SaltPay-völlurinn
laugardagur 24. júlí 2021  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 17 gráður, rigning
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason
Maður leiksins: Dóra María Lárusdóttir
Þór/KA 1 - 3 Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('18, sjálfsmark)
1-1 Margrét Árnadóttir ('35)
1-2 Dóra María Lárusdóttir ('45)
1-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('46)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
0. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Margrét Árnadóttir
8. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir ('87)
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('68)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy ('68)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir ('80)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('80)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('68)
20. Arna Kristinsdóttir ('87)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('68)

Liðstjórn:
Bojana Besic
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Lára Betty Harðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Jóhann Þór Hólmgrímsson
90. mín Leik lokið!
Leik lokið. 1-3 sigur Valskvenna.. Viðtöl og skýrsla vætanlegt í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
Boltinn dettur fyrir fætur Margrétar en hún á skot vel yfir.
Eyða Breyta
90. mín Clarissa Larisey (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
90. mín
Skot frá Cyera beint í fangið á Hörpu
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
87. mín Arna Kristinsdóttir (Þór/KA) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
85. mín
Ekkert stress á Valskonum. Þær spila bara sín á milli á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
80. mín Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA)
Hulda þarf að fara útaf. Rakel Sjöfn kemur inná í hennar stað.
Eyða Breyta
79. mín
Hulda Karen leggst í grasið og biður um aðhlynningu. Spurning hvort hún þurfi að fara af velli.
Eyða Breyta
76. mín Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
76. mín Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur) Mary Alice Vignola (Valur)

Eyða Breyta
74. mín
Ásdís með skot beint í fangið á Hörpu
Eyða Breyta
68. mín Cyera Makenzie Hintzen (Valur) Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)

Eyða Breyta
68. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
68. mín Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA)

Eyða Breyta
64. mín
Sólveig komst ein í gegn en Harpa varði vel frá henni.
Eyða Breyta
63. mín
Þór/KA hafa ekki komist yfir miðju með boltann síðustu mínútur. Valskonur ógna lítið hins vegar.
Eyða Breyta
59. mín
Margrét komin í frábært færi eftir góða fyrirgjöf frá Colleeen. Mjög illa farið með færið með slöku skoti, Sandra í engum vandræðum.
Eyða Breyta
57. mín
Arfaslök hornspyrna, þessi bolti náði held ég bara aldrei inná völlinn.
Eyða Breyta
57. mín
Þór/KA fær hornspyrnu
Eyða Breyta
53. mín
Ansi dauft yfir þessu eftir þetta klaufalega mark Valsara.
Eyða Breyta
46. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Elín Metta með hörku skot sem fer í skeytin, þetta virtist vera renna í sandinn en Ásdís Karen var fyrst í boltann og kemur boltanum yfir línuna.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Valskonur fara með forystu inn í búningsklefann eftir að hafa komist yfir hérna á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins.
Eyða Breyta
45. mín
Ída með skot í D-boganum rétt framhjá.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Dóra María Lárusdóttir (Valur)
MAAAARK!

Dóra María skorar beint úr aukaspyrnunni. Leggur boltann í markmannshornið.
Eyða Breyta
44. mín
Valur fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig
Eyða Breyta
41. mín
Valskonur fá hornspyrnu, boltinn endar hjá Ásdísi sem á skot vel yfir markið.
Eyða Breyta
39. mín
Frábærlega gert hjá Elínu, leikur á varnarmann Þór/KA og á sendingu fyrir og Ásdís setur boltann yfir línuna á opið markið en hún er dæmd ragnstæð.
Eyða Breyta
38. mín
Ásdís Karen leitar inná völlinn og komin í góða stöðu og skýtur á markið, Harpa í engum vandræðum með þetta skot.
Eyða Breyta
35. mín MARK! Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
MAARK!

Agaleg mistök hjá Mary Vignola. Ragnstaða dæmd á Þór/KA, Mary með aukaspyrnuna, sendir þversendingu, beint í fæturnar á Margréti sem lætur skotið ríða af, yfir Söndru og inn í markið! Sandra hefði átt að gera betur þarna.
Eyða Breyta
29. mín
Mist með skallann en frábær markvarsla frá Hörpu í slánna. Þór/KA ná að koma boltanum frá síðan.
Eyða Breyta
28. mín
Valur fær aðra hornspyrnu. Mist fær boltann en á skot sem fer í varnarmann. Þriðja hornspyrna Vals í röð.
Eyða Breyta
27. mín
Valsarar fá hornspyrnu eftir stórsókn. Þór/KA ná að skalla frá.
Eyða Breyta
23. mín
Elín Metta komin ein í gegn en dæmd rangstæð, mjög tæpt var það. Þór/KA heppnar þarna.
Eyða Breyta
18. mín SJÁLFSMARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA), Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MAAAARK!

Fyrirgjöf úr hornspyrnunni, Arna ætlar að skalla í horn en verður fyrir því óláni að boltinn fer í stöngina og inn. Valskonur komnar yfir.
Eyða Breyta
17. mín
Valsarar við það að sleppa í gegn, vandræðagangur í vörn Þór/KA en Arna Sif fljót að hugsa og bjargar í horn.
Eyða Breyta
15. mín
Valskonur spila mikið upp vinstri kanntinn, Hulda Karen í hægri bakverðinum hjá Þór/KA er í smá vandræðum en Valsarar ná ekki að klára sóknirnar.
Eyða Breyta
10. mín
Ída með fasta sendingu/skot, boltinn fer af Sólveigu en Harpa ver í horn. Ekkert kom upp úr horninu.
Eyða Breyta
7. mín
Góð sókn hjá Val sem endar með lausum skalla frá Ídu, beint í fangið á Hörpu.
Eyða Breyta
4. mín
Karen María komst í góða stöðu inn í teig Valsara og lék á varnarmennina en skot síðan framhjá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Heimakonur byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er rigning, smá bleyta skaðar engann, mætið á völlinn :)

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Þór/KA er með sama byrjunarlið og gegn Selfossi í síðustu umferð en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Valsarar gera eina breytingu á sínu liði frá 6-1 stórsigrinum gegn Þrótti í síðustu umferð. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kemur inn í liðið í stað Cyera Makenzie Hintzen sem sest á bekkinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA missti hina bráð efnilegu Maríu Catharinu á dögunum þegar hún skrifaði undir samning hjá Celtic til tveggja ára. Gríðarlega spennandi tækifæri fyrir hana.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsarar eru á toppi deildarinnar en Þór/KA er eitt af þremur liðum til að taka af þeim stig. Þær töpuðu toppbaráttuslagnum gegn Blikum illa, 7-3, og markalaust jafntefli gegn Þrótti í 2. umferð.

Þær hefndu fyrir úrslitin gegn Þrótti í síðustu umferð með 6-1 sigri.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Sá leikur fór fram 21. júní. Síðan þá hefur Þór/KA unnið einn leik og gert þrjú jafntefli.

Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Þór/KA og Vals í Pepsi Max deild kvenna.

Leikurinn fer fram á Salt-Pay vellinum og hefst kl 16.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Lára Kristín Pedersen
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('76)
10. Elín Metta Jensen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('68)
16. Mary Alice Vignola ('76)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir

Varamenn:
20. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
13. Cyera Makenzie Hintzen ('68)
17. Katla Tryggvadóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('76)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('76)
77. Clarissa Larisey ('90)

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: