Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16' 0
1
Fram
Besta-deild karla
HK
LL 0
2
FH
Þróttur R.
2
0
Stjarnan
1-0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir '48 , sjálfsmark
Dani Rhodes '80 2-0
17.08.2021  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Lorena Yvonne Bauman
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
Kate Cousins
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('92)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('70)
21. Lorena Yvonne Baumann
21. Dani Rhodes
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('82)
44. Shea Moyer

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
3. Mist Funadóttir ('82)
4. Hildur Egilsdóttir ('92)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar Freyr dómari hefur flautað til leiksloka. Niðurstaðan sanngjarn 2-0 sigur Þróttara sem hafa betur í baráttunni um 3. sætið.

Ég þakka samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
92. mín
Inn:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Andrea búin að skila góðu dagsverki. Lagði upp sitt sjötta deildarmark í sumar og fjölmörg færi fyrir liðsfélagana.
90. mín
Þetta er að fjara út.. Við erum komin í uppbótartíma.
86. mín
Markið hennar Dani kom á frábærum tíma fyrir Þrótt. Stjörnukonur voru farnar að komast hærra á völlinn en Þróttarar svöruðu því vel. Eru þær að lyfta sér upp í 3. sætið eða eiga Stjörnukonur enn einhver vopn í vopnabúrinu?
82. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni! Ungar og efnilegar fá tækifæri hér í lokin.
82. mín
Inn:Mist Smáradóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni! Ungar og efnilegar fá tækifæri hér í lokin.
82. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni! Ungar og efnilegar fá tækifæri hér í lokin.
82. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
80. mín MARK!
Dani Rhodes (Þróttur R.)
Dani er að klára þetta fyrir Þrótt!

Hún kemur boltanum í markið eftir baráttu í teignum!
79. mín
Stjörnukonur eru farnar að bíta aðeins frá sér. Eru farnar að halda betur í boltann og færa sig ofar á völlinn.
75. mín
Mögnuð tilþrif!

Fyrst lyftir Katie Cousins boltanum laglega inn fyrir á Ólöfu Sigríði. Tilþrifin eru svo ekki síðri þegar Anna María rennir sér og kemst inn í sendingu frá Ólöfu sem hefði komið Dani einni gegn markmanni.
73. mín
Hættulegt!

Betsy fær góða sendingu og brunar af stað. Virðist vera að hlaupa varnarmenn Þróttar af sér þegar hún missir jafnvægið og dettur.

Þarna munaði litlu að Stjörnukonur kæmu sér í gott færi. Það er aðeins eitt mark sem skilur liðin að og allt getur gerst ennþá.
70. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Fyrsta skiptingin hjá Þrótti. Shea fer í hægri bakvörðinn en Ísabella inná miðjuna.
68. mín
Þróttarar fá enn eina hornspyrnuna. Málfríður Erna skallar frá en Shea vinnur boltann. Kemur honum inn á teig þar sem Þróttarar ná að tengja tvær sendingar áður en boltinn er lagður út á Sóley Maríu sem þrumar yfir!
64. mín
Andrea Rut vinnur hornspyrnu og tekur hana sjálf. Setur boltann inná teig en gestirnir koma honum frá.
62. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Sóley fer í vinstri bakvörðinn, Sædís upp á vinstri kant og Alma færir sig yfir á hægri vænginn.
62. mín
Það er að lifna yfir þessu. Alma kemst í ágæta stöðu við vítateig Þróttar og á skot sem fer af varnarmanni og breytir um stefnu þannig að hann spýtist rétt framhjá.

Stjarnan fær í kjölfarið horn. Anna María er nálægt því að ná til boltans en fær þess í stað högg á andlitið og þarf aðhlyninngu. Virðist ekki vera alvarlegt, líklega blóðnasir.
61. mín
Andrea Rut heldur áfram að búa til færi fyrir liðsfélagana. Setur boltann fyrir og beint á kollinn á Ólöfu Sigríði sem skallar framhjá!
60. mín
Klaufagangur hjá báðum liðum. Fyrst á Jelena arfaslaka sendingu úr öftustu línu Þróttar. Alma vinnur boltann en á svo líka misheppnaða sendingu sem hefði getað sent Gyðu Kristínu í gegn.
55. mín
Alma Mathisen reynir skot aðeins utan við teiginn vinstra megin. Ágætt skot en beint á Írisi Dögg sem hefur verið örugg í markinu í kvöld.
52. mín
Dani Rhodes hótar að bæta við marki fyrir Þrótt! Á skot úr teignum sem hún setur rétt framhjá fjærstönginni.
48. mín SJÁLFSMARK!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MAAARK!

Þróttur nær forystunni!

Andrea Rut setur hættulegan bolta fyrir úr hornspyrnu. Boltinn fer af Gyðu Kristínu, leikmanni Stjörnunnar, og í netið.

Sterk byrjun á síðari hálfleik hjá heimakonum!
47. mín
Þróttarar byrja síðari hálfleikinn á að vinna aukaspyrnu hægra meign. Andrea Rut setur boltann á fjær. Mér sýnist það vera Álfhildur sem skallar boltann fyrir en enginn samherji nær til hand.
46. mín
Leikur hafinn
Áfram með smjörið!

Síðari hálfleikur er farinn af stað.

Sömu lið byrja síðari hálfleik og luku þeim fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og staðan er markalaus.

Heimakonur hafa verið líklegri enda sótt mun meira og verið meira með boltann. Stjörnukonur fengu tvö fín færi snemma leiks en hafa að öðru leyti lítið sýnt fram á við.

Hvað gerist í seinni hálfleik?
43. mín
Ólöf Sigíður eltir háan bolta inn fyrir. Halla Margrét gerir vel í að koma út og teygja sig hátt eftir boltanum.
38. mín
Katie Cousins á laglegan snúning á miðjum vellinum sem tekur bæði Ingibjörgu og Heiðu úr leik. Katie brunar svo af stað og kemst að teignum þar sem hún fellur við - tekin aðeins úr jafnvægi af andstæðingi.

Þróttur fær aukaspyrnu sem Katie tekur sjálf. Setur boltann í varnarvegginn og gestirnir koma boltanum frá.

Varnaveggurinn hennar Höllu var áhugaverður þarna. Það stóð engin beint fyrir boltanum heldur skipti veggurinn sér í tvennt til að kovera sitt hvort hornið og Halla stóð fyrir miðju marki og bauð upp á skot þangað.

Áhugavert.. En svínvirkaði.
31. mín
Sóknarþungi Þróttar er mikill. Andrea Rut var að setja hættulegan bolta á fjær úr hornspyrnu. Þar voru tveir Þróttarar sem rétt misstu af boltanum!
29. mín
SLÁIN!

Andrea Rut setur boltann í slánna!

Fékk boltann frá Katie Cousins sem hafði haldið vel í boltann, aðþrengd varnarmönnum, eftir fyrirgjöf frá hægri.
24. mín
Þróttarar sterkari þessar mínúturnar. Vinna horn sem Stjörnukonur ná að verjast!
23. mín
Hættuleg sókn hjá Þrótti!

Dani á frábæra skiptingu yfir til hægri á Shea sem fer af stað og setur boltann svo fyrir. Ólöf Sigríður ræðst á boltann en finnur ekki skotið. Varnarmenn Stjörnunnar ná að komast inn í sendinguna og boltinn dettur út í teig en það er enginn Þróttari mættur í seinni boltann!
22. mín
Mark dæmt af Þrótti vegna rangstöðu.

Dani skallar boltann sem er á leið að marki. Katie Cousins setur hann svo yfir marklínuna en er dæmd rangstæð.

Þetta stóð tæpt.
20. mín
Arna Dís brýtur á Andreu Rut utan við vítateiginn vinstra megin. Andrea tekur aukaspyrnuna sjálf en setur boltann of háan á fjær og Ólöf Sigríður nær ekki að stýra skalla sínum á rammann.
17. mín
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er mættur á völlinn. Steini gerði garðinn frægan sem hægri bakvörður í karlaliði Þróttar rétt fyrir aldamót og þekkir Laugardalinn vel. Spurning hvaða leikmönnum hann er helst að gefa auga hér í kvöld.
16. mín
Olla!

Ólöf Sigríður á skot eftir fyrirgjöf en setur boltann beint á Höllu Margréti markvörð!
14. mín
Hröð sókn hjá Þrótti. Dani leggur boltann út á Katie en sendingin er ekki nógu góð og Katie endar á að negla í varnarmann með vinstri fæti.
12. mín
Íris!

Aftur ver Íris Dögg!

Í þetta skiptið frá Ölmu sem hafði fengið góða sendingu inná teig frá Ingibjörgu Lúcíu.
11. mín
Sóley María skallar fyrstu hornspyrnu Stjörnunnar í leiknum frá!
10. mín
VÁ!

Hættuleg sókn hjá Stjörnunni!

Elín Helga finnur Gyðu Kristínu í teignum. Hún reynir skot sem fer af varnarmanni og berst út í teiginn á Betsy.

Pollróleg Betsy leikur á varnarmann með laglegri hreyfingu áður en hún lætur vaða en Íris Dögg ver vel!
9. mín
Sóley María á skalla framhjá eftir hornspyrnu Andreu Rutar!
8. mín
Þvílíkur hraði!

Dani Rhodes fær sendingu og brunar inná teig hægra megin. Ákveður að skjóta sjálf úr þröngu færi. Halla Margrét lokar vel á nærstöng og ver í horn.
8. mín
Þróttarar eru búnar að eiga tvær ágætar fyrirgjafir inná vítateig Stjörnunnar - án þess þó að búa sér til alvöru séns.
7. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir meiddist eftir tæklingu í leik gegn Þór/KA á dögunum og er skráð í liðsstjórn í dag. Hvernig tekst Stjörnukonum til í fjarveru hennar?
4. mín
Ingibjörg Lúcía á fyrstu skottilraun Stjörnunnar. Skotið kemur vel utan teigs og skapar enga hættu.
4. mín
Lið Stjörnunnar:

Halla Margrét

Arna Dís - Anna María - Málfríður Erna - Sædís

Heiða Ragney - Ingibjörg Lúcía

Betsy

Elín - Gyða Kristín - Alma
3. mín
Sædís verst Ólöfu Sigríði. Boltinn af Sædísi og aftur fyrir. Heimakonur fá fyrsta horn leiksins.

Andrea setur boltann fyrir en Elín Helga skallar frá.
2. mín
Lið Þróttar:

Íris Dögg

Elísabet - Sóley - Jelena - Lorena

Álfhildur Rósa

Shea - Andrea Rut

Katie Cousins

Dani - Ólöf Sigríður
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Ólöf Sigríður sparkar þessu í gang fyrir Þróttara sem leika í átt að Laugardalnum.
Fyrir leik
Það eru toppaðstæður í dalnum og allt að verða klárt í baráttuna um 3. sætið!

Byrjunarlið liðanna eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Gaman að sjá tvær kempur í hlutverki varamarkmanna.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið í fínum gír að undanförnu og hafa sótt 7 stig í 5 síðustu leikjum sínum.

Nú þegar líður á sumarið breytast leikmannahópa liðanna í deildinni þónokkuð.

Hjá Þrótti eru þær Linda Líf Boama, Ísabella Anna Húbertsdóttir, Lea Sif Kristjánsdóttir og Guðrún Gyða Haralz farnar út í háskóla.

Sama gildir um Stjörnukonurnar Birnu Jóhannsdóttur, Birtu Guðlaugsdóttur, Maríu Sól Jakobsdóttur og Úlfu Dís Úlfarsdóttur.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að nóg hafi verið af mörkum í síðustu viðureignum liðanna. Þróttur vann fyrri leikinn í sumar 5-1 og á síðasta tímabili gerðu liðinu 5-5 jafntefli!

Við skulum því reikna með markaleik svona fyrirfram.
Fyrir leik
Heil og sæl gott fólk!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni.

Um er að ræða leik í 14. umferð og framundan er rosaleg barátta um 3. sæti deildarinnar!

Fyrir leik er Stjarnan í 3. sæti deildarinnar með 20 stig en Þróttur í 4. sæti með 19 stig. Bæði lið hafa leikið 13 leiki.
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('82)
11. Betsy Doon Hassett ('82)
15. Alma Mathiesen
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
19. Elín Helga Ingadóttir ('62)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('82)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir ('62)
4. Eyrún Embla Hjartardóttir ('82)
12. María Björg Ágústsdóttir
19. Mist Smáradóttir ('82)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: