Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
KR
1
1
Breiðablik
Kjartan Henry Finnbogason '48 1-0
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson '67
18.07.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Gamaldags grasgæði, völlurinn að líta þrælvel út - stafalogn, alskýjað og 12 stiga hiti.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('68)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('76)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
9. Stefán Árni Geirsson ('68)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason ('76)
17. Alex Freyr Hilmarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('7)
Atli Sigurjónsson ('17)
Rúnar Kristinsson ('44)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('50)
Kjartan Henry Finnbogason ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórmeistarajafntefli í Vesturbæ.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+4

Kjartan Henry í þröngu skotfæri en boltinn framhjá á nær.
90. mín
+3

DAUÐAFÆRI!

Blikar í skyndisókn og Kristinn Steindórs í flottum þríhyrning við Árna, fær dauðaskotfæri á vítapunktinum en sendir þennan framhjá...naumlega.
90. mín
Fáum 4 mínútur í uppbót.

Það eru KR sem sækja grimmar...
89. mín
Menn hafa legið hér lengi og liggja enn í dag.

Kjartan mjög ósáttur við eitthvað þarna inni í teignum en veit ekki hvað...er þó staðinn upp.
87. mín
Blikar fá aukaspyrnu út á kanti, henda stóru mönnunum fram...

...en ekkert kom úr því.
86. mín
KR eru að blása fastar í sóknarflautuna en eru þó enn ekki að fara upp með bakverðina, svolítið lýsandi fyrir stöðuna í leiknum.
82. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Fer duglega í Viktor Örn hér.

Fjórða spjald hans í sumar og leikbann í næsta leik, gegn Fylki.
81. mín
Leikurinn aftur að róast, KR náði að slíta af sér pressuna og við erum aftur í upphafsstöðunni, spurning hvort að liðin verða sátt á að tapa ekki hér í lokin.
78. mín
Elmar strax með í leiknum, samstarf við Kennie endar á flottri sendingu Danans inn í teig en enginn mættur á fjær aðrir en Blikar sem bjarga í horn.
76. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Elmar fær hér 20 mínútur til að minna hressilega á sig. Fer inn á miðjuna þar sem Atli var.
75. mín
Langur bolti fram og þar er Mikkelsen mættur, nær skoti úr þröngu færi sem Grétar kassar í horn.
74. mín
Höskuldur fer í hægri bak og Gísli inn á miðjuna.

Kristinn og Mikkelsen á sitt hvorn vænginn.
71. mín
Inn:Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Út:Davíð Örn Atlason (Breiðablik)
71. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
68. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Flóki var búinn að fá lokasénsinn frá Erlendi og í brasi varnarlega.

Stefán kemur beint inn í hans stöðu á vængnum.
67. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Þetta þarf ekki að vera flókið!

Negla hann eins fast og maður getur í markmannshornið. Beitir sá þennan sennilega ekki.

KR voru að bjóða þessari hættu heim.
66. mín
Blikar fá aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað og áðan. D-boginn.

Nú er Höskuldur mættur á boltann.
65. mín
KR búnir að ná að halda í boltann nú í um mínútu, hrinda þessari pressu í bili.
61. mín
Nú eru það Blikar sem að sækja og Árni Vill tekur bakfallsspyrnu úr erfiðri stöðu en framhjá á fjær.
59. mín
Alexander neglir þessari...en töluvert yfir.
58. mín
KR komnir mjög aftarlega og fá hér á sig stórhættulega aukaspyrnu eftir brot á Höskuldi á D-boganum.
56. mín
Það virkar núna eins og KR hafi fært sig aðeins aftar á völlinn þessar mínúturnar, Blikar farnir að komast mun ofar með miðjumennina sína.
53. mín
Enn KR í sókn og aftur upp vinstri vænginn, Óskar neglir nú fastri sendingu í gegnum markteiginn en enginn nær snertingunni.

Blikar virka í brasi hér í upphafi seinni.
52. mín
Óskar veður í gegnum vörnina og í fínt skotfæri en neglir þessum í aftari stöngina.
50. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Hressileg tækling á Gísla á miðjunni.
48. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
Uppúr horninu fer boltinn á Chopart sem sendir inní á nær, Pálmi flikkar frábærlega inn í markteig þar sem Kjartan hamrar hann með pönnunni í netið.

Game on!
47. mín
FÆRI!

Grétar og Kristján Flóki með flott samspil í gegn hægra megin, góð sending í gegnum markteiginn en Kjartan rétt missir af og Blikar bjarga í horn.
46. mín
Leikur hafinn
Komið af stað aftur í Vesturbæ.

Óbreytt lið.
45. mín
Hálfleikur
Tiltölulega yfirvegaður leikur.

KR þó mun hættulegra liðið og stærstu færin þeirra. Kaffi og kleinur!
45. mín
Óskar með skot ú aukaspyrnu en Anton grípu þennan örugglega. Hafarí í gangi en ég sá ekki alveg hvað verið var að rífast um, eitthvað farið í Anton eftir að hann varði.

Erlendur flautaði bara til hálfleiks.
45. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Mótmælti hressilega dómi Erlendar.
45. mín
Ein mínúta í uppbót í fyrri hálfleik í dag.
44. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Afar ósáttur við að fá ekki spjald á Blika og Erlendur ákveður að róa kappann með spjaldi.
44. mín
Blikar hafa átt erfitt með að tengja miðjuna sína inn í leikinn í dag.

Langi boltinn svolítið leiðin hingað til.
42. mín
Aftur Óskar í færi eftir flottan undirbúning Kristins, tékkar sig inn í teig í skotfæri og neglir með hægri en framhjá á fjær.
40. mín
DAUÐAFÆRI!

Upp úr aukaspyrnu sem var sett inn á markteig dettur boltinn fyrir fætur Óskars Arnar sem flamberar með hægri í boltann af 8 metrum, boltinn rétt yfir og Anton átti ekki séns.

Langbesta færið hingað til.
38. mín
Enn við sama horn heygarðs, það er enn ekki kominn mikill þungi í sóknarloturnar en þó eru bæði lið nálægt finnst manni að gera eitthvað.

Íþeim töluðum fá KR aukaspyrnu rétt utan teigs...ekki skotfæri en hætta klárlega.
34. mín
Færi Blikamegin, Davíð Ingvars með langa sendingu og Árni hefur betur í kapphlaupi við Grétar en neglir hátt yfir utan teigsins.
32. mín
Þar kom alvöru færi!

Kristinn á frábæra sendingu í gegnum vörn Blika á Kjartan sem er á markteig, tékkar sig inn að marki en neglir rétt framhjá.
27. mín
Við getum þá staðfest að hér eru stórmeistarar á ferð.

Liðin eru mjög varkár sem stundum leiðir af sér yfirvegað stórmeistarajafntefli...vonum þó annað!
24. mín
Kjartan Henry í erfiðu færi, nær hælspyrnu að marki eftir sendingu frá Kristjáni en rétt framhjá á nær.
23. mín
Blikar eru að ná sterkari tökum á leiknum og ná að spila sig inn á lokaþriðjunginn en enn sem komið er ekki búið til færi.
20. mín
Færi hjá Blikum!

Flott sókn milli kanta sem lýkur á því að Viktor Karl leggur út á D-boga á Alexander sem neglir þessum hátt yfir.
17. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Braut á Gisla sem var búinn að fara framhjá þremur og á leið í skotfæri.

Erlendur tók sér tíma og gerði svo það hárrétta í stöðunni.
16. mín
KR fara meira upp vinstra megin, nú kemur sending á fjær þar sem Kjartan Henry þarf að teygja sig til að ná skalla sem fer hátt yfir.
13. mín
KR verið að fá aukaspyrnur utan teigs sem hafa búið til smá hasar og Blikar verið nálægt því að komast hratt upp völlinn.

Það styttist í fyrsta alvöru færið!
10. mín
Bæði lið spila 433.

KR

Beitir

Kennie - Arnór - Grétar - Kristinn

Atli - Pálmi - Ægir

Óskar - Kjartan - Kristján

Blikar:

Anton

Davíð A. - Damir - Viktor Örn - Davíð I.

Alexander - Viktor Karl - Andri

Höskuldur - Árni - Gísli
9. mín
Hasar við Blikamarkið.

Atli og Kristinn tvinna sig upp vinstra megin og að lokum leggur Atli boltann út í teig og Kennie á skot sem er blokkerað.

7. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Senterstækling á varnarhelmingi, braut á Andra. Hárrétt.
5. mín
KR komið ofar á völlinn, pressan er þó ekki há ennþá.
2. mín
Menn byrja á gamla mátann. Dúndra hátt og langt og djöflast.

Alvöru.
1. mín
Leikur hafinn
Komið í gang í Vesturbæ
Fyrir leik
Bóas er mættur með bandið og hvatning leggur af stað.

Á sama tíma mæta liðin inn á völlinn...þetta er rétt að detta í gang!
Fyrir leik
Við horfum nú á eftir mönnum inn í klefann í lokaundirbúninginn.

Maður finnur það að spenna er á svæðinu...þetta eru risar - og þá langar!
Fyrir leik
Hægt og rólega tínist fólk á völlinn. Eftir tap Valsara á Skipaskaga í gær hefur þessi leikur allt aðra vigt og því mun stuðningur úr stúkunni skipta máli. Kópavogur virðist hafa tekið sig til og sent öfluga sveit, líklega eru gallharðir KR-ingarnir inni að gæða sér á góðgæti og koma svo.

Það eru allar aðstæður fyrir frábærum leik hérna í kvöld sem vert er að fylgjast með!
Fyrir leik
Við minnum á mögulega aðstoð við leiklýsingu í kvöld, þeir sem hafa hug á því setja myllumerkið #fotboltinet inn í sín tíst á twitter og þá eru fínar líkur á að þau skili sér hingað inn, öll aðstoð er þegin!
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN KLÁR
Theodór Elmar Bjarnason byrjar áfram á bekknum hjá KR, en það eru tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Keflavík. Arnþór Ingi Kristinsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Keflavík, byrjar ekki í kvöld og sömu sögu er að segja af Aroni Bjarka Jósepssyni. Inn koma Grétar Snær Gunnarsson og Kristján Flóki Finnbogason.

Síðasti deildarleikur Breiðabliks var 3. júlí gegn Leikni. Frá þeim leik gerir Óskar Hrafn Þorvaldsson þrjár breytingar. Árni Vilhjálmsson, Gísli Eyjólfsson og Davíð Örn Atlason byrja. Út fara Thomas Mikkelsen, Jason Daði Svanþórsson og Kristinn Steindórsson.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins er klárt.

Erlendur Eiríksson flautar, honum til aðstoðar með flögg og headset eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Fjórði dómarinn er Jóhann Ingi Jónsson og eftirliti með þeim sinnir Þórður Georg Lárusson.
Fyrir leik
Blikamegin er liðinu stjórnað af mönnum með mikla KR sögu að baki. Óskar Hrafn Þorvaldsson lék með KR um langt skeið og þjálfaði þar yngri flokka, Halldór Árnason lengi þar líka við þjálfun og í teyminu er líka Jökull Elísabetarson sem sleit sínum fótboltaskóm í Vesturbæ.

Finnur Orri Margeirsson kom aftur til Blika fyrir sumarið eftir fimm ára veru hjá KR, hann þekkir grasbalann á KR vellinum því vel.
Fyrir leik
Töluverðar tengingar eru milli þessara liða þegar kemur að leikmannahóp og þjálfarateymi.

Heimamenn eru með uppalda Blika í sínum röðum. Þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristinn Jónsson áttu farsælan feril með sínu uppeldisfélagi þeim grænklæddu úr Kópavogi. Kristinn m.a. skoraði í síðasta Blikasigri á Meistaravöllum í fyrrnefndum leik 2012.

Auk þess lék Atli Sigurjónsson í Kópavogi um tveggja ára skeið, árin 2015 og 2016.
Fyrir leik
Ef við horfum til síðustu 10 viðureigna er sigurhefð KR enn stærri, 6 sigrar þeirra og 3 jafntefli.

Eini sigur Blika í síðustu tíu leikjum kom árið 2018.

Síðasti sigur gestanna hér í Vesturbæ kom árið 2012. Í fyrra unnu KR þessa viðureign 3-1.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er númer 70 í innbyrðis leikjum þessara liða í efstu deild.

KR hafa þar vinninginn, með 33 sigra gegn 15 sigrum Blika. Alls hafa jafnteflin verið 21.
Fyrir leik
Þessi lið áttust við í fyrstu umferð deildarinnar.

Þar unnu KR-ingar öflugan 0-2 sigur. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk þeirra röndóttu þann dag.


Fyrir leik
KR hafa unnið tvo síðustu leiki sína, þeir unnu KA á Dalvík og síðan Keflavík hér á heimavelli í síðustu umferð.

Blikar koma nú aftur til leiks eftir 15 daga hvíld frá deildinni vegna Evrópuleikja en þar á undan höfðu þeir unnið þrjá síðustu leiki sína, þann síðasta 4-0 gegn Leikni.

Semsagt bæði lið á góðri ferð og stefna á toppslaginn auðvitað áfram!
Fyrir leik
Liðin tvö sitja nær jafnfætis í deildinni í þriðja og fjórða sæti hennar.

Blikar stigi ofar (og hafa leikið einum leik færra) með 22 stig.

Sigurvegari leiksins í dag fer a.m.k. tímabundið uppfyrir Víkinga í annað sætið. Þeir leika á morgun í Keflavík.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Breiðabliks hér úr Vesturbænum.

Leikurinn er liður í 13.umferð PepsiMax-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason ('71)
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
9. Thomas Mikkelsen ('71)
10. Kristinn Steindórsson ('71)
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('45)

Rauð spjöld: