Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Víkingur R.
1
0
ÍA
Nikolaj Hansen '90 , víti 1-0
05.07.2021  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Árni Marinó Einarsson
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
9. Helgi Guðjónsson ('57)
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('78)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('69)
11. Adam Ægir Pálsson ('57)
19. Axel Freyr Harðarson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason ('78)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Sölvi Ottesen
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Júlíus Magnússon ('60)
Kristall Máni Ingason ('90)
Adam Ægir Pálsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ MEÐ 1-0 SIGRI VÍKINGS!!!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!! Skagamenn hópast að Helga Mikael og eru ekki sáttir!! Jói Kalli hljóp inn á völlinn til að ýta þeim í burtu. En þeir eru virkilega ósáttir. Virkilega svekkjandi fyrir botnliðið en frábær og dýrmætur sigur fyrir Víking, sem fer upp að hlið Blika í 2. sætinu.

Skýrsla og viðtöl koma síðar í kvöld.
90. mín Gult spjald: Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
90. mín
Ótrúleg dramatík hérna í Víkinni!!! Síðast jöfnuðu Skagamenn gegn Víkingi úr vítaaspyrnu í lokin en núna eru það Víkingar!!! Það sýður svo allt upp úr á milli Davey og Loga.
90. mín Mark úr víti!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!! NIKOLAJ HANSEN SKORAR ÚR VÍTASPYRNUNNI!!! SENDIR ÁRNA Í VITLAUST HORN OG SETUR BOLTANN Í VINSTRA HORNIÐ!!!! TÍUNDA MARKIÐ Á TÍMABILINU, ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!!!
90. mín
HELGI MIKAEL DÆMIR VÍTASPYRNU Á SKAGAMENN!!! Nikolaj dettur í teignum og brot dæmt! SKAGAMENN BRJÁLAÐIR!!!
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn og 4 mínútur í uppbótartíma. Jafntefli er í raun afar vond úrslit fyrir bæði lið en í raun er bara eitt þeirra að sækja sigurinn - tekst Víkingum að taka stigin þrjú og halda lífi í titilbaráttunni?
90. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)
Adam Ægir fær gult spjald fyrir að toga Þórð Þorstein niður og Skagamenn fá aukaspyrnu.
87. mín
Heimamenn halda áfram að pressa!!! Logi með flotta fyrirgjöf og Adam Ægir er mættur í teiginn til að skalla boltann, en nær ekki á markið!
85. mín
HÆTTA VIÐ MARK SKAGAMANNA!!!! Adam Ægir með flotta háa sendingu inn í teiginn og Nikolaj er mættur í skallann, en skallar boltann yfir! Líkt og Erlingur gæti Nikolaj verið kominn með fleira en eitt mark, en hann gæti þurft að bíða lengur eftir því tíunda.
83. mín
Víkingar þjarma að Skagamönnum og ætla sér stigin þrjú!!! Pablo kemur með flottan bolta út á kantinn á Atla Barkarson sem kemur með þrumu-fyrirgjöf, þar er Kristall Máni mættur en nær ekki að skalla boltann almennilega. Heimamenn eru ennþá hættulegir og gætu kreist fram sigur - þeir eru hins vegar ansi framarlega og Viktor Jónsson er eins og hrægammur frammi til að nýta sér möguleg mistök.
78. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Arnar Gunnlaugsson freistar þess að hrista upp í hlutunum og skiptir Kristal Mána inn á fyrir Júlíus Magnússon.
77. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ SKAGAMÖNNUM!!! Varamaðurinn Guðmundur Tyrfingsson með frábæra sendingu, fær svo boltann aftur, fer framhjá Halldóri Smára og kemur boltanum á Eyþór Aron Wöhler sem er í hörkufæri - en Þórður Ingason ver vel. Þarna munaði mjóu, frábærlega gert hjá Guðmundi!!!!
75. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Skagamenn gera sína síðustu breytingu - Guðmundur Tyrfingsson kemur inn fyrir Ísak Snæ.
71. mín
Brynjar Snær liggur sárþjáður á vellinum eftir samstuð við Júlíus - en sem betur fer stendur hann ferskur á fætur og getur haldið áfram leik.
70. mín
NIKOLAJ HANSEN MEÐ SKALLA Í SLÁNA!!!! Atli Barkarson með frábæra sendingu inn fyrir, Nikolaj stekkur upp í boltann en skallar í slána. Árni kemur á móti honum og liggur eftir, en ekkert var dæmt - einfaldlega heiðvirt einvígi tveggja manna, og Árni náði sjálfsagt að trufla Nikolaj nógu mikið til að koma í veg fyrir mark.
69. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Víkingur gerir breytingu - Logi Tómasson, einnig þekktur sem Luigi, kemur inn fyrir Viktor Örlyg. Ég er nú ekki með doktorsgráðu í fótboltafræðum en að mínu mati hefur Viktor verið einn besti leikmaðpur vallarins og skil ég ekki hvers vegna hann er tekinn af velli.
68. mín
TVÖ DAUÐAFÆRI!!!!!! Ég hef misst töluna á hornspyrnum Víkinga en rétt í þessu bættist ein í safnið! Pablo kemur boltanum inn fyrir og Erlingur kemst í enn eitt dauðafærið, en skýtur beint á Árna! Boltinn berst síðan á Adam Ægi sem skýtur úr þröngu færi en aftur ver Árni! Árni er að halda sínum mönnum gjörsamlega á lífi hérna en Erlingur hlýtur að vera ansi svekktur með öll misnotuðu færin - að minnsta kosti þrjú dauðafæri!
66. mín
Adam Ægir hefur komið sterkur inn í þennan leik og á hörkuskot rétt yfir markið!
65. mín
SKAGAMENN VILJA HENDI!!!! Ísak tekur frábærlega á móti boltanum í teignum, rennir honum út á Þórð Þorstein sem kemur með hörku fyrirgjöf yfir á Viktor Jónsson á fjærstönginni. Viktor skallar boltann í átt að marki en boltinn fer í Kára, og gestirnir heimta hendi! Sýnist að það hefði verið ansi harður dómur. Kári fékk einmitt dæmt á sig víti fyrir hendi á lokamínútunni þegar liðin mættust fyrr í sumar - hefði sjálfsagt verið hundsvekktur ef sagan hefði endurtekið sig þarna.
64. mín
Það er auðvitað þvílíkur heiður að sitja hér í stúkunni með goðsögn á borð við Henry Birgi, sem hefur lýst þessum leik af stakri snilld í sjónvarpinu. "Þessi sending ekki upp á margar loðnur" sagði hann, fær 10 af 10 frá mér fyrir þessa skemmtilegu setningu.
63. mín
Þarna munar litlu!!! Karl Friðleifur með flotta fyrirgjöf og munar litlu að Nikolaj nái að pota í boltann, en Árni er vel á verði og grípur þennan bolta. Frábær leikur hjá þessum unga markverði, hann er öryggið uppmálað.
61. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Morten Beck Guldsmed (ÍA)
Tvöföld skipting hjá Skagamönnum.
60. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍA)
60. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Júlíus Magnússon með fáránlega tæklingu á miðjum vellinum!!! Straujar Hlyn Sævar þegar engin hætta er á ferðum og fær réttilega að líta fyrsta gula spjald heimamanna.
59. mín
ÁFRAM ÞJARMA HEIMAMENN!! Viktor Örlygur með þrumuskot en það er beint á Árna sem ver í horn!!
58. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!!!! Frábær sending inn fyrir á Erling sem skallar boltann í átt að marki en Árni ver vel! Þarna átti Erlingur að gera betur!!
57. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Helgi hefur ekki fundið sig enitt sérstaklega í þessum leik og Adam Ægir kemur inn fyrir hann.
56. mín
HÖRKUSÓKN HJÁ HEIMAMÖNNUM!!! Viktor Örlygur gerir frábærlega, kemur boltanum á Nikolaj sem fær nægan tíma til að athafna sig og lætur vaða - en Árni Marinó ver skot hans í hornspyrnu.
53. mín
SVEI MÉR ÞÁ!!! Pablo Punyed með hörkuskot utan teigs eftir að boltinn fellur fyrir hann, en Árni blakar boltanum yfir markið! Árni nær að grípa boltann eftir hornspyrnuna.
50. mín
ÞARNA HEFÐUM VIÐ GETAÐ SÉÐ SIRKUSMARK!!! Þórður Ingason stóð allt of framarlega og nafni hans Þórður Þorsteinn Þórðarson sá það. Þórður reyndi skotið af löngu færi en hitti boltann ekki nógu vel og hann fór yfir markið! ÞÞÞ er frábær skotmaður og hefði getað gert betur þarna - hefði getað verið skrautlegt!
48. mín
Víkingar fá hornspyrnu og darraðadans myndast í teignum en á endanum er boltanum komið í burtu.
47. mín
Skagamenn með fína sókn!! Norræn samvinna þar sem Tamburini kemur boltanum fyrir á Morten Beck, sem tekur á móti boltanum í teignum en er of lengi að athafna sig. Hann fékk liðsfélaga sinn í sig og virðist hafa meitt sig lítillega. Vonum að það verði allt í lagi með hann.
46. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Seinni hálfleikur er hafinn og Skagamenn gerðu tvær breytingar í leikhléi. Þórður Þorsteinn og Hlynur Sævar koma inn fyrir Gísla Laxdal og Jón Gísla.
46. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Eftir nokkuð rólega byrjun hefur verið boðið upp á hörkuleik hérna í Víkinni. Heimamenn hafa verið með tögl og hagldir í leiknum og verið mun meira með boltann. Viktor Örlygur hefur verið sprækur á kantinum og Júlíus sömuleiðis á miðjunni. Pablo hefur átt hættulega spretti og Erlingur hefur jafnframt verið ógnandi. Nikolaj fékk sannkallað dauðafæri fyrir opnu marki en náði ekki að skalla boltann almennilega.

Skagamenn hafa verið hættulegir í skyndisóknunum og Morten Beck í tvígang verið nálægt því að skora. Gestirnir voru farnir að liggja ansi mikið til baka á tímapunkti og greinilegt að sjálfstraustið er ekki í hæstu hæðum. Þeir eru hins vegar öskufljótir upp völlinn þegar sá gállinn er á þeim og klárt að Víkingar mega ekki sofna á verðinum. Löngu innköstin frá Alex Davey eru sömuleiðis stórhættulegt vopn.
45. mín
Hálfleikur
Hörku fyrri hálfleik lokið í Víkinni og staðan er enn markalaus þegar leikmenn ganga til búningsklefanna. Heimamenn hafa klárlega verið sterkari aðilinn og ættu með réttu að hafa skorað - hins vegar hafa Skagamenn einnig fengið þrjú góð færi til að skora og þeir hefðu vel getað gert það. Það verður spennandi að sjá seinni hálfleikinn!!
45. mín
ÞARNA MUNAÐI MJÓU Í TVÍGANG!!! Þórður Ingason missir boltann klaufalega yfir sig og boltinn lekur framhjá markinu!!! Skagamenn fá svo innkast og Alex Davey þrumar boltanum lengst inn, Morten Beck kemst í dauðafæri en Halldór Smári bjargar!!!
44. mín
Kári í jötunmóð!!!!! Sýnir frábæra takta í vörninni og stoppar Gísla Laxdal eftir hörku baráttu. Þvílíkur nagli!
43. mín
Stórhættuleg sókn eftir frábært spil hjá Víkingum!!! Júlíus kemur með flottan bolta út á kantinn á Viktor Örlyg, sem kemur með hættulega fyrirgjöf inn í teiginn. Þar mætir Erlingur á siglingu en móttakan mistekst hræðilega og hann nær ekki skotinu. Þarna var Erlingur í dauðafæri og er hundsvekktur með sjálfan sig!!! Skömmu síðar fær Erlingur skalla sem endar hjá Árna Marinó.
39. mín
Kýtingur í teig Skagamanna!!! Nikolaj Hansen virðist hrinda Sindra Snæ Magnússyni og Sindri lætur sig detta með tilþrifum. Helgi Mikael virðist ekki hafa séð atvikið og ekkert er dæmt - líklega hefði mátt flauta á Nikolaj, sem er sjálfsagt enn hundfúll yfir að hafa ekki skorað áðan.
39. mín
Erlingur kemur með annan hættulegan bolta inn í teig en Árni kýlir boltann í burtu.
37. mín
Helgi er kominn aftur inn á völlinn. Víkingar eiga fína sókn og Skagamenn koma boltanum aftur fyrir í hornspyrnu.
36. mín
Helgi er sárfættur eftir viðskipti sín við Ísak Snæ og leikurinn er stöðvaður - hann fær aðhlynningu frá sjúkrateymi Víkings. Við vonum að sjálfsögðu að allt sé í lagi hjá honum og að hann geti haldið leik áfram.
34. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Ísak Snær fær gult spjald fyrir brot á Helga Guðjónssyni. Helgi geystist upp kantinn og Ísak fór í tæklinguna sem heppnaðist ekki alveg nógu vel. "50/50 bolti" kallaði Jói Kalli brjálaður í átt að Helga Mikael dómara, sem var ekki sammála þeirri greiningu og tók upp spjaldið.
33. mín
Ég hélt ég þyrfti að éta sokkinn þarna!!! Ísak Snær skallar boltann í átt að Morten Beck sem er kominn í stórhættulegt skotfæri en Þórður Ingason ver!! Frábær skyndisókn hjá Skagamönnum sem hafa verið helst til bitlausir framan af. Þeir geta þetta alveg!
32. mín
Skagamenn minna á Kynnisferðir í COVID því þeir eru einfaldlega búnir að leggja rútunni. Sitja þétt til baka og heimamenn reyna að finna glufur í varnarmúrnum.
30. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Jón Gísli er annar Skagamaðurinn sem er færður til bókar fyrir óþarflega harkalega tæklingu á Viktor Örlyg. Þeir ráða ekkert við hann!
27. mín
Víkingar aftur með skemmtilega sókn og boltinn endar hjá Pablo sem kemur með skot / sendingu sem endar hjá Árna í markinu. Viktor Örlygur hefur verið svakalega sprækur í þessum leik og alltaf hætta þegar hann fær boltann vinstra megin.
25. mín
ÞARNA MUNAÐI MINNA EN ENGU!! Eða aðeins meira en engu, því annars hefði þetta verið mark! Erlingur með frábæra hornspyrnu og boltinn berst á Nikolaj Hansen sem er dauðafrír, nánast á marklínu, en einhvern veginn skallar hann boltann yfir þegar það er erfiðara að klúðra en skora!!! Den danske þarf að bíða eitthvað lengur eftir tíunda markinu.
24. mín
Skot!!! Nikolaj Hansen tekur boltann á kassann inni í teig og lætur vaða en skotið framhjá!
22. mín
Víkingur ógnar!! Fínasta sókn hjá heimamönnum þar sem Atli og Viktor Örlygur spila sín á milli á vinstri kantinum áður en boltanum er rennt á Júlíus Magnússon sem er í fínasta skotfæri utan teigs - hann lætur vaða en boltinn fer rétt framhjá!
19. mín
Þarna gátu Skagamenn komist yfir!!! Langt innkast endar á kollinum hjá Óttari Bjarna sem nær fínum skalla, en boltinn fer rétt yfir markið. Þetta hefði klárlega verið gegn gangi leiksins, og það í þokkabót eftir umdeilda ákvörðun dómarans - en það er ekki spurt að því!
18. mín
Ótrúlegt að Helgi Mikael hafi ekki dæmt aukaspyrnu þarna - Viktor keyrir inn í Karl Friðleif sem hafði slallað boltann út af, en innkast dæmt. Þarna slapp Viktor vel á sínum gamla heimavelli, var eitthvað pirraður þarna.
17. mín
Uppistand í Víkinni. Heimamenn reyna einhverja útfærslu af æfingasvæðinu í aukaspyrnunni sem misheppnast hrapallega - allt of föst sending og spyrnan rennur út í sandinn. Ég þekki þetta úr golfinu, ég slæ alltaf miklu betur í Básum heldur en á bölvuðum vellinum.
16. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Sindri Snær Magnússon færður til bókar fyrir "professional foul" eins og þau gerast best. Klippir niður Pablo þar sem hann sprettir í átt að teignum. Aukaspyrna á ágætis stað fyrir Víking.
16. mín
Aftur munar ekki miklu - misheppnuð hreinsun endar hjá Viktori Örlygi sem á skot rétt framhjá.
15. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK HJÁ VÍKINGI??? Mikill darraðadans í teignum sem endar með skoti frá Nikolaj en Árni Marínó ver glæsilega! Boltinn fellur fyrir Helga Guðjónsson sem er allt of lengi að skjóta og varnarmaður Skagamanna kemst fyrir boltann. Heimamenn eru heldur betur að bæta við pressuna!
13. mín
ÞARNA MUNAÐI NÆRRI ENGU!!! Nikolaj Hansen kemur boltanum á Júlíus Magnússon, sem á stórhættulegt skot rétt fyrir utan teig en boltinn fer af varnarmanni og rétt framhjá! Hornspyrna sem endar hjá Árna.
12. mín
Heimamenn eru klárlegas terkari aðilinn og hafa átt tvær hættulegar sóknir með skömmu millibili. Júlíus kom með frábæra sendingu út á Atla Barkarson á vinstri kantinum, Atli kom boltanum fyrir en Sindri Snær bægði honum frá. Þó ekki langt, því stuttu seinna var Pablo kominn í stórhættulega stöðu í teignum og reyndi að gefa boltann, en Skagamenn náðu að stöðva hann.
10. mín
Stórhættulegur bolti inn fyrir frá Atla Barkarsyni eftir flotta sókn en Skagamenn bægja hættunni frá - Karl Friðleifur stöðvar síðan hratt upphlaup gestanna og aukaspyrna er dæmd.
8. mín
Halldór Smári liggur eftir að hafa fengið Morten Beck ansi harkalega í sig, aukaspyrna dæmd og leikurinn byrjar á ný eftir að Halldór Smári er búinn að jafna sig.
6. mín
Fín rispa hjá Víkingum - Pablo kemur með flottan bolta upp kantinn á Erling sem gefur fyrir, en auðvelt fyrir Árna að grípa boltann og koma honum fram.
6. mín
Menn sjá enga ástæðu til að byrja leikinn á neinni flugeldasýningu - ágætis jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar en heimamenn þó meira með boltann.
3. mín
Víkingar eiga flotta sókn sem endar með fyrirgjöf, en Árni Marinó er vel á verði í teignum og hremmir boltann.
2. mín
Skagamenn eiga ágætis sókn. Viktor leggur boltann út á Elias Tamburini sem kemur með boltann fyrir, en Víkingar enda á að bægja hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!!! Skagamenn byrja með boltann og sækja í átt að Víkingsheimilinu. Tekst Arnari Gunnlaugssyni að leggja uppeldisfélagið eða tekst Skagamönnum að rífa sig af botninum?
Fyrir leik
Ég verð að viðurkenna að "æfingagallar" Skagamanna sem þjálfarateymið klæðist fá ekki háa einkunn hjá mér. Að því sögðu hef ég ekki verið með puttann á púlsinum hvað varðar nýjustu tískustrauma þannig að það felst kannski í því ákveðinn gæðastimpill að hljóta ekki náð fyrir mínum augum.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn með Helga Mikael og meðdómara hans í fararbroddi. Ský hefur dregið fyrir sólu, áhorfendum sjálfsagt til mikillar ánægju þar sem sólin skín annars beint í augu þeirra. Það hefur bæst vel við áhorfendaskarann undanfarnar mínútur og ég á von á þrusustemningu hér!
Fyrir leik
Áhorfendur eru ekkert sérstaklega margir til þessa - maður hefði búist við öðru svona á mánudegi í þessu blíðskaparveðri, sérstaklega þegar heimamönnum gengur svona vel. En fólk heldur áfram að streyma í stúkuna og vonandi verður boðið upp á góða stemningu í kvöld.
Fyrir leik
Ég veit að fólk er hérna til að lesa knattspyrnulýsingu en ekki matargagnrýni - en ég má til með að hrósa Víkingum fyrir þessa stórkostlegu hamborgara sem þeir bjóða upp á hérna - gætu snúið hinum hörðustu grænkerum! Þeir eru með ákveðið leynihráefni sem tekur borgarann upp á næsta stig - það er Doritos á borgaranum! Þetta er rosalegt!!
Fyrir leik
Rétt tæpur stundarfjórðungur í leik og það sést vel á báðum liðum í upphituninni að leikmenn eru hrikalega gíraðir í þennan leik. Við erum að tala um Fílalag: Spirit in the Sky gíraðir. Það verður allt lagt í sölurnar í þessum mikilvæga leik í kvöld.
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson er á flautunni í kvöld.
Fyrir leik
Ég heyrði það frá kollega mínum frá Stöð 2 Sport að Arnar hafi greint frá því fyrir leik að Kwame Quee sé veikur og því ekki með í kvöld.
Fyrir leik
Skagamenn þurfa heldur betur að hafa gætur á markakóngi deildarinnar, Nikolaj Hansen, sem getur einfaldlega ekki hætt að skora. Hann er kominn með 9 mörk og hefur skorað í síðustu sex leikjum. Fyllir hann tuginn í kvöld?

Fyrir leik
Aðeins meira um nýjan varnarmann Skagamanna, Wout Droste. Hann er 32 ára og er hægri bakvörður sem leikið hefur 122 leiki í efstu deild í Hollandi og lék á sínum tíma sjö leiki fyrir hollenska U19 landsliðið. Hans síðustu leikir í efstu deild voru tímabilið 2018/19. Í vetur spilaði hann 25 leiki í hollensku B-deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

Droste var samningslaus en hann hefur verið hjá Go Ahead Eagles undanfarin ár. Hann hefur einnig leikið með Twente, Cambuur og Heracles á ferlinum.


Fyrir leik
Skagamenn gera tvær breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Keflavík. Hollenski varnarmaðurinn Wout Drouste, sem gekk til liðs við ÍA skömmu fyrir mánaðamót, fer beint inn í liðið. Einnig kemur Sindri Snær Magnússon inn. Hallur Flosason er ekki í hóp og Brynjar Snær Pálsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús! Heimamenn í Víkingi gera tvær breytingar. Helgi Guðjónsson kemur inn í byrjunarliðið og spurning hvort hann nái aftur að skora á 1. mínútu. Viktor Örlygur Andrason kemur einnig inn í byrjunarliðið. Fyrir þeim víkja Kwame Quee, sem er ekki í hóp, og Halldór Þórðarson sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Ég hvet þá sem fylgjast með leiknum endilega til að tjá sig um gang mála með myllumerkinu #fotboltinet ; vel valin tíst verða án nokkurs vafa birt hér í textalýsingunni. Bíður þín frægð og frami? Það er aldrei að vita!
Fyrir leik
Ef ég kann að reikna skilst mér að þeir Skagamenn sem sitja heima núna geti ennþá náð leiknum ef þeir leggja af stað fljótlega - og hvet ég þá eindregið til þess. Veðrið er geggjað, mér skilst að hamborgararnir í Víkinni séu geggjaðir og svo er þetta auðvitað gríðarlega mikilvægur leikur. Við munum líka hversu ömurlegt það var að geta ekki mætt á völlinn í COVID - um að gera að notfæra sér frelsið núna!
Fyrir leik
Leikmenn geta ekki kvartað undan þurru gervigrasi hér í Víkinni í kvöld, það er verið að vökva vel og fallegur regnbogi myndast á vellinum undir vatnsbununni.
Fyrir leik
Þetta er seinni leikur liðanna á tímabilinu, en eitt af þremur jafntöflum Skagamanna í ár kom einmitt gegn Víkingi á Akranesi þann 8. maí síðastliðinn þar sem lokatölur urðu 1-1. Þar var heldur betur boðið upp á dramatík - Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir á 1. mínútu leiksins en Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÞÞÞ, jafnaði metin fyrir ÍA úr vítaspyrnu á lokamínútunni eftir að hendi hafði verið dæmd á Kára Árnason.
Fyrir leik
Það væri kannski ofsögum sagt að halda því fram að Víkingum hafi fatast flugið - en þeir máttu hins vegar þola sitt fyrsta tap á tímabilinu í síðustu umferð gegn Leikni. Þar áður höfðu þeir einungis unnið einn af fjórum leikjum sínum í deildinni, gegn FH.
Fyrir leik
Leikur kvöldsins er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en af ólíkum ástæðum. Víkingur er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig og getur með sigri jafnað Breiðablik í 2. sætinu að stigum. Að sama skapi fleytir sigur Víkingum einungis fimm stigum frá toppliði Vals með leik til góða - sigurinn er því einfaldlega nauðsynlegur ef Víkingur ætlar að vera áfram í titilbaráttu.

Útlitið er öllu svartara fyrir blessaða Skagamenn, sem sitja á botni deildarinnar með sex stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa einungis unnið einn leik á tímabilinu, gegn HK sem er einu sæti ofar á markatölu. ÍA tók eitt stig gegn Keflavík í síðustu umferð en hafði þar áður tapað fjórum leikjum í röð - þeir eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fyrir leik
Aðstæður hér í Víkinni eru sannarlega til fyrirmyndar, enda er Fossvogurinn annálaður fyrir besta veðurfar á höfuðborgarsvæðinu. Sólin skín og það hreyfir varla vind - kjöraðstæður fyrir frábæran fótboltaleik.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og ÍA í Pepsi Max-deild karla.

Leikurinn hefst 19:15 á Víkingsvelli í Fossvoginum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('46)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon ('60)
9. Viktor Jónsson
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson ('75)
21. Morten Beck Guldsmed ('61)
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('46)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('46)
4. Aron Kristófer Lárusson
4. Hlynur Sævar Jónsson ('46)
16. Brynjar Snær Pálsson ('60)
19. Eyþór Aron Wöhler ('61)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('75)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('16)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('30)
Ísak Snær Þorvaldsson ('34)

Rauð spjöld: