FH
4
1
Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason '25
Björn Daníel Sverrisson '36 1-1
Steven Lennon '43 2-1
Matthías Vilhjálmsson '79 3-1
Guðmundur Kristjánsson '90 4-1
23.06.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og lítill vindur. 12 stiga hiti.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 212
Maður leiksins: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('76)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('64)
21. Guðmann Þórisson ('45)
23. Ágúst Eðvald Hlynsson ('84)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('64)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
8. Þórir Jóhann Helgason ('64)
9. Matthías Vilhjálmsson ('64)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('76)
22. Oliver Heiðarsson ('45)
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson

Gul spjöld:
Eggert Gunnþór Jónsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4 - 1 sigri FH. Viðtöl og skýrsla hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín MARK!
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Guðmundur stangaði boltann í markið af miklum krafti eftir hornspyrnu Jónatans.
88. mín
Eggert Gunnþór kominn á völlinn að nýju með sáraumbúðir um höfuðið og í nýrri númerslausri treyju.
87. mín
Inn:Jökull Örn Ingólfsson (Njarðvík) Út:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík)
87. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Magnús Þórðarson (Njarðvík)
86. mín
Samherjarnir Logi Hrafn og Eggert Gunnþór skullu saman í baráttu um boltann. Eggert þarf að yfirgefa völlinn og Róbert Magnússon sjúkraþjálfari hugar að honum. Líklega opið sár sem þarf að loka áður en hann heldur leik áfram.
84. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Fyrsti leikur Jóhanns Ægis fyrir FH.
82. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
82. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Njarðvík) Út:Ari Már Andrésson (Njarðvík)
79. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Matti hirti boltann af varnarmanni á miðjum vallarhelmingi Njarðvíkur og keyrði upp að marki og skoraði framhjá Blakala í markinu. Gott einstaklingsframtak.
77. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Teikaði leikmann Njarðvíkur á miðjum vellinum. í kjölfarið varð pirringur en Egill Arnar dómari gekk á milli þeirra áður en menn færu yfir strikið.
76. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
75. mín
Ágúst Eðvald laumaði boltanum inn í teiginn þar sem Björn Daníel skaust innfyrir vörnina og reyndi að skalla aftur fyrir sig en hitti ekki boltann nógu vel.
73. mín
Það er búið að vera frekar dauft yfir leiknum í seinni hálfleik. FH sækir þó stöðugt og er að reyna að ógna markinu.
70. mín
Hörður Ingi með skot yfir mark Njarðvíkinga.
64. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
64. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
63. mín
Björn Daníel með skot framhjá.
61. mín
Áhorfendur í Kaplakrika í dag eru 212.
60. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
Braut á Birni Daníel á miðjum vellinum.
55. mín
Ágúst Eðvald með fast skot utan af velli sem Robert Blakala nær að verja vel í horn.
53. mín
Hreggviður með skot yfir mark FH.
50. mín
Seinni hálfleikurinnn fer rólega af stað fyrstu mínúturnar.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang að nýju.
45. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Oliver fer í hægri bakvörðinn og Logi Hrafn færir sig í miðvörðinn í stað Guðmanns.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Kaplakrika. Heimamenn í FH leiða með tveimur mörkum gegn einu marki gestanna.
43. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
FH-ingar eru komnir yfir og það á þessari frægu markamínútu! Ágúst Eðvald sendi boltann þvert fyrir markið þar sem Lennon var á réttum stað og ýtti honum yfir línuna. Vel afgreitt.
41. mín
Steven Lennon með góðan skalla rétt framhjá marki Njarðvíkinga. Það er að færast fjör í leikinn.
39. mín
Magnús Þórðarson í dauðafæri í teignum gegn Gunnari, hann virtist ekki trúa því að hann væri réttstæður og skaut laust framhjá marki FH.
36. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
Það er nákvæmlega svona sem menn svara neikvæðri umræðu, inni á vellinum. Hörður Ingi Gunnarsson sendi fyrir markið frá vinstri kantinum, beint á kollinn á Birni Daníel sem skallaði í markið. Staðan orðin 1 - 1 .
32. mín
Fyrsti hálftíminn liðinn í dag. Njarðvík var búið að eiga þrjú góð færi áður en þeir skoruðu markið meðan FH hefur ekki enn skapað hættu upp við mark þeirra, og gengur í raun illa að koma boltanum nálægt vítateignum þó þeir hafi boltann meira.
25. mín MARK!
Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
Stoðsending: Hreggviður Hermannsson
Njarðvíkingar eru verðskuldað komnir yfir í Kaplakrika. Hreggviður gerði virkilega vel þegar hann stóð af sér baráttu við Björn Daníel á miðjum vellinum, lék boltanum fram á Bergþór sem fór framhjá varnarlínunni og skaut niður í bláhornið. 0 - 1 fyrir þá grænklæddu.
18. mín
Bergþór Ingi Smárason í dauðafæri. Sending kom frá vinstri kantinum fyrir markið þar sem Bergþór var á auðum sjó en tókst einhvern veginn að skalla framhjá marki FH. Það er ekki alveg að sjá að það séu tvær deildir á milli þessara liða. Njarðvík er betra liðið á vellinum enn sem komið er.
17. mín
Rólegt yfir þessu síðustu mínúturnar. FH er meira með boltann en Njarðvíkingar hættulegri.
11. mín
Aftur skapast hætta við mark FH. Magnús Þórðarson lét vaða fyrir utan teig en rétt framhjá markinu.
10. mín
Liðin hafa skipst á að sækja fyrstu mínúturnar í leiknum og enn sem komið er átti Njarðvík eina færið, þegar Gunnar varði glæsilega frá Hlyni Magnússyni.
8. mín
Ágúst Eðvald sendi boltann þvert fyrir mark Njarðvíkur en enginn FH-ingur gerði sig líklegan til að ná boltanum sem fór alveg yfir.
4. mín
Hlynur Magnússon með góðan skalla að marki FH í kjölfar aukaspyrnu. Gunnar Nielsen með frábæra markvörslu og kemur boltanum yfir markið og í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Njarðvíik byrjar með boltann og leikur í átt að Skessunni.

FH í hefðbundnum hvítum treyjum og sokkum og svörtum buxum en gestirnir í Njarðvík eru í grænum treyjum og svörtum buxum og sokkum.
Fyrir leik
Hjörtur Logi Valgarðsson og Pétur Viðarsson eru utan hóps hjá FH í dag, eflaust vegna meiðsla þó ég hafi ekki uplýsingar um það. Þeir eru mættir og sitja saman í stúkunni til að styðja sína menn.
Fyrir leik
FH tapaði síðasta leik gegn Breiðabliki 0 - 4 í Kópavoginum. Logi Ólafsson stýrði liðinu þá og Ólafur Jóhannesson gerir fjórar breytingar á FH liðinu frá þeim leik í fyrsta leik sínum. Hjörtur Logi Valgarðsson, Þórir Jóhann Helgason, Matthías Vilhjálmsson og Jónatan Ingi Jónsson fara út, þeir þrír síðastnefndu á bekkinn en Hjörtur Logi meiddist á hné gegn Blikum og er ekki í hóp.

Inn koma Björn Daníel Sverrisson, Logi Hrafn Róbertsson, Vuk Oskar Dimitrijevic og Baldur Logi Guðlaugsson.
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson setur reynslumikla menn á bekkinn í þessum leik frá síðasta leik sem var líka í Hafnarfirðinum, 1 - 1 jafntefli gegn Haukum á föstudaginn.

Einar Orri Einarsson og Andri Fannar Freysson eru komnir á bekkinn og í þeirra stað koma Hreggviður Hermannsson og Ólafur Bjarni Hákonarson.
Fyrir leik
Þeir eru ekki bræður, en Óli Jó og Bjarni Jó eru mættir með liðin sín í upphitun og hittuðust nú áðan með virktum í miðjuhringnum og standa þar en skeggræða málin.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má nú sjá hérna sitthvorum megin við textann. Björn Daníel Sverrisson er í byrjunarliði FH en hann hefur verið mikið í umræðunni í vikunni. Matthías Vilhjálmsson fyrirliði sest á bekkinn og í hans stað ber Eggert Gunnþór Jónsson fyrirliðabandið.

Fyrir leik
Stóru tíðindi vikunnar voru af FH liðinu því Ólafur Jóhannesson var í fyrradag ráðinn þjálfari liðsins, tók við af Loga Ólafssyni. Þetta er í fjórða sinn sem hann tekur við FH liðinu, fyrst 1988 sem spilandi þjálfari, þá 1995, svo árið 2003 en í kjölfar þess hófst gullöldin hjá félaginu.
Fyrir leik
FH er að koma inn í Mjólkurbikarkeppnina núna beint í 32 liða úrslitin en Njarðvík hefur klárað tvær umferðir.

Þeir byrjuðu á að vinna 3 - 0 sigur á KH í Reykjaneshölinni í apríl og unnu svo Álafoss 0 - 5 á Tungubakkavelli 1. maí. Síðan þá hefur Mjólkurbikarinn legið í dvala en hefst að nýju í þessari viku.
Fyrir leik
Heimamenn í FH hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og hefur ekki tekist að vinna leik í síðustu fimm. Þeir töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli og eru í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 11 stig úr 9 leikjum.

Gestirnir í Njarðvík eru í 2. deildinni sem er þriðja efsta deild. Þeir eru búnir að spila sjö leiki í sumar og hafa gert fimm jafntefli, unnið tvo og tapað engum. Þetta skilar þeim 11 stigum og 5. sæti deildarinnar, þó aðeins tveimur stigum frá toppnum.
Fyrir leik
Í dag mætast tveir gamalreyndir þjálfarar því Bjarni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur og Ólafur Jóhannesson tók við þjálfun FH liðsins í fyrradag eftir að Logi Ólafsson hætti. Meðfylgjandi mynd er frá árinu 2004. Þarna má sjá Bjarna og Óla ásamt Njáli Eiðssyni.

Fyrir leik
Liðin hafa tvisvar sinnum mæst áður, í bæði skiptin í bikarnum.

Fyrst var það á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði 6. ágúst árið 1970 en úrslit leiksins eru ekki skráð á vef KSÍ. Skýrslan er þó skráð svona: ,,Fram vann, ekki vitað með markaskorun." Fram spilaði vissulega ekki leikinn en FH hélt áfram svo þeir hafa unnið. Þeir töpuðu hinsvegar í næsta leik gegn erkiféndunum í Haukum á sama velli, þá í útileik.

Seinni viðureign liðanna fór fram á Hvaleyrarholtsvelli 4. júlí 1973. Þá vann FH 1 - 0 en engar upplýsingar eru til um markaskorara.
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn í dag og er með þá Birki Sigurðarson og Magnús Garðarsson sér til aðstoðar á línunum. Enginn skiltadómari er að þessu sinni en KSÍ sendir Hornfirðinginn Sigurstein Árna Brynjólfsson sem eftirlitsmann til að taka út störf dómara og umgjörð leiksins.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Njarðvíkur í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Magnús Þórðarson ('87)
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('82)
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson ('82)
21. Milos Ivankovic
23. Hlynur Magnússon
24. Hreggviður Hermannsson ('87)
24. Ólafur Bjarni Hákonarson

Varamenn:
31. Daði Fannar Reinhardsson (m)
3. Jón Tómas Rúnarsson
4. Svavar Örn Þórðarson ('87)
6. Einar Orri Einarsson
16. Jökull Örn Ingólfsson ('87)
19. Tómas Óskarsson ('82)
22. Andri Fannar Freysson ('82)
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Atli Freyr Ottesen Pálsson
Alexander Magnússon
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Arnar Helgi Magnússon ('60)

Rauð spjöld: