
Fjölnir
3
0
Afturelding

Andri Freyr Jónasson
'19
1-0
Lúkas Logi Heimisson
'41
2-0
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
'59
3-0
14.08.2021 - 14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá vindur, sól og hiti um 15 gráður. Völlurinn lítur mjög vel út.
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Lúkas Logi Heimisson
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá vindur, sól og hiti um 15 gráður. Völlurinn lítur mjög vel út.
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Lúkas Logi Heimisson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Baldur Sigurðsson
('90)


7. Michael Bakare
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Andri Freyr Jónasson

15. Alexander Freyr Sindrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
('83)



17. Lúkas Logi Heimisson
('90)


29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
('77)


31. Jóhann Árni Gunnarsson
('90)
- Meðalaldur 4 ár

Varamenn:
7. Dagur Ingi Axelsson
10. Viktor Andri Hafþórsson
('90)

11. Dofri Snorrason
18. Kristófer Jacobson Reyes
('90)

20. Helgi Snær Agnarsson
('90)

22. Ragnar Leósson
('77)

28. Hans Viktor Guðmundsson
('83)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson
Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('46)
Baldur Sigurðsson ('53)
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('55)
Rauð spjöld:
91. mín
Með sinni fyrstu snertingu setur Helgi Snær boltann í slánna!
Ætlaði pottþétt ekki að reyna það en hefði verið magnað ef boltinn hefði dottið inn.
Ætlaði pottþétt ekki að reyna það en hefði verið magnað ef boltinn hefði dottið inn.
87. mín
Arnór Breki í algjöru dauðafæri í teig Aftureldingar en setur boltann yfir markið, Heimamenn gætu verið búnir að setja miklu fleiri mörk.
85. mín
Fjölnismönnum líður vel og skal engan undra. 3-0 yfir og tæpar 5 mínútur eftir. Í ofanáleg er engin Reynir Haraldsson á vellinum til að hrella á í þetta sinn.
79. mín
Bakare í dauðafæri
Snögg sókn upp hægri kantinn, boltinn setur fyrir inn að markteig þar sem Bakare kemur á ferðinni en setur boltann hárfínt framhjá.
Snögg sókn upp hægri kantinn, boltinn setur fyrir inn að markteig þar sem Bakare kemur á ferðinni en setur boltann hárfínt framhjá.
77. mín
Arnór Gauti með skalla að marki en Sigurjón vel staðsettur og handsamar boltann auðveldlega.
72. mín
Enn Arnór Gauti að sleppa einn í gegn en flaggið á loft við litla hrifningu stuðningsmanna Aftureldingar. Held nú samt að þetta hafi verið rétt. Leit þannig út frá mér séð.
70. mín
Arnór Breki fer roslega illa með 2 á 1 stöðu er hann reynir að finna Bakare með háum bolta í teignum. Boltinn svífur langt frá Bakare og færið rennur út í sandinn.
67. mín
Arnór Gauti sleppur inn fyrir og skorar en Guðgeir flautar aukaspyrnu á Kristján Atla fyrir brot á miðjum vellinum. Fellur ekkert með Aftureldingu í dag.
59. mín
MARK!

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
Skot langt utan af velli sem lekur í netið. Alls ekki það fast en vel út við stöng og Sindri Þór ræður ekki við það.
Game Over held ég að sé óhætt að segja.
Game Over held ég að sé óhætt að segja.
57. mín
Bakare grunsamlega einn þegar hann sleppur í gegn en flaggið ekki á loft. Móttakan svíkur hann og varnarmenn hreinsa í horn.
54. mín
Andri Freyr í fínu færi í teignum eftir sprett Lúkasar en skot hans beint á Sindra Þór í marki gestana.
51. mín
Birgir Baldvinsson með stórhættulega fyrirgjöf frá vinstri sem Arnór Gauti rétt missir af. Gestirnir fá horn sem ekkert verður úr.
49. mín
Pedro Vazquez með snögga aukaspyrnu sem Arnór Gauti nær að reka tærnar í á undan Sigurjóni. Boltinn yfir markið en besti séns gestanna til þessa.
46. mín
Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)

Tók ekki langan tíma að fá fyrsta spjald hálfleiksins.
45. mín

Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
45. mín

Inn:Sindri Þór Sigþórsson (Afturelding)
Út:Tanis Marcellán (Afturelding)
Gestirnir skipta um markmann í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Guðgeir flautar til hálfleiks. Forystan verðskulduð og lærisveinar Magga úr Mosfellsbæ þurfa að sýna meira í síðari hálfleik ætli þeir sér eitthvað út úr þessum leik.
45. mín
Heimamenn með hornspyrnu. Verið sprækari aðilinn í dag og forystan verðskulduð þó leikurinn hafi ekki verið beint frábær áhorfs
41. mín
MARK!

Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
Lúkas Logi með glæsilegt mark.
Nýtir sér það að gestirnir koma ekki boltanum frá, fær boltann fyrir utan teig og smellir föstu skoti af úr D-boganum sem steinliggur í bláhorninu.
Brekkan brött fyrir gestina.
Nýtir sér það að gestirnir koma ekki boltanum frá, fær boltann fyrir utan teig og smellir föstu skoti af úr D-boganum sem steinliggur í bláhorninu.
Brekkan brött fyrir gestina.
40. mín
Gult spjald: Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)

Fyrstur í svörtu bókina í dag. En miðað við spennustigið inn á vellinum alls ekki sá síðasti.
37. mín
Pedro Vazquez með fyrirgjöf eftir snögga sókn Aftureldingar en of innarlega og boltinn beint í hendur Sigurjóns.
33. mín
Þetta er að verða ágætis konsert hjá Guðgeiri á flautunni. Flautaði 3 brot á einhverjum 30 sek.
32. mín
Bakare sleppur einn á einn gegn Tanis en því miður fyrir Fjölnismenn fer flaggið á loft og það réttilega.
29. mín
Gummi Kalli með hörkuskot sem Tanis ver vel.
Smellhitti boltann sem fór þó tiltölulega beint á Tanis.
Smellhitti boltann sem fór þó tiltölulega beint á Tanis.
27. mín
Það er að færast smá hiti í leikinn, Fjölnismenn vilja víti eftir að Arnór Breki fellur í teignum, Guðgeir segir nei og áfram með leikinn.
Virtist vera peysutog þó.
Virtist vera peysutog þó.
19. mín
MARK!

Andri Freyr Jónasson (Fjölnir)
Rosalega þéttur pakki í markteig Aftureldingar eftir horn. Sýnist það vera Andri sem treður boltanum yfir línunna að lokum.
Heimamenn komnir yfir.
Heimamenn komnir yfir.
16. mín
Góð sóknarlota gestanna sem halda boltanum vel og ná upp pressu. En skortir færin líkt og hjá andstæðingum þeirra.
12. mín
Talsverð pressa frá heimamönnum sem þrýsta liði gestanna neðar og neðar. Vantar færin en þau koma með þessu áframhaldi.
10. mín
Fjölnismenn meira með boltann og reyna að byggja upp spil.
Vinna hér hornspyrnu.
Vinna hér hornspyrnu.
5. mín
Lúkas Logi í dauðafæri eftir sendingu frá Bakare en Tanis mætir vel út og gerir sig breiðan og ver.
Lúkas á samt að gera mun betur í þessari stöðu.
Lúkas á samt að gera mun betur í þessari stöðu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grafarvogi. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta inn í leikinn. Bæði lið fengu kjaftshögg í síðasta leik og vilja ólm komast á beinu brautina.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Þrjá leiki hafa liðin leikið innbyrðis í B-deild frá aldamótum. Fjölnir hefur haft sigur einu sinni en tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli.
Fyrri leik liðanna þetta sumarið í Mosfellsbæ lauk með 2-2 jafntefli. Elmar Kári Enesson Cogic og Georg Bjarnason komu Aftureldingu í 2-0. Á 86. mínútu minnkaði Valdimar Ingi Jónsson og það var svo Jóhann Árni Gunnarsson sem jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.
Þrjá leiki hafa liðin leikið innbyrðis í B-deild frá aldamótum. Fjölnir hefur haft sigur einu sinni en tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli.
Fyrri leik liðanna þetta sumarið í Mosfellsbæ lauk með 2-2 jafntefli. Elmar Kári Enesson Cogic og Georg Bjarnason komu Aftureldingu í 2-0. Á 86. mínútu minnkaði Valdimar Ingi Jónsson og það var svo Jóhann Árni Gunnarsson sem jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.

Fyrir leik
Fjölnir
Heimamenn í Fjölni verma 6.sæti deildarinnar með 23 stig nú fyrir leik. Tímabil þeirra fram til þessa verða að teljast vonbrigði hjá liðinu sem setti stefnuna á að vinna sér inn sæti í Pepsi Max að nýju þaðan sem liðið féll í fyrra. Markaskorun hefur verið akkilesarhæll Fjölnis þetta sumarið en 19 mörk hafa þeir sett í leikjunum 15 og aðeins botnlið Víkings Ó. (15) hefur skorað færri.
Síðasti leikur Fjölnis í deildinni var 2-0 tap gegn toppliði Fram en liðið lék í vikunni í Mjólkurbikarnum gegn liði ÍR. Þar féll Fjölnir úr leik með 3-2 tapi eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik.
Heimamenn í Fjölni verma 6.sæti deildarinnar með 23 stig nú fyrir leik. Tímabil þeirra fram til þessa verða að teljast vonbrigði hjá liðinu sem setti stefnuna á að vinna sér inn sæti í Pepsi Max að nýju þaðan sem liðið féll í fyrra. Markaskorun hefur verið akkilesarhæll Fjölnis þetta sumarið en 19 mörk hafa þeir sett í leikjunum 15 og aðeins botnlið Víkings Ó. (15) hefur skorað færri.
Síðasti leikur Fjölnis í deildinni var 2-0 tap gegn toppliði Fram en liðið lék í vikunni í Mjólkurbikarnum gegn liði ÍR. Þar féll Fjölnir úr leik með 3-2 tapi eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik.

Fyrir leik
Afturelding
Gestirnir úr Mosfellsbæ mæta til leiks í 9.sæti deildarinnar með 19 stig. Í venjulegu árferði myndi maður ætla að lið í 9.sæti ætti í harðri fallbaráttu en því er ekki að skipta eins og sakir standa. Heil 9 stig skilja að lið Þróttar í 11.sæti og Aftureldingu og ætla má að einn sigur enn dugi til að gulltryggja sæti gestanna í deildinni.
Leikur liðsins þetta sumarið hefur þótt nokkuð skemmtilegur þó úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim. 5 sigrar, 4 jafntefli og 6 töp eru uppskeran eftir 15 leiki. Óhætt er að búast við mörkum í leikjum Aftureldingar en liðið hefur skorað 30 mörk til þessa og aðeins Fram (41) og Grótta (32) hafa skorað meira.
Síðast lék Afturelding gegn Kórdrengjum síðastliðinn þriðjudag og þurfti að gera sér að góðu 2-1 tap þar sem úrslitin réðust á mjög svo umdeildu atviki.
Gestirnir úr Mosfellsbæ mæta til leiks í 9.sæti deildarinnar með 19 stig. Í venjulegu árferði myndi maður ætla að lið í 9.sæti ætti í harðri fallbaráttu en því er ekki að skipta eins og sakir standa. Heil 9 stig skilja að lið Þróttar í 11.sæti og Aftureldingu og ætla má að einn sigur enn dugi til að gulltryggja sæti gestanna í deildinni.
Leikur liðsins þetta sumarið hefur þótt nokkuð skemmtilegur þó úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim. 5 sigrar, 4 jafntefli og 6 töp eru uppskeran eftir 15 leiki. Óhætt er að búast við mörkum í leikjum Aftureldingar en liðið hefur skorað 30 mörk til þessa og aðeins Fram (41) og Grótta (32) hafa skorað meira.
Síðast lék Afturelding gegn Kórdrengjum síðastliðinn þriðjudag og þurfti að gera sér að góðu 2-1 tap þar sem úrslitin réðust á mjög svo umdeildu atviki.

Byrjunarlið:
Tanis Marcellán
('45)

8. Kristján Atli Marteinsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson

14. Jökull Jörvar Þórhallsson
('45)


17. Valgeir Árni Svansson
('83)

23. Pedro Vazquez
26. Anton Logi Lúðvíksson
33. Alberto Serran Polo

34. Birgir Baldvinsson

40. Ýmir Halldórsson
- Meðalaldur 5 ár
Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
('45)

4. Sigurður Kristján Friðriksson
10. Kári Steinn Hlífarsson
('45)

11. Gísli Martin Sigurðsson
16. Aron Daði Ásbjörnsson
19. Gylfi Hólm Erlendsson
34. Oskar Wasilewski
('83)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Þorgeir Leó Gunnarsson
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Daníel Darri Gunnarsson
Gul spjöld:
Jökull Jörvar Þórhallsson ('40)
Birgir Baldvinsson ('48)
Arnór Gauti Ragnarsson ('63)
Alberto Serran Polo ('88)
Rauð spjöld: