Kópavogsvöllur
fimmtudagur 29. júlí 2021  kl. 17:30
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Toppaðstæður, 17 gráðu hiti og hressleiki
Dómari: Paul Mclaughlin (Írl)
Áhorfendur: 700
Maður leiksins: Kristinn Steindórsson - Breiðablik
Breiðablik 2 - 1 Austria Vín
1-0 Kristinn Steindórsson ('6)
2-0 Árni Vilhjálmsson ('25)
2-1 Dominik Fitz ('68)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('78)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('66)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('88)
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
5. Elfar Freyr Helgason
9. Thomas Mikkelsen ('88)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Þorleifur Úlfarsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
24. Davíð Örn Atlason ('78)
29. Tómas Bjarki Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('66)
38. Tómas Orri Róbertsson

Liðstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('14)
Viktor Karl Einarsson ('42)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
97. mín Leik lokið!
Algjör snilld!!!

Frækinn sigur Breiðabliks í þessu einvígi gegn Austria Vín. Virkilega vel gert í gegnum þessa tvo leiki. Gamla austurríska stóveldið lagt og framundan er einvígi gegn Aberdeen í næstu umferð!
Eyða Breyta
90. mín
+5: Þetta er að landast...
Eyða Breyta
90. mín
+4. Pressan frá Austria stöðvast þegar Blikar fá dæmda aukaspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
+3: Anton Ari kýlir boltann frá eftir hornið. Austria á innkast hinumegin.
Eyða Breyta
90. mín
+2: Gestirnir láta boltann ganga sín á milli. Hættuleg fyrirgjöf. Þeir vinna hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín Can Keles (Austria Vín) Benedikt Pichler (Austria Vín)
+1
Eyða Breyta
90. mín
+1: Sex mínútur í uppbótartíma að minnsta kosti.
Eyða Breyta
90. mín
Damir fékk höfuðhögg. Aðhlynning. Það verður einhver ágætis uppbótartími í þessum leik.
Eyða Breyta
89. mín
Gísli Eyjólfsson með skot naumlega framhjá. Þvílík spenna hér á Kópavogsvelli.
Eyða Breyta
88. mín Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni ætlaði að taka lengri leiðina út af en mótherji hindraði hann í því.
Eyða Breyta
87. mín
Austria Vín með of fasta sendingu, boltinn út af og Græna pandan fagnar í stúkunni.
Eyða Breyta
86. mín
Viktor Örn Margeirsson liggur á vellinum. Fékk höfuðhögg og þarf aðhlynningu. Er verið að vefja sárabindi um höfuðið á honum.
Eyða Breyta
84. mín
Hættuleg aukaspyrna en sem betur fer vantaði bara greddu í Austurríkismennina. Enginn sem náði að reka tá í boltann.

Ólafur Pétursson markvarðaþjálfari stígur út úr varamannaskýlinu og hvetur stuðningsmenn til að láta betur í sér heyra. Hjálpa liðinu þessar lokamínútur.
Eyða Breyta
83. mín
Austria Vín fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
Eyða Breyta
78. mín Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Höskuldur færist út vinstra megin.
Eyða Breyta
76. mín
Vó, Fitz með hættulega sendingu á Grunwald sem er að koma sér í hættulegt færi þegar Breiðablik bjargar í horn. Austria fer illa með hornið og Breiðablik fær svo aukaspyrnu rétt fyrir utan eigin vítateig.
Eyða Breyta
73. mín
Fyrirgjöf hjá Austria sem Anton Ari handsamar.

Það er spennandi lokakafli framundan í þessum leik. Það er alveg morgunljóst!
Eyða Breyta
72. mín
Austria með skot úr þröngu færi í hliðarnetið.
Eyða Breyta
71. mín
Ég minni á að útivallarmarkareglan hefur verið afnumin í UEFA keppnum. Ef Austria jafnar 2-2 þá stefnir semsagt í framlengingu. Vonandi jafna þeir bara ekkert!
Eyða Breyta
70. mín
Viktor Karl í flottu skotfæri en skaut beint á Pentz.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Dominik Fitz (Austria Vín)
Viktor Örn Margeirsson með skelfileg mistök.

Gefur boltann beint á Fitz sem tekur hann í fyrsta og skorar með öflugu skoti. Mark á silfurfati frá Breiðabliki.

Staðan í einvíginu er 3-2.
Eyða Breyta
66. mín Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Alexander á gulu spjaldi og það spilar væntanlega inn í þessa skiptingaákvörðun.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Dominik Fitz (Austria Vín)

Eyða Breyta
64. mín
Davíð Ingvars kemur boltanum á Kristinn Steindórsson sem á skot beint á Pentz í markinu.
Eyða Breyta
62. mín
Viktor Karl með fyrirgjöf sem varnarmaður gestaliðsins hreinsar í burtu. Austria sækir hratt fram og Pichler á marktilraun sem er máttlaus og beint á Anton.
Eyða Breyta
61. mín
Óskar Hrafn mjög líflegur á hliðarlínunni og passar upp á það að sínir menn haldi sér á tánum. Engar hreyfingar meðal varamanna Breiðabliks, enda allt í ljómandi fínum málum innan vallarins.
Eyða Breyta
59. mín Alexander Grunwald (Austria Vín) Aleksandar Jukic (Austria Vín)
Reynslubolti kemur inn.
Eyða Breyta
58. mín
Hættuleg sending fram völlinn og Pichler í lofandi stöðu. En hver er mættur? Jú þú giskaðir rétt. Damir reddar þessu.
Eyða Breyta
57. mín
Djuricin skallar framhjá eftir hornspyrnu.
Eyða Breyta
56. mín
Misskilningur í öftustu línu Blika og skyndilega er Djuricin kominn í skotfæri. En tilraun hans sem betur fer slök og skot í varnarmann.
Eyða Breyta
54. mín
BANEITRUÐ SÓKN BLIKA!!! Sending fyrir og Davíð Ingvars teygir sig í boltann, svooo nálægt því að ná til hans. Austria bjargar svo í horn. Þarna hefði þriðja mark kvöldsins getað komið.
Eyða Breyta
52. mín
Aleksandar Jukic skýtur á markið úr aukaspyrnunni en Anton Ari ver af öryggi. Anton verið frábær í þessu einvígi.
Eyða Breyta
51. mín
Austria fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan teig aðeins til vinstri. Oliver dæmdur brotlegur.
Eyða Breyta
49. mín
Austria menn halda áfram að vera rangstæðir og pirraðir. Sama saga og í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Eyða Breyta
45. mín
Liðin eru mætt aftur út á völl. Miðað við mætinguna í sætin hér fyrir framan fréttamannastúkuna þá er góð stemning í VIP-salnum og menn ekki mikið að drífa sig til baka.
Eyða Breyta
45. mín
Ef Breiðablik klárar þetta verkefni bíður Aberdeen í næstu umferð. Fyrri leikurinn í næstu viku. Skoska liðið vann Hacken frá Svíþjóð samtals 5-3 í einvígi sem var að ljúka.
Eyða Breyta
45. mín
Austurríkismennirnir eru afskaplega pirraðir og eru farnir að láta dómgæsluna fara í sínar fínustu taugar. Já gengur ekkert upp hjá gestunum. Sérstaklega er það Marko Djuricin sem heldur hressilega ræðu yfir írska dómaranum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Frammistaða Blika í þessu einvígi heldur áfram að vera til háborinnar fyrirmyndar! En það eru enn 45 mínútur til stefnu. Kópavogsliðið í ljómandi fínni stöðu.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Marko Djuricin (Austria Vín)
Fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
45. mín
Georg Teigl skallar vel yfir markið eftir aukaspyrnu. Uppbótartíminn er að minnsta kosti 2 mínútur.
Eyða Breyta
43. mín
Hörkufæri eftir aukaspyrnuna en aðstoðardómarinn var búinn að flagga rangstöðu.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Austria fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
Eyða Breyta
41. mín

Eyða Breyta
39. mín
Damir geggjaður! Djuricin nálægt því að sleppa í gegn en Damir bjargar afskaplega vel.
Eyða Breyta
36. mín
Höskuldur Gunnlaugsson tekur aukaspyrnuna en skotið talsvert yfir markið.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Christian Schoissengeyer (Austria Vín)
Blikar í mjög lofandi sókn og brotið á Viktori Karli rétt fyrir utan vítateigsbogann. Úrvalsfæri framundan!
Eyða Breyta
34. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Austria. Brotið á Gísla Eyjólfs og Oliver Sigurjónsson tekur spyrnuna. Þessi bolti endar í lúkunum á Patrick Pentz markverði.
Eyða Breyta
30. mín
Leikurinn kominn á fulla ferð aftur og Alexander Helgi líka.
Eyða Breyta
28. mín
Alexander Helgi þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
27. mín

Eyða Breyta
25. mín MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik), Stoðsending: Kristinn Steindórsson
ÞETTA ER HREINLEGA GEGGJAÐ!!! Annað flott mark og Austria Vín er komið í mikið vesen.

Gísli Eyjólfsson vann boltann og átti glæsilega sendingu á Kristin sem lagði boltann fyrir markið á Árna sem skoraði af stuttu færi. Hnitmiðað og stórhættulegt.

Breiðablik 3-1 yfir í þessu einvígi!
Eyða Breyta
24. mín
Breiðablik heldur í sinn leikstíl og spilar frá aftasta manni. Eftir flotta spilamennsku á Davíð Ingvars marktilraun frá vinstri vængnum en boltinn yfir markið. Átti væntanlega að vera fyrirgjöf en endar sem fín tilraun.

Hinumegin á svo Benedikt Pichler bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
21. mín
Aleksandar Jukic með skot sem fer í Benedikt Pichler sem er flaggður rangstæður.
Eyða Breyta
20. mín
Hlutirnir ekki alveg að ganga upp hjá fremstu mönnum Austria Vín og þeir eru byrjaðir að rífast aðeins í hvor öðrum. Það eru bara fín tíðindi.
Eyða Breyta
18. mín
Davíð Ingvars í smá brasi og gestirnir vinna hornspyrnu sem Markus Suttner býr sig undir að taka. Boltinn fyrir, Damir rís í teignum eins og fuglinn Felix og skallar frá. Vel gert Damir.
Eyða Breyta
17. mín
Manfred Fischer setur pressu á Anton Ari sem sparkar í hann en sem betur fer skýst boltinn talsvert frá markinu.
Eyða Breyta
16. mín
Græna pandan lætur ekki sitt eftir liggja. "Ef þú elskar Breiðablik þá klappaðu!" - Um 700 manns á leiknum, ekki fleirum hleypt að vegna sóttvarnareglna.
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Fær réttilega gult spjald fyrir að brjóta á Dominik Fitz.
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Eric Martel (Austria Vín)
Braut á Höskuldi Gunnlaugssyni. Martel ungur leikmaur sem er á láni frá Leipzig.
Eyða Breyta
13. mín
Marko Djuricin með skot sem Anton Ari ver. Búið að flagga rangstöðu. Hefði ekki talið.
Eyða Breyta
12. mín
DAMIR SKALLAR YFIR! Eftir hornspyrnuna á Damir Muminovic skalla yfir. Þessi leikur fer stórskemmtilega af stað. Alvöru skemmtanagildi í þessu einvígi hér.
Eyða Breyta
11. mín
Aftur stórhættuleg fyrirgjöf frá hægri og Austria Vín bjargar í hornspyrnu!
Eyða Breyta
10. mín
Davíð og Benedikt Pichler í rimmu. Davíð lætur Pichler heyra það og fær tiltal frá írska dómaranum.
Eyða Breyta
7. mín


Eyða Breyta
6. mín MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik), Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR HAFA NÁÐ FORYSTUNNI!!! GLÆSILEGA GERT!

Höskuldur flaug upp hægri vænginn og átti frábæra fyrirgjöf á Kristin Steindórsson sem var laus í teignum og stýrði boltanum faglega í markið!

Blikar hafa náð forystunni 2-1 í þessu einvígi!
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta marktilraunin. Fitz skýtur yfir markið. Máttlaust skot. Benedikt Pichler fór illa með Davíð Ingvarsson í aðdragandanum.
Eyða Breyta
4. mín
Dominik Fitz með lipur tilþrif en Viktor Örn er ekkert að flækja þetta og hreinsar frá.
Eyða Breyta
3. mín
Höskuldur Gunnlaugsson í kapphlaupi upp hægri vænginn en Christian Schoissengeyer setur boltann í innkast.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Það er búið að flauta leikinn á! Blikar sækja í átt að Sporthúsinu í fyrri hálfleik en það voru gestirnir sem hófu leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sambandsdeildinni vantar nauðsynlega sérstakt lag. Aleksander Ceferin hlýtur að vera að græja það fyrir næstu umferð. Liðin eru mætt út á völllinn og allt klár fyrir upphafsflaut.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Frægir í stúkunni. Hanna Sím er mætt í Blikadressinu, Andri Yrkill ný rödd hádegsifrétta RÚV er með góða skapið, Siggi Bond er hér, Pjetur með Joði leikur á als oddi, höfðinginn Kristján Óli er kominn úr VIP-inu og ungstirnið Arnar Laufdal er á heimavelli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja mjög stutt í leik. Alveg ljóst að Blikar komu Austurríkismönnunum eitthvað á óvart í síðasta leik. Spurning hvernig Austria Vín mætir til leiks í dag, vitandi betur að hverju þeir ganga.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Óskar Hrafn sýnir Sambandsdeildinni virðingu og mætir glæsilega klæddur. Sómi af því.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Sautján gráðu hiti og léttskýjað. Algjörlega prýðilega aðstæður fyrir fótboltaleik. Í hátalarakerfinu er verið að spila þjóðhátíðarlag... eðlilega. Hálftími í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik er með óbreytt lið frá fyrri leiknum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
50/50 leikur framundan í Kópavoginum


Miðað við skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðu þá má búast við mikilli spennu á Kópavogsvelli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mættu hugaðir til leiks


Blikar voru meira með boltann en heimamenn í fyrri leiknum, þeir héldu sér við sitt leikskipulag og fengu jákvætt umtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem meðal annars var rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða.

"Við heppnuðumst ekkert með jafntefli, þetta var jafnvel sanngjörn niðurstaða. Það hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst hefði vinur okkar dæmt víti þarna í fyrri hálfleik. Maður er hrikalega stoltur af liðinu að mæta svona hugað og hugrakkt í leik eins og þennan," segir Höskuldur en Blikar hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar staðan var markalaus.

Íslensk lið eru vön því að setja sig í algjöran varnargír í Evrópuleikjum, sérstaklega á útivelli, en Blikar hafa verið á góðri siglingu í Pepsi Max-deildinni og mættu óhræddir til Vínar. Í fyrra var uppleggið svipað gegn Rosenborg og 2-4 tap niðurstaðan þá.

"Það var ausað yfir okkur eftir leiðinlega ferð í fyrra. Óskar talaði um af hverju við ættum að reyna að vera einhver B eða C útgáfa af einhverju liði sem pakkar og finnst gott að verjast? Við bara kunnum það ekkert. Það myndi enda illa held ég. Við lágum alveg til baka þegar þess þurfti og erum ekki hrokafullir eða kærulausir í þessu."

"Það er kominn góður taktur í okkur og áhættustýringin orðin betri án þess að við höfum skipt um plan. Við erum sama aggressífa liðið sem tekur áhættur og vill spila skemmtilegan fótbolta. Menn læra betur inn á þetta eftir að hafa spilað lengur saman. Það er yndislegur staður að vera á þegar menn finna að þetta sé að smella."



Besti leikur Antons fyrir Breiðablik
Markvörðurinn Anton Ari Einarsson hefur verið að spila feikilega vel síðustu vikur og hann átti stórleik í Vín. Tómas Þór talaði um í útvarpsþættinum að þetta hefði verið besti leikur Antons fyrir Blika.

"Ég er sammála því, hann var ótrúlegur í þessum leik. Þetta var samt áframhald á hans stíganda. Hann byrjar oftast uppspilið okkar og er með sjálfstraustið í botni, það sást vel í þessum leik," segir Höskuldur.

Seinni leikurinn verður mjög áhugaverður. Í útvarpsþættinum ræðir Höskuldur um hvað Blikar gerðu vel í leiknum á fimmtudag og hvað þurfi að forðast í seinni leiknum.

"Þeir eru með mjög hávaxið lið og við megum helst ekki vera að fá á okkur aukaspyrnur á eigin vallarhelmingi. Þá stilla þeir bara upp og inn með liðið. Þar er erfitt að eiga við þá, hávaxið lið með góða spyrnumenn," segir Höskuldur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lifa á fornri frægð


Austria Vín er stórveldi í Austurríki en hefur hinsvegar ekki orðið meistari síðan 2013. Á síðasta tímabili endaði liðið í áttunda sæti en í Austurríki er deildin svo tvískipt og möguleiki á að fá Evrópusæti í gegnum neðri deildina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Frá þjóðinni sem færði okkur Guinness


Paul Mclaughlin er dómari leiksins en allt dómarateymið kemur frá Írlandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þarf alltaf að vera Vín?


Góðan og gleðilegan daginn!

Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Austria Vín mætast í seinni viðureign liðanna í Sambandsdeildinni. Þessi nýja keppni UEFA hefur slegið rækilega í gegn og vakið feikilega mikla lukku.

Fyrri viðureign þessara liða í Vínarborg var hreinlega stórskemmtileg. Breiðablik var hlunnfarið af færeyskum dómara leiksins þegar liðið átti að fá vítaspyrnu og heimamenn náðu svo forystunni.

En Alexander Helgi Sigurðarson jafnaði eftir frábæran samleik við Árna Vilhjálmsson og 1-1 urðu úrslitin.

Það er búið að leggja upp fyrir safaríkan leik á Kópavogsvelli í dag. Samkomutakmarkanir gera það að verkum að Blikar geta tekið á móti 700 áhorfendum í þremur hólfum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Patrick Pentz (m)
5. Eric Martel
11. Benedikt Pichler ('90)
20. Lukas Muehl
24. Christian Schoissengeyer
29. Markus Suttner
30. Manfred Fischer
36. Dominik Fitz
39. Georg Teigl
77. Aleksandar Jukic ('59)
92. Marko Djuricin

Varamenn:
21. Ammar Helac (m)
99. Mirko Kos (m)
8. Vesel Demaku
10. Alexander Grunwald ('59)
15. Leonardo Ivkic
16. Can Keles ('90)
23. Matthias Braunöder
46. Johannes Handl
70. Esad Bejic

Liðstjórn:
Manfred Schmid (Þ)

Gul spjöld:
Eric Martel ('13)
Christian Schoissengeyer ('35)
Marko Djuricin ('45)
Dominik Fitz ('65)

Rauð spjöld: