Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Gintra
1
8
Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty '10
0-2 Agla María Albertsdóttir '42
0-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '43
0-4 Tiffany Janea Mc Carty '49
Madison Gibson '50 1-4
1-5 Heiðdís Lillýardóttir '55
1-6 Agla María Albertsdóttir '64
1-7 Agla María Albertsdóttir '71
1-8 Hildur Antonsdóttir '76
21.08.2021  -  15:00
Siauliai leikvangurinn í Litháen
Meistaradeild kvenna - 1. umferð
Aðstæður: Völlurinn ekki góður en veðrið er huggulegt
Dómari: Henrikke Nervik (Noregur)
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Greta Lukjancuke (m)
3. Tristan Corneil ('46)
4. Algimante Mikutaite
6. Jessica Ayers ('81)
7. Dovile Gaileviciute
15. Rimante Jonusaite
16. Nikoleta Nikolic
17. Madison Gibson
18. Trudi Carter ('70)
20. Karlina Miksone ('46)
21. Alika Keene

Varamenn:
22. Meda Seskute (m)
2. Tereza Romanovskaja
5. Paulina Sarkanaite ('70)
9. Jelena Cubrilo ('46)
10. Simona Velickaite
13. Vestina Neverdauskaite
14. Gabija Toropovaite ('46)
71. Anastasija Rocane ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fráabær sigur hjá Breiðabliki. Mjög fagmannlega gert. Þær koma sér einu skrefi nær riðlakeppninni; kláruðu þessa leiki samtals 15-1!

Það verður dregið á morgun í næstu umferð forkeppninnar.


90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma

Af hverju? Ég skil það ekki. Staðan er 1-8! Flauta þetta bara af, þessar þrjár mínútur breyta engu. Það er bara mín skoðun samt.
90. mín
Blikum langar í níunda markið, en ég held að það komi ekki.
85. mín
bara rólegt síðustu mínúturnar. Blikar eru á leið áfram, og það með stæl!
81. mín
Skiptingaflóð.
81. mín
Inn:Anastasija Rocane (Gintra) Út:Jessica Ayers (Gintra)
80. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik)
80. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
80. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
79. mín
Agla María og Áslaug Munda verða í martröðum leikmanna Gintra eftir þennan leik.
78. mín
Hildur gerði áttunda markið.

76. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
VEISLA Í LITHÁEN
Agla María með aukaspyrnu inn á teiginn sem Hildur skallar í markið. Blikar kunna heldur betur að skalla boltann, þær eru að sýna það hér í dag.
74. mín
Hafrún Rakel með skot sem endar lengst út á bílastæði.
71. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Agla María + Áslaug Munda

Þarf að segja eitthvað meira?
70. mín
Inn:Paulina Sarkanaite (Gintra) Út:Trudi Carter (Gintra)
70. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
70. mín
Inn:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
67. mín
Það er ekki eitthvað sem þú vilt eitthvað lenda sérstaklega mikið í, að vera bakvörður gegn Áslaugu Mundu og Öglu.
65. mín
Mikið eru Agla María og Áslaug Munda góðar í fótbolta. Verða fastamenn í landsliðinu næstu 10-15 árin.
65. mín
Agla skorar sjötta markið.

64. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
ENN EITT SKALLAMARKIÐ
Áslaug Munda með fyrirgjöf og Agla María kemur á ferðinni og stangar boltann í netið. Svipað mark og í fyrri hálfleik.
61. mín
Gintra reynir sendingu inn fyrir vörnina en Telma er fljót að átta sig, kemur út úr markinu og handsamar boltann.
60. mín Gult spjald: Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik)
Stöðvar hraða sókn.
59. mín
Agla María núna með skalla í stöngina!!
55. mín
Heiðdís skorar fimmta markið.

55. mín MARK!
Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
ÞARNA!!!
Þessi seinni hálfleikur hefur byrjað rosalega. Núna skorar Heiðdís fimmta mark Blika eftir flotta hornspyrnu Öglu Maríu.

Blikar skorað þrjú skallamörk í dag.
54. mín
Gintra að hóta öðru marki. Gibson með hörkuskot yfir sem fer rétt yfir markið.

Vakna Blikar!!
50. mín MARK!
Madison Gibson (Gintra)
Jæja, kannski ekki alveg upprúllun.

Hafði betur gegn Ástu Eir og klárar svo fram hjá Telmu, frekar auðveldlega. Eins og mark Blika nokkrum sekúndum áður, þá var þetta mjög einfalt.
49. mín MARK!
Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
ÞETTA ER UPPRÚLLUN!
Blikar vinna boltann hátt á vellinum og Tiffany er allt í einu sloppin í gegn. Hún klárar þetta svo afskaplega vel og staðan 4-0!

Mjög einfalt mark!
46. mín
Inn:Jelena Cubrilo (Gintra) Út:Karlina Miksone (Gintra)
46. mín
Inn:Gabija Toropovaite (Gintra) Út:Tristan Corneil (Gintra)
Fékk nóg af baráttu sinni við Áslaugu.
46. mín
Leikur hafinn
Jæja, farið aftur af stað.

Fókus!!
45. mín
Hálfleikur
Svona á að enda hálfleikinn! Í staðinn fyrir að gera eitthvað spennandi fyrir seinni hálfleikinn, þá gengu Blikar bara frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks með Öglu og Áslaugu Mundu fremstar í flokki.
45. mín
Hálfleikur
Áslaug Munda skoraði þriðja markið strax eftir mark Öglu.


45. mín
Hálfleikur
Agla María skoraði annað markið.


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Litháaen. Frábær fyrri hálfleikur hjá Blikum og þetta er í raun 'game over'.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
45. mín
Áslaug Munda tekur spyrnuna en í þetta skiptið ver Lukjancuke frá henni.
44. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
43. mín MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?!?!
Áslaug Munda fer yfir á vinstri fótinn og lætur vaða lengst utan af velli. Boltinn syngur í netinu!!

Kannski hægt að setja spurningamerki við markvörð Gintra en ég ætla frekar að hrósa Áslaugu. Þetta var ótrúlega flott mark!

3-0!!!!
42. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
LAGLEGT!!!!!
Áslaug Munda með frábæra fyrirgjöf sem Agla María skallar í markið.

Frábært að ná þessu marki á þessum tíma, rétt fyrir leikhlé!
41. mín
Ég vorkenni eiginlega Tristan Corneil að þurfa að dekka Áslaugu Mundu. Hún ræður ekkert við verkefnið. Held reyndar að það séu fáar sem ráða við það verkefni.


38. mín
Blikar eru að hóta öðru marki. Það væri ljúft að ná því inn fyrir leikhlé.
38. mín
Hættulegt!!
Selma reynir skot sem fer af Karitas og á markið. Stórhættulegt en Lukjancuke gerir mjög vel í því að verja skotið. Hornspyrna svo sem dettur á slána!!
36. mín
Kristín Dís í dauðafæri til að bæta við öðru marki en er dæmd rangstæð. Náði hvort sem er ekki til boltans.
35. mín
Agla herjar á vörnina og reynir svo skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og beint í hendurnar á Lukjancuke.
29. mín
Heiðdís með frábæran varnarleik og skilar boltanum í markspyrnu.
27. mín
Stöngin!!
Hafrún Rakel með hörkuskot sem markvörður Gintra ver í stöngina!!! Selma á svo skot yfir markið.
24. mín
Hættulegur bolti í gegn hjá heimakonum sem endar með skoti yfir markið. Blikar þurfa að halda uppi sama dampi og fyrstu 15 mínúturnar. Þetta er úrslitaleikur, kæruleysi er ekki leyfilegt!
20. mín
Langur bolti inn á teig og Lukjancuke slær boltann aftur fyrir. Enn ein hornspyrna í þessum leik. Ásta Eir setur boltann svo aftur fyrir og markspyrna dæmd.
17. mín
Gintra fær hér fínt færi til að jafna! En boltinn yfir markið og Blikar mega þakka Ástu Eir fyrir það. Gintra fær hornspyrnu sem Blikar ná að koma í burtu á endanum.
15. mín
Miðað við fyrstu 15 mínúturnar, þá eiga Blikar að rúlla yfir þetta Gintra-lið. Eru miklu betri.
11. mín
Spurning hvort Blikar hefðu átt að fá vítaspyrnu fyrr í sókninni. Það virtist vera brotið á Áslaugu innan teigs en ekkert var dæmt. Blikar héldu áfram og það skilaði þessu marki.

Varnarmenn Gintra hafa ekkert ráðið við Áslaugu. Hún getur bara rölt í gegn þegar henni sýnist. Það lítur þannig út alla vega.
11. mín
TIFFANY SKORAR!!!


10. mín MARK!
Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁAÁ

Karitas með flotta fyrirgjöf sem Tiffany skallar beinustu leið í markið. Frábær byrjun hjá Kópavogsliðinu og staðan orðin 0-1!!!
8. mín
Blikar fá tvær hornspyrnur í röð en það kemur því miður ekkert úr þeim.
6. mín
Selma með skot langt utan af velli, en nokkuð langt fram hjá. Blikar að byrja betur.
5. mín
Áslaug reynir að skipta frá hægri til vinstri. Virkilega skemmtileg hugmynd en vantaði aðeins upp á útfærsluna. Sendingin aðeins of föst fyrir Öglu Maríu.
3. mín
Áslaug Munda fer illa með varnarmenn Gintra og vinnur hornspyrnu. Blikar taka spyrnuna stutt og svo reynir Áslaug Munda skot en rétt yfir.

Fínasta tlraun! Þetta var beint af æfingasvæðinu.
2. mín
Gintra hefur þurft að gera á breytingu á liði sínu fyrir leik. Karlina Miksone er komin inn í liðið.
1. mín
Gintra byrjar leikinn á því að senda boltann á Hafrúnu, bakvörð Blika.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Gintra byrjar með boltann.
Fyrir leik
Það styttist í leikinn og fer útsendingin senn að hefjast.
Fyrir leik
Á bekknum hjá Gintra er Karlina Miksone sem var hjá ÍBV í fyrra.


Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ:
Breiðablik er með sama lið og í 7-0 sigrinum á Klaksvík.

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde
16. Tiffany Janea McCarty
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og verður þessi textalýsing tekin í gegnum þá útsendingu.
Fyrir leik
Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, var í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessari viku þar sem hún var spurð út í þennan leik.

Við horfðum á þær spila á móti eistneska liðinu, það var frekar jafn leikur en þær voru þó sterkari en þær eistnesku. Þær eru sterkari en færesyka liðið, þær hafa tvisvar sinnum spilað í 16-liða úrslitum síðustu sjö ár og er miklu stærra lið heldur en fólk heldur. Þetta er risalið en við förum allar í þennan leik til að vinna hann.

Ég fer ekki inn í þennan leik með einhverja 50:50 nálgun. Við ætlum að spila upp á sigur og sýna hvað við erum ótrúlega góðar. Við ætlum að bæta okkar árangur í Meistaradeildinni og við ætlum að klára þennan leik.

Hægt er að lesa allt viðtalið með því að smella hérna.


Fyrir leik
Með sigri hér í dag fer Breiðablik áfram í aðra umferð forkeppninnar, og kemst einu skrefi nær riðlakeppninni.

Það voru gerðar breytingar á Meistaradeildinni fyrir þetta keppnistímabil. Með hinu nýja skipulagi verður aukið fé í boði fyrir þátttakendur keppninnar og dreifast 24 milljónir evra á liðin eftir árangri þeirra, sem er rúmlega fjórum sinnum meira en hefur verið.

Það verður riðlakeppni í fyrsta sinn. Það komast sextán lið í riðlakeppnina og hlýtur það auðvitað að vera stefnan fyrir Blika.
Fyrir leik
Þessi fyrsta umferð forkeppninnar virkar þannig að lið eru dregin í fjögurra liða pott. Svo eru undanúrslit, og liðin sem vinna þar fara í úrslitaleik um sæti í næstu umferð. Þessi leikur hér er úrslitaleikur.

Breiðablik vann 7-0 sigur gegn KÍ Klaksvík í undanúrslitunum. Á meðan vann Gintra 2-0 sigur gegn Flora frá Eistlandi.

Gintra er félag frá Litháen.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Gintra og Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildar kvenna.

Þetta er hreinn og beinn úrslitaleikur um sæti í næstu umferð.


Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('80)
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('70)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('80)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('80)
17. Karitas Tómasdóttir ('70)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
8. Taylor Marie Ziemer ('70)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('80)
21. Hildur Antonsdóttir ('70)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('80)
28. Birta Georgsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Chloé Nicole Vande Velde ('60)

Rauð spjöld: