín
BIRNIR SNÆR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KLÁRA ÞETTA HÉRNA.

Fær boltann inn á teig og nær ekki að setja boltann framhjá Jóni í marki Gróttu.
80. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
PÉTUR THEÓDÓR AÐ KOMA GRÓTTU INN Á LEIKINN!!

Tekur frábært hlaup og kemst aleinn á móti Arnari Frey og klárar skemmtilega í netið.

Þetta er leikur!!
78. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
77. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Kristófer Melsted (Grótta)
75. mín
Örvar Eggertsson kemur með boltann fyrir og Gróttumenn koma boltanum í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
73. mín
Lítið sem ekkert að frétta hérna eftir þessar skiptingar.
67. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
67. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
67. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
67. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
67. mín
Fjórföld skipting hjá HK!
66. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
66. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
65. mín
Kári fær boltann út til hægri og kemur með geggjaðan bolta fyrir sem fer í gegnum allan pakkann.
60. mín
Inn:Kári Sigfússon (Grótta) Út:Agnar Guðjónsson (Grótta)
60. mín MARK!
Martin Rauschenberg (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
UPPÚR HORNINU STANGAR MARTIN HANN Í NETIÐ!!!

Ívar Örn tekur hornspyrnuna fyrir beint á kollinn á Martin Rauschenberg sem stangar boltann fram hjá Jóni Ívani í marki Gróttu.
59. mín
VÁÁÁ ÖRVAR EGGERTSSON MEÐ ALVÖRU SPRETT

Fær boltann og keyrir upp hægri vænginn og rennir honum föstum meðfram jörðinni fyrir og Grótta kemur boltanum í horn.
57. mín
DAUÐAFÆRIII!!!

Valgeir Valgeirs kemur boltanum inn á Stefán Ljubicic sem sleppur einn á móti Jóni Ívani en Jón lokar vel á Ljubicic!
55. mín
Valgeir Valgeirs fær boltann út til hægri og kemur honum fyrir á Ásgeir Marteinsson sem nær skalla og boltinn af varnarmanni og afturfyrir.

Hornspyrnan kemur fyrir frá Ásgeiri en ekkert verður úr henni.
53. mín
Agnar Guðjónsson fær boltann við endarlínu hægramegin og kemur honum up á Sigurð Hrannar sem reynir að keyra á Gumma Júl en frábær varnarleikur hjá Gumma.
48. mín
Gummi Júl fær boltann eftir aukaspyrnu frá Ásgeiri Marteins en skallar boltann yfir úr dauðafæri. Þarna átti Gummi að gera betur.
47. mín
HK byrjar þennan seinni hálfleik af miklum krafti. Örvar Eggertsson fær boltann út til hægri og reynir fyrirgjöf sem Gróttumenn koma í burtu.
46. mín
Valgeir Valgeirsson setur boltann í netið en markið dæmt af. Valli fyrir innan þegar boltinn berst inn á hann.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn hérna í Kórnum og eru það heimamenn sem hefja hann.

Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Kórnum. Heimamenn í HK fara með 1-0 forskot inn í hálfleikinn og eru þeir á leiðinni áfram eins og staðan er núna. Tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
44. mín
Brotið á Valgeiri Valgeriss við endarlínuna hægramegin og HK fær aukaspyrnu. Ívar Örn tekur hana en boltinn afturfyrir.
42. mín
Björn Axel nálægt því þarna!!!!

Arnar Þór lyftir boltanum upp á Kristófer Melsted sem kemur með frábæra fyrirgjöf á Björn Axel sem var að setja boltann í netið en HK ingar ná að bjarga í hornspyrnu.

Boltinn kemur fyrir en ekkert varð úr hornspyrnunni.
40. mín
Stefán Ljubicic fær boltann við miðjuna og reynir að koma honum upp í hlaup á Valgeir en boltinn of fastur og afturfyrir.
35. mín
Axel Sigurðarson fær boltann út til hægri og Kristófer Melsted tekur straujið í átt að teignum og fær boltann og á skot á markið en boltinn framhjá.

Kristófer verið mjög líflegur hérna í fyrri hálfleiknum.
35. mín
Boltinn hrekkur inn á teig á Björn Axel sem nær skoti en skotið slakkt og framhjá markinu.
33. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Grótta)
Júlí Karlsson fer í tæklingu úti við hliðarlínu og bekkurinn hjá Gróttu tryllist yfir því að aukaspyrna hafi verið dæmd á Júlí en mér sýndist þetta hárrétt dæmt hjá Pétri.
30. mín
Örvar Eggertsson fær boltann út til hægri og reynir fyrirgjöf en boltinn af Gróttu og afturfyrir.

Ívar Örn tekur spyrnuna og er hún góð beint á kollinn á Martin sýndist mér og skalli hans rétt framhjá.
27. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Brýtur á Axeli Sigurðar sem var á leið í átt að marki HK og liggur Axel eftir og þarf aðstoð.

Axel stendur á fætur og Arnar Þór tekur aukaspyrnuna snöggt í leik.
26. mín
Frábært spil HKinga fyrir fram teig Gróttu sem endar með því að Stefán Ljubicic fer auðveldalega niður í teignum og HKingar ná skoti á markið en boltinn framhjá.
21. mín
ARNAR FREYR ÓLAFSSON!!!!

Kristófer Melsted tekur snöggt innkast upp á Axel Sigurðar sem kemur honum yfir á Agnar sem kemur á ferðinni og leggur hann fyrir á Melsted sem er mættur inn í teiginn og skot hans á leiðinni inn en Arnar Freyr ver þetta vel!

Frábær sókn hjá Gróttu!
18. mín
FRAM OG TIL BAKA ÞESSA STUNDINA!!

Kristófer Melsted kemur honum fyrir á Agnar Guðjóns sem tekur eins snertinu og lætur vaða en boltinn framhjá markinu.
15. mín
HK á að vera komið í 2-0 þarna!!!!

Arnþór Ari rennir honum skemmtilega fyrir á Valgeir sem kemst einn í gegn á móti Jón Ívani en Ívan fær hann beint í hausinn og boltinn í horn sem ekkert verður úr.
12. mín
Axel Sigurðarson keyrir í átt að teig HK og er klipptur niður og Grótta fær aukaspyrnu á góðum stað.

Óliver Dagur tekur spyrnuna og hún fer af vegg HK og afturfyrir í hornspyrnu og kemur hún fyrir og HK í hálfgerði nauðvörn og boltinn endar hjá Axeli sem reynir skot en boltinn af varnarmanni og í innkast.

Gróttumenn að setja pressu á heimamenn.
10. mín
Kristófer Melsted með hættulegan bolta inn í boxið frá vinstri en boltinn hrekkur í hendi Sigurðs Hrannars og dæmir Pétur Guðmunds aukaspyrnu.
8. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
MAAAAAAAAAAAARK!!!

Uppúr aukaspyrnunni hrekkur boltinn inn á Stefan Ljubicic sem kemur boltanum ansi auðveldlega í netið af stuttu færi.

1-0 HK og þeir á leiðinni í 16-liða úrslitin eins og staðan er núna!
7. mín
Gróttumenn afskaplega klaufalegir fyrir fram sinn eigin teig og Valgeir kemst í boltan og Óliver Dagur þarf að brjóta á honum.
5. mín
Nokkuð fjörugar fyrstu fimm mínútur þrátt fyrir engin alvöru færi fyrstu mínúturnar.

Bæði lið reyna að halda boltanum sín á milli en ná ekki að skapa sér færi. 
1. mín
HKingar strax í færi. Örvar Eggertsson keyrir í átt að teig Gróttumanna og rennir honum til hliðar á Stefán sem reynir skot en boltinn ratar ekki á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Pétur Guðmundsson flautar til leiks hérna í Kórnum og eru það gestirnir sem hefja leik. Sigurður Hrannar Þorsteinsson á upphafspyrnu leiksins.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson leiðir liðin inn á völlinn. HKingar eru í sínum hefbundnu hvítu og rauðu treyjum og það sama má segja um Gróttumenn en þeir leika í bláum treyjumm, bláum stuttbuxum og gulum sokkun. Dómaratríóið er alsvart.
Fyrir leik
Ég er mættur inn í Kórinn. Hugsa að það sé kaldara inni en úti akkúrat núna á Höfuðborgaravæðinu en sólin hefur verið að leika við íbúa Höfuðborgarsvæðisins í dag og líklega einhverjir leikmenn sem væru til í að spila úti hér í dag.

Liðin eru að ljúka upphitun og eru að halda til búningsherbegja. Tæpar 15.mínútur í að varðstjórinn flauti hér til leiks.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár og má sjá þau hér til hliðana. HK stillir upp sterku liði hér í kvöld. Ágúst Gylfason byrjar með sinn aðal markaskorara Pétur Theódor á bekknum.
Fyrir leik
HK

Heimamenn í HK hafa ekki byrjað mótið neitt sérstaklega vel en liðið situr í ellefta sæti Pepsí Max-deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn leik í deildinni í sumar. Liðið kemur beint inn í þessi 32 liða úrslit þar sem liðið leikur í efstu deild.

Grótta

Gróttumenn féllu í Pepsí Max-deildinni á síðasta tímabili og leikur í ár í Lengjudeild karla. Gróttumenn sitja í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar en liðið hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur. Liðið vann Þrótt Vogum í síðustu umferð bikarsins og lauk leiknum með 3-1 sigri Gróttumanna.


Ekki kannski uppskera sem bæði þessi lið sætta sig við en þetta er auðvitað bikarleikur og þá skiptir staða í deildum litlu máli og við gætum fengið að sjá hörkuviðureign og verður leikið til þrautar hér í kvöld.
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson dæmir leikinn í kvöld og verður hann með Bryngeir Valdimarsson og Steinar Gauta Þórarinsson á línunum. Þórarinn Dúi Gunnarsson mætir og fylgist með að allt fari rétt og vel fram hér í kvöld.

Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í Kórinn. Hér í kvöld fer fram leikur HK og Gróttu í 32 liða úrslitum Mjólkurbikar karla.

Flautað verður til leiks á slaginu 19:15

Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Kári Daníel Alexandersson
8. Júlí Karlsson
9. Axel Sigurðarson
14. Björn Axel Guðjónsson ('66)
17. Agnar Guðjónsson ('60)
19. Kristófer Melsted ('77)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
25. Valtýr Már Michaelsson ('66)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Sigurvin Reynisson
6. Ólafur Karel Eiríksson
10. Kristófer Orri Pétursson ('66)
11. Sölvi Björnsson ('77)
17. Gunnar Jónas Hauksson
22. Kári Sigfússon ('60)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Pétur Theódór Árnason
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:
Ágúst Þór Gylfason ('33)

Rauð spjöld: