Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
HK
0
0
Víkingur R.
13.07.2021  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Logn í Kórnum og rennislétt gervigras.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 467
Maður leiksins: Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('67)
8. Arnþór Ari Atlason
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('80)
17. Jón Arnar Barðdal ('67)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson ('44)
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic ('80)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('80)
4. Leifur Andri Leifsson ('44)
7. Örvar Eggertsson ('80)
10. Ásgeir Marteinsson ('67)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Valgeir Valgeirsson ('67)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Stefan Ljubicic ('37)
Jón Arnar Barðdal ('48)
Arnþór Ari Atlason ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka hér í Kórnum.

Markalaust jafntefli staðreynd og HK ganga líklega sáttari af velli en Víkingar.

Takk fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
95. mín
Valgeir Valgeirsson með fyrirgjöfina en boltinn í gegnum allan pakkann og afturfyrir.

Þetta var líklega síðasta tækifæri leiksins.
94. mín
Valgeir Valgeirsson fær boltann og keyrir inn á teiginn en nær ekki að setja boltann á markið.

Þetta er að fjara út hérna.
93. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Spjaldaður fyrir mótmæli.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fimm mínútur!

Nægur tími fyrir dramatík!!
88. mín
HK fær hornspyrnu

Ásgeir Marteins tekur spyrnuna beint á Gumma Júl sem nær skalla en boltinn framhjá.

VÁÁ. ÞARNA MUNAÐI LITLU!
86. mín
MARTIN RAUSCHENBERG ER AÐ EIGA STÓRLEIK Í VÖRN HK

Adam Ægir fær boltann á vítateigslínunni og lætur vaða á markið en Raushenberg kastar sér fyrir skotið og bjargar.
83. mín
Þessi leikur hefur verið mjög hraður en færin hafa varla sést hér í kvöld.
80. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
80. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
77. mín
Karl Friðleifur reynir fyrirgjöf en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.

Pablo tekur hornspyrnuna og boltinn af Martin og í aðra hornspyrnu
75. mín
Karl Friðleifur fær boltann út til hægri og gefur fyrir boltinn ratar á Erling Agnarsson sem reynir skot sem stemmdi á markið en boltinn beint í Martin Rauschenberg.
74. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
73. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Brýtur á Atla Arnars í miðjuhringnum.
68. mín
Arnór Ari klippir Erling Agnars niður og Víkingar fá aukaspyrnu við hliðarlínu hægramegin.

Luigi tekur spyrnuna fyrir og boltinn ratar á Adam Ægi sem klippir boltann yfir markið.
67. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (HK) Út:Jón Arnar Barðdal (HK)
67. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
67. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
65. mín
ÓBEINAUKASPYRN DÆMD Á VÍKINGA!

Halldór Smári setur boltann til baka á Þórð sem virðist ekki hafa kveikt á því og handsamar boltann eftir Stefán Ljubcic pressaði á hann

Ná HK-ingar að nýta sér þetta? Svarið er nei.. Birkir Valur rennir honum á Ljubicic sem setur hann beint í Kára og Víkingar koma boltanum í burtu.
62. mín
ROSALEGUR ÁREKSTUR ÞARNA.

Jón Arnar Barðdal kemur með fyrirgjöf inn á teig frá vinstri og Þórður Ingason kýlir boltann í burtu og Ólafur Örn og Kristall skalla saman en það virðist vera í lagi með þá báða og leikurinn heldur áfram.
60. mín
Erlingur lyftir boltanum í gegn á Kristal sem er í kapphlaupi við Gumma Júl en Gummi hefur betur og setur hann til baka á Arnar sem neglir boltanum í innkast.
58. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Luigi time!!!

Logi kemur inn fyrir Júlla Magg.
55. mín
Lítið að gerast hérna fyrstu tíu í síðari hálfleik. Mikil barátta í báðum liðum og byrjunin á síðari hálfleiknum hefur einkennst af mörgum brotum út á miðjum velli.

Óska eftir mörkum í þetta!
51. mín
Birnir setur fótinn hátt uppí loft og er alltof seinn og fer í Kára en sleppur við spjaldið.
48. mín Gult spjald: Jón Arnar Barðdal (HK)
Jón Arnar rennir sér á eftir boltanum og brýtur á Halldóri Smára sem liggur sárþjáður eftir og Jón verðskuldar spjald.
46. mín
Leikurinn hafinn á ný.

Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks.

Markalaust í hálfleik og við bíðum eftir fyrsta marki leiksins. Tökum okkur korters pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti tvær mínútur.
44. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
Ívar Örn eitthvað meiddur?

Leifur Andri kemur inn í hans stað.
43. mín
Júlli Magg fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn rétt framhjá!
37. mín Gult spjald: Stefan Ljubicic (HK)
Stefán Ljubicic færður til bókar.
37. mín
STEFÁN LJUBICIC MEÐ PIRRINGSBROT!

Fer harkalega í Viktor Örlyg og aukaspyrna dæmd á Ljubicic rétt áður braut Pablo á Ljubicic.
33. mín
Atli Arnarsson fær erfiðan bolta á sig en nær að koma honum út til hægri í hlaup á Birni Snæ og Birnir Snær reynir að koma sér inn á teig Víkinga en rennur og Kári nær að hreinsa boltann í burtu.
31. mín
Atli Arnarsson fær boltann fyrir utan teig Víkinga eftir innkast frá vinstri og lætur vaða en boltinn framhjá markinu.
30. mín
Það er að færast fjör í þetta og það er vel!!

Vonandi förum við að fá mark í þetta hérna!!
28. mín
VAR ÞETTA VÍTI Á VÍKINGA???

Birkir Valur fær boltann út til hægri og kemur með fyrirgjöfina fyrir ætlaðan Stefáni Ljubicic og Stefán fellur inn á teignum eftir að Kári togaði hann niður og HKingar kalla eftir víti en ekkert dæmt.
27. mín
Jón Arnar Barðdal fær boltann fyrir framan teig Víkinga og rennir honum til hliðar á Ívar Örn sem nær skoti en boltinn yfir markið!!

Betra frá HKingum.
25. mín
Erlingur Agnarsson fær boltann út til hægri og spyrnir boltanum fyrir á Nikolaj Hansen sem ýtir aðeins í bakið á Martin og nær skalla á markið en Arnar Freyr ver.
22. mín
ÞAÐ LIGGUR MARK Í LOFTINU HJÁ VÍKINGUM!!

Júlli Magg fær boltann inn á miðjunni og Atli Barkar fer af stað og fær boltann og kemur með frábæran bolta fyrir á Kristal Mána sem var einn inn á teignum en skalli hans ratar ekki á markið.
20. mín
VIKTOR ÖRLYGUR!!!

Viktor Örlygur fær boltann óvænt fyrir framan teiginn og lætur vaða og boltinn sleikir stöngina!

Þarna munaði ekki miklu.
17. mín
ÞETTA SPIL MILLI ATLA OG VIKTORS!!!

Atli Barkar og Viktor Örlygur leika vel á milli sín og Viktor Örlygur kemst inn á teig HK og reynir að renna honum inn á Atla Barkar sem mætti í utan á hlaup en boltinn ratar ekki á Atla og HK bjargar í horn.

Víkingar vinna fjórar hornspyrnur upp úr þessari sókn. Sú fjórða er tekinn stutt og HKingar ná loksins að koma boltanum í burtu.
13. mín
Erlingur Agnarsson fær boltann út til hægri og reynir að finna Nikolaj sem fellur í teignum og kallar eftir einhverju þarna en Sigurður Hjörtur dæmir ekkert og segir áfram gakk.
10. mín
JÓN ARNAR BARÐDAL!!!!!

Fær boltann og labbar framhjá tveimur Víkingum og keyrir í átt að teig Víkinga og lætur vaða en boltinn af Halldóri Smára og afturfyrir.

Ívar Örn tekur spyrnuna og er hún góð á fjærstöngina en Víkingar koma boltanum í burtu.
8. mín
Kristall Máni fær boltann vinstra megin á vallarhelming HK og reynir að finna Nikolaj en HK kemur boltanum í burtu.
5. mín
Birnir Snær fær boltann út til hægri en Karl Friðleifur brýtur á honum og HK fær aukaspyrnu sem er léleg og Víkingar skalla boltann í burtu.
2. mín
Frábærlega gert hjá Víkingum!!!!!!

Halldór Smári fær boltann í vörn Víkinga og finnur Kristal Mána inn á miðjunni sem kemur honum áfram á Viktor Örlyg sem reynir skot frá D boganum en varnarmenn HK henda sér fyrir skotið.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Þrastarson blæs í flautu sína og þetta er farið af stað. Pablo Punyed á upphafspyrnu leiksins.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur Þrastarson leiðir liðin inn á völlinn og áhorfendur standa upp og klappa duglega.

Gummi Júl og Kári Árna heilsa dómurum leiksins og Gummi Júl vinnur uppkastið og velur vallarhelming sem þýðir að Víkingar hefja leik!
Fyrir leik
Liðin halda til búningsherbegja, áhorfendur eru farnir að týnast inn í Kórinn og vallarþulur biður áhorfendur hjartanlega velkomna í Kórinn. Styttist í þetta og vonandi fáum við mörk og skemmtun í kvöld.
Fyrir leik
Hálftími í upphafsflaut!

Liðin eru komin inn á völl og eru að hita. Það er mikil einbeiting í andlitum beggja liða.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana. HK breytir engu frá sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð. Víkingar frá Reykjavík gera eina breytingu frá sigrinum gegn ÍA í síðustu umferð. Helgi Guðjónsson dettur út úr liðinu frá þeim leik og kemur Kristall Máni Ingason inn.
Fyrir leik
Víkingur Reykjavík

Víkingar sitja fyrir leikinn í kvöld í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur verið að leika vel það sem af er tímabili. Liðið fékk ÍA í heimsókn í Víkina í síðustu umferð og endaði leikurinn með 1-0 sigri Víkinga en sigurmarkið í þeim leik kom í uppbótartíma þegar Nikolaj Hansen skoraði af vítapunktinum.


Fyrir leik
HK

Sitja fyrir leikinn í kvöld í 11.sæti deildarinnar með níu stig. HK liðið fór í Árbæinn í síðustu umferð og mættu Fylki og endaði leikurinn með 2-1 sigri HK!

Fyrir leik
Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn hér í kvöld og á línunum verða þeir Kristján Már Ólafs og Smári Stefánsson. Helgi Mikael Jónasson verður á hliðarlínnunni með skiltið og Jón Sigurjónsson mætir og sér til þess að allt fari vel fram í Kórnum.


Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kórnum. Hér i kvöld mætast HK og Víkingur Reykjavík í 12.umferð Pepsí Max-deildar karla.


Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('67)
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('58)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
80. Kristall Máni Ingason ('74)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('58)
9. Helgi Guðjónsson ('74)
11. Adam Ægir Pálsson ('67)
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('73)

Rauð spjöld: