Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
ÍA
2
2
Keflavík
Gísli Laxdal Unnarsson '12 1-0
Ísak Snær Þorvaldsson '29 2-0
2-1 Christian Volesky '34
2-2 Magnús Þór Magnússon (f) '51
28.06.2021  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Alex Davey
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('73)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason ('63)
9. Viktor Jónsson (f)
16. Brynjar Snær Pálsson ('56)
18. Elias Tamburini ('73)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
21. Morten Beck Guldsmed
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('63)
4. Aron Kristófer Lárusson ('73)
7. Sindri Snær Magnússon ('56)
10. Steinar Þorsteinsson ('73)
13. Daniel Ingi Jóhannesson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Ingi Þór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnar Már Guðjónsson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞÞÞ skallar aftur fyrir í horn en í þann mund flautar Vilhjálmur Alvar leikinn af.
94. mín
Davíð Snær með skot framhjá markinu, rétt fyrir utan vítateiginn.
93. mín
Steinar Þorsteinsson með skot beint á Sindra frá vítateigslínunni.
93. mín
Adam Árni með skalla yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Blair.
90. mín
Uppbótartími: 5 mínútur
90. mín
Aron Kristófer með hörku skot utan teigs sem Sindri ver í horn.
89. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
Síðasta skipting leiksins.
87. mín
Blair reynir fyrirgjöf sem Ótta Bjarni kemur sér fyrir og Keflavík fær hornspyrnu.
86. mín
Frans Elvarsson með skot utan teigs sem Árni átti í smá erfiðleikum með að halda en hættan lítil.
84. mín
Fáum við sigurmark hér í kvöld?

Þetta fer að fjara út fyrir bæði lið.
83. mín
Það verður ekkert úr þessu horni hjá ÍA. Boltinn barst aftur til baka en Skagamenn héldu pressunni en sóknin endar með skoti frá Óttari Bjarna yfir markið.
82. mín
Steinar Þorsteinsson reynir fyrirgjöf en Heras er fyrir og ÍA fær horn.
79. mín
Inn:Marley Blair (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Blair að spila sínar fyrstu mínútur á Íslandi. Honum virðist vera skítkalt.
79. mín
Viktor Jónsson rennir boltanum út á Jón Gísla Eyland sem á skot í hæla varnarmanns Keflavíkur og ÍA fær horn.
76. mín
Magnús Þór liggur eftir og þarf aðhlynningu. Varð fyrir einhverju hnjaski í baráttu innan teigs eftir langt innkast frá Alex Davey.
73. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
73. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
73. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Christian Volesky (Keflavík)
Eins fjörugur og Christian var í fyrri hálfleik hefur lítið sem ekkert sést til hans í þeim seinni.
71. mín
Ingimundur Aron með skot yfir markið frá vítateigshorninu.
68. mín
Elias Tamburini fellur innan teigs en ekkert dæmt. Sennilega réttur dómur. Var í baráttunni við Sindra Þór um boltann.
65. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Brýtur á ÞÞÞ.
63. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
63. mín
Óttar Bjarni á skalla eftir innkast frá Davey sem fer beint á Sindra. Máttlaust.
62. mín
Váááá!!! Þvílíka varslan hjá Sindra Kristni!!!

Fyrirgjöf frá hægri og Morten Beck á skalla af stuttu færi niðrí nærhornið sem Sindri Kristinn ver fáránlega. Ísak Snær fær hinsvegar frákastið og neglir boltanum í slánna og niður og síðan ná gestirnir að hreinsa frá.
62. mín
ÞÞÞ er á leiðinni inná.
60. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf frá endalínunni en sendingin af innanlega og Árni Marinó handsamar boltann.
58. mín
Joey Gibbs með bakfallspyrnu eftir hornspyrnu frá Ingimundi Aroni.

56. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Fyrsta skipting leiksins.
56. mín
Óttar Bjarni með máttlausan skalla beint á Sindra í markinu.
55. mín
Sindri Snær Magnúsonn er að koma inná hjá ÍA.
52. mín
Ingimundur Aron fær skeiðvöll og nýtir sér það. Á síðan hinsvegar lélegt skot vel framhjá markinu fyrir utan teig.
51. mín MARK!
Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Stoðsending: Ingimundur Aron Guðnason
Gestirnir eru búnir að jafna og það gerir fyrirliðinn, Magnús Þór Magnússon.

Maggi skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Ingimundi Aroni. Fastur skalli sem Árni Marinó ræður ekki við.
50. mín
Sindri Þór með fyrirgjöf frá hægri sem Alex Davey skallar í horn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar hefur flautað til hálfleiks.

Fjörugum fyrri hálfleik er lokið og nú vonumst við einfaldlega eftir að seinni hálfleikurinn verði jafn skemmtilegur, ef ekki enn skemmtilegri.
45. mín
Uppbótartími: 1 mínúta
45. mín
Viktor Jónsson sleppur einn í gegn en fellur við. Dýfa eða hvað? Amk ekkert dæmt og Keflvíkingar bjarga á síðustu stundu.
44. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Ástbjörn með aukaspyrnu inn í teig. Þar ekmur Árni Marinó á ferðinni og er fyrstur í boltann og handasamar hann. Joey Gibbs er alltof seinn í þennan bolta, fer í Árna í markinu og fær réttilega spjald í kjölfarið.
42. mín
Ástbjörn þræðir boltann á Sindra Þór sem kemur á ferðinni inn í teig ÍA. Hann á skondið skot á fyndnu tempói beint á Árna í markinu sem grípur boltann.
41. mín
Vó! Christian Volesky kemst í gott færi innan teigs og á síðan þetta líka þrumuskotið sem fer rétt yfir markið.
35. mín
Joey Gibbs á skot sem er varið bara strax í næstu sókn eftir markið. Gibbs var kominn í gott færi innan teigs en skotið beint á Árna sem hann gerði vel og hélt.
34. mín MARK!
Christian Volesky (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
Joey Gibbs með aukaspyrnuna sem er föst en beint á Árna Marinó í markinu. Árni heldur ekki boltan og það er enginn annar en Christian Volesky sem kemur fyrstur að boltanum og nær honum framhjá Árna.
33. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brotið á Davíð Snæ rétt fyrir utan vítateiginn. Nú er tækifæri fyrir gestina.

Joey Gibbs ætlar sér að taka spyrnuna.
31. mín
Alex Davey á skalla framhjá markinu eftir hornspyrnu frá Gísla Laxdal.
30. mín
Eins mikið og fyrra mark ÍA var verðskuldað þá er annað mark þeirra þvert gegn gangi leiksins.
29. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Stoðsending: Óttar Bjarni Guðmundsson
ÍA er komið í 2-0!

Ísak Snær klárar af stuttu færi eftir að Óttar Bjarni hafi flikkað boltann fyrir markið eftir langt innkast frá Alex Davey.
27. mín
Brynjar Snær með lausan skalla beint í fangið á Sindra eftir fyrirgjöf frá Halli Flosa.
26. mín
Ástbjörn Þórðarson með skot/fyrirgjöf sem fer framhjá fjærstönginni. Nú liggja gestirnir á heimamönnum.
25. mín
Davíð Snær með skot sem endar í hliðarnetinu.

Hallur Flosason gerir sig sekan um hræðileg mistök, missir boltann undir sig og býr þar með til þetta færi fyrir Davíð.
23. mín
Árni Marinó nær að kýla boltann í burtu frá Ingimundi og boltinn endar í innkasti.
22. mín
Það er að lifna við gestunum hér á síðustu mínútum og nú eiga þeir hornspyrnu.
18. mín
Volesky með skalla hárfínt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Nacho Heras. Christian Volesky er óhress með sjálfan sig þarna að hafa ekki gert betur.
17. mín
Gísli Laxdal er orðinn markahæstur í liði ÍA í sumar með þrjú mörk. Viktor Jónsson og Þórður Þorsteinn hafa síðan báðir skorað tvö mörk.
13. mín
Árni Marinó markvörður ÍA er að leika sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni. Hann lék allar 90 mínúturnar í sigri liðsins á Fram í 32-liða úrslitum Lengjubikarsins í síðustu viku.

Í fyrra lék hann fimm leiki með Skallagrími í 4. deildinni.
13. mín
Volesky kemst í dauðafæri en Árni Marinó ver meistaralega með fótunum, kemur vel út á móti og lokar vel á Volesky.

Keflavík fær horn sem Ísak Snær skallar í burtu.
12. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Morten Beck Guldsmed
ÍA er komið verðskuldað yfir hér á 12. mínútu leiksins!

Árni Marinó markvörður ÍA hóf þessa sókn með langri spyrnu upp völlinn, boltinn barst til Morten Beck sem þræddi boltann innfyrir á Gísla Laxdal sem gerði allt vel og kláraði framhjá Sindra í markinu.
10. mín
Viktor Jónsson með skalla að marki sem Sindri Kristinn ver nokkuð auðveldlega. Gísli Laxdal átti fyrirgjöfina.
8. mín
Bæði lið eru ekkert að spara háa og langa bolta hér upp völlinn fyrstu mínúturnar og það er eins og það sé upplegg beggja liða að hefja sóknir sínar með þeim hætti.
6. mín
Skalli í slá!

Alex Davey með skalla í slá eftir hornspyrnu og síðan er Morten Beck nálægt því að stýra boltanum í netið í kjölfarið en allt kemur fyrir ekki og Keflvíkingar bjarga á síðustu stundu.
6. mín
Elias Tamburini með fyrirgjöf frá vinstri sem er skölluð frá, Ísak Snær fær boltann fyrir utan teig. Ísak á slakkt skot sem fer í varnarmann Keflvíkinga.

Heimamenn halda pressunni áfram og uppskera hornspyrnu.
4. mín
Ingimundur Aron með spyrnuna sem nær ekki yfir fyrsta varnarmann ÍA. Alex Davey skallar boltann frá og fær síðan aukaspyrnu í kjölfarið.
3. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA. Brotið á Kian Williams.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.

Gestirnir sækja í átt að Akraneshöllinni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Athyglisvert að Keflvíkingar leika í rauðum treyjum hér í kvöld og hvítum stuttubuxum.
Fyrir leik
Styttist í leik. Búið að kynna liðin fyrir áhorfendum og bæði liðin eru þessa stundina inn í klefa að klára loka undirbúning sinn fyrir leikinn. Það er mikið undir í þessum leik eins og fyrr hefur verið komið inná. Heimamenn sætta sig ekki við neitt annað en sigur hér í kvöld.
Fyrir leik
Breyting á byrjunarliði Keflavíkur
Christian Volesky er kominn inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Adams Árna Róbertssonar.
Fyrir leik
Marley Blair er í leikmannahópi Keflavíkur í fyrsta skipti í sumar. Blair hefur verið að glíma við meiðsli í læri frá því í vor en hann er nú allur að koma til. Hann gekk til liðs við Keflavíkur í upphafi árs og skrifaði undir þriggja ára samning.

Blair var í yngri liðum Burnley og Liverpool á sínum tíma. Blair spilaði með U18 ára liði Liverpool áður en hann fór til Burnley árið 2018 þar sem hann spilaði með U23 ára liðinu.

Síðasta haust var Blair á reynslu hjá Sheffield Wednesday í Championship deildinni en hann fékk ekki samning þar.
Fyrir leik
Sindri Snær Magnússon er í leikmannahópi ÍA í fyrsta skipti frá því að hann meiddist alvarlega á Kaplakrikavelli fyrr í sumar þar sem hann var fluttur með sjúkrabíl upp á Landspítala. Sindri braut þar tvö rifbein en það eru jákvæðar fréttir að hann skuli vera búinn að jafna sig af þeim meiðslum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.

Skagamenn töpuðu 1 - 3 úti gegn Fylki fyrir rúmri viku en í millitíðinni unnu þeir Fram í bikarnum 3 - 1. Frá Fylkisleiknum kemur Óttar Bjarni Guðmundsson inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA virðist vera búinn að skipta um markvörð því Árni Marinó Einarsson er í markinu annan leikinnn í röð á kostnað Dino Hozic. Ein breyting er á liðinu frá Fram leiknum. Viktor Jónsson kemur inn fyrir Þórð Þorstein Þórðarson.

Í síðasta deildarleik vann Keflavík 1 - 0 sigur heima gegn Leikni og þeir unnu svo Breiðablik 2 - 0 í Mjólkurbikarnum í vikunni. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson þjálfarar liðsins gera eina breytingu á liðinu frá Leiknisleiknum Adam Árni Róbertsson kemur inn fyrir Dag Inga Valsson.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, er spámaður Fótbolta.net fyrir tíundu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Einar Orri er fyrrum leikmaður Keflavíkur.

ÍA 0 - 2 Keflavík
Öruggur útisigur Keflavík stimplar sig úr fallbaráttunni í bili amk með því að vinna öll liðin í neðrihlutanum. Captain MÞ með eitt Gibbsarinn með hitt. Lykt af red card hjá ÍA.



Fyrir leik
Skagamenn komust einnig áfram í 16-liða úrslit bikarsins eftir 3-0 sigur á toppliði Lengjudeildarinnar, Fram. Liðið hefur hinsvegar tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda hér í kvöld.
Fyrir leik
Gestirnir úr Bítlabænum koma sennilega inn í þennan leik með mikið sjálfstraust. Sex stig úr síðustu tveimur deildarleikjum auk þess sem liðið sló út Breiðablik í 32-liða úrslitum bikarsins í síðustu viku í framlengdum leik.
Fyrir leik
Góða kvöldið. Velkomin í beina textalýsingu frá Skipaskaga þar sem mikilvægur leikur í fallbaráttunni fer fram í Pepsi Max-deild karla.

Heimamenn í ÍA sem sitja á botni deildarinnar taka á móti nýliðum Keflavíkur sem eru í 9. sæti fyrir leikinn í kvöld. Fjögur stiga eru á milli liðanna. ÍA með fimm stig og Keflavík með níu stig.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams ('89)
16. Sindri Þór Guðmundsson
20. Christian Volesky ('73)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('79)

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('89)
11. Helgi Þór Jónsson ('73)
18. Stefán Jón Friðriksson
86. Marley Blair ('79)
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Joey Gibbs ('44)
Ástbjörn Þórðarson ('65)

Rauð spjöld: