Samsungvöllurinn
mánudagur 12. júlí 2021  kl. 20:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Nývökvað gervigras, smá vindur en frekar hlýtt!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Mary Alice Vignola (Valur)
Stjarnan 0 - 2 Valur
0-1 Mary Alice Vignola ('72)
0-2 Lára Kristín Pedersen ('82)
Myndir: Hafrún Guðmundsdóttir
Byrjunarlið:
1. Naya Regina Lipkens (m)
0. Katrín Ásbjörnsdóttir ('73)
0. Sóley Guðmundsdóttir ('73)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('85)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('85)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('90)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
5. Hanna Sól Einarsdóttir
7. Klara Mist Karlsdóttir ('90)
15. Alma Mathiesen ('73)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('73)
17. María Sól Jakobsdóttir ('85)
22. Elín Helga Ingadóttir ('85)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Gunnar Guðni Leifsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+3

Valskonur fara heim með stigin þrjú.

Takk fyrir samfylgdina, viðtöl og skýrsla koma inn í kvöld!
Eyða Breyta
90. mín Klara Mist Karlsdóttir (Stjarnan) Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
+1
Eyða Breyta
90. mín Clarissa Larisey (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)
+1
Eyða Breyta
90. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
+1
Eyða Breyta
90. mín
Erum að detta inn í uppbótartíma.
Eyða Breyta
87. mín
Mary Alie með sendingu inn fyrir á Ídu Marín en boltinn aðeins of langur og Ída, Anna María og Lipkens klessa full harkalega saman. Þær standa þó allar upp og halda áfram.
Eyða Breyta
86. mín
Elín Metta með skot utan af velli sem fer beint á Lipkens.
Eyða Breyta
85. mín Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
85. mín María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín MARK! Lára Kristín Pedersen (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
Váááá!!

Lára Kristín fær boltann fyrir utan teig og hamrar honum í samskeytin fjær, með vinstri.

Lára komin með sitt fyrsta mark fyrir Val!
Eyða Breyta
74. mín
Úlfa Dís með skot utan af teig sem fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
73. mín Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín Alma Mathiesen (Stjarnan) Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Cyera Makenzie Hintzen (Valur)

Eyða Breyta
72. mín MARK! Mary Alice Vignola (Valur), Stoðsending: Mist Edvardsdóttir
Maaaark!!

Mist með háan bolta inn fyrir vörn Stjörnunnar og þar kemur Mary Alice á sprettinum og skallar boltann laglega yfir Lipkens í markinu. Virkilega flott mark!

Sannkallað varnarmark, varnarmaður með stoðsendingu á varnarmann.
Eyða Breyta
68. mín
Valur fær hornspyrnu.

Myndast hætta í teignum en Stjarnan kemur þessu í frá. Valskonur orðnar beittari og hafa verið líklegri síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
66. mín
Dauðafæri!!

Ásdís Karen byrjar sóknina á að koma á vörnina og setja hann út á Elísu sem kemur boltanum fyrir markið, boltinn fer af Elínu Mettu á Ásdísi sem er komin á fjær og er alein á móti Lipkens en hún ver frábærlega af stuttu færi.

Loksins fengum við alvöru færi í þennan leik!
Eyða Breyta
65. mín
Elín Metta er með boltann fyrir utan teig og reynir skot af löngu færi sem fer hátt yfir markið.
Eyða Breyta
63. mín
Ásdís Karen reynir skot af löngu færi en beint á Lipkens.
Eyða Breyta
60. mín
Katrín Ásbjörns fær boltann fremst og er í baráttu við Mist sem togar mjög greinilega í treyjuna hennar en dómarinn flautar ekki. Stjörnufólk ekki sátt þarna.
Eyða Breyta
59. mín
Mist liggur eftir í teignum. Þarfnast aðhlynningar frá sjúkraþjálfara.

Hún virðist vera klár til að halda áfram og kemur sér inn á.
Eyða Breyta
58. mín
Valskonur halda áfram að fá hornspyrnur.

....og áfram gengur ekki að nýta þær.
Eyða Breyta
57. mín
Cyera fær sendingu út til vinstri og hún lætur vaða á markið, Lipkens þarf að hafa sig alla við að verja þennan í horn.

Hornspyrnan flýgur í gegnum teiginn án þess að einhver nái til boltans.
Eyða Breyta
55. mín
Enn ein hornspyrnan sem Valur fær.

Hár bolti frá Dóru sem Lára Kristín skallar að markinu og úr því varð hálfgert skallatennis áður ren Stjörnukonur komu þessu frá.
Eyða Breyta
53. mín
Valskonur fá hornspyrnu.

Mist stekkur hæst og nær föstum skalla en hann fer yfir markið.
Eyða Breyta
52. mín
Hildigunnur fær boltann úti hægra meginn og keyrir áfram og fer framhjá Málfríði, reynir að koma boltanum út í teiginn en Sandra kemur út og nær til boltans.
Eyða Breyta
48. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Katrín Ásbjörns fær boltann með bakið í markið en reynir að ná boltanum á markið, Sandra er alveg í bakinu á henni og fær boltann í hendurnar.
Eyða Breyta
47. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
47. mín
Elín Metta með sendingu fyrir markið á Ásdísi Kareni sem er bein fyrir framan markið en hún fer niður í baráttu við Önnu Maríu. Valskonur vilja víti og Ásdís Karen lætur dómarnan heyra það.

Hefði alveg verið hægt að dæma víti þarna.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Arnar Þór flautar til hálfleiks eftir steindauðann fyrri hálfleik.

Við í blaðamannastúkunni erum farin að undirbúa "Hver er maðurinn" og fleiri leiki til að halda okkur vakandi ef við fáum ekki eitthvað fjör í seinni hálfleikinn!
Eyða Breyta
40. mín
Valur fær hornspyrnu.

Dóra María með nánast alveg eins spyrnu og í fyrsta horninu og aftur nær Lipkens að slá hann yfir markið. Annað horn!

Dóra kemur með fastann bolta og Málfríður Anna nær skallanum en hann fer framhjá með viðkomu varnarmanns, aaannað horn!

Góður bolti sem verður að smá darraðadans í teignum og Cyera fær hann á fjær en setur hann framhjá. Markspyrna!
Eyða Breyta
37. mín
Ída Marín með skot sem Lipkens er ekki í neinum vandræðum með.

Bestu færin til þessa hafa verið að koma úr langskotum.
Eyða Breyta
35. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar.

Dóra María tekur spyrnuna, setur hann á nær en framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
34. mín
Það er mjög lítið að gerast hérna. Liðunum gengur ekkert að finna opnanir.
Eyða Breyta
31. mín
Úlfa Dís reynir skoti á markið af frekar löngu færi en boltinn fer rétt yfir.
Eyða Breyta
26. mín
Dóra María með langskot rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
25. mín
Ásdís Karen með boltann upp við endalínu hægra meginn og kemur með góða sendingu fyrir framan markið en enginn leikmaður Vals á svæðinu.
Eyða Breyta
21. mín
Katrín Ásbjörns með fyrirgjöf sem Hildigunnur reynir að taka í fyrsta en hún nær ekki að stýra boltanum á markið.
Eyða Breyta
17. mín
VÁÁÁ!!

Gyða Kristín með nóg pláss beint fyrir framan teiginn hjá Val og lætur vaða og boltinn fer í slánna, bakið á Söndru og einhvernveginn ekki inn??

Einhverjir Stjörnumenn sáu boltann inni. Þetta var allavega mjöööög tæpt!
Eyða Breyta
13. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
11. mín
Þetta fer frekar rólega af stað, Valskonur meira með boltann.
Eyða Breyta
8. mín
Stjarnan fær sína fyrstu hornspyrnu.
Eyða Breyta
6. mín
Elísa með fyrirgjöf sem er aðeins of há fyrir Ídu Marín sem nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
3. mín
Mary Alice með mjög mislukkaða sendingu rétt fyrir utan teig sem Katrín kemst inn í. Stjörnukonur ná þó ekki að gera sér mat úr þessu og Mary Alice má vera mjög fegin.
Eyða Breyta
1. mín
Valur fær sína fyrstu hornspyrnu. Mary Alice reynir fyrirgjöf sem Hildigunnur kemur í veg fyrir.

Lipkens þarf að hafa sig alla við að slá þennan bolta yfir markið og Valur fær annað horn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Það eru gestirnir sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að smella á Samsungvellinum!

Smá vindur en annars fínasta veður og frekar hlýtt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir heldur áfram að vera varamarkmaður Vals, en hún kom inn fyrir Selfoss leikinn sem vakti töluverða athygli!

Anna spilaði síðast í Landsbankadeild kvenna með KR árið 2003. Síðan þá hefur hún slegið í gegn á handboltavellinum, unnið titla og verið mikilvæg í íslenska landsliðinu.Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Byrjunarliðin eru klár.

Stjarnan
Þrjár breytingar frá síðasta leik. Naya Regina Lipkens kemur inn í markið í stað Chante Sandiford. Lipkens spilar sinn fyrsta leik fyrir Störnuna í kvöld en hún er að koma frá Víking R. Úlfa Dís og Málfríður Erna koma einnig inn en Sædís Rún fer á bekkinn og Betsy er á Ólympíuleikunum.

Valur
Tvær breytingar. Lára Kristín og Cyera Makenzie Hintzen koma inn fyrir Sólveigu Larsen og Lillý Rut. Lára og Cyera í fyrsta skiptið í byrjunarliði Vals, en þær komu báðar inn á í sínum fyrsta leik í síðustu umferð gegn Selfoss.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómgæslan

Arnar Þór Stefánsson mun flauta þennan leik og honum til aðstoðar verða þeir Ásgeir Viktorsson og Ragnar Arelíus Sveinsson.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna

Liðin áttust við á Origo vellinum í fyrstu umferð en þar fóru Valskonur með 2-1 sigur.

Ída Marín kom Val yfir á 18. mínútu og Anna Rakel bætti við öðru marki á 56. mínútu. Hildigunnur klóraði í bakkann á 77. mínútu en lengra komust Stjörnukonur ekki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
VALUR

Valskonur eru á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum fleiri en Blikarnir.

Þær fóru austur fyrir fjall í síðustu umferð og lögðu Selfyssinga 2-1 með mörkum frá Mist og Elínu Mettu.


Eyða Breyta
Fyrir leik
STJARNAN

Stjarnan situr í 5. sæti deildarinnar með 13 stig.

Í síðustu umferð fengu þær Tindastól í heimsókn og töpuðu 1-0, eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð.Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ.

Klukkan 20:00 hefst leikur Stjörnunnar og Vals í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Lára Kristín Pedersen
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90)
9. Ída Marín Hermannsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('90)
13. Cyera Makenzie Hintzen ('73)
16. Mary Alice Vignola
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir

Varamenn:
25. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('90)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('73)
77. Clarissa Larisey ('90)

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('47)

Rauð spjöld: