Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Þór/KA
2
2
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '5
Colleen Kennedy '8 1-1
1-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '24
Arna Sif Ásgrímsdóttir '90 2-2
28.07.2021  -  18:30
SaltPay-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 137
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir ('76)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy
14. Margrét Árnadóttir ('84)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir ('76)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
5. Steingerður Snorradóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
20. Arna Kristinsdóttir ('84)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir

Gul spjöld:
Bojana Besic ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill flautar leikinn af um leið og Breiðablik tekur miðjuna.
90. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
MAAAAARK!

SENUR!!! KLAFS INNÁ TEIGNUM OG MÉR SÝNDIST ÞAÐ VERA ARNA SIF SEM KEMUR BOLTANUM INN Í MARKIÐ!
90. mín
Þór/KA fær hornspyrnu! Rosaleg sókn hjá þeim.
90. mín
þrjár mínútur í viðbót
90. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
90. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik)
90. mín
Shaina að sleppa í gegn en nær ekki að taka á móti boltanum og Telma grípur hann.
89. mín
Ekkert varð úr hornspyrnunni.
88. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.
84. mín
Inn:Arna Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
83. mín
Aukaspyrnan hátt yfir.
83. mín Gult spjald: Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
Aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig Breiðablik. Hildur reif Margréti niður.
79. mín
Sending fyrir, boltinn fer yfir Hörpu, McCarty í baráttu við Örnu og Arna hefur betur og kemur boltanum frá.
78. mín Gult spjald: Bojana Besic (Þór/KA)
Bojana sagði eitthvað sem Agli líkar ekki. Þór/KA vildi fá innkast stuttu áður.
77. mín
Klaufalegt hjá Blikum. McCarty með boltann og sendir á Öglu sem var að sleppa í gegn en hún stóð í rangstöðunni.
76. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
76. mín
Inn:Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA)
74. mín
Inn:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
70. mín
Karitas með góðan sprett en á síðan misheppnað skot, skýtur í jörðina og hittir boltann illa.
67. mín
Smá skallatennis inn í teig Þór/KA eftir hornspyrnu en ná loksins að koma boltanum frá.
63. mín
Shaina á skot í varnarmann og boltinn dettur síðan fyrir Karen Maríu sem tekur boltann á lofti en vel varið hjá Telmu.
62. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu við hornfánann. Fyrirgjöf sem Blikar koma í burtu.
56. mín
Hornspyrna frá Blikum varnarmaður skallar boltann beint upp í loftið, Taylor nær síðan skallanum en auðvelt fyrir Hörpu að grípa.
54. mín
Skalli frá Margréti vel yfir.
53. mín
Ekkert varð úr þessu hjá Blikum, Þór/KA fer fram í góða sókn og fá hornspyrnu.
51. mín
Byrjar ansi rólega hérna í seinni hálfleik. Breiðablik gerir loksins árás og fær horn.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í fjörugum leik.
44. mín
Taylor Ziemer með lúmskt skot en laust og sennilega alltaf á leið framhjá en Harpa tekur enga áhættu og grípur boltann.
41. mín
Þriðja hornspyrna Blika í röð, endar nú í höndum Hörpu.
35. mín
Hvað er að ske hérna. Fjórða vitlausa innkastið hjá Blikum.
33. mín
Boltinn fór yfir allan pakkann en Blikar bjarga því að boltinn fari útaf og halda boltanum.
33. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.
30. mín
Blikar að fá dæmt á sig annað vitlausa innkastið í leiknum. Þór/KA gert eitt.
24. mín MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
MAARK!

Frábær skyndisókn eftir hornspyrnu hjá Þór/KA. Hildur brunar upp völlinn og leggur boltann á Áslaugu sem leggur boltann snyrtilega framhjá Hörpu í markinu. 1-2!
23. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.
22. mín
Shaina virtist vera sleppa í gegn en hún er dæmd rangstæð. Mikil mótmæli í stúkunni.
21. mín
FLott sókn hjá Þór/KA. Sending inn í teiginn frá hægri en boltinn fer í tvo varnarmenn Breiðabliks áður en Telma nær valdi á honum.
18. mín
Boltinn dettur fyrir fætur Hafrúnar sem á fínt skot en framhjá markinu.
16. mín
Selma með hættulaust skot hátt yfir.
15. mín
ansi rólegt þessa stundina, leikmenn eiga erfitt með að fóta sig á blautum vellinum.
8. mín MARK!
Colleen Kennedy (Þór/KA)
Stoðsending: Margrét Árnadóttir
MAAARK!

Þór/KA fljótar að svara. Útspark frá Hörpu, Margrét flikkar boltanum á Colleen sem er komin ein í gegn og leggur boltann framhjá Telmu og í netið.
5. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
MAAARK!

Fyrsta markið er komið! Agla María fer illa með Huldu Karen og hleypur í átt að teignum frá vinstri kanntinum, sendir boltann fyrir en boltinn endar í netinu!
2. mín
Selma Sól með skot langt utan af velli beint í fangið á Hörpu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Blikar byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Þór/KA gerir tvær breytingar á liðinu frá 3-1 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir sest á bekkinn en Hulda Ósk Jónsdóttir er ekki í hóp í dag. Agnes Birta Stefánsdóttir kemur inn í byrjunarliðið ásamt Shaina Faiena Ashouri sem gekk til liðs við Þór/KA í gær.

Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 2-1 sigri liðsins gegn Selfossi í síðustu umferð. Taylor Marie Ziemer, Hildur Antonsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir koma inn í liðið í stað Tiffany McCarty og Karitas Tómasdóttur sem setjast á bekkinn en Kristín Dís Árnadóttir er ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í Kópavogi endaði með 3-1 sigri Breiðabliks. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö fyrir Blika og Tiffany McCarty með eitt. Sandra Nabweteme sem er núna farin á láni til FH skoraði mark Þór/KA.
Fyrir leik
Programið hjá Þór/KA undanfarið hefur verið erfitt. Í þar síðustu umferð gerðu þær góða ferð á Selfoss og náðu í eitt stig. Þær fengu síðan topplið Vals í heimsókn á laugardaginn síðastliðinn en töpuðu 3-1. Liðið situr í 7. sæti með 13 stig eftir 12 leiki.

Breiðablik situr í öðru sæti tveimur stigum á eftir Val. Þær hafa skorað mikið að undanförnu, fjórir sigrar í röð og markatalan 16-5.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Þór/KA og Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna.

Leikurinn fer fram á SaltPay Vellinum á Akureyri og hefst kl 18:30.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('74)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('90)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)
21. Hildur Antonsdóttir ('62)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('74)
17. Karitas Tómasdóttir ('62)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)
28. Birta Georgsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Hildur Þóra Hákonardóttir ('83)

Rauð spjöld: