Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Fylkir
3
4
Selfoss
0-1 Brenna Lovera '5
0-2 Brenna Lovera '8
Eva Rut Ásþórsdóttir '17 1-2
1-3 Magdalena Anna Reimus '45
Þórhildur Þórhallsdóttir '53 2-3
2-4 Brenna Lovera '62
Halldór Steinsson '78
Sara Dögg Ásþórsdóttir '87 3-4
18.08.2021  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínt veður, logn og teppið í góðu standi
Dómari: Birgir Þór Þrastarson
Áhorfendur: 179
Maður leiksins: Brenna Lovera
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('84)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Shannon Simon ('84)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('66)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('76)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('84)
11. Fjolla Shala ('66)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('76)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('84)
22. Katrín Vala Zinovieva
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vesna Elísa Smiljkovic
Ágúst Aron Gunnarsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Þórhildur Þórhallsdóttir ('57)
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('74)

Rauð spjöld:
Halldór Steinsson ('78)
Leik lokið!
Þá er þetta komið í kvöld, 3-4 sigur Selfyssinga staðreynd.
Viðtöl og skýrsla koma inn við fyrsta tækifæri!
94. mín
Selfoss fær hornspyrnu. Þær tefja úti við hornfána en Fylkir vinnur boltann að lokum.
92. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 5 mínútur
87. mín MARK!
Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: María Eva Eyjólfsdóttir
SARA DÖGG MINNKAR HÉR MUNINN FYRIR FYLKI.
Það kom sending inn í teig og botlinn fór yfir Benedicte í markinu og Sara stóð ein á fjærstönginni og kláraði í autt markið. Alvöru innkoma hjá henni
84. mín
Inn:Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
84. mín
Inn:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir) Út:Shannon Simon (Fylkir)
78. mín Rautt spjald: Halldór Steinsson (Fylkir)
Var ósáttur við eitthvað þarna og fékk rauða spjaldið.
76. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
74. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylkir)
Fyrir tuð held ég
71. mín
María Eva reynir hér skot en skotið er beint á Benedicte í markinu
67. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
66. mín
Fín sókn hjá Selfyssingum, Eva Núra átti fína sendingu fyrir en Brenna rétt missti af knettinum
66. mín
Inn:Fjolla Shala (Fylkir) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir)
62. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
BRENNA KOMIN MEÐ ÞRENNU.

Það kemur sending fram völlinn, Susanna hittir hann ekki í vörninni og þá er Brenna komin ein í gegn, tekur eina gabbhreyfingu á markmanninn og klárar í autt markið.
57. mín Gult spjald: Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
Fyrir brot á Brennu á miðjum velli, hún var á leið í skyndsókn. Réttur dómur
53. mín MARK!
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
GAME ON
Frábært mark hjá Þórhildi, hún bara prjónar sig upp völlinn og klárar með flottu skoti rétt fyrir utan teig.
52. mín
Það er mjög rólegt yfir þessu hér í byrjun seinni hálfleiks.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur af stað, nú sækir Fylkir í átt að Árbæjarlaug
45. mín
Inn:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) Út:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss)
45. mín
Hálfleikur
Birgir flautar hér til leikhlés og staðan 1-3 fyrir Selfyssingum.
Selfoss voru miklu miklu betri fyrstu 10. mínúturnar en svo fór Fylkir að sækja í sig veðrið og voru betra liðið út fyrri hálfleikinn. Selfyssingar voru þó hættulegar þegar þær komust fram á við og náðu þær að bæta einu marki við rétt í lokin.
45. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Caity Heap
Magdalena kemur Selfyssingum í 1-3!

Selfoss fékk hornspyrnu, Caity Heap tók spyrnuna beint á Magdalenu sem lúðrar boltanum í netið.
43. mín
Þarna munaði svo litlu fyrir Fylki og aftur er það Helena Ósk sem var allt í öllu en skot hennar fór rétt framhjá.

Strax á eftir bruna Selfyssingar í sókn og Caity Heap leikur sér að varnarmönnum Fylkis og reynir að koma boltanum á Brennu en Tinna Brá kemst fyrir og hrifsar til sín boltann
40. mín
Fylkir í fínu færi, þær áttu gott uppspil upp völlinn og sóknin endaði á skoti frá Þórhildi en Benedicte varði vel
36. mín
Aftur fær Selfoss hornspyrnu, nú eftir frábæran sprett Brennu.
Hornspyrnan fer beint á Brennu sem skallar en Fylkisstelpur hreinsa
34. mín
Selfoss fær hér hornspyrnu. Fylkir hreinsar eftir skot frá Brennu
33. mín
Aftur á Helena Ósk skot í slá! Fylkir miklu nær því að jafna en Selfoss að auka forystuna
31. mín
Miðjumoð hérna síðustu mínútur
25. mín
Úff þarna munaði litlu fyrir Fylki, Shannon komst í frábært færi en skaut rétt framhjá. Ég hélt að þessi bolti hefði sungið í netinu.
22. mín
Allt annað að sjá Fylki hér síðustu mínútur, Helena Ósk var rétt í þessu með skot í slánna. Um að gera að skjóta.
19. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á ágætis stað, á miðjum velli aðeins fyrir utan D-bogann.

Eva Rut tekur spyrnuna og ákveður að skjóta en Benedicte sér við henni og ver. Fínasta tilraun
17. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
FYLKIR AÐ MINNKA MUNINN HÉR.

Þær tóku hornspyrnuna stutt, Sæunn fékk boltann og kom með góðan bolta fyrir beint á kollinn á Evu Rut sem skallaði í netið.
GAME ON
16. mín
Fylkir fær hér fyrstu hornspyrnu sína í leiknum
11. mín
Selfoss fær aðra hornspyrnu - Fylkir hreinsar boltann í burtu
10. mín
Brenna næstum því búin að ná þrennunni en Tinna ver skotið og Selfoss fær hornspyrnu. Það kemur ekkert úr spyrnunni.
8. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
Stoðsending: Caity Heap
BRENNA TVÖFALDAR HÉR FORYSTU SELFYSSINGA.

Sama uppskrift og áðan, Caity Heap tekur aukaspyrnu utan af velli, boltinn fer á Brennu sem skallar í netið.

Þetta lítur ekki vel út hjá Fylki sem er í harðri fallbaráttu
5. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
Stoðsending: Caity Heap
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA HJÁ SELFYSSINGUM!

Caity Heap fær boltann út á hægri kantinn, hún rennir honum inn í teig þar sem Brenna stendur alein og klárar örugglega í netið
1. mín
Þetta er farið af stað! Selfoss byrjar með boltann og sækja í átt að Árbæjarlauginni
Fyrir leik
Jæja liðin eru að ganga út á völl - þetta er að hefjast
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn - það má sjá þau hér til hliðar!
Fylkir gerir tvær breytingar, Ísafold Þórhallsdóttir og Eva Rut koma inn fyrir Bryndísi Níelsdóttur og Huldu Arnardóttur.
Selfoss gerir eina breytingu á liðinu, Kristrún Rut Antonsdóttir kemur inn fyrir Unni Dóru Bergsdóttur.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 27. maí og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Ég vona nú að við fáum einhver mörk í kvöld, ég bið ekki um meira.
Fyrir leik
Selfoss byrjaði tímabilið af krafti og var liðið í toppsætinu á tímabili. Gengið hefur dalað undanfarið og situr liðið í 5. sæti deildarinnar fyrir leik en með sigri geta þær farið í 3 eða 4. sæti.
Fyrir leik
Gengi Fylkis hefur verið undir væntingum á þessu tímabili en liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili. Fylkisstelpur sitja nú í fallsæti, með jafnmörg stig og Keflavík í öruggu sæti en lakari markatölu. Stig skipta því sköpum fyrir liðið hér í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingur frá leik Fylkis og Selfoss í 15. umferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Leikurinn hefst á slaginu 19:15 á Wurth vellinum
Byrjunarlið:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('45)
5. Susanna Joy Friedrichs
9. Eva Núra Abrahamsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('92)
21. Þóra Jónsdóttir
22. Brenna Lovera
23. Kristrún Rut Antonsdóttir
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
27. Caity Heap

Varamenn:
3. Emilía Torfadóttir
8. Katrín Ágústsdóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('92)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
17. Íris Embla Gissurardóttir
20. Hekla Rán Kristófersdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: