Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Keflavík
1
2
Víkingur R.
Sindri Þór Guðmundsson '22 1-0
1-1 Nikolaj Hansen '58
1-2 Helgi Guðjónsson '78
19.07.2021  -  19:15
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Þungskýjað en logn
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Kwame Quee
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras ('91)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('74)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson ('88)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('88)
86. Marley Blair ('74)

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('91)
10. Dagur Ingi Valsson ('74)
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky ('74) ('88)
98. Oliver Kelaart ('88)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Ingimundur Aron Guðnason ('81)
Sindri Þór Guðmundsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías Ingi flautar leikinn af rétt eftir að Kwame Quee á skot hátt yfir markið, nánast frá marklínu! Kwame liggur sárkvalinn eftir í grasinu. Stigin þrjú fara í Fossvoginn. Umfjöllun og viðtöl kemur innan smkamms.
91. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
89. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)
Fær spjald fyrir að sparka boltanum í burtu
89. mín
Klaufalegt hjá Víkingum! Helgi er að slepp í gegn og Sindri þarf að koma langt út til að hreinsa boltann í burtu. Hreinsun Sindra berst þó beint til Niko Hansen sem á skot að marki en Helgi virðist taka því sem sendingu og tekur við boltanum og er um leið flaggaður fyrir rangstöðu.
88. mín
Inn:Oliver Kelaart (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum rétt fyrir leikslok
88. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum rétt fyrir leikslok
85. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Sindri gefur Víkingum aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig Keflavíkur
81. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
80. mín
Inn:Júlíus Magnússon (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
78. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Skyndisókn frá Víkingum skilar marki! Keflvíkingar voru komnir með alltof marga menn fram. Víkingar vinna boltann og Niko Hansen nær að bota boltanum í gegnum vörn Keflavíkur og Helga tekst að stinga Magnús Þór af og hleypur í átt að markinu og nær að pota boltanum í nærhornið framhjá Sindra! 1-2 fyrir Víkinga
77. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Pablo togar Ástbjörn niður í skyndisókn Keflavíkur. Þetta hefði litið illa út fyrir Víkinga ef Pablo hefði ekki brotið þar sem Keflvíkingar voru 2 á 2 frá miðjuboganum
74. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
Fyrstu skiptingar Keflavíkur í leiknum
74. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Fyrstu skiptingar Keflavíkur í leiknum
71. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Önnur tvöföld skipting hjá Arnari
71. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Atli Barkarson (Víkingur R.)
Önnur tvöföld skipting hjá Arnari
65. mín
Þvílík innkoma hjá Kwame! Hann fær boltann hér úti hægra megin og á hættulega fyrirgjöf fyrir mark Keflvíkinga sem Magnús Þór hreinsar frá. Boltinn berst þó til Atla Barka sem sendir hann aftur fyrir markið á Kwame sem á skot sem Sindri ver glæsilega í marki Keflavíkur!
58. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Kwame Quee
Skipting Arnars virkar strax! Kwame fer illa með Ingimund út á hægri kanti, kemst upp að endalínunni og sendir boltann inn í teig þar sem Niko er vel staðsettur og skilar boltanum í netið! Allt jafnt aftur hér í Keflavík!
56. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Víking
56. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Víking
51. mín
Stórskotasókn Keflavíkur!! Marley gefur boltann fyrir af vinstri kant en boltinn fer yfir alla í boxinu. Kian fær svo knöttinn eftir seinni fyrirgjöf Keflavíkur af hægri kanti en Doddi í marki Víkings nær að blaka boltann í burtu sem berst að lokum til Joey Gibbs sem á skot sem fer af Sölva Geir og þaðan í þverslánna á marki Víkinga!
47. mín
Halldór Smári liggur á jörðinni eftir að hafa lent í samstuði við Sindra Þór en þeir tveir skölluðu saman. Halldór Smári stoppar þó stutt fyrir utan hliðarlínuna áður en hann kemur aftur inn á
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað og það eru gestirnir sem hefja leik
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi flautar til hálfleiks þar sem heimamenn fara inn í búningsherbergi með eins marks forystu.
38. mín
Nikolaj liggur eftir inn í vítateig Keflvíkinga. Undirritaður sá ekki betur en að Erlingur hafi hlupið inn í samherja sinn og svo rekið hnéð í hausinn á Niko er sá síðarnefndi liggur í jörðinni. Einhverjir Víkings megin vilja þó fá vítaspyrnu
37. mín
Eftir flotta sókn Keflavíkur berst boltinn út til vinstri þar sem hinn réttfætti Ástbjörn fær knöttinn og leggur hann út á Kian Williams sem á fínt skot lengst utan af velli sem Þórður í marki Víkinga á þó ekki í miklum erfiðleikum með.
33. mín
Halldór Smári með þrumuskot rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur en knötturinn fer hárfínt framhjá stönginni á marki Keflavíkur! Víkingar eru búnir að vera mun líklegri til að skora eftir mark heimamanna
26. mín
Kristall Máni er með boltann út á vinsti kanti á snýr inn á hægri löppina og neglir boltanum í átt að samskeytunum en Sindri í marki Keflavíkur framkvæmir alvöru markvörslu fyrir sjónvarps myndavélarnar! Hornspyrna sem Víkingur á.
24. mín
Kristall Máni á skot í Magnús Þór, fyrirliða Keflavíkur, eftir flottan undirbúning hjá Karl Friðleifi úti hægra meginn. Víkingar fá hornspyrnu sem Pablo tekur en heimamenn skalla þetta í burt
22. mín MARK!
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Árni Róbertsson
Sindri skallar boltann í mark Víkinga!! Keflavík færir boltann hratt upp völlinn og Adam Árni fær boltan út á vinstri kanti og á frábæra fyrirgjöf sem Sindri Þór stýrir yfir Þórð í marki Víkinga. 1-0!
20. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Sölvi fær fyrsta spjald leiksins fyrir að toga Adam Árna niður við miðjubogann þegar Keflvíkingar eru að bruna í skyndisókn
18. mín
Víkingar sprengja upp vörn Keflavíkur! Gibbs tapar boltanum til Kára sem kemur honum aáfram upp völlinn. Boltinn berst til Karls Friðleifs úti hægra meignn sem stingur boltanum í gegnum vörn heimamanna á Erling sem rennir boltanum fyrir markið á Kristall Mána sem kemur askvaðandi! Sindri nær þó að koma stóra fingri á boltann og kemur sennilega í veg fyrir fyrsta mark leiksins! Gestirnir fá hornspyrnu.
14. mín
Erlingur með marktilraun með hælnum eftir undirbúning Karls Friðleifs en boltinn rétt fram hjá! Hættulegasta tækifæri gestanna hingað til
13. mín
Víkingar meira með boltann á upphafsmínútunum en eru þó mest megnis að spila honum á eigin vallarhelming. Viktor Örlygur reynir svo að negla knettinum í langt í gegnum vörn Keflavíkur en boltinn siglir aftur fyrir. Strax í næstu sókn spila Keflvíkingar boltanum tvisvar á milli áður en að reyna svo langa sendingu fram á Gibbs. Þessar tvær sóknir á síðustu mínútu leiksins eru svolítið lýsandi fyrir allt það sem gengið hefur á í leiknum hingað til.
5. mín
Keflavík er í klassísku 4-4-2, Adam þó örlítið meira í holunni fyrir aftan Gibbs.

Gibbs - Adam
Marley - Ingimundur - Kian - Sindri
Ástbjörn - Frans - Magnús - Nacho
Sindri
4. mín
Víkingur er að spila einhverskonar 5-4-1 eða 3-4-3. Kristall og Erlingur leita hátt upp á völlinn sem og bakverðirnir Atli Barkar og Karl Friðleifur.

Hansen
Kristall - Pablo - Viktor - Erlingur
Atli - Halldór - Kári - Sölvi - Karl
Þórður
3. mín
Keflvíkingar að ógna á upphafsmínútunum. Gibbs á skot sem fer af vörn Víkinga. Nacho nær frákastinu og nær að koma boltanum inn í vítateig á Sindra Þór en Halldór Smári er réttur maður á réttum stað fyrir gestina og hreinsar burt.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það er Keflavík sem byrjar með boltann. Heimamenn sækja í átt að húsi sýslumannsins á meðan gestirnir sækja í átt að Holtaskóla.
Fyrir leik
Dómgæsla

Elías Ingi Árnason mun bera flautuna mikilvægu í kvöld. Andri Vigfússon er AD1 og andspænis honum er Kristján Már Ólafs. Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari og Viðar Helgason mun hafa eftirlit á störfum dómaranna.
Fyrir leik
Byrjunarlið

Byrjunarliðin eru komin í hús. Heimamenn gera 2 breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn KR í Vesturbæ í síðustu umferð. Davíð Snær Jóhannsson er kominn í leikbann vegna 4 áminninga og er því ekki í hóp í dag. Dagur Ingi Valsson missir einnig sæti sitt í byrjunarliðinu og verður hann að taka sér sæti á varamannabekknum í kvöld. Í stað þeirra tveggja koma Adam Árni Róbertsson og Sindri Þór Guðmundsson í byrjunarliðið.

Í liði gestanna er bara ein breyting frá markalausa jafnteflinu í Kórnum gegn HK. Júlíus Magnússon fær sér sæti á meðal varamanna og Sölvi Geir Ottesen snýr aftur í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa spilað 64 leiki við hvort annað frá árinu 1970. Keflavík hefur unnið fleiri leiki eða 28 talsins gegn 23 sigrum hjá Víkingi. 13 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Víkingur hefur þó unnið 5 síðustu viðureignir liðanna í efstu deild.


Fyrir leik
Víkingur:
Eftir frábæra byrjun á mótinu þá hefur flugið á Víkingum aðeins dalað. Liðið hefur aðeins sótt 5 stig af síðustu 12 mögulegum.
Víkingur er þó áfram við topp enda deildarinnar, liðið er með 23 stig í þriðja sæti en með sigri í kvöld þá geta þeir minnkað forskot Vals niður í eitt stig. Niko Hansen er lang markahæstur í liði Víkings en Nikolaj hefur skorað 10 af 17 mörkum Víkings í sumar og er hann markahæsti leikamður deildarinnar, einu marki á undan Sævari Atla og þremur á undan Joey Gibbs sem er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn.

Fyrir leik
Keflavík:
Eftir 1-0 tap gegn KR í síðustu umferð eru nýliðar Keflavíkur í níunda sæti deildarinnar með 13 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Keflavík hefur spilað einum til tveimur leikjum minna en liðinn í kringum þá. Með sigri í kvöld gætu heimamenn hoppað alla leið upp í sjötta sætið.
Joey Gibbs er markahæstur heimamanna en hann hefur skorað helming marka Keflavíkur á tímabilinu, alls 7 af 14 mörkum liðsins.

Fyrir leik
Komið þið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu hérna frá Keflavík. Í kvöld er Víkingur Reykjavík í heimsókn í leik sem fer fram í 13. umferð Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson ('71)
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('56)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('56)
17. Atli Barkarson ('71)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
80. Kristall Máni Ingason ('80)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('71)
9. Helgi Guðjónsson ('71)
11. Adam Ægir Pálsson ('56)
20. Júlíus Magnússon ('80)
27. Tómas Guðmundsson
77. Kwame Quee ('56)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('20)
Pablo Punyed ('77)
Adam Ægir Pálsson ('89)

Rauð spjöld: