Dinamo Zagreb
3
2
Valur
Arijan Ademi (f) '8 1-0
Lovro Majer '41 , víti 2-0
Arijan Ademi (f) '72 3-0
Arijan Ademi (f) '82 , misnotað víti 3-0
3-0 Kristinn Freyr Sigurðsson '88 , misnotað víti
3-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '88
3-2 Andri Adolphsson '89
07.07.2021  -  17:00
Maksimir í Zagreb
Undankeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: 35 gráðu hiti, völlurinn ekkert sérstakur
Dómari: Genc Nuza (Kosóvó)
Byrjunarlið:
1. Danijel Zagorac
3. Daniel Stefulj
5. Arijan Ademi (f)
6. Rasmus Lauritsen
10. Lovro Majer ('75)
27. Josip Misic ('60)
28. Kévin Théophile-Catherine
30. Petar Stojanovic
70. Luka Menalo ('60)
90. Duje Cop ('75)
97. Kristian Jakic ('86)

Varamenn:
33. Ivan Nevistic (m)
8. Amer Gojak
13. Stefan Ristovski
17. Sandro Kulenovic ('75)
20. Lirim Kastrati ('60)
24. Marko Tolic ('75)
25. Marijo Cuze ('60)
37. Josip Sutalo
38. Bartol Franjic
46. Martin Baturina ('86)
55. Dino Peric
77. Dario Spikic

Liðsstjórn:
Damir Krznar (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur tapar hérna 3-2 fyrir króatíska stórliðinu!

Valsmenn geta svo sannarlega verið ánægðir með þetta veganesti. Ótrúlegar lokamínútur!

Takk fyrir samfylgdina.
94. mín
Miði er svo sannarlega möguleiki!!! Valur er að landa hérna mögnuðum úrslitum. Dinamo haft mikla yfirburði en Íslandsmeistararnir nýtt sín tækifæri vel og halda draumnum á lífi fyrir seinni leikinn sem verður á Íslandi á þriðjudaginn.
93. mín
Þess má geta að það er búið að leggja niður útivallarmarkaregluna í Evrópukeppnum svo mörk á útivelli telja ekki sérstaklega.

Dinamo að ógna en Valsmenn ná að bægja hættunni burt.
91. mín
Hlutirnir fljótir að breytast. Fimm mínútum bætt við.
89. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!!!

Skelfileg varnarmistök hjá Dinamo. Lauritsen sparkaði boltanum í andlitið á sjálfum sér og þaðan skaust hann til Andra sem hefur verið svakalega líflegur síðan hann kom inn.

Andri klárar vel og allt í einu er staðan orðin 3-2! Ótrúlegur fótboltaleikur.
88. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
VALUR SKORAR!

Kristinn Freyr með slaka vítaspyrnu sem er varin en boltinn fer aftur á Kristin sem skallar í netið! Virkilega vel gert. Valsmenn komast á blað í Zagreb!
88. mín Misnotað víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
87. mín
VALUR FÆR VÍTI! Stojanovic fær á sig víti, heimskuleg tækling. Brýtur á Guðmundi Andra! Hárréttur dómur.
86. mín
Inn:Martin Baturina (Dinamo Zagreb) Út:Kristian Jakic (Dinamo Zagreb)
Einn 18 ára að mæta inn, 2003 módel.
85. mín
Dinamo með marktilraun sem Hannes ver. Cuze varamaður sem átti þessa tilraun.
82. mín Misnotað víti!
Arijan Ademi (f) (Dinamo Zagreb)
HANNES VER FRÁ ADEMI! Vel gert hjá landsliðsmarkverði okkar.

Ademi reyndi við þrennuna af vítapunktinum en nei nei nei segir Hannes.
82. mín Gult spjald: Christian Köhler (Valur)
Christian Köhler með kjánalegan varnarleik og fær á sig víti. Tekur bara faðmlag á einn leikmann heimamanna. Hárrétur dómur.
80. mín
Þarna hefði Valur getað minnkað muninn!!

Andri Adolphsson með þéttingsfast skot en Danijel Zagorac nær að verja í hornspyrnu. Ekkert merkilegt kemur úr hornspyrnunni því miður.
79. mín
Hedlund fékk höfuðhögg í skallaeinvígi en getur haldið leik áfram.
77. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
77. mín
Inn:Johannes Vall (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
75. mín
Inn:Marko Tolic (Dinamo Zagreb) Út:Duje Cop (Dinamo Zagreb)
75. mín
Inn:Sandro Kulenovic (Dinamo Zagreb) Út:Lovro Majer (Dinamo Zagreb)
72. mín MARK!
Arijan Ademi (f) (Dinamo Zagreb)
Úr skyndisókninni, sem var virkilega vel útfærð, nær Dinamo að skora sitt þriðja mark.

Hedlund nær ekki til boltans þegar hann er sendur á Ademi. Fyrirliði heimamanna klárar gríðarlega vel, hans annað mark í leiknum.

Þá er hægt að setja LEIK LOKIÐ við þetta einvígi, því miður.
71. mín
Guðmundur Andri ógnandi og reynir að koma sér í skotfæri en er stöðvaður... Dinamo veður upp í STÓRHÆTTULEGA skyndisókn. Of margir leikmenn komnir framarlega á völlinn...
70. mín
Hurð skall nærri!!! Marijo Cuse fær frábæra sendingu, er á fjærstönginni, en hittir boltann illa. Sem betur fer.

Það er komið að annarri vatnspásu. Heimir heldur töflufund.
68. mín


Fróðlegt að sjá hvað þessi þrefalda skipting gerir fyrir Valsmenn.
67. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
67. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
67. mín
Inn:Christian Köhler (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
65. mín
Eftir gott spil á Petar Stojanovic skot framhjá markinu.
63. mín
Verið mun meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleiknum. Alls ekki sami sóknarkraftur í heimamönnum. Heimir og Túfa eru að búa sig undir að gera skiptingar.
61. mín
Valur vill fá hendi og víti! Patrick Pedersen á skalla sem fer í hendina á varnarmanni Dinamo en dómarinn dæmir ekkert. Þetta var svo sannarlega á gráu svæði.
60. mín
Inn:Marijo Cuze (Dinamo Zagreb) Út:Luka Menalo (Dinamo Zagreb)
60. mín
Inn:Lirim Kastrati (Dinamo Zagreb) Út:Josip Misic (Dinamo Zagreb)
57. mín
Ekki margir áhorfendur á þessu steypuskrímsli sem Maksimir völlurinn er. Hafa haft hljótt það sem af er leik en eru loks byrjaðir að reyna að kalla eitthvað. Í sjónvarpsútsendingunni heyrast skipanirnar af bekknum virkilega vel.
55. mín
Máttlítið skot hjá heimamönnum sem Hannes á ekki í nokkrum vandræðum með.
55. mín Gult spjald: Srdjan Tufegdzic (Valur)
Aðstoðarþjálfari Valsmanna fær að líta gula spjaldið. Túfa hefur verið svo líflegur á hliðarlínunni að króatísku sjónvarpsmennirnir eru vissir um að hann sé Heimir Guðjónsson.
53. mín
Guðmundur Andri í dauðafæri! Orri skallar boltann á Guðmund Andra sem nær ekki að taka almennilega á móti boltanum! Flaggið fór á loft og þetta hefði ekki talið. Endursýningar sýna að það er rétt.
52. mín
Valsmenn sleppa með skrekkinn! Eftir darraðadans dettur boltinn út úr teignum og á Stefulj bakvörð sem á skot rétt framhjá!
50. mín
Kosóvómaðurinn með flautuna dæmir hér hverja aukaspyrnuna á fætur annarri. Lítið sem ekkert tempó á leiknum. Guðmundur Andri fær tiltal.
48. mín
Patrick getur haldið leik áfram. Góðar fréttir.
47. mín
Kévin Théophile-Catherine traðkar á Patrick Pedersen sem liggur þjáður á vellinum og heldur utan um ökklann. Algjörlega tilgangslaust brot. Einar Óli sjúkraþjálfari mætir inn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Meðan við bíðum eftir seinni hálfleik er hægt að minna á að það er einhver annar leikur í Evrópu í kvöld! Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stendur vaktina á .Net og færir ykkur allt það helsta sem gerist á Wembley.

45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks:
Marktilraunir: 9-1
Á markið: 5-1
Hornspyrnur: 5-0
Rangstöður: 0-1
Með boltann: 69% - 31%
45. mín

45. mín

45. mín
Hálfleikur
Valur fékk aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Birkir Heimisson með aukaspyrnu en Dinamo skallar frá. Þá er flautað til hálfleiks. Valur í verulega erfiðum málum.
45. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Fer aðeins í bakið á Luka Menalo á miðjum vellinum.
45. mín
Að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma.
44. mín
Majer með skot af löngu færi sem fer í slána og yfir! Þetta var mögnuð tilraun hjá Króatanum.
43. mín
Fyrsta marktilraun Vals! Snörp sókn og Sigurður Egill teygir sig í boltann og tekur kraftlítinn skalla sem Danijel Zagorac á ekki í nokkrum vandræðum með að verja.
42. mín
Dinamo haft mikla yfirburði en þessi mörk hjá Valsmönnum ódýr. Birkir Már missti boltann yfir sig eftir horn og svo gerir Hedlund þessi rándýru mistök sem kosta vítaspyrnu. Upp með sokkana.
41. mín Mark úr víti!
Lovro Majer (Dinamo Zagreb)
Skorar af miklu öryggi. Hannes fer í rangt horn og Majer skorar snyrtilega með innanfótar spyrnu.
39. mín
Dinamo fær víti. Hedlund brotlegur. Rosalega klaufalegt hjá varnarmanni Vals, rosalega.

Hannes ver skot og boltinn berst á Hedlund sem missir boltann frá sér og brýtur síðan af sér. Duje Cop fær vítið.
39. mín
Valur í sjaldgæfri sókn. Kristinn Freyr með sendingu á Sigurð Egil sem er flaggaður rangstæður. Væri gaman að fá eins og eitt tækifæri hjá Val fyrir hálfleikinn. Vantar aðeins meiri gæði í sendingarnar hjá Íslandsmeisturunum.
35. mín
Dinamo Zagreb búið að eiga þrjú skot á markið en Valsmenn ekkert. Í þeim skrifuðu orðum er Haukur Páll dæmdur brotlegur fyrir að vera sterkari í baráttunni um boltann á miðsvæðinu. Nuza dómari er alls ekki úr efstu hillu hjá UEFA.
31. mín
Hér má sjá Arijan Ademi ánægðan með sig eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu. Dinamo haft yfirburði.

29. mín
Maksimir völlurinn er alveg óhemju ljótur völlur eins og Henry Birgir Gunnarsson hefur komið oft inná í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Ég var einmitt með honum á þessum velli fyrir um tveimur árum. Zagreb er góð borg en leikvangurinn er hrottalegur.

Dinamo að fá tvær hornspyrnur í röð...
28. mín
Kristinn Freyr Sigurðsson fær dæmda á sig aukaspyrnu, hrinti aðeins í Ademi og fær að launum tiltal frá Nuza dómara.
23. mín
Það er vatnspása í Zagreb. 35 gráðu hiti. Heimir notar tækifærið til að messa aðeins yfir mönnum, notar þetta eins og um leikhlé í handbolta sé að ræða.
22. mín
Petar Stojanovic með skot fyrir utan teig, meðfram jörðinni. Boltinn beint á Hannes Þór Halldórsson. Æfingabolti fyrir markvörð Vals.
21. mín
Jakic brýtur á Patrick Pedersen og Valur fær aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Dinamo. Sending inn í teiginn en Valur tapar boltanum og heimamenn komast í stórhættulega skyndisókn.

Luka Menalo í hörkufæri en á síðustu stundu nær Orri Sigurður Ómarsson að komast fyrir hann. Var Orri sýndist mér sem tapaði boltanum í aðdragandanum en reddaði eigin mistökum.
16. mín
HANNES VER FRÁBÆRLEGA!

Dinamo í dauðafæri! Sýndist þetta vera Duje Cop sem fékk boltann í teignum og var einn og yfirgefinn. En Hannes gerir vel og kemur í veg fyrir að heimamenn tvöfaldi forystu sína.
15. mín
Valsmenn í brasi í varnarleiknum og Duje Cop ógnar en Rasmus bjargar í hornspyrnu. Lovro Majer aftur mættur til að taka horn. Nær að finna Kristian Jakic í teignum en erfið sending og Jakic í litlu jafnvægi og skallar yfir.
14. mín
Völlurinn er talsvert blettóttur og nokkuð stór hluti af honum er bara gulur. Samt sem áður virðast vallaraðstæður ekki trufla heimamenn mikið í að halda boltanum. Eru algjörlega að einoka hann.
12. mín
Dinamo aftur að ógna. Lovro Majer með skot úr teignum sem fer í varnarmann. Valsmenn eiga í vök að verjast og ná ekki að vera mikið með boltann.
8. mín MARK!
Arijan Ademi (f) (Dinamo Zagreb)
Eftir hornspyrnu kemur fyrsta mark leiksins. Það var frekar ódýrt...

Hornspyrnan svífur yfir Birki Má og berst á Ademi í teignum. Hann er einn og yfirgefinn með nægan tíma og tekur fast skot. Hannes kemur við boltann en nær ekki að verja.

Dinamo er komið yfir.

7. mín
Daniel Stefulj reynir fyrirgjöf. Boltinn í Birki Má Sævarsson og afturfyrir í hornspyrnu sem Lovro Majer tekur.
6. mín
Dinamo með hörkuskot sem fer í bringuna á Hauki Páli Sigurðssyni sem harkar þetta af sér. Ég lenti í svipuðum aðstæðum í gær og veit að þetta er ekki þægilegt!
5. mín
Króatísku sjónvarpsmennirnir henda í nærmynd af Túfa, aðstoðarþjálfara Vals, í sjónvarpsútsendingunni og titla hann sem Heimi Guðjónsson. Túfa vel virkur í boðvangnum.

Dinamo hér að vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Sigurður Egill henti sér í tæklingu og skellti boltanum afturfyrir í hornspyrnu. Allir í varnarhlutverki hjá Val.
2. mín
Eins og við var búist er Orri Sigurður Ómarsson áfram í vinstri bakverðinum. Er ekki hans uppáhalds staða en hann leysti hana frábærlega gegn FH á dögunum. Hann mun væntanlega hafa í nægu að snúast.
1. mín
Leikur hafinn
Langflestir búast við því að Dinamo sé að fara að vinna sannfærandi sigur í þessu einvígi en vonandi geta Valsmenn veitt þeim alvöru keppni.

Það voru heimamenn sem hófu leik.
Fyrir leik
Valsmenn eru alhvítir í leiknum í dag. Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Valsmanna og Arijan Ademi fyrirliði Dinamo eru í dómarauppkastinu fræga. Allt tilbúið fyrir þennan leik.
Fyrir leik
Allt klárt í Zagreb! Hér má sjá mynd af Valsmönnum að hita upp á Maksimir vellinum.



Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og er leiknum textalýst hér upp úr þeirri útsendingu
Fyrir leik
Damir Krznar, þjálfari Zagreb, tjáði sig um leikinn í gær. Dinamo vann alla fjóra undirbúningsleiki sína fyrir leikinn gegn Val en liðið er á undirbúningstímabili sem stendur.

"Valur er mjög skipulagt lið og með sigurvegara í sínum röðum. Það er erfitt að bera saman íslensku deildina við okkar deild, okkar er þó augljóslega sterkari. Þeir eru komnir í keppnisform þar sem deildin þeirra er hálfnuð og liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Við búumst við því að vera meira með boltann," sagði Krznar.

Það er einhver sýking í grasinu á Maksimir sem mun ekki koma til með að hjálpa leik Dinamo sem vill halda mikið í boltann. Grasið leit þó betur út í gær en fyrir fjórum dögum. Markmið Dinamo er að komast í riðlakeppni í einni af Evrópukeppnunum og hefst vegferðin gegn Val í dag.

Nokkrir leikmenn Dinamo tóku þátt í EM alls staðar og verða ekki með króatíska liðinu í einvíginu gegn Val. Dominik Livakovic verður ekki með í einvíginu og þeir Mario Gavranovic, Mislav Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec munu ekki taka þátt í fyrri leiknum.

Seinni leikur liðanna fer svo fram á Hlíðarenda næsta þriðjudag.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar frá 2-0 sigri gegn FH í Pepsi Max-deildinni. Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen voru hvíldir í þeim leik vegna meiðsla en eru komnir í slaginn á ný og eru báðir í byrjunarliðinu. Christian Köhler og Sverrir Páll Hjaltested fara á bekkinn.
Fyrir leik
Fyrir leik


Dómararnir eru frá Kosóvó. Genc Nuza sér um að dæma leikinn, Fatlum Berisha og Bujar Selimaj eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik


Það er um 35 stiga hiti í Zagreb.Þetta eru erfiðar aðstæður að spila í, og það hljóta eiginlega að vera vatnspásur.

Leikurinn fer fram á Maksimir vellinum í Zagreb en við Íslendingar eigum ekki góðar minningar þaðan þar sem við töpuðum í umspilinu fyrir HM 2014.

Ég skal viðurkenna það að ég þoli ekki þennan leikvang, gjörsamlega þoli hann ekki.
Fyrir leik
Dinamo er gríðaralega sterkt lið sem sló Tottenham úr leik í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Valur hefði ekki getað mætt öflugra liði þegar dregið var.



Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður að því - eftir sigur gegn FH - hvort Valsliðið ætti einhvern möguleika á því að komast áfram úr þessu einvígi.

"Það er auðvitað hörkulið," sagði Heimir þegar hann var spurður út í Dinamo Zagreb.

"Auðvitað verður þetta erfiður leikur en við viljum gera vel í Evrópukeppni. Við munum fara til Króatíu og reyna að ná í hagstæð úrslit þannig að seinni leikurinn hérna á Valsvellinum skipti einhverju máli."

"Það er alltaf möguleiki í fótbolta. Ef ég væri ekki með trú, þá gæti ég bara verið hér heima og sent einhverja aðra með vélinni."
Fyrir leik
Íslandsmeistarar Vals mæta Dinamo Zagreb frá Króatíu klukkan 17 í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Seinni viðureignin verður á þriðjudaginn í næstu viku á Origo vellinum á Hlíðarenda.

Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('67)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Birkir Heimisson ('77)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('67)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('67)
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason
20. Orri Sigurður Ómarsson ('77)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Johannes Vall ('77)
4. Christian Köhler ('67)
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Sverrir Páll Hjaltested ('67)
17. Andri Adolphsson ('67)
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('77)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('45)
Srdjan Tufegdzic ('55)
Christian Köhler ('82)

Rauð spjöld: