Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Kórdrengir
2
0
Þór
Þórir Rafn Þórisson '28 1-0
Connor Mark Simpson '43 2-0
Ásgeir Frank Ásgeirsson '47
24.08.2021  -  18:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Axel Freyr Harðarson
Byrjunarlið:
1. Alexander Pedersen (m)
Leonard Sigurðsson ('83)
2. Endrit Ibishi
4. Ásgeir Frank Ásgeirsson
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f)
9. Daníel Gylfason ('56)
10. Þórir Rafn Þórisson
16. Alex Freyr Hilmarsson
18. Axel Freyr Harðarson ('56)
19. Connor Mark Simpson ('50)

Varamenn:
3. Egill Darri Makan Þorvaldsson ('56)
6. Hákon Ingi Einarsson ('56)
8. Davíð Þór Ásbjörnsson
15. Arnleifur Hjörleifsson ('50)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
22. Nathan Dale
33. Magnús Andri Ólafsson ('83)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Albert Brynjar Ingason
Heiðar Helguson
Árni Jóhannes Hallgrímsson
Jóhann Ólafur Schröder

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('14)
Þórir Rafn Þórisson ('90)

Rauð spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('47)
Leik lokið!
Kórdrengir vinna 2-0!
90. mín
Kórdrengir eiga hornspyrnu.
90. mín Gult spjald: Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
86. mín
Aðalgeir í hörkufæri eftir góðan sprett frá Birgi en Aðalgeir með skot beint á Alexander.
85. mín
Fatai brýtur á Aroni við miðjubogann.
83. mín
Inn:Aðalgeir Axelsson (Þór ) Út:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór )
83. mín
Inn:Aron Ingi Magnússon (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
83. mín
Inn:Magnús Andri Ólafsson (Kórdrengir) Út:Leonard Sigurðsson (Kórdrengir)
83. mín
Alex Freyr með langskot en það fer yfir.
80. mín
Þórsarar eru ekki að ná að ógna Kórdrengjum af neinu ráði.
77. mín
Ásgeir með flottan bolta en Bjarni nær ekki til hans inn á teignum.
74. mín
Þór á aukaspyrnu á vinstri kantinum sem Kórdrengir ná að hreinsa í burtu.
73. mín
Þriðja horn Þórs núna í beit. Alexander traustur þegar boltinn kemur nálægt marki.
72. mín
Rosaleg varsla hjá Alexander!!! Liban með tilraun en sá norski með frábær tilþrif.
71. mín
Liban með skot sem Alex kemst fyrir. Þór á horn.
69. mín
Daði blakar spyrnu Arnleifs til hliðar. Sókn Kórdrengja rennur svo út í sandinn.
68. mín
Jahérna. Dæmdi bara ekki horn fyrir Þór. Boltinn augljóslega fyrir utan.

Kórdrengir eiga horn núna.
66. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
66. mín
Inn:Birgir Ómar Hlynsson (Þór ) Út:Vignir Snær Stefánsson (Þór )
64. mín
Hákon vinnur hornspyrnu.

Arnleifur með spyrnuna beint afturfyrir.
63. mín
Hermann fer í Fatai og Kórdrengir vilja spjald!
62. mín
Orri skallar í burtu og Þórsarar fara upp í sókn.
61. mín
Ásgeir Marinó með fyrirgjöf sem Alexander grípur.

Egill Darri á svo fyrirgjöf hinu megin og vinnur hornspyrnu.
58. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
Elmar brýtur á Fatai.
56. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
56. mín
Inn:Egill Darri Makan Þorvaldsson (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
55. mín
Rosaleg lengd í útsparkinu hjá Alexander!
53. mín
Jóhann Helgi vinnur hornspyrnu.

Elmar með spyrnuna og Alexander kýlir í burtu.
52. mín
Kraftur í Þórsurum eftir spjaldið, gestirnir halda boltanum.
51. mín
Bjarki með fyrirgjöf sem fer af Ondo og á Alexander í marki heimamanna.
50. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir) Út:Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Arnleifur kemur í vinstri miðvörðinn.
49. mín
Þetta var rosalega skrítið. Ég hélt það yrði aukaspyrna og búið.
47. mín Rautt spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Kórdrengir)
Ásgeir með tæklingu á Ásgeir Marinó og Ásgeir fær beint rautt!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
46. mín
Smá bras á marki Kórdrengja. Netið laust! Töf á að seinni hálfleikur byrji.
45. mín
Hálfleikur
Ólafur Aron með spyrnuna en hún fer beint afturfyrir.

Í kjölfarið er flautað til hálfleiks.
45. mín
Hermann Helgi með skot í varnarmann og afturfyrir. Flaggið fór á loft en boltinn hefur farið af Kórdreng því dómarinn hélt leiknum áfram. Hermann fékk boltann eftir sendingu frá hægri og er í flottu færi.
43. mín MARK!
Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Geggjuð fyrirgjöf frá Axel af hægri kantinum, Connor rekur pönnuna í boltann og skallar framhjá Daða. Fallegt mark!
41. mín
Bjarki fékk eitthvað högg og var utan vallar í smá tíma. Kominn inn á aftur.
37. mín
Vignir með glæfralega tæklingu en fær bara tiltal.
36. mín
Axel með frábæran bolta fyrir en þrír Kórdrengir misstu einhvern veginn af þessum bolta.
35. mín
Fínasta spil hjá Þór endar með fyrirgjöf frá Elmari. Alexander vel staðsettur og heldur þessum bolta.
32. mín
Elmar með stórhættulega fyrirgjöf sem Ondo kemur afturfyrir. Jóhann er svo dæmdur rangstæður fyrir að reyna við boltann.
31. mín
Petar fær höfuðhögg og leikurinn er stoppaður.

Petar heldur svo leik áfram.
28. mín MARK!
Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Mjög vel gert hjá bæði Alex og Þóri. Alex leggur boltann á Þóri sem þrumar yfir hausinn á Daða úr þröngu færi.

Verðskuldað.
26. mín
Daníel Gylfa með fyrirgjöf sem Petar kemur afturfyrir. Kórdrengir eiga horn.

Daði grípur svo fyrirgjöfina.
24. mín
Klaufagangur hjá Þórsurum og Þórir vinnur boltann. Þórir sendir á Connor sem á þrumuskot sem Daði ver í horn.

Sýnist það svo vera Axel sem á tilraun eftir hornið.
21. mín
Elmar með fyrirgjöf beint í hendur Alexanders.
16. mín
Ólafur Aron með aukaspyrnuna en hún beint afturfyrir.
14. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Braut á Vigni Snæ. Kórdrengir eru alls ekki sáttir.
12. mín
Connor með skalla sem Daði er í smá basli með en þetta sleppur allt.
12. mín
Kórdrengir fá horn. Orri vill fá aukaspyrnu en ekkert er dæmt.
11. mín
Axel Freyr með þrumu úr teignum en skotið yfir. Leonard með flottan bolta en Axel náði ekki að halda boltanum niðri.
9. mín
Jóhann Helgi með flott hlaup og finnur Hermann inn á teignum en Hermann á lélega snertingu og missir boltann út af.
7. mín
Ólafur Aron með skot með hægri fyrir utan teig en skotið yfir mark Kórdrengja.
6. mín
Kórdrengir eru í 3-4-1-2 og Þórsarar í 4-2-3-1.
5. mín
Fatai með þrumuskot í Ólaf Aron og Endrit kemur svo með flotta fyrirgjöf. Þórsarar ná að hreinsa.
3. mín
Kórdrengir fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

Þórsarar ná að hreinsa.
2. mín
Leonard með flotta fyrirgjöf en enginn Kórdrengur var mættur.
1. mín
Leikur hafinn
Kórdrengir byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn Kórdrengja ganga inn í bolum merktum Einstökum börnum.
Fyrir leik
Það er vindur í Breiðholti, þungskýjað en samt þokkalega hlýtt.
Fyrir leik
Kórdrengir hafa ákveðið að nota tækifærið og styrkja Einstök börn í kringum leikinn

Þeir vallargestir sem vilja styrkja þetta góða málefni geta keypt boli á leiknum!

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.

Sjá nánar á einstokborn.is
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár:

Loic Mbang Ondo snýr aftur í lið Kórdrengja eftir leikbann. Alls eru þrjár breytingar á liði Kórdrengja því Daníel Gylfason og Leonard Sigurðsson koma einnig inn í liðið.

Tvær breytingar eru á liði Þórs. Sigurður Marinó Kristjánsson og Fannar Daði Malmquist eru í liðsstjórninni í dag. Inn í liðið koma þeir Liban Abdulahi og Vignir Snær Stefánsson.
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Kórdrengir eru í 4. sæti deildarinnar með 28 stig. Liðið er sjö stigum frá ÍBV í öðru sætinu þegar átján stig eru í pottinum fyrir bæði lið. Markatala Kórdrengja er +7, 25 skoruð og 18 mörk fengin á sig.

Þór er með nítján stig í 8. sæti, með betri markatölu en Afturelding í 9. sæti. Liðið hefur korað 29 mörk og fengið á sig 28 mörk í deildinni í sumar.

Fyrri leikur liðanna endaði með 0-1 sigri Kórdrengja á SaltPay-vellinum fyrir norðan. Þórir Rafn Þórisson skoraði markið á 76. mínútu.
Fyrir leik
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson dæmir leikinn í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Daníel Ingi Þórisson og Sveinn Tjörvi Viðarsson. Þórður Georg Lárusson er svo eftirlitsmaður KSÍ.


Aðalbjörn
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Kórdrengja og Þórs í Lengjudeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Domusnovavellinum.

Fimm leikir í 18. umferð fer fram í kvöld, leik Fjölnis og ÍBV hefur verið frestað um tvær vikur vegna smits í leikmannahópi ÍBV.

Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Orri Sigurjónsson
Liban Abdulahi
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('66)
6. Ólafur Aron Pétursson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('83)
15. Petar Planic
18. Vignir Snær Stefánsson ('66)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('83)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
2. Steinar Logi Kárason
3. Birgir Ómar Hlynsson ('66)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('66)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
10. Aron Ingi Magnússon ('83)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
19. Ragnar Óli Ragnarsson
22. Nökkvi Hjörvarsson
25. Aðalgeir Axelsson ('83)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:
Elmar Þór Jónsson ('58)

Rauð spjöld: