Selfoss
0
4
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '10
0-2 Taylor Marie Ziemer '40
0-3 Karitas Tómasdóttir '87
0-4 Birta Georgsdóttir '92
21.06.2021  -  20:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður, rok og rigning. JÁVERK-völlurinn alltaf í standi þó.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: Lýsingin verður afar takmörkuð þar sem að ekki er fjölmiðlaaðstaða við gervigrasið. Það helsta mun þó koma inn, að sjálfsögðu.
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
9. Eva Núra Abrahamsdóttir ('80)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
21. Þóra Jónsdóttir ('46)
22. Brenna Lovera
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('90)
27. Caity Heap

Varamenn:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
8. Katrín Ágústsdóttir ('46)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('80)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Emma Kay Checker ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar senda alvöru skilaboð með þessum stórsigri á liðinu sem sat á toppnum fyrir leikinn. Liðin hafa nú sætaskipti.

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla og viðtöl síðar.
92. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
FLAAAAUTUMARK!

Slæm mistök hjá Haland í markinu, ætlar að negla boltanum fram en Þórdís nær til boltans, rennir honum á Birtu sem skorar í autt markið.
90. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður oft verið sprækari en í kvöld.
90. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Markaskorarinn út.
87. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
GEGN SÍNU GAMLA FÉLAGI EN EKKI HVAÐ!

Karitas rekur hér síðasta naglann í kistu Selfyssinga þegar hún skallar boltann snyrtilega í netið eftir frábæra fyrirgjöf Öglu María.

Svokallaður göngutúr í garðinum.
84. mín
Frábært spil Blika og Birta er nálægt því að skora þriðja mark gestanna en setur boltann framhjá af stuttu færi.
80. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfoss)
Sóknarsinnuð skipting hjá Selfyssingum.
79. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Tiffany ekki náð sér á strik gegn sínu gamla félagi.
79. mín
Fimmta hornspyrna Selfyssinga á síðustu 2-3 mínútum. Þurfa að fara að nýta þetta .
77. mín Gult spjald: Emma Kay Checker (Selfoss)
Stöðvar skyndisókn Blika og fer réttilega í þá svörtu.
76. mín
Selfyssingar HELDUR BETUR að vakna!

Barbára í flottu færi en hún nær ekki að stýra boltanum á markið, fer þó af varnarmanni. Selfoss fær enn eina spyrnuna.
75. mín
Jæja Selfyssingar fá tvö fín færi hér í röð en varnarmenn Blika eru vandanum vaxnir og ná að koma í veg fyrir að Selfyssingar minnki muninn.
73. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
73. mín
Alfreð þarf að fara að líta á varamannabekkinn sinn, það er nákvæmlega ekkert í gangi.
69. mín
Ekkert sem bendir til þess að Selfyssingar séu að fara að koma til baka í þessum leik. Voðaleg deyfð yfir þessu öllu saman.
61. mín
Tiffany sleppur ein í gegn en hleypur sig hálfpartinn í vandræði, alveg magnað. Fær alltof mikinn tíma til þess að hugsa og klúðrar málunum.
60. mín
Boltinn dettur fyrir fætur Karitasar sem þrumar boltanum rétt yfir mark Selfyssinga. Það hefði nú verið eitthvað hefði hún skorað á móti sínu gamla liði
57. mín
Hólmfríður gerir vel og skallar boltann niður fyrir Katrínu Ágústsdóttur sem skýtur frá vítateigslínu en Telma ver, fín tilraun engu að síður.
55. mín
Hólmfríður skallar boltann rétt framhjá eftir hornspyrnuna. Selfyssingar aðeins að lifna við hérna, ekki seinna vænna.
52. mín
BARBÁRA!

Höfum lítið séð af Barbáru í leiknum en hér á hún þrumuskot sem að Telma þarf að slá yfir markið.
50. mín
Blikar fá aðra hornspyrnu en Selfyssingar sjá við þessu.
49. mín
VÁÁ ÞVÍLÍK VARSLA!

Áslaug Munda með magnaðan sprett upp vinstri kantinn, finnur Tiffany sem er í góðu færi, Tiffany lætur vaða en Haland ver boltann frábærlega í horn.
49. mín
Hólmfríður með máttlaust skot utan af velli. Boltinn framhjá.
47. mín
Katrín fer bara beint upp á topp. Sýnist Brenna draga sig út til vinstri og Hólmfríður er á hægri.
46. mín
Inn:Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Síðari hálfleikur farinn af stað og Selfyssingar gera skiptingu. Fyrirliðinn fer út og inn kemur 2005 módel Katrín Ágústsdóttir.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossi og Blikar leiða þægilega. Alfreð þarf að fara vel yfir málin með sínum stelpum inni í hálfleik ætli liðið sér eitthvað úr þessum leik.

Heyrumst eftir smá.
45. mín
Karitas með skot af löngu færi en Haland gerir vel þarna og ver boltann og heldur honum í þokkabót.
43. mín
Hólmfríður með skot úr þröngu færi og svo virðist sem að Telma hafi rekið höndina í boltann.

Selfoss fær horn, Fríðar tekur, finnur Barbáru sem setur boltann yfir.
40. mín MARK!
Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
MAAAAAARK!

Blikar tvöfalda hér forystuna þegar stutt er í hálfleik!

Blikar fá innkast, Karitas tekur á móti boltanum og setur hann út á Ziemer sem mundar skotfótinn af 20 metrunum og hamrar boltanum í netið! Tvö mörk af dýrari gerðinni hjá Blikum hér í fyrri hálfleik.

Selfyssingar algjörlega ráðalausir.
38. mín
úúú!

Hættuleg hornspyrna frá Öglu, snýr boltann inn á teiginn og hann endar á þverslánni og þaðan afturfyrir.
37. mín
Blikar fá horn. Stuðningsmenn þeirra syngja ,,við viljum boltann í mark Blikamenn".

Þeir verða ekki að ósk sinni í þetta skiptið, Blikar fá þó aðra hornspyrnu en nú hinum megin frá.
32. mín Gult spjald: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Selma Sól fær gult fyrir peysutog. Hárrétt.
27. mín
Hér bætir bara í vind. Ég skil ekki þá ákvörðun að spila þennan leik úr því sem komið var. Verður áhugavert að ræða þetta við þjálfarana eftir leik.
23. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika og Caity ætlar að setja boltann inná teig en Telma hirðir þetta alltof auðveldlega.
21. mín
Áslaug Munda fær boltann á flottum stað rétt fyrir utan teig Selfyssinga og lætur vaða en Haland hirðir boltann eftir smá vandræði.
17. mín
Fyrstu hornspyrnuleiksins fá heimastúlkur.

Hólmfríður tekur spyrnuna en Blikar hreinsa auðveldlega frá.
16. mín
Selfyssingar ekki í neinum takti sóknarlega þessar fyrstu mínútur leiksins.
15. mín
Caity Heap tekur spyrnuna en Telma Ívarsdóttir grípur boltann þægilega.
14. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Kristín Dís fyrst í bókina í dag. Fer harkalega í Brennu Lovera rétt fyrir utan teig Blika. Aukaspyrna á hættulegum stað.
10. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
MAAAAAAARK!

Blikar ná forystunni í leiknum og það er ekkert smá mark sem að Agla skorar.

Þóra leikur sér að eldinum og ætlar að finna samherja rétt fyrir framan vítateig Selfyssinga, Agla er rétt kona á réttum stað, nær til boltans og lætur vaða af 25 metrunum, stöngin inn! Haland fraus í markinu.
8. mín
Gæðin í upphafi leiks í takt við veðrið, nokkuð vond. Vonum að leikmenn aðlagist hratt og örugglega.
5. mín
Ziemer á fyrsta skot leiksins en engin hætta, boltinn framhjá. Haland hefði verið með þetta.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað og það eru Selfyssingar sem að hefja leik með boltann.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn. Verður afar spennandi að sjá hvernig þessar síðustu mínútur munu hafa áhrif á leikmenn. Mögulega bara engin, sjáum til.
Fyrir leik
Eftirlitsmaður leiksins kom hingað inn í fjölmiðlagám rétt í þessu og sagði okkur þá kosti sem í stöðunni voru þegar dómararnir funduðu með þjálfurunum tvisvar sinnum á síðustu mínútur.

KSÍ bauð liðunum að fresta leiknum en hvorugt liðið vildi það. Í stöðunni var einnig að fresta leiknum um klukkutíma en þjálfararnir vildu byrja sem fyrst á meðan leikmennirnir væru heitir. KSÍ lagði mikla áherslu á að bæði lið yrðu sátt við niðurstöðuna.
Fyrir leik
Eftir algjöra reykistefnu síðustu 30 mínútur eða svo þá hefur það verið ákveðið að leikurinn hefjist 20:05. Persónulega finnst mér þetta galin ákvörðun en svona er þetta.

Þetta verður þó til þess að lýsingin verður afar takmörkuð þar sem að ekki er fjölmiðlaaðstaða við gervigrasið. Það helsta mun þó koma inn, að sjálfsögðu.
Fyrir leik
Dómarar og þjálfarar funda áfram. Veðrið er það slæmt hér á Selfossi að leiknum verður mögulega frestað.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Eftir langan dómarafund með þjálfurum liðanna hefur verið ákveðið að færa leikinn yfir á gervigrasið þar sem dómararnir treysta sér ekki til þess að sjá vallarlínurnar ekki nægilega vel.

Ég á von á því að leiknum seinki eitthvað. Vandamálið er að það er engin fjölmiðlaaðstaða á gervigrasinu.
Fyrir leik
Aðstæðurnar eru vægast sagt ekki góðar. Hér er grenjandi rigning og mikið rok. Sorglegt að jafnstór leikur og þessi fari fram við svona aðstæður. Dómaratríóið gerði athugasemdir við að línurnar á vellinum væru ekki nægilega áberandi. Buxi vallarstarfsmaður er búin að vera á öðru hundraðinu í dag að mála þetta, ekki hægt að gera meir.



Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús og þau má sjá hér til hliðanna.

Það vekur athygli mína að Anna María, fyrirliði Selfoss er á varamannabekknum í dag. Hildur Antonsdóttir er á bekknum hjá Blikum en hún er að koma til baka eftir krossbandsslit. Karitas Tómasdóttir og Tiffany eru að mæta á sinn gamla heimavöll í kvöld.
Fyrir leik
Deildin er að koma úr um það bil tveggja vikna landsleikjapásu.

Selfoss kemur með tap á bakinu inn í leikinn en liðið laut í lægri hlut gegn ÍBV í síðustu umferð, 2-1.

Blikar töpuðu einnig sínum síðasta leik en það var á heimavelli gegn nýliðum Keflavíkur. Afar áhugaverð úrslit svo ekki sé meira sagt.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er um að ræða algjöran toppslag.

Selfyssingar hafa komið öllum á óvart í sumar en liðið situr á toppnum með 13 stig, stigi meira en Blikastúlkur. Það er því óhætt að segja að hér sé ansi mikið undir í dag.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin með okkur á JÁVERK-völlinn á Selfossi. Framundan er toppslagur í Pepsi Max-deild kvenna þegar Selfoss og Breiðablik mætast.

Einar Ingi Jóhannsson flautar leikinn af stað klukkan 20:00.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Ásta Eir Árnadóttir
Karitas Tómasdóttir ('90)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('73)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('79)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('73)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Halldór Árnason

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('14)
Selma Sól Magnúsdóttir ('32)

Rauð spjöld: