Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
FH
1
1
Haukar
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir '38 1-0
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir '92
13.07.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Smá gola og rigning
Dómari: Árni Snær Magnússon
Maður leiksins: Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
Byrjunarlið:
1. Katelin Talbert (m)
Sigrún Ella Einarsdóttir ('62)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
6. Hildur María Jónasdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('77)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Brittney Lawrence ('77)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('62)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('62)

Varamenn:
12. Þórdís Ösp Melsted (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('77)
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
8. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir ('77)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('62)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
25. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Arna Sigurðardóttir
Hanna Faith Victoriudóttir
Magnús Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Og anda...

Þvílíkar lokamínútur. Liðin deila stigunum. Þetta var frábær endasprettur á þessum leik.

Ég þakka fyrir mig. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ
Hildur Karítas með rosalegasta sprett sem ég hef séð. Boltinn endar hjá Þórey Björk á fjærstönginni. Katelin kemur langt út á móti. Þórey setur boltann yfir hana en rétt fram hjá markinu.

Þarna hefðu Haukar geta stolið þessu!!
93. mín
Það er mikið líf í stúkunni núna!!
93. mín
Fyrirliðinn jafnar!!


92. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
HAUKAR JAFNA!!!!!

ÓTRÚLEGAR SENUR!!!

Harpa Karen á aukaspyrnu inn á teiginn. Boltinn dettur fyrir fyrirliðann og hún klárar þetta. Magnað.
90. mín
Komnar 90 á klukkuna. Þetta er að fjara út.
89. mín
Inn:Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar) Út:Vienna Behnke (Haukar)
89. mín
Inn:Rakel Leósdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
86. mín
Selma fer illa með Sunnu og reynir skot utarlega í teignum en það er auðvelt viðureignar fyrir Emily.
85. mín
Það eru fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
83. mín
Lítið sem ekkert bendir til þess að Haukar jafni þennan leik.


82. mín
Arna við það að prjóna sig í gegn en Mikaela kemur og bjargar. Flott tækling.
78. mín
Mikið um skiptingar síðustu mínútur og það er að hægja verulega á leiknum.
77. mín
Inn:Tinna Sól Þórsdóttir (FH) Út:Brittney Lawrence (FH)
77. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
75. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar) Út:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
75. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar) Út:Helga Ýr Kjartansdóttir (Haukar)
75. mín
Haukar að undirbúa tvöfalda skiptingu.
73. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur verið mun rólegri en sá fyrri.
73. mín
Erna Guðrún klobbar Sunnu rosalega og fær dynjandi lófakplapp úr stúkunni fyrir það. Ronaldinho hvað?
71. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Jæja, loksins!
70. mín
Þjálfarateymi Hauka hefur verið í djúpum samræðum á hlíðarlínunni síðustu mínútur og þau hristu vel upp í lðinu með þessari skiptingu.

Skilar það sér?
69. mín
Kiley nálægt því að skora sjálfsmark! Hitti boltann skelfilega, en sem betur fer fyrir hana þá hitti hún ekki á markið.
68. mín
Inn:Berglind Þrastardóttir (Haukar) Út:Lára Mist Baldursdóttir (Haukar)
Erla Sól fer inn á miðjuna, Sunna í hægri bak, Berglind út vinstra megin og Vienna út hægra megin.
68. mín
Barningur í teignum og boltinn dettur fyrir Sunnu, en skota hennar úr þröngu færi er fram hjá.
67. mín
Hildur Karítas liggur eftir og virkar sárþjáð. Lenti í tæklingu.

Hildur er grjóthörð og heldur leik áfram.


65. mín
Mér finnst eins og Haukar hafi breytt úr 4-3-3 í 4-2-3-1. Kristín Fjóla að spila í holunni.
64. mín
'Sweeper keeper' FH-inga kemur lengst út úr markinu og lendir í árekstri við Hildi. Fyrirliði Hauka liggur eftir en harkar þetta af sér.
62. mín
Inn:Katrín Ásta Eyþórsdóttir (FH) Út:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH)
FH hendir bara í þrefalda breytingu.
62. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)
FH hendir bara í þrefalda breytingu.
62. mín
Inn:Arna Sigurðardóttir (FH) Út:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
FH hendir bara í þrefalda breytingu.
61. mín
Haukar að eiga ágætis kafla eftir erfiða byrjun á þessum hálfleik.
61. mín
Vel spilað hjá Hildi og Kristínu Fjólu. Endar með skoti sem Hildur á að marki en Katelin er með allt á hreinu!

Stúkan lifnar við!
60. mín
Ekkert spjald farið á loft hér...
58. mín
Kiley með fínt hlaup upp völlinn en ætlaði sér of mikið og missir hann.
57. mín
Ágætis hugsun hjá Láru Mist; ætlaði að senda háan bolta inn fyrir vörnina á Hildi. Fín hugsun en ekki sérstök framkvæmd; boltinn of fastur.
55. mín
Sunna Líf geysist upp völlinn og hún nælir í hornspyrnu hinum megin. Vel gert!

Vienna með spyrnuna sem er skölluð frá. Kiley reynir svo skot lengst utan af velli en það er langt fram hjá. Þetta var örvæntingarfullt skot.
55. mín
Brittney með skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir. HORNSPYRNA!

Föst, lág spyrna, en Sísí snær ekki skotinu.
53. mín
Þetta var ágætlega spilað hjá Haukum. Kristín Fjóla reynir svo sendinguna inn fyrir Kristínu Fjólu - sem var með hellings pláss - en sendingin ekki nægilega góð.
53. mín
Haukar komust yfir miðju.
49. mín
Þessi fyrri hálfleikur byrjar nákvæmlega eins og sá seinni endaði; FH, FH og meira FH.
49. mín
Sigrún Ella með þrumuskot sem Emily þarf að hafa sig alla við að verja!
48. mín
Selma Dögg með virkilega flottan sprett og rennir honum út á Elínu í teignum, en Mikaela kemur og hreinsar í burtu.
46. mín
Leikur hafinn
Þá keyrum við þetta aftur í gang! Margt sem getur gerst á 45 mínútum plús uppbótartíma.
45. mín
Tölfræðin segir allt sem segja þarf. Yfirburðir.

Skottilraunir: 11 - 3
Á markið: 8 - 1
Hættulegar sóknir: 54 - 10


45. mín
Hálfleikur
Virkilega flottur fyrri hálfleikur hjá FH sem leiðir 1-0. Forystan er eins og áður segir mjög sanngjörn. Guðrún Jóna verður að fara vel yfir málin með sínum stelpum í hálfleik ef þær ætla að fá eitthvað úr þessum leik.
44. mín
Hildur Karítas reynir skot langt utan af velli. Katelin var eitthvað komin út úr marki sínu en nær að koma sér aftur í stöðu og handsama boltann.
43. mín
Sýnist glitta í Gísla Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmann í handbolta, í stúkunni. Hann er auðvitað FH-ingur mikill.
43. mín
Þessi fyrri hálfleikur hefur í raun verið eign FH. Haukar áttu fínan fimm mínútna kafla en meira hefur það ekki verið. Forystan er mjög sanngjörn.
41. mín
FH-ingar vilja víti!
Selma Dögg fellur í teignum. Sá þetta ekki nægilega vel en Árni Snær var í fínni aðstöðu til að sjá þetta. Hann flautar ekki!
40. mín
Kristín Fjóla nagar sig örugglega verulega í handabökin að hafa ekki skorað ein gegn marki af 30 metrunum áðan.
39. mín
Elín búin að skora gegn gömlu félögunum. Á þessari mynd fagnar hún marki í Haukabúningnum.


38. mín MARK!
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
Lesið ekki þessa færslu sem kom hér rétt á undan...

Hún gat reyndar ekki klikkað á þessu. Ég var að enda við að skrifa færsluna, lít upp og þá er hún ein gegn marki. Emily, sem hefur verið mjög flott hingað til, kemur út á móti og missir af boltanum. Elín leggur boltann rólega í markið.

1-0, FH!!!
37. mín
Elínu fyrirmunað að skora
Sunneva með stórkoslega fyrirgjöf, finnur Elínu í teignum en hún nær ekki að stýra þessu inn.

Hún er svo sannarlega búin að fá færi til að skora en virðist fyirmunað að gera það gegn sínum gömlu félögum.
35. mín
Kraftur í Elínu. Keyrir á Haukavörnina og á skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir. HORNSPYRNA!

Haukar skalla frá, Rannveig fær boltann aftur og á fyrirgjöf sem Sísí skallar að marki. Emily með þetta, eins og allt annað hingað til.
33. mín
Katelin er svona eins og Alisson eða Ederson. Hún er mætt upp á miðju til að sækja boltann. Alvöru 'sweeper keeper'.
32. mín
Frábærlega spilað hjá FH upp völlinn. Boltinn gengur vel á milli og endar hjá Elínu inn í teig. Hún reynir fyrirgjöf en hennar gamli liðsfélagi, Mikaela Nótt, er mætt til að loka og hreinsa.
30. mín
Leikurinn róast aðeins síðustu mínúturnar. Það var hátt tempó hér til að byrja með.

Haukar sitja til baka og FH reynir að finna svæði til að sækja í.
30. mín
Klaufalegt uppspil hjá Haukum. Ætla að reyna að spila stutt en endar með því að Emily sparkar í innkast.
28. mín
ÁFRAM FH, ÁFRAM FH, heyrist í stúkunni.
26. mín
Nú fær FH hornspyrnu. Frábær bolti, en Haukarnir skalla frá. Önnur hornspyrna hinum megin. Rannveig tekur spyrnuna og Haukar koma henni frá eftir smá darraðadans.
24. mín
FH-ingar rændar hornspyrnu. Stúkan lætur í sér heyra.
24. mín
Völlurinn er blautur eftir rigninguna. Það gerir þennan leik bara skemmtilegri.
22. mín
Emily Armstrong öflug í Haukamarkinu til þessa!


21. mín
VÁ!
Sunneva með geggjaða fyrirgjöf frá vinstri. Rannveig tekur á móti honum og á fínt skot sem Emily gerir mjög vel í að verja.

Það liggur mark í loftinu!
20. mín
FH-ingar aftur að taka völdin eftir fínan sprett hjá Haukum.
19. mín
Þarna skall hurðin
FH-ingar ná að þræða boltan í gegnum vörnina og mér sýndist Selma ná snertingu á boltann. Emily sýnir hins vegar mjög góð viðbrögð og ver þetta.

Þarna skall gamla góða hurðin!
18. mín
Mikaela tapar boltanum á slæmum stað en Erla Sól sér til þess að FH nýtir sér það ekki. Þetta var stórkostleg tækling hjá henni!
15. mín
Elskar gott skógarhlaup


15. mín
Katelin elskar skógarhlaupin, það er augljóst mál. Kemur hér langt út á móti Sunnu, en sem betur fer fyrir hana þá er Sunna rangstæð.
14. mín
Haukar fá horn sem Vienne tekur. Hildur Karítas áræðin í teignum en skallar yfir markið.

Haukar að lifna við eftir góðan blund.
12. mín
HVAÐ VAR ÞETTA?
Katelin í mesta skógarhlaupi sem ég hef séð. Kristín Fjóla fær skot fyrir opnu marki af 30 metrunum en setur boltann fram hjá. Þarna átti hún að skora!
11. mín
Stuðningsmenn Hauka láta vel í sér heyra í stúkunni.
10. mín
Miklu meiri kraftur í FH þessar fyrstu tíu mínútur og þær mun líklegri til að skora. Haukar varla farið yfir miðju.
7. mín
Þess má geta að Elín Björg, sem fékk hér dauðafærið áðan, er fyrrum leikmaður Hauka og hún þekkir margar í Haukaliðinu ansi vel.


6. mín
Mikill kraftur í FH-ingum til að byrja með. Emily þurft að verja tvisvar en það hafa verið frekar einfaldar vörslur.
5. mín
Haukar:

Emily
Erla Sól - Helga Ýr - Dagrún - Kiley
Kristín Fjóla - Mikaela - Lára Mist
Sunna Líf - Hildur Karítas - Vienna
4. mín
Svona stilla liðin upp:

FH:

Katelin
Hildur María - Erna Guðrún - Andrea Marý - Sunneva
Selma Dögg - Sísí Lára - Brittney
Sigrún Ella - Rannveig - Elín Björg
3. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Elín Björg kemst ein í gegn en skot hennar er slakt og Emily ver það, og heldur boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann. ÞETTA ER KOMIÐ Í GANG!
Fyrir leik
Kannski fellur þetta í flokkinn "óáhugaverðar fótboltaupplýsingar" en liðin gengu inn á völlinn í sérstakri talnauppröðun. Fyrirliðar-markverðir og svo eftir númerum frá því hæsta til lægsta.

Okei, þetta var mjög óáhugaavert en ég varð að koma þessu frá mér.
Fyrir leik
Þetta er að fara að byrja. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu!
Fyrir leik
Fallegt augnablik fyrir leik. FH-stelpur sem tóku þátt á Símamótinu hlaupa hér inn á Kaplakrikavöll og fá mikið klapp úr stúkunni. Gaman að þessu og þetta er örugglega augnablik sem þær mun lifa lengi í minningunni hjá þeim.
Fyrir leik
Kæru Hafnfirðingar, koma svo! Allir í stúkuna! Þetta er risaleikur í þessu bæjarfélagi. Verður Hafnarfjörður rauður eða hvítur þessa vikuna?
Endilega verið með í umræðunni á Twitter. Notaðu kassamerkið #fotboltinet og þitt tíst gæti birst hér í lýsingunni.
Fyrir leik
Dómararnir mættir að hita upp. Óskum þeim velfarnaðar hér í kvöld.

Árni Snær Magnússon er með flautuna.
Fyrir leik
Upphitun í fullum gangi. Það er engin ást á milli þessara tveggja liða. Ef þú ert ekki gíruð í þennan leik, þá geturðu bara farið að gera eitthvað annað. ÞETTA ER FH - HAUKAR!
Fyrir leik
Haukar ná ekki að fylla varamannabekk sinn; aðeins sex á bekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, dömur mínar og herrar!

FH gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Aftureldingu. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Andrea Marý Sigurjónsdóttir koma inn í liðið fyrir Þóru Kristínu Hreggviðsdóttur og Maggý Lárentínusdóttur.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir gerir eina breytingu á liði Hauka. Harpa Karen Antonsdóttir fer á bekkinn og inn kemur Lára Mist Baldursdóttir.
Fyrir leik
Mist spáir FH sigri
Ég fékk Mist Rúnarsdóttur, helsta sérfræðing íslensku þjóðarinnar um kvennaboltann, til að spá í spilin fyrir þennan leik.

Hún spáir 3 - 1 sigri FH.

Það er aldeilis stórslagur framundan. Hafnarfjörður varð rauður þegar liðin mættust í fyrstu umferð en margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Það er risa vika hjá FH-ingum sem leika til undanúrslita í bikar á föstudag en það er ekkert svigrúm til að fara fram úr sér, liðið er í bullandi harðri toppbaráttu í Lengjudeildinni. Baráttu sem gæti allt eins ráðist á einu stigi eins og deildin er að spilast.

Spennustigið verður hátt, ákefðin gríðarleg og mikill hasar eins og venjan er þegar þessi lið mætast. Ég held að FH-ingar nái að hefna fyrir tapið í fyrstu umferð og vinni 3-1 sigur í jöfnum háspennuleik þar sem tvö síðustu mörk liðsins koma á lokamínútunum.

Sísí Lára kemur FH yfir með skalla eftir horn snemma í leiknum en Hildur Karítas jafnar leikinn fyrir hálfleik. Það verður svo stál í stál langt fram í síðari hálfleikinn eða allt þar til Sunneva Hrönn skorar úr aukaspyrnu. Sigrún Ella gylltryggir sigurinn svo í uppbótartíma eftir að Haukar hóta jöfnunarmarki.



Fyrir leik
Leikurinn 2019
Einhver rosalegasti leikur síðustu ára fór fram í Kaplakrika 2019 er þessi lið mættust. Þá unnu Haukar 5-3, en þær komust í 5-0 eftir aðeins 36 mínútur. Vienna Behnke skoraði þrennu á tíu mínútur en hún er einmitt enn i Haukaliðinu. FH hafnaði í öðru sæti það tímabilið og komst upp í Pepsi Max. Haukar enduðu þremur stigum á eftir þeim.


Fyrir leik
Það var aðeins eitt gult spjald þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu. Ég býst nú við fleiri spjöldum í kvöld.


Fyrir leik
Hvað gerist í kvöld? Ég er gríðarlega spenntur að sjá það enda ekki á hverjum degi þar sem við fáum nágrannaslag í Hafnarfirði.

Ég hvet alla til að kíkja á leik kvöldsins!
Fyrir leik
Eftir sigurinn á FH í fyrstu umferð, þá hafa Haukarnir ekki alveg náð að finna taktinn góða. Þær gerðu í síðustu umferð markalaust jafntefli við ÍA. FH hefur verið á mjög góðu róli og aðeins tapað einum leik; það tap var gegn KR í toppbaráttuslag.
Fyrir leik
FH endurheimti Sísí Láru
FH fékk góðan liðsstyrk í þessum glugga þegar þær endurheimtu miðjumanninn Sigríði Láru Garðarsdóttur frá Val. Hún er 27 ára gömul og hefur leikið með ÍBV, Lilleström, FH og Val á sínum ferli. Hún lék með meistaraflokki uppeldisfélagsins, ÍBV, á árunum 2009-2019 og var veturinn 2018-19 í Noregi. Sísí á þá tuttugu A-landsleiki að baki.

Hún opnaði sig í viðtali við Fótbolta.net um veikindi sem hún glímir við en hægt er að lesa þetta góða viðtal með því að smella hérna.



Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna
Þessi lið mættust á Ásvöllum í fyrstu umferð og þá höfðu Haukar betur, 2-1. Berglind Þrastardóttir og Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoruðu fyrir Hauka. Rannveig Bjarnadóttir minnkaði muninn í seinni hálfleik, en Haukar lönduðu sigrinum. FH vill væntanlega hefna fyrir þær ófarir.


Fyrir leik
Staðan?
Þetta verður slagur af bestu gerð. Hér eru liðin í þriðja og fimmta sæti að mætast. Haukar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að vera með í einhvers konar baráttu. Það er kannski langsótt, þær eru átta stigum frá öðru sæti og átta stigum frá FH. Hver veit samt? Sigur gegn FH gæti kveikt vel í liðinu.


Fyrir leik
Gleðilegan og góðan daginn. Hér verðum við með beina textalýsingu frá baráttunni um Hafnarfjörð; FH og Haukar eigast við í Kaplakrika.

Þetta verður eitthvað!


Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir ('75)
6. Vienna Behnke ('89)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
10. Lára Mist Baldursdóttir ('68)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('75)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('89)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
4. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
6. Berglind Þrastardóttir ('68)
7. Rakel Leósdóttir ('89)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('75)
16. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('75)
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Helga Helgadóttir
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: