Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
14:00 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
14:00 0
0
Fram
Breiðablik
7
0
KÍ Klaksvík
Selma Sól Magnúsdóttir '28 1-0
Karitas Tómasdóttir '34 2-0
Tiffany Janea Mc Carty '36 3-0
Agla María Albertsdóttir '45 4-0
Karitas Tómasdóttir '45 5-0
Agla María Albertsdóttir '58 , víti 6-0
Selma Sól Magnúsdóttir '93 7-0
18.08.2021  -  09:00
Siauliai leikvangurinn í Litháen
Meistaradeild kvenna - 1. umferð
Dómari: Emanuela Rusta (Alb)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('46)
14. Chloé Nicole Vande Velde
16. Tiffany Janea Mc Carty ('64)
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
18. Kristín Dís Árnadóttir ('39)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
8. Taylor Marie Ziemer ('39)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('64)
21. Hildur Antonsdóttir ('46)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('64)
28. Birta Georgsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik mætir Gintra frá Lit­há­en eða Flora Tall­inn frá Eistlandi um sæti í 2. um­ferð Meistaradeildar kvenna en sá leikur verður á laugardaginn.
93. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Flott skot frá Selmu fyrir utan teig og Óluva nær ekki að verja þó hún hafi verið í boltanum.
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Vigdís Lilja með skot naumlega framhjá.
86. mín
Heiðdís Lillýardóttir með hörkuskot í þverslána og í bakið á markverðinum en inn fer boltinn ekki!
85. mín
Breiðabliksliðið fengið nokkrar hornspyrnur hér með stuttu millibili.
73. mín
Inn:Eydvör Klakstein (KÍ Klaksvík) Út:Tóra Mohr (KÍ Klaksvík)
71. mín
Hildur Antonsdóttir með skot eftir hornspyrnu en hitti boltann illa. Beint á markvörðinn.
68. mín
Heiðdís í dauðafæri en hitti boltann afskaplega illa.
64. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
64. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
59. mín


Það eru tvíburasystur að spila fyrir KÍ. Rannvá Andreasen og Ragna Patawary. Héldu upp á 40 ára afmæli á síðasta ári. Þá er Jórun Patawary dóttir Rögnu einnig að spila. Fjölskyldufestival.
58. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik fékk víti og Agla María skoraði af miklu öryggi. Hún sótti vítið og skoraði úr spyrnunnin sjálf.
57. mín
Birta með sláarskot! Þarna var sjötta markið nálægt því að koma.
54. mín
Jórun Patawary fékk boltann í höfuðið og þarf aðhlynningu. Leikurinn er því stopp.
52. mín
Tiffany kemst framhjá markverði KÍ en skýtur í hliðarnetið.
48. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu. Boltanum rennt á Selmu Sól sem á marktilraun framhjá.
47. mín
KÍ á sína fyrstu marktilraun í leiknum! Stórtíðindi. Rannvá Andreasen með skot sem er varið.
46. mín
Inn:Maria Biskopstö (KÍ Klaksvík) Út:Malena Olsen (KÍ Klaksvík)
46. mín
Inn:Rannvá Andreasen (KÍ Klaksvík) Út:Malena Josephsen (KÍ Klaksvík)
46. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
46. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Sigurliðið, sem verður auðvitað Breiðablik, mætir Gintra frá Lit­há­en eða Flora Tall­inn frá Eistlandi um sæti í 2. um­ferð keppn­inn­ar. Sá leikur verður á laugardaginn.
45. mín
Hálfleikur
Rosalegir yfirburðir Breiðabliks. Um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust allar flóðgáttir.
45. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Þetta er að breytast i handboltaleik! Misskilningur í vörn KÍ og boltinn dettur fyrir Karitas sem skorar í tómt markið.
45. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Fallegt mark! Leikur á varnarmann og setur boltann svo alveg út við stöngina.
44. mín
Hummeland hársbreidd frá því að skora sjálfsmark en bjargar sjálf á síðustu stundu á línu. Svo á Selma Sól skot sem Óluva ver.
40. mín
Chloé með skot yfir. Einstefnan heldur áfram og þetta er algjör gönguferð í garðinum fyrir lið Breiðabliks.
39. mín
Inn:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Kristín fer af velli vegna meiðsla.
36. mín MARK!
Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
Tiffany skorar af stuttu færi eftir að Karitas skallaði boltann til hennar.
34. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Fyrirgjöf sem Karitas skallar í netið.
33. mín
Dauðafæri. Ásta skallar framhjá.
31. mín
Gríðarlega mikill gæðamunur á þessum liðum. KÍ mætti til leiks með 5-3-2 leikkerfi og pakkaði í vörn en nú þarf liðið að breyta leikskipulagi sínu. Það gæti opnað flóðgáttir fyrir Blikaliðið.
28. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ! Yfirburðir Breiðabliks í þessum leik og þarna kom loksins markið. Selma skorar með skoti fyrir utan teig.

Ekki mjög fast skot en í hornið. Óluva Joensen átti að gera betur í marki KÍ.
24. mín
Áslaug Munda með flott tilþrif í teignum og á skot naumlega yfir.
22. mín
Hættuleg fyrirgjöf og Tiffany kastar sér á boltann en hann endar í fanginu á Óluvu Joensen í marki KÍ. Færeyska liðið hefur ekki enn átt marktilraun og í raun ekki átt alvöru sókn ennþá.
17. mín
Agla María með misheppnaða skottilraun himinhátt yfir. Leikurinn fer einvörðungu fram á vallarhelmingi KÍ sem pakkar í vörn.
11. mín
Agla María kemur boltanum í netið en búið að flagga rangstöðu. Þetta telur ekki.
10. mín
Selma Sól með skot eftir hornspyrnu en beint í fangið á markverði KÍ.

Sturluð staðreynd. Það eru mæðgur í liði Klaksvíkur. Jórun Patawary er dóttir Rögnu Patawary en þær eru báðar í byrjunarliðinu.
8. mín
Einstefna hjá Breiðabliki í upphafi leiks. Ásta Eir Árnadóttir átti skottilraun en framhjá markinu.
2. mín
Stórsókn hjá Breiðabliki strax í byrjun og Klaksvík í algjörri nauðvörn. Agla María átti skot í varnarmann og mikill darraðadans stiginn í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Það er búið að flauta til leiks. Breiðablik sparkaði leiknum af stað.

Dómari er Emanuela Rusta frá Albaníu. Annar aðstoðardómarinn er einnig frá Albaníu en hinn frá Noregi. Fjórði dómarinn kemur einnig frá Noregi. Alþjóðlegt samstarf.
Fyrir leik
Æfðu á ómerkilegu túni
Vegna votviðris þá var keppnisvöllurinn í Litháen hvíldur í gær og lið Breiðabliks æfði ekki á honum. Liðið æfði a túni rétt hjá hótelinu eins og kemur fram í viðtali sem Bjarni Helgason tók við Ástu Eir Árnadóttur fyrir mbl.is.

"Við æfðum þess í stað á ein­hverju held­ur ómerki­legu æf­inga­svæði eða túni, rétt hjá hót­el­inu, en það voru tvö mörk á staðnum og þetta reddaðist alla­vega," sagði Ásta.
Fyrir leik


KÍ Klaksvík er með besta lið í sögu færeyska kvennaboltans. Liðið hefur orðið meistari síðustu tvö tímabil, EBS/Skála varð meistari 2017 og 2018 en þar á undan hafði KÍ unnið titilinn sautján ár í röð!
Fyrir leik

Fyrir leik
Leiknum er textalýst í gegnum sjónvarpsútsendinguna á Stöð 2 Sport þar sem leikurinn er sýndur í beinni
Fyrir leik


Breiðablik tapaði raunverulegum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val um helgina og beinir nú allri sinni orku að öðrum markmiðum.

Breiðablik á eftir að spila úrslitaleik í Mjólkurbikarnum við Þrótt R. eftir að hafa slegið Val út í undanúrslitum. Þar að auki eru Blikastúlkur í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem þær mæta til leiks gegn frænkum sínum í KÍ frá Klaksvík innan skamms.

"Auðvitað er svekkelsi hjá öllum í kvöld en svo vöknum við í fyrramálið og förum að einbeita okkur að ferðalaginu til Litháen," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Val í deildinni.

"Það eru tveir leikir og þetta er virkilega spennandi verkefni. Við erum að mæta yfirburðaliðum í sínum deildum en ég held að við eigum möguleika á móti þeim. Við þurfum bara að spila góða leiki."

Karitas Tómasdóttir, leikmaður Blika, tók í svipaða strengi.

"Nú þurfum við bara að horfa á framhaldið, Meistaradeildina og bikarúrslitin. Það er spennandi að fara í svona verkefni og vonandi gerum við vel þar. Við förum og gerum okkar besta og vonandi uppskerum við góðu."
Fyrir leik
Breiðablik mæt­ir KÍ Klaksvík frá Fær­eyj­um í 1. um­ferð Meist­ara­deild­ar kvenna núna klukkan 9 en leikið er á Siaulai-vell­in­um í Lit­há­en klukkan 12 að hádegi á staðartíma.

Sigurliðið mætir Gintra frá Lit­há­en eða Flora Tall­inn frá Eistlandi um sæti í 2. um­ferð keppn­inn­ar.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 0-1 tapi gegn Val í mikikvægum toppslag í Pepsi Max-deildinni á föstudag.

Tiffany Janea Mc Carty og Chloé Nicole Vande Velde koma inn í byrjunarliðið. Taylor Marie Ziemer og Hildur Antonsdóttir setjar á bekkinn.

Bjarni
Byrjunarlið:
1. Óluva Joensen (m)
2. Malena Olsen ('46)
3. Birita Ryan
7. Ragna Patawary
8. Malena Josephsen ('46)
10. Sanna Svarvadal
13. Tórunn Joensen
14. Tóra Mohr ('73)
15. Durita Hummeland
17. Jórun Patawary
18. Jancy Mohr

Varamenn:
16. Hervör Olsen (m)
6. Rutt Hjelm Gregersen
9. Rannvá Andreasen ('46)
11. Lóa Samuelsen
12. Gudny Johannesen
19. Eydvör Klakstein ('73)
20. Anitha Á Dalinum
21. Maria Biskopstö ('46)
22. Marjun Hjelm

Liðsstjórn:
Aleksander Djordjevic (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: