Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
1
0
Keflavík
Arnþór Ingi Kristinsson '7 1-0
Pálmi Rafn Pálmason '71 , misnotað víti 1-0
12.07.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Hlýtt og lítll vindur.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Kennie Chopart (f) ('75)
14. Ægir Jarl Jónasson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('87)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson ('87)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason ('75)
17. Alex Freyr Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Leik lokið með sanngjörnum sigri KR. Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms.
90. mín
+3.

Keflvíkingar fá hornspyrnu eftir að hafa átt aukaspyrnu. Síðasti séns?
90. mín
4 mínútum bætt við.
88. mín
Tvær mínútur eftir plús uppbótartími.
87. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
84. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
83. mín
Leikurinn er að fjara út ef svo má að orði komast. 7 mínútur eftir og síðustu forvöð fyrir bæði lið að gera eitthvað, KR að tryggja sér sigurinn eða Keflavík að jafna.
76. mín
Inn:Oliver Kelaart (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
75. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Theódór Elmar að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir KR síðan hann fór út í atvinnumennsku 2005.
73. mín
Þegar KR fékk vítaspyrnuna var ég í þann mund að skrifa að þeir væru búnir að vera betri í leiknum í heild en Keflvíkingar sýnt lipra takta, sér í lagi í seinni hálfleik en hefur vantað herslumuninn. Munu þeir nýta sér það að KR skoraði ekki úr vítaspyrnunni?
72. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
71. mín Misnotað víti!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
VARIÐ VÍTI

Sindri las Pálma Rafn sem átti frekar lélega vítaspyrnu. Gefur þetta Keflvíkingum boost?
70. mín
Víti!

Ástbjörn braut á Kennie!
67. mín Gult spjald: Marley Blair (Keflavík)
64. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Fær gult spjald eftir að hafa stöðað ,,skyndisókn" Keflvíkinga.
63. mín
Yfirleitt hefur það ekki boðað gott þegar ég hef verið að lýsa leikjum í sumar og kalla eftir mörkum. En ég verð bara því miður að gera það núna. Það vantar smá fjör og mörk i þennan leik.
59. mín
Virkilega lagleg sókn Keflvíkinga sem endar með fyrirgjöf á Gibbs sem skallar boltann yfir mark KR.
51. mín
KR halda áfram frá því í fyrri hálfleik og eru líklegri, ná sífellt að skapa sér hættulegar stöður með að nýta hraðann í Kristni, Atla, Kennie og Óskari. Síðan er Kjartan Henry að djöflast sem aldrei fyrr.
48. mín
Atli Sigurjóns með þrusu skot að marki Keflvíkina en rétt yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Þetta er byrjað á ný. Fáum við fleiri mörk frá KR eða jafna Keflvíkinga?
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Kaffi og nammi og slökun. Heyrumst eftir 15 mín!
45. mín
+3

Gríðarlega vel varið hjá Sindra skot sem Óskar Örn átti, í tvígang!
45. mín
+1

Hálfleikur að líða undir lok. Eins og áður hefur komið fram er KR búið að vera mun betra liðið en Keflvíkingar hafa aðeins verið að sýna lit síðustu 15 mín eða svo. Gefur góð fyrirheit um að seinni hálfleikurinn verði líflegur.
45. mín
45 komnar á klukkuna. Hugsa að tveimur til þremur verði bætt við.
41. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Fyrir brot á Arnþóri Inga sem lá eftir og hélt um hnéð að því virtist. Arnþór fékk aðhlynningu og leikur heldur áfram.
35. mín
Keflvíkingar fengu nægan tíma til að athafna sig inn í teig KR, voru í hálfgerðu reitarspili en kom ekkert út því, boltinn skoppaði í hönd Dags Inga.
33. mín
Ekki sama fjörið líkt og fyrstu tuttugu en einhvernveginn hefur maður það á tilfinningunni að KR muni aldrei tapa þessum leik.
26. mín
Aðeins lifnað yfir Keflvíkingum síðustu mínútur án þess að skapa sér neina almennilega hættu.
20. mín
Annað mark KR liggur hreinlega í loftinu og verð ég að segja að spilamennska KR-inga þessar fyrstu tuttugu mínútur er stórfengleg.
18. mín
Jahhérna! Arnþór með geggjaða sendingu á Atla sem var inn í teig Keflvíkinga, Atli setur fótinn í boltann og stjakar honum að því virtist á leiðina inn en Sindri einhvernveginn náði að blaka honum framhjá.
16. mín
Keflvíkingar hafa lítið ógnað KR sem er með öll tök á leiknum það sem af er.
13. mín
Kennie Chopart með góða tilraun að marki Keflvíkinga út frá kantinum en boltinn fór framhjá. Tilraunarinnar virði.
12. mín
Virkilega flott sókn þar sem Atli gefur sendingu fyrir markið en Kjartan Henry rétt missti af boltanum.
7. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
LITLA MARKIÐ!!!

VÁÁÁÁÁ! Þvílíka markið hjá Arnþóri Inga. Boltinn skoppaði til hans eftir hornspyrnu og hann lét vaða og Sindri var illa staðsettur eftir úthlaup í horninu og boltinn í slánna og inn.
6. mín
Sindri fékk aðhlynningu og virkar mjög þjáður og á erfitt með að stíga í fótinn. En virðist ætla að harka þetta af sér og leikurinn heldur áfram.
4. mín
Sindri Kristinn liggur eftir þjáður að því virðist eftir að hafa lent saman við samherja.
3. mín
Darraðadans í vörn KR. Keflvikingar náðu að skapa ursla eftir innkast sem Ástbjörn tók.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað og spila heimamenn í átt að Grandanum í fyrri hálfleik og byrja með boltann!
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! Liðin ganga inn á völlinn og ég býð spenntur. Það er geggjað veður í fótboltaleik. Hlýtt og smá vindur. Skelltu þér á völlinn!
Fyrir leik
KR hefur átt frekar slæmu gengi að fagna á heimavelli. Frá 13 september 2020 hafa þeir spilað 8 leiki á heimavelli og einungis náð í einn sigur. Það var á móti ÍA í lok Maí á þessu ári.
Fyrir leik
KR sitja fyrir leikinn í kvöld í 4.sæti deildarinnar með 17 stig og 11 leiki spilaða. Þeir eru tíu stigum á eftir toppliði Vals með leik til góða.

Keflvíkingar sitja í 6. sæti með 13 stig og hafa spilað 10 leiki. Þeir hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð.
Fyrir leik
Dómari leiksins
Einar Ingi Jóhannsson er dómari leiksins. Bryngeir Valdimarsson er AD1 og Antoníus Bjarki Halldórsson er AD2. Frosti Viðar Gunnarsson er svo eftirlitsmaður og Egill Arnar Sigurþórsson er varadómari.

Fyrir leik
Tölfræðin

Ef við skoðum aðeins tölfræði liðanna í innbyrðisviðreignum frá KSÍ og miðum við A deild að þá hafa liðin spilað 101 leik. Heimamenn í KR hafa þar betur eða með 40 sigra. Keflvíkingar eru með 32 sigra og í 29 skipti hafa þau gert jafntefli.

Liðin mættust síðast í efstu deild 2018 og einmitt í Vesturbænum. Þar sigruðu KR 3 - 1. Pálmi Rafn skoraði 2 mörk og Atli Sigurjónsson 1. Ef ég fer með rétt mál að þá er eini Keflvíkingurinn sem spilaði þann leik í Keflavíkurliðinu í dag, markmaður Sindri Kristinn Ólafsson.

KR eru með 7 leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem spilaði þann leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Fjórar breytingar eru á liði KR frá 1-2 sigrinum á Dalvíkurvelli. Kristján Flóki Finnbogason fékk tvö gul spjöld í þeim leik og er í banni í kvöld. Grétar Snær Gunnarsson er einnig í banni í kvöld. Þá setjast þeir Stefán Árni Geirsson og Theódór Elmar Bjarnason á bekkinn. Inn í liðið koma þeir Ægir Jarl, Atli Sigurjónsson, Aron Bjarki og Kennie Chopart.

Tvær breytingar eru á liði Keflavíkur frá 2-3 sigrinum á Samsungvellinum. Sindri Þór Guðmundsson og Christian Volesky setjast á bekkinn og inn koma þeir Dagur Ingi Valsson og Marley Blair sem byrjar sinn fyrsta deildarleik með Keflavík.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Mun tvíeykið skipta sköpum í kvöld?
Kjartan Henry og Theódór Elmar mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á laugardaginn. Þeir eru sameinaðir á ný í KR eftir að hafa byrjað ferilinn sinn saman þar og fóru saman í atvinnumennsku til að byrja með.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net

Fyrir leik
Hvað gerir Joey Gibbs í kvöld?
Joey Gibbs hefur verið á eldi undanfarna leiki og er kominn með 7 mörk í efstu deild. Keflavík vann góðan 2- 3 sigur á Stjörnunni í síðustu umferð þar sem Joey setti tvö mörk

Fyrir leik
Beitir var frábær í síðustu umferð
Beitir Ólafsson var valinn maður leiksins þegar KR sigraði KA í síðustu umferð. Sá sigur var afskaplega mikilvægur fyrir KR til þess að eiga von til þess að stríða efstu liðum. Afrekið líka stórgott þar sem KR var manni færri frá 22. mínútu þegar Kristján Flóki fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem heimamenn í KR taka á móti Keflvíkingum. Leikurinn hefst kl. 19:15 en þá mun Einar Ingi Jóhannsson flauta til leiks.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson ('72)
10. Kian Williams ('84)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason
86. Marley Blair ('76)

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('72)
20. Christian Volesky ('84)
98. Oliver Kelaart ('76)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('41)
Marley Blair ('67)

Rauð spjöld: