Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haukar
3
4
KR
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir '13
0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir '27
0-3 Kristín Erla Ó Johnson '45
Vienna Behnke '57 1-3
1-4 Guðmunda Brynja Óladóttir '64
Þórey Björk Eyþórsdóttir '78 2-4
Erla Sól Vigfúsdóttir '84 3-4
01.07.2021  -  19:15
Ásvellir
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Topp aðstæður
Dómari: Bergur Daði Ágústsson
Maður leiksins: Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('72)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('72)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
2. Guðrún Inga Gunnarsdóttir
3. Anna Rut Ingadóttir
4. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
6. Berglind Þrastardóttir
15. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir
16. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('72)
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('72)
24. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Helga Helgadóttir
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Dómarinn flautar leikinn af eftir 3 og hálfa í uppbótartíma og Haukarnir eru brjálaðir og skilja ekkert.

Mjög furðulegt atvik.
90. mín
+4

Þetta er að renna út í sandinn.
90. mín
+3

Vááá Haukar nálægt því!!

Mikið kaós í teignum og boltinn dettur fyrir Mikaelu sem nær skoti á markið en það er rétt framhjá.
90. mín Gult spjald: Kristín Erla Ó Johnson (KR)
+1

Tekur Hildi niður.

Haukar fá aukaspyrnu á hættulegum stað vinstra megin við teiginn.
90. mín
Erum komin á lokamínútu venjulegs leiktíma.
87. mín
Inn:Ásta Kristinsdóttir (KR) Út:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
Hildur verður fyrir hnjaski og þarf að fara útaf.
86. mín
Spennandi lokamínútur framundan hér á Ásvöllum, mikill karakter í Haukakonum sem neita að gefast upp!
84. mín MARK!
Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Dagrún Birta Karlsdóttir
Þetta er langt frá því að vera búið!

Haukar fá aðra hornspyrnu. Vienna með góða spyrnu sem Dagrún nær að setja hausinn í og boltinn dettur fyrir Erlu Sól sem kemur honum í netið.

Þetta var mjög furðulegt mark en boltinn fór inn!
83. mín
Haukar fá hornspyrnu.
82. mín
Flott sókn hjá Haukum, Þórey með góðan sprett upp hægri kantinn og reynir sendingu fyrir sem KR kemur í innkast.
81. mín
Hildur Björg reynir skot af löngu færi en það er hátt yfir.
80. mín
Haukar fá hornspyrnu.
78. mín MARK!
Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Erla Sól Vigfúsdóttir
Haukar eru ekki hættar!!

Erla með sendingu út til hægri á Þóreyju sem er með mikið pláss og keyrir í átt að markinu og setur hann snyrtilega framhjá Ingibjörgu.

Rúmar 6 mínútur síðan Þórey kom inn á.
77. mín
Haukar komast fjórar á tvær eftir að Ásta Sól vinnur boltann framarlega á vellinum, hún setur hann út til hægri á Viennu sem er komin í góða stöðu með þrjár með sér, en hún ákveður að skjóta á markið og skotið er ekki gott.

Léleg ákvörðun.
75. mín
KR fær hornspyrnu.
72. mín
Inn:Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Sunna búin að vera mjög öflug í seinni hálfleiknum.
72. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar) Út:Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar)
Tvöföld skipting hjá Haukum.
70. mín
Laufey með skot af löngu færi sem Emily ver örugglega.
70. mín
Gumma fær boltann út til hægri og lætur bara vaða, en boltinn yfir markið.
67. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Út:Kathleen Rebecca Pingel (KR)
Kathleen búin að vera góð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Ísabella Sara, fædd 2006 kemur inn.
64. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Gumma með þrennu!!

Vá gullfallegt mark. Einstaklingsframtak hjá Gummu.

Hún fær boltann úti vinstra meginn og tekur varnarmenn Hauka á í rólegheitunum, það opnast fyrir hana pláss inn á miðju sem hún stingur sér í, lætur vaða á markið með föstu skoti í fjærhornið. Emily er í boltanum en þetta er svo fast!
63. mín
Sunna í góðu færi!!

Hildur Karítas með góða sendingu fyrir markið sem ratar beint á Sunnu beint fyrir framan markið, hún tekur vel á móti boltanum en skotið er ekki nógu gott.

KR vörnin steinsofandi þarna.
61. mín
Sunna með boltann úti hægra meginn og keyrir í átt að markinu og reynir að slíta Hildi Björg frá sér, nær skoti á markið en Ingibjörg ver örugglega.
60. mín
KR fær hornspyrnu.
59. mín
Haukar halda áfram í mikilli pressu.

Á sama tíma og Haukar eru að koma sterkari inn í seinni hálfleik þá er eitthvað andleysi yfir KR. Ég veit ekki hvort þær héldu að þetta væri bara komið í hálfleik, en þær þurfa að rífa sig í gang ef þetta á ekki að fara illa fyrir þeim.
57. mín MARK!
Vienna Behnke (Haukar)
Stoðsending: Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
Haukar minnka muninn!

Sunna Líf keyrir upp hægri kantinn og kemur með frábæra sendingu fyrir markið þar sem Vienna er mætt og setur hann örugglega framhjá Ingibjörgu.
53. mín
Vá Kathleen með geggjað skot rétt fyrir utan teig sem svífur nokkrum cm yfir markið.
51. mín
Allt annað að sjá Haukaliðið sem er mætt til leiks í seinni hálfleik. Mikill kraftur í þeim!

Búnar að skora tvö mörk sem telja þó ekki.
50. mín
Aftuuuur!!

Kristín Fjóla aftur á ferðinni og skorar í annað sinn en aftur er hún dæmd rangstæð, ég sá þetta ekki nógu vel en þær eru alls ekki sáttar.
49. mín
Kristín Fjóla kemur boltanum í netið en er dæmd rangstæð.

Hildur finnur hana í gegn og Kristín klárar þetta frábærlega en þetta telur ekki.

Vá þetta var tæpt, er ekki viss um að þetta hafi verið réttur dómur.
47. mín
Sunna með mikið pláss á hægri vængnum, keyrir upp og á sendingu fyrir markið þar sem Hildur er mætt og reynir að karate sparka boltanum á markið en nær ekki alveg til hans.
46. mín
Inn:Kristín Sverrisdóttir (KR) Út:Rebekka Sverrisdóttir (KR)
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
KR leiða 3-0 inn í hálfleikinn, verðskuldað!
45. mín MARK!
Kristín Erla Ó Johnson (KR)
Stoðsending: Laufey Björnsdóttir
3-0!

Smá klafs í teignum eftir hornspyrnu frá Laufey, boltinn dettur fyrir Kristínu Erlu sem kemur boltanum í markið!
45. mín
KR fá hornspyrnu.
42. mín
Úffff Gumma í dauðafæri!

Kiley með misheppnaða hreinsun fyrir framan markið og Gumma fær boltann svona rúmum metra fyrir framan markið en gjörsamlega hamrar honum á einhvern óskiljanlegan hátt yfir markið.
39. mín
Hildur Karítas fær boltann á vinstri kantinum og veit af Sunnu koma í hlaupið hægra meginn og kemur með blindandi sendingu yfir beint í hlaupalínuna hennar. Ingibjörg er fljót að átta sig og rétt nær til boltans á undan.

Ingibjörg búin að vera mjög góð og gert Haukum erfitt fyrir.
35. mín
Rebekka misreiknar boltann og Kristín Fjóla er við það að sleppa ein í gegn en Ingunn verst vel og er fyrr til boltans.
32. mín
KR fá aukaspyrnu á góðum stað. Rétt fyrir utan hægra hornið á teignum.

Gumma með mjög fast skot á nærhornið sem Emily rétt nær að verja í horn, Emily virtist gera ráð fyrir boltanum á fjær og var lögð af stað en nær að bjarga þessu í hornspyrnu.

Þjálfarateymi KR er alveg brjálað að Bergur Daði skuli ekki spjalda Kiley sem tók Thelmu Lóu full harkalegan niður.
31. mín
Haukar í góðri stöðu, Vienna kemur boltanum inn í teig og þar er engin önnur en Hildur Karítas á réttum stað og nær skoti á markið sem er rétt framhjá markinu.
27. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Stoðsending: Laufey Björnsdóttir
Gummaaa!!

Laufey með aukaspyrnu sem Gumma skallar í netið!

KR fljótar að refsa!
26. mín
Ingibjörg með frábæra vörslu!!

Vienna fær sendingu út til vinstri sem hún rétt nær að halda inn á, fer illa með Hildi og kemur honum fyrir markið þar sem Hildur er mætt og nær að koma boltanum í fjærhornið en Ingibjörg gerir virkilega vel!
24. mín
Kathleen í færi!

Rebekka vinnur boltann í vörninni og keyrir upp völlinn, kemur boltanum á Thelmu Lóu sem keyrir upp hægri kantinn og kemst full auðveldlega framhjá Kiley, finnur Kathleen fyrir framan markið en Dagrún verst vel og hindrar skotið.
21. mín
Aftur nær Hildur Karítas skallanum sem er mjög góður en Ingibjörg ver virkilega vel, enn eitt hornið!

Vá það mætti halda að ennið á Hildi væri með segul á boltann, hún nær aftur skallanum en Rebekka bjargar upp við markið og KR koma þessu frá.
20. mín
Haukar fá hornspyrnu.

Hildur Karítas fyrst á boltann og nær skallanum sem fer framhjá með viðkomu varnarmanns, annað horn!
18. mín
Thelma Lóa í dauðafæri!

Kemst ein í gegnum vörn Hauka og er í kjörstöðu til að auka forskotið fyrir KR en setur boltann framhjá.

KR er að ná að opna vörn Hauka verulega mikið.
18. mín
Sunna Líf aftur á ferðinni upp hægra meginn, nær góðri sendingu en Ingibjörg gerir vel og grípur inn í.
15. mín
Haukar keyra upp hægri kantinn en sending Sunnu er ekki nógu góð og flýgur hátt yfir teiginn.
14. mín
KR-ingar vilja fá víti!

Kathleen með boltann inn í teig og er að komast ein gegn Emily en Kiley tekur hana niður og boltinn endar í höndum Emily.

Þarna voru Haukakonur heppnar, Jóhannes Karl er alls ekki sáttur með dómarana og les þeim pistilinn.
13. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Gumma kemur KR yfir!!

Klaufagangur í vörn Hauka, boltinn skoppar yfir Mikaelu og Gumma er ein á auðum sjó og er ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum inn.
13. mín
Hinumegin fær Gumma sendingu upp í hægra hornið og kemur með góa sendingu fyrir markið en enginn KR-ingur á réttum stað.
12. mín
Haukar í ágætis séns þarna!

Vienna með góðan sprett upp vinstri vænginn og kemur með góðann bolta með jörðinni fyrir mark KR en Hildur nær ekki til boltans og neginn mætt með henni.
11. mín
Enn eitt langskotið frá Kathleen, hittir á markið í þetta skiptið en Emily ekki í neinum vandræðum í marki Hauka.
9. mín
Kathleen reynir aftur skot af löngu færi og í þetta skiptið er það framhjá markinu.
7. mín
Haukar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Eru að finna taktinn og farnar að ná að halda boltanum aðeins.
5. mín
KR verið að sækja á markið síðan leikurinn byrjaði og Haukar varla fengið boltann.
2. mín
Kathleen Rebecca Pingel reynir skot af löngu færi sem fer rétt yfir markið, hélt í smá stund að þessi myndi enda í netinu!
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar hefja leik og sækja í átt að Reykjanesinu.

Haukar í sínum rauðu treyjum og KR svartar og hvítar.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl í fylgd dómaratríósins, þetta er að fara af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Haukar gera tvær breytingar frá síðasta leik þar sem þær unnu 3-1 sigur á Augnabliki. Harpa Karen og Sunna Líf koma inn fyrir Láru Mist og Þóreyju Björk.

KR gerir eina breytingu frá 1-1 jafntefli við Aftureldignu í síðustu umferð. Margrét Edda kemur inn fyrir Ingu Laufey.
Fyrir leik
Bergur Daði Ágústsson mun dæma leikinn og honum til aðstoðar verða Kjartan Már Másson og Nour Natan Ninir.
Fyrir leik
Fyrir leik
HAUKAR
Sitja í 5. sæti deildarinnar með 10 stig. 3 sigrar, 3 töp og 1 jafntefli.

KR
Eru í 2. sæti deildarinnar og geta með sigri í kvöld komist upp fyrir Aftureldingu og tekið toppsætið. 5 sigrar, 1 tap og 1 jafntefli.
Fyrir leik
Góðan kvöldið!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá Ásvöllum þar sem Haukar og KR eigast við í 8. umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn hefst kl. 19:15!
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir ('87)
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f) ('46)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
23. Arden O´Hare Holden
26. Kathleen Rebecca Pingel ('67)

Varamenn:
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
13. María Soffía Júlíusdóttir
14. Kristín Sverrisdóttir ('46)
22. Emilía Ingvadóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('67)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Ásta Kristinsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Þóra Kristín Bergsdóttir

Gul spjöld:
Kristín Erla Ó Johnson ('90)

Rauð spjöld: