Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Grindavík
1
2
Kórdrengir
0-1 Connor Mark Simpson '30
Arnleifur Hjörleifsson '56
1-1 Fatai Gbadamosi '88 , sjálfsmark
1-2 Alex Freyr Hilmarsson '91
28.08.2021  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Loic Mbang Ondo
Byrjunarlið:
Jósef Kristinn Jósefsson
Maciej Majewski
2. Gabriel Dan Robinson ('63)
7. Sindri Björnsson
8. Tiago Fernandes
9. Josip Zeba
10. Dion Acoff ('74)
21. Marinó Axel Helgason ('45)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
4. Walid Abdelali ('74)
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson ('45)
11. Símon Logi Thasaphong ('63)
15. Freyr Jónsson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Alexander Birgir Björnsson
Hjörtur Waltersson
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Jón Júlíus Karlsson

Gul spjöld:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson ('42)
Sindri Björnsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Kórdrengir vinna sigur hér í Grindavík og í fjórða sinni í síðustu fimm leikjum fá Grindvíkingar á sig sigurmark í uppbótartíma.
91. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Kórdrengir)
Enn og aftur fær Grindavík á sig mark í uppbótartíma og af öllium mönnum til að skora það.

Alex Freyr fær boltann á miðjum vallarhelmingi Grindavíkur og leikur aðeins í átt að marki. Tekur skotið með jórðinni út við stöng og boltinn siglir í netinu. Fyrrum Grindvíkingun að hrella sína fyrrum félaga.
88. mín SJÁLFSMARK!
Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Fyrirgjöfin kemur og Fatai verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Allt jafnt en leikir Grindavíkur oft dramatískir. Verður það svo í dag?
83. mín
Grindavík fær óbeina aukaspyrnu.

Kaðrak í teignum og Kórdrengur liggur á boltanum sem er víst bannað.

Boltinn beint í varnarmann.
78. mín
Þung pressa Grindavíkur sem leita og leita að jöfnunarmarkinu.
74. mín
Inn:Walid Abdelali (Grindavík) Út:Dion Acoff (Grindavík)
73. mín
Símon Logi með skot úr teignum en yfir markið.
72. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Grindavík)
Gult fyrir mótmæli.
71. mín
HA?

Boltinn klárlega í hendi Kórdrengs inn í teig og Grindvíkingar brjálaðir. Sigurður dæmir brot á Grindvíkinga sem eru langt frá því sáttir.

Sigurður að dæma á bakhrindingu sem hann einn hefur líklega séð miðað við menn í kringum mig.
70. mín
Jósef í hörkufæri en Alexander mætir út á móti og ver vel.

Liggur í loftinu myndi einhver segja.
68. mín
Jósef með stórhættulegan bolta sem Alexander missti af en Kórdrengir bjarga. Sigurður Bjartur ekki nógu ákafur því hann átti kláran möguleika á að komast í boltann.
66. mín
Sigurður Bjartur fer niður í teignum og Grindvíkingar vilja víti.
50-50 atvik frá mér séð héðan þar sem togað er í hann en hann fer auðveldlega niður.
63. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
63. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir) Út:Leonard Sigurðsson (Kórdrengir)
63. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Gabriel Dan Robinson (Grindavík)
58. mín
Leonard með skot hátt yfir af löngu færi.
56. mín Rautt spjald: Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
Klaufalega brotið og réttmætt gult spjald frá mér séð.
55. mín
Arnleifur tekur Sigurð Bjart niður á sprettinum og Sigurður Hjörtur er kominn með spjaldið í hendurnar. Það er seinna gula og þar með rautt. Arnleifur teygir samt lopan ögn og liggur eftir.
53. mín
Það er smá pirringur í mönnum á vellinum. Sigurður velur þann kost að taka stuttan fund út á velli og freista þess að róa menn aðeins niður.
51. mín
Hræðileg mistök í vörn Kórdrengja og Jósef Kristinn sleppur einn í gegn. Hraðinn ekki alveg sá sami og hér áður fyrr og tekur hann skotið af talsverðu færi og boltinn framhjá.
49. mín
Kórdrengir fá horn eftir skot Þóris í varnarmann.
47. mín
Sigurður Bjartu í þröngu færi í teignum eftir fyrirgjöf Jósefs en boltinn framhjá markinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn

Heimamenn hefja hér leik marki undir og þurfa að sækja.
45. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur
Ekkert verður úr horninu og Sigurður flautar til hálfleiks.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Grindavík fær hornspyrnu.
44. mín
Kórdrengir fá hornspyrnu.
42. mín Gult spjald: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Grindavík)
Sigurbjörn lætur vel í sér heyra í boðvangnum og fær gult.
38. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
36. mín
Hætta í teig Kórdrengja eftir horn. Boltinn berst á Acoff sem tekur skotið af vítateigslínu en boltinn framhjá markinu.
33. mín
Heimamenn sækja. Sigurður Bjartur með sendingu frá hægri inn á teiginn en Acoff skrefinu of seinn að ná til boltans og Kórdrengir hreinsa.
30. mín MARK!
Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Stoðsending: Daníel Gylfason
Gestirnir komnir yfir

Marinó Axel með hræðileg mistök. Stígur á boitann og dettur. Boltinn beint fyrir fætur Daníels sem finnur Connor í teignum sem lyftir boltanum snyrtilega yfir Majewski og í netið.

29. mín
Sigurður Bjartur í hörkufæri í teig Kórdrengja en Alexander gerir sig breiðan og ver vel.
24. mín
Slæmur skalli til baka frá Jósef sem Þórir kemst inn í. Maciej mætir út Þórir leikur á hann en vinkilinn þröngur og skotið í hliðarnetið.
23. mín
Aron Jóhannsson með skot en boltinn aldrei á leið á markið.
20. mín
Connor Mark Simpson í dauðafæri í teignum en skot hans hreint út sagt ömurlegt og fer vel framhjá markinu.
17. mín
Sigurður Hjörtur dæmir óbeina aukaspyrnu á Kórdrengi fyrir sendingu til baka á markmann. En hættir síðan við. Boltinn af lærinu á varnarmanni sem er að setja hann til baka.
15. mín Gult spjald: Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
14. mín
Arnleifur fer af krafti í Marinó, Sigurður flautar brot og báðir þurfa aðhlynningu. Finnst líklegt að Arnleifur fái spjald hæér þegar hann stendur upp.
13. mín
Kórdrengir mun hættulegri í sínum aðgerðum hér. En skortir afgerandi færi.
10. mín
Endrit Ibishi í skotfæri af vítateig en hittir boltann illa og boltinn framhjá.
7. mín
Connor í fínu færi í teignum en setur boltann framhjá.

Kórdrengir vinna boltann strax aftur en boltinn framhjá.
5. mín
Barningur hér í upphafi leiks. Liðin að þreifa hvort á öðru.
2. mín
Kannski óskhyggja en það væri gaman að sjá 44 ára gamlan Heiðar spreyta sig í einum leik þetta sumarið.


1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Aron Dagur Birnuson er veikur í liði Grindavíkur og því fær Maciej Majewski tækifæri í marki heimamanna.

Heiðar Helguson er á bekknum hjá Kórdrengjum í leik dagsins það verður að telja til tíðinda.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðana

Fyrri leik liðanna þetta sumarið og eina skráða keppnisleik þeirra á milli lauk með 1-1 jafntefli á Domusnovavellinum í lok júní. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík yfir eftir um 70 mínútna leik. Allt stefndi í Grindavíkursigur er Albert Brynjar Ingason jafnaði á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Kórdrengjum stig.


Fyrir leik
Grindavík

Hvað getur maður sagt um Grindavík annað en vonbrigði. Ekki á þann hátt þó að liðið hafi endilega verið að spila illa heilt yfir en fjöldi stiga sem liðið hefur tapað í uppbótartíma er vægast sagt yfirdrifin. Í þremur af síðustu fjórum leikjum hefur liðið sem dæmi fengið á sig sigurmark í uppbótartíma eftir jafna og spennandi leiki. Það skal þó segja Grindvíkingum til hrós að þeir sækja alltaf til sigurs en það hefur aldeilis ekki fallið með þeim þetta sumarið.

Þeir hafa því að engu að keppa nema að bæta sært stolt eftir tímabilið en þeir sitja í dag í 7.sæti deildarinnar með 23 stig.


Fyrir leik
Kórdrengir

Kórdrengir eygja enn tölfræðilega von um að komast upp í Pepsi Max deildina. Það verður þó að teljast ólíklegt að sú verði raunin en fyrir leik sitja Kórdrengir í 3.sæti deildarinnar með 31 stig 4 stigum á eftir ÍBV sem situr í 2.sæti. Þar er þó ekki öll sagan sögð þar sem Eyjamenn eiga þegar leik til góða á Kórdrengi og þar sem Eyjamenn leika ekki í dag vegna veikinda liðsmanna munu leikirnir verða tveir að þessum leik loknum.

Kórdrengir sem nýliðar geta þó vel við unað að hafa farið beint í toppbaráttuna á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni en fyrirliðar og þjálfarar liða í deildinni spáðu þeim 7.sæti fyrir mót.

Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Kórdrengja í 19.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Alexander Pedersen (m)
Leonard Sigurðsson ('63)
2. Endrit Ibishi
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f)
9. Daníel Gylfason
10. Þórir Rafn Þórisson
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Alex Freyr Hilmarsson
18. Axel Freyr Harðarson ('63)
19. Connor Mark Simpson

Varamenn:
3. Egill Darri Makan Þorvaldsson
6. Hákon Ingi Einarsson ('63)
8. Davíð Þór Ásbjörnsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('63)
22. Nathan Dale
33. Magnús Andri Ólafsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Hilmar Þór Hilmarsson
Andri Steinn Birgisson
Heiðar Helguson
Árni Jóhannes Hallgrímsson
Jóhann Ólafur Schröder

Gul spjöld:
Arnleifur Hjörleifsson ('15)
Fatai Gbadamosi ('38)

Rauð spjöld:
Arnleifur Hjörleifsson ('56)