Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fram
2
2
Grindavík
Gunnar Gunnarsson '46 1-0
1-1 Laurens Symons '54
Tryggvi Snær Geirsson '74 2-1
2-2 Laurens Symons '83
01.07.2021  -  19:15
Framvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þurrt, logn og 13° kjöraðstæður!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Tryggvi Snær Geirsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
6. Danny Guthrie ('88)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson ('69)
9. Þórir Guðjónsson ('79)
10. Fred Saraiva ('88)
71. Alex Freyr Elísson ('46)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
7. Guðmundur Magnússon ('79)
14. Hlynur Atli Magnússon ('88)
22. Óskar Jónsson ('69)
26. Aron Kári Aðalsteinsson
33. Alexander Már Þorláksson ('88)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('8)
Kyle McLagan ('23)
Alex Freyr Elísson ('29)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrstu stig sem Fram tapar á leiktíðinni í hörkuleik.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
92. mín
Inn:Mirza Hasecic (Grindavík) Út:Dion Acoff (Grindavík)
91. mín
90 mínútur komnar á klukkuna, ég missti af því hversu mikill uppbótartími var en það eru líkast til ekkert of margar.
88. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
88. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Danny Guthrie (Fram)
87. mín
Hornspyrna hjá Grindavík.

Boltinn á nær eins og áður en aftur er það Kyle sem skallar frá.
86. mín
Framarar gefast ekki upp á sigri, þeir setja upp álitlega sókn og boltinn endar á Óskari sem er með skotið en það fer yfir og meira segja yfir íþróttahúsið.
83. mín MARK!
Laurens Symons (Grindavík)
Stoðsending: Dion Acoff
Acoff er með sömu gömlu uppskrift!

Það þýðir varla að lýsa þessu marki þið getið bara skoðað hvað ég skrifaði um fyrra markið því þetta var bara eins.

Acoff á hægri með boltann fyrir og Symons með skallan í netið, einfalt.
79. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
Guðmundur með 5 mörk á þessu tímabili og samkvæmt mínum heimildum hafa þau öll komið af bekknum.
76. mín
Þetta var keimlíkt markinu, Matthías með nákvæmlega sömu hreyfingu en nú sendir hann á Óskar en skotið hans varið í horn.

Ekkert varð úr horninu.
74. mín MARK!
Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Stoðsending: Matthías Kroknes Jóhannsson
Tryggvi á þetta mark skilið!

Boltinn færist yfir á Matthías á hægri kantinum sem setur hann á Tryggva sem lúrir í kanalinum og í þetta skipti klárar hann mjög vel í fjærhornið.
73. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Grindavík)
72. mín
Framarar að gera sig líklegri

Fred með skotið í þéttan pakka Grindvíkinga boltinn endar hjá Tryggva með skotið beint á Aron.
69. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
Albert lagðist í jörðina og gat ekki haldið áfram leik.
68. mín
Mögnuð sending hjá Aroni Þórði upp hægri kantinn, Tryggvi brunar fram og köttar inn en skotið frekar þægilegt fyrir Aron Dag.
67. mín
Það er smá hiti að færast í leikinn töluvert af brotum og svo fylgja öskrin úr stúkunni.
65. mín
Það eru taktar í sambamýri

Acoff brunar upp völlinn í skyndisókn. setur hann á Aron Jó sem er með magnaðan snúning fyrir utan teig en varið í horn.
63. mín Gult spjald: Laurens Symons (Grindavík)
Beygir sig undir mann sem ætlar upp í skallabolta.
62. mín
Hornspyrna fyrir Framara

Sendingin endar á Kyle sem skallar hann framhjá.
58. mín
Aukaspyrna á mjög fínum stað.

Fred með skotið í vegginn fær boltann aftur og skýtur þá framhjá.
54. mín MARK!
Laurens Symons (Grindavík)
Stoðsending: Dion Acoff
Skólabóka mark!

Dion Acoff gerir það sem hann gerir best tekur bakvörðinn á hraðanum og sendir fyrir beint á kollinn á Symons og hann skallar í netið.

Mörkin koma ört núna.
52. mín
Þvílíkt klúður!

Þórir sleppur einn í gegn eftir að Sigurjón missir af boltanum.

Þórir er einn á móti markmanni en skýtur frekar beint á Aron en vel gert hjá Aroni að loka á ramman.
46. mín MARK!
Gunnar Gunnarsson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Framarar eru eina liðið sem mætti í seinni hálfleikinn

Tryggvi fer upp hægri kantinn og með flotta sendingu meðfram jörðinni inn í teig, Þórir með skotið sem er varið á línu af Zeba og endar boltinn í hornspyrnu fyrir Framara.

Hornspyrnan kemur inn og flottur skalli frá Gunna fer framhjá Aroni í markinu.

Svaka byrjun á seinni hálfleik
46. mín
Inn:Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
46. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn aftur af stað og nú eru það heimamenn sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þetta hefur verið stál í stál og ekki mikið um stór færi. Grindvíkingar kanski aðeins betri.
45. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Get ekki verið sammála þessu, fannst Sigurjón ná boltanum.
42. mín
Ótrúlegt skot!

Fred með hörkuskot fyrir utan teig, Aron nær ekki að halda boltanum í markinu en er fljótur að stökkva síðan á hann.
42. mín
Grindvíkingar að gefa í!

Þeir ná skoti sem hrekkur af varnarmanni og endar á Tiago í kjörstöðu en hans skot fer líka í varnarmann og Framarar halda boltanum.
39. mín
Aron Jóhansson!

Flott skyndisókn sem endar með Aroni rétt fyrir utan teig hann hleypir af en skotið rétt framhjá.
38. mín
Dion Acoff leikur illa á Danny Guthrie og brunar svo upp hægri kantinn en missit boltann svo útaf í markspyrnu
32. mín
Sturluð utanfótasending frá Fred innfyrir sem er hreinsuð í horn.

Hornið á nærstöng en endar á Grindvíking og er hreinsað frá.
30. mín
Aukaspyrnan frá Aroni yfir vegginn en líka yfir markið.
29. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Aukaspyrna á hættulegum stað
27. mín
Aukaspyrnan frá Albert fín á kollinn á Kyle en skallinn fer vel framhjá.
27. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Hittir manninn ekki boltann
23. mín
Aukaspyrnan frábær! beint á kollinn á Sigurð sem skallar hann niður og skapar smá darraðadans í teignum.

Boltinn er síðan hreinsaður og Albert er næstum sloppinn í gegn einn á móti markmanni en Aron Dagur fljótur úr markinu og hreinsar

Það er aðeins að færast líf í leikinn
23. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
Alltof seinn þegar Grindvíkingar ætla í skyndisókn.
17. mín
Aukaspyrna fyrir Grindvíkinga við vinstri hlið vítateigsins.

Tiago með boltann inn en Kyle með dominerandi skalla frá næstum að miðlínu.
15. mín
HÖRKUFÆRI!

Grindvíkingar koma upp vinstri kantinn með krossinn inn og Sigurður Bjartur nær skallanum en frábæt varsla Ólafar bjargar Frömurum.
13. mín
Þá fær Fram horn

Boltinn á næsrtöng en Grindavík hreinsar.

Lítið um stór færi í byrjun leiks.
10. mín
Grindvíkingar fá horn.

Beint í hendur Ólafs í markinu
8. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
7. mín
Dion Acoff brunar upp hægri kantinn og skellir Gunnari á rassinn með flottri hreyfingu, krossinn kemur inn í teig og Ólafur nær að hreinsa þar sem Tiago tekur skot fyrir utan teig sem er yfir.
4. mín
Fred nælir í aukaspyrnu við hliðarlínu. Albert tekur hana en beint í lúkurnar á Aroni í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Allt farið af stað og gestirnir byrja með boltann
Fyrir leik
Þá labba leikmenn hér inn á völlinn og leikurinn fer að hefjast.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin.

Framarar gera 3 breytingar frá sigri sínum gegn Gróttu í síðustu umferð. Albert Hafsteinsson, Danny Guthrie og Fred Saraiva koma inn fyrir Indriða Áka Þorláksson (sem er í banni), Óskar Jónsson og Má Ægisson. Verður að teljast afar sterkt lið sem þeir byrja með í kvöld.

Grindvíkingar gera 2 breytingar frá jafntefli sínu gegn Kórdrengjum Sigurjón Rúnarsson og Laurens Symons koma inn fyrir Walid Abdelali (sem er í banni) og Viktor Guðberg Hauksson. Annað mjög sterkt lið þannig lítið um afsakanir fyrir þessi lið, ætti að vera hörku leikur!
Fyrir leik
Dómari leiksins er
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til halds á traust verða Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson

Eftirlitsmaður er Þórarinn Dúi Gunnarsson
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í Lengjudeildinni í fyrra þann 21. september þar sem Grindavík tók öll 3 stigin með 1-2 útisigri.

Það voru 2 rauð spjöld í þeim leik 1 á hvort lið og það voru þeir Gunnar Þorsteinsson fyrir Grindvíkinga og Unnar Steinn Ingvarsson fyrir Framara. Þeir muna hvorugir spila í kvöld þar sem Gunnar er farinn yfir hafið til Bandaríkjanna í nám og Unnar er núna samningsbundinn Fylki í Pepsi Max deildinni.

Það var meira drama því Grindavík skoraði sigurmarkið á 92 mínútu þar sem Sigurður Bjartur Hallson var hetjan en hann er einmitt kominn með 7 mörk úr 8 leikjum í sumar.
Fyrir leik
Grindvíkingar í góðu formi
Grindavík situr í 3.sæti deildarinnar með 16 stig 8 stigum á eftir toppsætinu en jafnir ÍBV sem sitja í öðru sæti þannig mikið í húfi fyrir Grindvíkinga og væri gríðarlega sterkt að vera fyrsta lið sumarsins að vinna á móti Frömurum.

Grindavík gerði grátlegt 1-1 jafntefli á móti Kórdrengjum í síðustu umferð þar sem þeir fengu mark í andlitið á 93 mínútu eftir að hafa komist yfir á þeirri 67 mínútu. Sigurjón Rúnarsson var í leikbanni í þeim leik en hann kemur líkast til aftur inn í liðið í kvöld og er það mikill styrkur fyrir Grindvíkinga

Fyrir leik
Topplið Framara
Fram hefur sigrað alla sína 8 leiki á þessu tímabili og samkvæmt áræðanlegum aðilum hefur ekkert lið unnið alla 9 fyrstu leiki sína í næstefstu deild á Íslandi og þeir verða því líkast til æstir í sigur í kvöld.

Fram vann 0-1 útivallasigur á móti sterku Gróttu liði í síðustu umferð þar sem bæði Fred og Guðmundur Magnússon byrjuðu á bekknum en þeir hafa verið mjög mikilvægir leikmenn fyrir Framara í sumar.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu á toppslag Framara og Grindavíkur í Lengjudeild karla

Leikurinn hefst klukkan 19:15 hér í Safamýrinni.
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason ('46)
1. Aron Dagur Birnuson
2. Ólafur Guðmundsson
7. Sindri Björnsson
8. Tiago Fernandes
9. Josip Zeba
10. Dion Acoff ('92)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
36. Laurens Symons

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson ('46)
11. Símon Logi Thasaphong
15. Freyr Jónsson
16. Þröstur Mikael Jónasson
19. Mirza Hasecic ('92)
19. Andri Daði Rúriksson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Jón Júlíus Karlsson

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('27)
Sigurjón Rúnarsson ('45)
Laurens Symons ('63)
Sindri Björnsson ('73)

Rauð spjöld: