Valur
2
0
Leiknir R.
Guðmundur Andri Tryggvason '7 1-0
Sverrir Páll Hjaltested '74 2-0
24.06.2021  -  19:15
Origo völlurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Birkir Heimisson (Valur)
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Christian Köhler
5. Birkir Heimisson ('77)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('82)
15. Sverrir Páll Hjaltested
20. Orri Sigurður Ómarsson ('77)

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('67)
21. Magnus Egilsson ('77)
33. Almarr Ormarsson ('77)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('82)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Sebastian Hedlund ('68)
Guðmundur Andri Tryggvason ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka og Valsmenn eru komnir áfram í 16-liða úrslitin eftir 2-0 sigur á Leiknismönnum

Viðtöl og skýrsla síðar á kvöld.
92. mín
Almar Ormarsson fær boltann og kemur boltanum út á Birki Má sem kemur með frábæra fyrirgjöf á Sverri sem nær að pota boltanum inn en Smit ver vel.
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Origo og er uppbótartíminn að minnsta kosti 3 mínútur.

Valsmenn eru á leið í 16-liða úrslitin.
85. mín
Lofur Páll fær boltann við miðjuna og finnur Sævar Atla í hlaup í gegn og Sævar sleppur aleinn i gegn á móti Sveini en Svein lokar vel og boltinn í hornspyrnu sem ekkert varð úr.
82. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
81. mín
Máni Austmann fær boltinn út til vinstri og finnur Sævar Atla sem lætur vaða fyrir utan teig en Sveinn Sigurðar ver í horn en ekkert verður úr spyrnunni.
77. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
77. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
77. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
77. mín
Inn:Magnus Egilsson (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
74. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
VALSMENN AÐ BÆTA VIÐ!!!

Boltinn kemur fyrir frá hægri beint á kollinn á Sverri Pál sem stýrir boltanum skemmtilega í fjærhornið.

Frábærlega klárað hjá Sverri!
72. mín
Arnór Ingi fær boltann og finnur Sævar Atla í fætur sem leggur hann til hliðar á Danna Finns sem rennir boltanum fyrir og boltinn ratar til Birkis sem reynir að taka hann í fyrsta en hittir ekki boltann.
71. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
71. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Manga Escobar (Leiknir R.)
71. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.) Út:Octavio Paez (Leiknir R.)
70. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
69. mín
Birkir Heimisson fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða af löngu færi og boltinn hátt yfir.

Allt í lagi að reyna þetta.
68. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Fer harkalega í Davíð Júlían og verðskuldar gult spjald.
67. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
Arnór Smára að koma til baka úr meiðslum og eru þetta góðar mínútur fyrir hann í sinni endurkomu.

Kiddi Freyr kemur inn í hans stað.
66. mín
Heimir Guðjónsson svaraði kallinu og Kiddi Freyr er að gera sig kláran niðrá hliðarlínu.
65. mín
Bæði liðin eru með byssur á bekknum hjá sér og spurning hvort einhverjir fari að koma inn á til að hrista upp í þessu hérna en það hefur verið rosalega lítið að frétta hingað til.
61. mín
DAVÍÐ JÚLÍAN!!!

Mango fær boltann út til vinstri og keyrir inn á teiginn og rennir honum út á Davíð sem nær skoti en boltinn af varnarmanni Vals og afturfyrir í hornspyrnu sem ekkert varð úr.

Tækifæri fyrir Leiknismenn þarna!
57. mín
Birkir Heimisson tekur hornið og hún fer af Leiknismanni og í aðra hornspyrnu sem Birkir tekur stutt á Köhler sem reynir fyrirgjöf fyrir en hún er vonlaus og fer afturfyrir endarmörk.

Óska eftir meira fjöri í þennan leik.
56. mín
Boltinn kemur upp á Sverri Pál sem vinnur hornspyrnu fyrir Valsmenn.

Heldur rólegt yfir þessu.
53. mín
Mango Escobar prjónar sig inn á teig Vals en Birkir Heimisson hreinsar boltann í burt.
51. mín
VARSLA HJÁ SMIT MAÐUR LIFANDI!!!!

Birkir Heimisson fær boltann á miðjum vallarhelming Vals og kemur með sturlaða sendingu upp á Birki Má sem rennir boltanum fyrir á Sverri Pál sem nær skoti en Smit ver frábærlega í hornspyrnu en ekkert verður úr spyrnunni.

Vá þessi sókn hjá Valsmönnum
50. mín
Valsmenn stjórna fyrstu fimm í síðari hálfleiknum og vinna hornspyrnu sem Birkir tekur og setur boltann skemmtilega út í teiginn á Guðmund Andra sem reynir skot en boltinn af varnamanni og í aðra hornspyrnu sem Birkir tekur en hún beint á hendur Guy Smit.
46. mín
Birkir Heimisson fær boltann fyrir utan teig og reynir skemmtilega stungu inn á Arnór en boltinn aðeins of fastur og í hendurnar á Guy Smit.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks hér á Origo. Valsmenn leiða með einu marki inn í hálfleikinn.

Vonandi fáum við meiri skemmtun í þann síðari.
45. mín
VÁÁÁ ÞESSI SPRETTUR MANGO ESCOBAR!!!!!

Gerir lítið úr Sebastian Hedlund og keyrir inn á teiginn og leggur hann til hliðar á Octavio sem fær boltann og snýr og nær skoti á markið en boltinn rétt framhjá markinu!!
41. mín
Það er undirbúningstímabils bragur á þessu hérna en mér finnst vanta öll gæði í þetta, vonandi fara þau að sjást og við förum að sjá fleiri færi í þennan leik.
38. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Leiknis. Birkir Heimisson gerir sig líklegan til að spyrna.

Birkir reynir að smyrja hann í nærhornið en boltinn framhjá.
37. mín
Vallarþulur Valsara spyrst fyrir um Leiknisljónin en þau eru hvergi sjáanleg hér á Origo í kvöld og óskum við hér í fjölmiðlastúkunni eftir þeim til að fá fjör hérna í stúkuna.
34. mín
Leiknismenn halda boltanum vel þessa stundina og reyna að finna opnun á Valsvörninni
30. mín
Sigurður Egill finnur Sverri í fætur inn á teig Leiknis sem snýr baki í markið og nær að koma boltanum til hliðar á Guðmund Andra sem nær skoti en það beint á Smit
28. mín
Lítið að gerast í þessu þessa stundina en jafnræði er með liðunum.
24. mín
Daði Bærings færir boltann út til hægri á Arnór Inga sem finnur Octavio en Birkir Heimisson með frábæran varnarleik og Valsmenn keyra af stað sem ekkert varð úr og boltinn beint í hendur Guy Smit.
23. mín
Birkir Björnsson fær boltann til vinstri og finnur Mango Escobar sem keyrir inn á völlinn og reynir skot með hægri fætinum sínum en boltinn framhjá.
21. mín
Kemur hárbolti frá vörn Leiknis og Hedlund á misheppnaðan skalla til baka og Sveinn Sigurður nær ekki að halda boltanum inná og boltinn í hornspyrnu.

Árni Elvar tekur spyrnuna en boltinn beint á hendur Sveins.
18. mín
Boltinn berst út til hægri á Arnór Inga sem reynir fyrirgjöf á Octavio sem nær ekki til boltans og boltinn afturfyrir.
16. mín
Manga Escobar fær boltann og er brotið á honum en boltinn endar úti til vinstri á Birki Björnsson sem reynir fyrirgjöf en hún alltof innarlega og beint í hendur Sveins Sigurðar.
15. mín
Birkir Heimisson fer mikið fyrir spili Vals þessar síðustu mínútur en Valsmenn leita af opnunum á vörn Leiknis.
12. mín
Manga Escobar fær boltann á hægri vænginn og tekur straujið inn á völl og er á leiðinni í átt að marki Vals en Rasmus brýtur á honum og Leiknismenn fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teig.

Árni Elvar tekur spyrnuna en hún er slök yfir markið.
10. mín
Birkir Björnsson fær boltann út til vinstri og lætur bara vaða af löngu færi en boltinn beint á Svein Sigurð í marki Vals.
7. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
VALSMENNN ERU KOMNIR YFIR!!

Sigurður Egill Lárusson fær boltann upp til vinstri og keyrir af stað áður en hann lagði boltann meðfram grasinu inn á teiginn á Sverri Páll sem missti af honum en Guðmundur Andri mætir á ferðinni og setur boltann í fjærhornið.

1-0 VALUR og Íslandsmeistararnir eru á leiðinni í 16-liða úrslitin eins og staðan er núna!
6. mín
Sverrir Páll kemst í færi inn á teig Leiknis en nær ekki að koma boltanum á markið.
5. mín
Þetta byrjar rólega hér á Origovellinum en bæði lið reyna að halda boltanum sín á milli.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolti.net er að sjálfsögðu mættur í stúkuna en hann er mikill Leiknismaður.
1. mín
Leiknismenn byrja með látum og Manga vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.

Manga tekur hornspyrnuna og Gyrðir fellur inn á teignum og Leiknismenn vilja víti en fá ekki
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur Alvar flautar til leiks hér á Origo en sæti í 16-liða úrslitum er í húfi hér í kvöld.

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar leiðir liðin inn á völlinn. Valsmenn leika í kvöld í sínum hefbundnu rauðu treyjum og Leiknismmenn eru í sínum hvítu varabúningum.

Fyrirliðarnir heilsast og það er Rasmus Christiansen sem vinnur hlutkeistið og hann velur að byrja að sækja í átt að Miðbæ Reykjavíkur og Leiknismenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Mætingin á Origovöllinn er mjög döpur í kvöld en það hafa oft sést fleiri í stúkunni hér á Hlíðarenda og hvet ég fólk sem eru að lesa þessa lýsingu og íhuga að mæta að klæða sig í skó og bruna á Origovöllinn að sjá þennan Pepsí Max-deildar slag en veðrið úti er frábært.
Fyrir leik
Bæði lið eru komin í vesti út á velli og eru að halda bolta. Það styttist í þessa bikarveislu.

Origovöllurinn lýtur frábærlega út eins og alltaf en búið er að vökva grasið og allt að verða til reiðu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Bæði lið hrista vel upp í liðum sínum. Sveinn Sigurður Jóhannesson byrjar í markinu hjá Val og Arnór Smárason byrjar þá fyrsta leik sinn í sumar. Hjá Leikni byrja báðir Suður-Ameríkubúarnir en þeir hafa hingað til ekki sýnt mikið jákvætt í sumar.

Hjá Valsmönnum byrja Hannes Þór Halldórsson, Haukur Páll, Patrick Pedersen, Kristinn Freyr og Kaj Leo allir í bekknum.

Gestirnir hvíla Mána Austmann, Sævar Atla, Emil Berger og Daníel Finns en þeir byrja allir á bekk Leiknis í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson ræðir leikinn í viðtalin í dag og lofar breytingum á liðinu.

,,Planið er að fara og njóta þess að spila alvöru bikarleik á móti alvöru liði. Við ætlum að reyna að búa til skemmtilegan leik. Það er fullt af leikmönnum sem eiga skilið að fá mínútur. Við munum hræra í liðinu og hvíla einhverja. Margir hafa spilað mikið og það verða einhverjar smá breytingar á liðinu," segir Sigurður.

Kólumbíumaðurinn Manga Escobar hefur ekki staðið undir væntingum í Breiðholtinu en Sigurður staðfestir að hann muni byrja leikinn í kvöld, líkt og Venesúelamaðurinn Octavio Paez. Þá staðfestir hann að fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon verði hvíldur.

,,Sævar fær smá hvíld, allavega til að byrja með," segir Sigurður en smeltu hér til að lesa meira.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust í Pepsi Max-deildinni á sama velli 24. júní síðastliðinn. Leikurinn var mjög jafn en að lokum fór Valur með sigur af hólmi með marki Patrick Pedersen á 86. mínútu.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag og er með þá Gylfa Má Sigurðsson og Gunnar Helgason sér til aðstoðar á línunum. Arnar Þór Stefánsson er skiltadómari og KSÍ sendir Þórð Inga Guðjónsson til að taka út frammistöðu dómara og umgjörðina.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og Leiknis í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('77)
6. Ernir Bjarnason ('77)
8. Árni Elvar Árnason
14. Birkir Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Manga Escobar ('71)
21. Octavio Paez ('71)
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Loftur Páll Eiríksson
30. Davíð Júlían Jónsson ('71)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason ('77)
4. Bjarki Aðalsteinsson
7. Máni Austmann Hilmarsson ('71)
10. Sævar Atli Magnússon ('71)
10. Daníel Finns Matthíasson ('71)
18. Emil Berger
19. Jón Hrafn Barkarson ('77)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: