Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
FH
1
0
Sligo Rovers
Greg Bolger (f) '77
Steven Lennon '85 1-0
08.07.2021  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Þungskýjað og 13 gráður. Grasið fallegt.
Dómari: Ishmael Barbara (Malta)
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('92)
8. Þórir Jóhann Helgason ('82)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('92)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('92)
22. Oliver Heiðarsson ('92)
25. Einar Örn Harðarson
28. Teitur Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('82)
34. Logi Hrafn Róbertsson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson
Jóhann Ægir Arnarsson

Gul spjöld:
Jónatan Ingi Jónsson ('30)
Guðmann Þórisson ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH fer með 1-0 forystu í seinni leikinn!

Takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld.
94. mín
Vuk með fyrirgjöf en gestirnir koma boltanum í burtu. Þetta er klárast.
92. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
92. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
91. mín
Þremur mínútum bætt við leikinn.
90. mín
FH-ingar halda boltanum en eru ekki mikið að sækja þessa stundina.
85. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
BÆNG!!!!!

Þarna kemur það, fyrsta markið í leiknum. Vuk með glæsilega fyrrigjöf sem Steven Lennon stýrir í netið og kemur FH yfir!

Vuk búinn að vera inn á í þrjár mínútur og er kominn með stoðsendingu!
85. mín
Jónatan vinnur hornspyrnu.
84. mín
Hörður með fyrirgjöf en hún er of innarlega og Mcnicholas ekki í neinum vandræðum að handsama þennan bolta.
82. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Þórir Jóhann Helgason (FH)
82. mín
Eggert Gunnþór keyrir aðeins inn í Mcnicholas og makvörðrinn liggur eftir. Einhver samtöl í kjölfarið en ekkert spjald.
81. mín
Lennon og Buckley í smá glímu og ýta aðeins í hvorn annan. FH-ingar eru í sókn.
79. mín
Hörður Ingi með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og þaðan á Mcnicholas.
77. mín Rautt spjald: Greg Bolger (f) (Sligo Rovers)
Seinna gula!!

Reynir að fiska vítaspyrnu og hendir sér niður. Pétur snerti hann ekki og dómarinn lyftir upp seinna gula og svo rauðu.

Fækkar um einn á miðjunni hjá Írunum.
73. mín
Parkes með tilraun en þetta var aldrei líklegt, hátt yfir.
72. mín
Blaney með skalla eftir fyrirgjöfina frá Bolger. FH-ingar aftur heppnir. Boltinn fór beint á Gunnar.
71. mín
Hörður Ingi dæmdur brotlegur úti vinstra megin. Fín fyrirgjafarstaða fyrir Bolger.
70. mín
ÞETTA VAR FÆRI!!

Gibson fær boltann hægra megin í teignum eftir sprett frá Figueira. Gibson er í dauðafæri en skýtur í Parkes og af honum fer boltinn afturfyrir. Þarna sluppu FH-ingar.
65. mín
Guðmundi og Cawley lendir aðeins saman eftir að búið var að dæma rangstöðu á Sligo.
64. mín
Inn:David Cawley (Sligo Rovers) Út:Mark Byrne (Sligo Rovers)
64. mín
Inn:Walter Figueira (Sligo Rovers) Út:Ryan De Vries (Sligo Rovers)
62. mín
Tilfinningin er þannig að leikurinn sé aðeins að sveiflast með FH-ingum þessa stundina. Vonandi nýta þeir sér það.
62. mín
Þórir Jóhann með háan bolta fyrir en markvörður gestanna með þetta allan tímann.
61. mín
Gibson með skot fyrir utan teig en það fer vel framhjá.
60. mín
Írarnir reyna að fara í skyndisókn en Matthías er vel á verði og nær að hlaupa De Vries uppi og vinna af honum boltann. Virkilega vel gert hjá fyrirliðanum.
60. mín
Þórir Jóhann með aukaspyrnuna inn á teiginn en gestirnir ná að skalla boltanum til hliðar. Á vinstri kantinum er Hörður Ingi og hann á fyrirgjö sem fer í hendurnar á Mcnicholas.
59. mín Gult spjald: Greg Bolger (f) (Sligo Rovers)
Togaði í Jónatan á sprettinum.
56. mín
Þórir fer niður í baráttunni við Banks en ekkert er dæmt. Virkaði eins og góður varnarleikur hjá bakverðinum.
54. mín
Dómari leiksins kallar De Vries og Guðmund til sín og fer yfir stöðuna.

FH-inga hreinsa seinni hornspyrnuna í burtu.
54. mín
Guðmann skallar þessa fyrirgjöf afturfyrir. Annað horn. Guðmann svekktur með þetta og sparkar í stöngina.
53. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Boltinn af Guðmanni og aftur fyrir.
50. mín
Seinni hálfleikur byrjar rólega, líkt og fyrri hálfleikur gerði.
46. mín
FH-ingar vilja fá vítaspyrnu. Jónatan með fyrirgjöf í varnarmann. Sýndist vera lítið í þessu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engar breytingar á liðunum. FH byrjar með boltann í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn byrjaði ansi rólega en hefur lifnað yfir þessu. FH-ingar hafa komast í hættulegri stöður en hafa ekki náð að láta almennilega reyna á Mcnicholas.
45. mín
Hálfleikur
45+2

Guðmann skallar fyrirgjöf Bolger upp í loftið og þá flautar dómarinn til loka fyrri hálfleiks.
45. mín
45+2

Gestirnir eiga aukaspyrnu úti á hægri kantinum.
45. mín
45+1

Mjög hættuleg sókn hjá Sligo. Parkes vippar boltanum inn á Gibson sem er kominn djúpt inn á teig FH-inga en Gibson nær ekki að koma almennilegu skoti á mark heimamanna og Gunnar hirðir þetta upp.
43. mín
Matthías með fyrirgjöf á Lennon sem skallar boltann út á Jónatan sem á skot að marki. Boltinn rétt framhjá fjærstönginni!
41. mín
Matthías gerir mjög vel að vinna boltann á vallarhelmingi Sligo. Matti kemur boltanum á Bjössa en hann er með aðeins of langa skiptingu á Jónatan á hægri kantinum. Boltinn út af.
39. mín
Lennon með skot eftir sendingu frá Pétri. Lennon fékk boltann við vítateigslínuna en skotið vel yfir. Það er aðeins að lifna yfir þessu!
38. mín
Hættuleg sókn FH-inga. Hörður ingi með tvær fyrirgjafir og sú seinni finnur Lennon inn á teignum en skalli Lennon í stöngina!!

Af stönginni fór boltinn svo afturfyrir.
37. mín
Gibson með skot fer af Pétri og á Gunnar í markinu.
36. mín
Lennon með sendingu ætlaða Herði Inga en sendingin alls ekki í takti við hlaupið hjá Herði. Gestirnir fara í skyndisókn en Gummi Kristjáns nær að stöðva fyrstu atlögu og svo ná FH-ingar að hreinsa eftir fyrirgjöf.
35. mín
Bolger reynir skot fyrir utan teig en það fer beint á Gunnar í markinu.
33. mín Gult spjald: Shane Blaney (Sligo Rovers)
Blaney brýtur á Birni og fær gult spjald. FH-ingar í stúkunni fagna. Þeir voru ósáttir með bæði gulu spjöldin sem sýnir menn hafa fengið.
31. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Gult spjald fyrir að fara í Parkes.

Dómari leiksins gerði sig líklegan til að spjalda Davíð Þór líka, fyrir mótmæli, en ég sá ekki hvort spjald fór á loft.
31. mín
Þórir Jóhann með fyrirgjö sem fer af varnarmanni en dómari leiksins metur það þannig að boltinn fari aftur í Þóri af Bolger.
30. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Fer á fullri ferð í markvörðinn, algjört óhapp en dómari leiksins metur þetta sem gult spjald.

Jónatan var að elta langan bolta.
29. mín
FH-ingar fá hornspyrnu. Þórir Jóhann með fyrirgjöf sem Blaney skallar afturfyrir.

Jónatan á sendingu á fjærstöngina en Morahan nær að skalla í burtu áður en Bjössi kemst í boltann.
28. mín
Fyrirliðinn Bolger með sendingu á fjær þar sem Buckley kemst í boltann en hann er dæmdur brotlegur.
28. mín
Sligo á hornspyrnu.
26. mín
FH-ingar vilja vítaspyrnu!!! Stuðningsmenn baula duglega á dómara leiksins og þeir Óli og Davíð ræða við fjórða dómarann.

Matthías átti flota sendingu út á hægri vænginn þar sem Þórir Jóhann fékk boltann. Þórir á fyrirgjöf sem fer í Banks og vilja FH-ingar meina að boltinn hafi farið í hönd hans.
23. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Guðmann kemur í burtu og svo er brotið á Pétri við vítateig FH-inga. FH á aukaspyrnu.
21. mín
Guðmann reynir eina langa sendingu inn á Matthías en boltinn of langur og Mcnicholas hirðir hann.
21. mín
Jónatan er svona sá leikmaður sem er líklegastur til að skapa eitthvað hjá FH úti hægra megin. Hann fór rétt í þessu einn gegn einum á móti Banks en Banks sá við honum.
19. mín
Gunnar Nielsen grípur þess fyrirgjöf Bolger úr hornspyrnunni.
18. mín
Bolger með fyrirgjöf ætlaða Parkes inn á teignum. Boltinn fer á Gumma Kristjáns sem hittir boltann illa og slæsar hann afturfyrir í hornspyrnu.
17. mín
Byrne með háa fyrirgjöf af hægri kantinum en hún fer yfir allan pakkann og varð engin hætta upp úr þessu.
16. mín
Bjössi lyftir boltanum inn á Jónatan en Jónatan er dæmdur rangstæður.
14. mín
Lennon vinnur boltann af Bolger á miðjum vellinum en dómari leiksin dæmir brot sem vakti enga hrifningu heimamanna.
14. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri ætluð Parkes inn á teignum. Hann nær að komast í boltann en nær ekki að snúa í átt að marki og FH-ingar hreinsa.
13. mín
Það er ekki hægt að segja að leikurinn sé búinn að vera mjög opinn til þessa. Bæði lið að þreifa fyrir sér en tilfinningin sú að Sligo ætli sér að stýra leiknum.
10. mín
Björn Daníel á fyrstu skottilraun leiksins. Fínasta spil eftir innkast hátt á vallarhelmingi Sligo. Lennon lagði boltann á Bjössa sem á skot en það beint á Mcnicholas.
7. mín
Sligo á aukaspyrnu á vinstri kantinum. Davíð Þór öskrar inn á völlinn inn á sína menn.

Boltinn fer inn á teiginn og þar í höndina á Parkes. FH á aukaspyrnu.
5. mín
Eggert fékk eitthvað högg á höndina og þurfti að yfirgefa völlinn í smá stund. Hann er kominn aftur inn á.
3. mín
Lið Sligo:
Mcnicholas
Buckley - Banks - Blaney - Horgan
Gibson - Morahan - Bolger
Byrne - Parkes - De Vries
1. mín
Lið FH:
Gunnar
Pétur - Guðmann - Guðmundur - Hörður
Björn - Eggert
Jónatan - Þórir - Lennon
Matthías
1. mín
Leikur hafinn
Sligo Rovers byrjar með boltann!
Fyrir leik
Það er ein breyting á liði Sligo frá síðasta deildarleik. Luke McNicholas ver mark liðsins en Edward McGinty fór af velli í síðasta leik og glímir sennilega við meiðsli.
Fyrir leik
Dómarakvartetinn kemur frá Möltu.
Fyrir leik
Evrópudeildarlagið spilað! Mögulega er ekki búið að semja Sambandsdeildarlagið.
Fyrir leik
Það er þungskýjað og 13 gráðu hiti í Hafnarfirði. Liðin fara að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Samkvæmt vef UEFA er Sligo í 4-3-3.

Mcnicholas
Buckley - Banks - Blaney - Horgan
Parkes - Morahan - Bolger
Gibson - De Vries - Byrne
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá deildarleiknum gegn Val fyrir viku síðan.

Gunnar
Pétur - Guðmann - Guðmundur - Hörður
Björn - Eggert
Jónatan - Þórir - Lennon
Matthías
Fyrir leik
FH tók þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra en tapaði 0-2 gegn Dunajska Streda. Liðið vann síðast einvígi árið 2018 þegar liðið lagði finnska liðið Lahti í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Fyrir leik
Sligo Rovers er í 2. sæti írsku deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Shamrock Rovers. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína.

FH er í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar og hefur ekki unnið deildarleik síðan liðið lagði HK í fjórðu umferð deildarinnar (17. maí).
Fyrir leik
Fótbolti.net hafði samband við FH-inginn Atla Viðar Björnsson sem lék á sínum ferli 31 Evrópuleik og skoraði fimm mörk. Atli hefur verið í sérfræðingateymi Stöð 2 Sport þegar kemur að Pepsi Max-deildinni og svaraði hann nokkrum spurningum um leikinn í kvöld.

Hvernig meturu möguleika FH í leiknum í kvöld og einvíginu sjálfu?

,,FH á fína möguleika en fyrirfram metur maður þetta sem 50/50 einvígi. Þetta írska lið er í góðum gír í deildinni sinni heima og írsku liðin hafa verið að reynast íslensku liðunum hættulegir andstæðingar undanfarið í Evrópukeppnunum," sagði Atli.

Þarf FH að vinna í kvöld?

,,Nei, en auðvitað er betra að fara með góð úrslit úr fyrri leik á heimavelli en maður á aðeins eftir að sjá hvað mun breytast við það að útimarkareglan sé ekki lengur inni í dæminu. FH þarf að sjálfsögðu koma sér í góða stöðu með góðum úrslitum í kvöld en þó svo að sigur vinnist ekki í kvöld þá er aðalmálið að góður möguleiki sé til staðar fyrir seinni leikinn í næstu viku til að klára einvígið."

Hvað þarf að gerast til að FH nái í góð úrslit?

,,Það sem ég hef séð og heyrt af þessu írska liði þá virðast þeir vera með nokkuð skýrt en frekar einfalt leikplan með orkumikla leikmenn fram á við þannig. FH þarf að ná að halda í boltann og stjórna tempóinu í leiknum og eldri og reyndari leikmenn FH liðsins þurfa að stíga upp og stjórna ferðinni."

Gengi FH hefur verið mjög lélegt í Pepsi Max-deildinni að undanförnu.
Helduru að það sé gott fyrir FH að fá núna aðra keppni en til að einbeita sér að?

,,Já og nei. Það er ekkert hægt að gleyma stöðunni í deildinni en hún hvorki hjálpar né vinnur gegn þeim í svona verkefni þó að það sé önnur keppni í gangi núna. Allir alvöru knattspyrnumenn held ég að vilji vera með mörg járn í eldinum og fara sem lengst í öllum keppnum sem þeir taka þátt í og Evrópukeppnin er mikil upplifun. Þannig að það er stóra málið fyrir leikmennina að fá fleiri ferðir og fleiri stór verkefni."

Hver er munurinn á að spila Evrópuleik og hefðbundinn leik í deild? Er öðruvísi rútína á leikdegi?

,,Munurinn innan vallar er fyrst og fremst sá að í Evrópuleik ertu að spila við lið og leikmenn sem þú þekkir ekki og veist ekki hvað geta. Hér heima ertu alltaf að spila við Pálma Rafn, Gísla Eyjólfs., Hilmar Árna og þessa sömu andstæðinga aftur og aftur og veist upp á hár í hverju þeir eru góðir og í hverju ekki góðir."

,,Þannig að í þessu ertu í meiri óvissu, það kallar á enn meiri einbeitingu, skýrt leikplan og að fókus levelið sé alveg í toppi ef menn vilja ná að komast lengra."

,,Ég vona að rútínan verði örlítið öðruvðisi en vanalega því þetta er ákveðinn hápunktur hvers sumars fyrir félögin og leikmennina. Ég var alltaf hlynntur því þegar ég var að taka þátt í þessu að það væri aðeins meira lagt í umgjörðina og allt væri gert til að upplifunin verði sem best,"
sagði Atli að lokum.

Fyrir leik
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir. Veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik FH og írska liðsins Sligo Rovers sem fram fer á Kaplakrikavelli í kvöld og hefst sá leikur klukkan 18:00. Sæbjörn Steinke heiti ég og textalýsi leiknum frá vellinum.

Um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram í Írlandi í næstu viku.
Byrjunarlið:
16. Luke Mcnicholas (m)
2. Lewis Banks
3. Colm Horgan
6. Greg Bolger (f)
7. Jordon Gibson
8. Niall Morahan
9. Ryan De Vries ('64)
12. Mark Byrne ('64)
14. Shane Blaney
26. Garry Buckley
27. Romeo Parkes

Varamenn:
30. Richard Brush (m)
31. Conor Walsh (m)
4. Danny Kane
10. Walter Figueira ('64)
11. Seamas Keogh
18. John Russel
19. Regan Donelon
20. Darren Collins
22. David Cawley ('64)
25. Cillian Heaney
28. Jason Devaney
33. Peter Maguire

Liðsstjórn:
Liam Buckley (Þ)

Gul spjöld:
Shane Blaney ('33)
Greg Bolger (f) ('59)

Rauð spjöld:
Greg Bolger (f) ('77)