Ísland U21
1
1
Grikkland U21
Kolbeinn Þórðarson '37 1-0
1-1 Fotios Ioannidis '45
07.09.2021  -  17:00
Würth völlurinn
Undankeppni EM U21 landsliða
Aðstæður: Sólín skín í Árbænum og allt í toppstandi
Dómari: Gal Leibovitz (Ísrael)
Áhorfendur: 435
Maður leiksins: Kolbeinn Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Birkir Heimisson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Mikael Egill Ellertsson ('67)
8. Kolbeinn Þórðarson
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
11. Bjarki Steinn Bjarkason
14. Stefán Árni Geirsson ('67)
16. Hákon Arnar Haraldsson ('81)
17. Atli Barkarson
21. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
12. Jökull Andrésson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
3. Hjalti Sigurðsson
10. Kristall Máni Ingason ('81)
15. Karl Friðleifur Gunnarsson
18. Viktor Örlygur Andrason
19. Orri Hrafn Kjartansson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)
23. Sævar Atli Magnússon ('67)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Kolbeinn Þórðarson ('50)
Sævar Atli Magnússon ('87)
Ísak Óli Ólafsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jæja 1-1 jafntefli í dag.

Virðum punktinn

Þakka kærlega fyrir samfylgdina í dag og minni á viðtöl og skýrslu á eftir!
92. mín
Hornspyrna frá hægri hjá Íslandi!

Atli tekur spyrnuna en hún nær ekki yfir fyrsta varnarmann og Grikkir skalla frá!!
90. mín
Það stefnir allt í strang heiðarlegt 1-1 jafntefli

+4 í uppbót
89. mín
Inn:Angelos Liasos (Grikkland U21) Út:Theocharis Tsiggaras (Grikkland U21)
89. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Ísland U21)
89. mín Gult spjald: Vasileios Zagaritis (Grikkland U21)
87. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Ísland U21)
85. mín
Kristall Máni í færi eftir sendingu frá Kristiani en skotið er máttlaust og beint á markið!

Ísland er líklegra liðið um þessar mundir!!
85. mín
Atli Barkar með sturlaðan sprett upp vinstri kantinn og kemst í góða fyrirgjafastöðu en fyrirgjöfin sjálf var ekki nógu góð
81. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland U21) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland U21)
Kristall verið sjóðandi heitur undanfarið í Pepsi-Max deildinni
80. mín
Ísland fær hornspyrnu frá hægri

Spyrnan er ágæt hjá Kristiani en Valgeir fer aftan í varnarmann Grikkja og það er dæmt brot...
78. mín
Jæja þarna kom færi!!

Sævar Atli með fyrirgjöf frá hægri inn á teig sem fer í gegnum allan pakkann, boltinn dettur fyrir Atla Barkar sem reynir skot rétt fyrir utan teig á lofti

Skotið er ágætt og leit vel út en framhjá fer boltinn!
71. mín
Inn:Efthymios Koutsias (Grikkland U21) Út:Georgios Kanellopoulos (Grikkland U21)
70. mín
Rosalega lítið gerst í leiknum síðustu 10 mínúturnar...

Vonum að Ágúst og Sævar geti helypt smá lífi í frammistöuna hjá okkur!
67. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21) Út:Mikael Egill Ellertsson (Ísland U21)
67. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Ísland U21) Út:Stefán Árni Geirsson (Ísland U21)
61. mín
Flott spil hjá okkur mönnum sem endar á því að Stefán Geirs á skot í varnarmann inn í teig Grikkja, boltinn dettur þaðan til Atla Barkar sem leggur boltann til hliðar á Kristian Hlynsson sem reynir skot en þurfti að teygja sig í knöttinn og náði engum krafti í skotið sem fór beint á markið
59. mín
Svona tveir áhorfendur vildu fá víti eftir að Mikael Egill fór niður í teignum

Réttilega ekki dæmt hjá þeim ísraelska á flautunni
57. mín
Líkt og í fyrri hálfleik þá hefur seinni hálfleikurinn farið frekar rólega af stað, okkar menn halda ágætlega í boltann en ná ekki að gera nógu mikið með þær stöður sem þeir eru að koma sér í..
53. mín
Grikkir í færi!

Langur fram á Sourlis sem potar boltanum í Valgeir og fær hann aftur, reynir svo fast skot í nærhornið en skotið er framhjá!
50. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
50. mín Gult spjald: Theocharis Tsiggaras (Grikkland U21)
47. mín
Grikkir í færi!

Langur fram á Botos sem tekur við boltanum rétt fyrir utan teig, keyrir inn á teig og á skot en Birkir Hemis gerir vel og hendir sér fyrir þetta!
46. mín
Seinni er farinn af stað!!

KOMA SVO!!!
45. mín
Hálfleikur
Seinni eftir korter
45. mín MARK!
Fotios Ioannidis (Grikkland U21)
Þetta var of auðvelt...

Langur fram á Fotios sem keyrir inn á teiginn og á skot sem Elías ver inn..

Mark á glötuðum tíma....
45. mín
Aftur ver Tzolakis í markinu!!

Hornspyrna sem dettur út til Kolbeins sem reynir skot, skotið er lélegt en dettur fyrir fætur Valgeirs sem reynir skot inn í teignum en Tzolakis lokar vel á hann í markinu
44. mín
MIKAEL Í DAUÐAFÆRI!!

Kristian með boltann úti hægra megin og á frábæra sendingu inn á teig þar sem Mikael er einn gegn Tzolakis í markinu en hann ver þetta í horn!!!
42. mín
Mikael Egill fær boltann á miðjunni og keyrir upp völlinn, Hákon Arnar tekur geggjað hlaup inn fyrir en Mikael kýs ekki að gefa boltann og tapar honum svo...
40. mín
Grikkir fá hornspyrnu frá hægri

Spyrnan er góð inn á teig þar sem Christopulos er í ágætisfæri en skallar yfir markið
37. mín MARK!
Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
Stoðsending: Atli Barkarson
KOLLI!!!

Atli Barkarson fær boltann fyrir utan teig vinstra megin, gefur boltan til baka á Kolbein sem reynir skot frá 30 metrum nánast, skotið er fast og beint á markið en markmaður Grikkja bara missir boltann inn, hræðileg mistök en hverjum er ekki sama??

VIÐ ERUM KOMNIR YFIR!!!
35. mín
Þarna vantaði bara að kíkja upp!!

Mikael Egill fær flotta sendingu inn fyrir vörn Grikkja, hann fer í kapphluap við markmann Grikkja og Mikael vinnur það kapphlaup og nær að leika á markmannin og reynir skot sem er ekki nálægt markinu

Hákon Arnar var í kjörstöðu til þess að skora en Mikael sá hann ekki...
30. mín
Kolbeinn Þórðarson með frábæra sendingu á Atla á vinstri kantinum, Atli tekur vel á móti boltanum og kemur með ágætis fyrirgjöf en þarna vantaði bara fleiri bláar treyjur inn á teiginn
27. mín
Undirrituðum var að berast tíðindi úr stúkunni!

Skallinn áðan hjá Grikkjunum sem fór í slánna og niður var víst langt fyrir innan þannig marklínutæknin hefði dæmt þetta sem mark..

Sel það vissulega ekki dýrara en ég keypti það
21. mín
ELÍAS!!!

Fotios Ioannidis fer virkilega illa með Valgeir Lunddal og á geggjaða fyrirgjöf inn á teig á Botos sem á fastan skalla í nærhornið en Elías ver þetta frábærlega!!
20. mín
Fyrsta almennilega tækifæri okkar manna!

Mikael Egill fær sendingu vinstra megin í teignum og reynir skot með vinstri í fjær en skotið er framhjá!
17. mín
Það virðist vera að íslenska liðið sé í einhvers konar 5-3-2 kerfi!

Elías
Bjarki - Ísak - Birkir - Valgeir - Atli
Stefán - Kolbeinn - Kristian
Hákon - Mikael

Antonio Conte style
15. mín
Hákon Arnar reynir "chippu" fyrir utan teig þar sem markmaður Grikkja var framarlega, tilraunin er ágæt en boltinn fer yfir markið!

Það er að færast aðeins meira líf í þennan leik!
14. mín
GRIKKIR Í DAUÐAFÆRI!!!!!

Grikkirnir komust upp að endamörkum og það kemur fyrirgjöf frá vinstri inn á teig á leikmann númer 9 Fotios Ioannidis sem fær galopinn skalla og skallar boltann á slánna og niður!!!

Þarna mátti engu muna....
10. mín
Jæja 10 mínútur liðnar og ekkert marktækifæri átt sér stað hingað til..

Sýnist hins vegar vera vel mætt í Árbæinn sem er gaman að sjá!
7. mín
Valgeir Lunddal liggur niðri eftir að hafa lent illa á bakinu og hann færð aðhlynningu..

Tveir af okkar leikmönnum farnir að hita, sýnist þetta vera Karl Friðleifur og Hjalti Sig

UPPFÆRT: Valgeir er mættur aftur inn á
5. mín
Leikurinn fer virkilega hægt af stað, Ísak Óli er búinn að reyna tvö langa aftur fyrir sem rötuðu ekki á neinn en annars fer þetta rólega af stað!

Eins og það sé smá skjálfti í okkar mönnum.
1. mín
Leikur hafinn
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!

Við byrjum með boltann!
Fyrir leik
ALLT AÐ VERÐA TIL REIÐU Í ÁRBÆNUM!!

40 sek til stefnu!
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrjár breytingar
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, hefur opinberað byrjunarlið dagsins. Eins og áður sagði þá fóru Brynjólfur Willumsson og Finnur Tómas Pálmason úr hópnum vegna meiðsla.

Hákon Arnar Haraldsson kemur inn í byrjunarliðið. Birkir Heimisson, leikmaður Vals, spilar í miðverðinum í dag.

Sævar Atli Magnússon fer á bekkinn og inn í startið kemur Mikael Egill Ellertsson sem kom úr A-landsliðinu. Kolbeinn Þórðarson er fyrirliði.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sterkur fyrsti leikur á erfiðum útivelli

Íslenska liðið sótti þrjú virkilega sterk stig í fyrsta leiknum gegn Hvíta-Rússlandi á útivelli þar sem leikar enduðu 1-2 fyrir okkur og var það Hákon Arnar Haraldsson leikmaður FCK skoraði bæði mörk okkar Íslendinga eftir að hann kom einmitt inn á fyrir Brynjólf eftir aðeins 5 mínútna leik. Hvít-Rússar spiluðu einmitt í gær við Portúgal sem enduðu í 2. sæti á EM 21 árs núna í sumar þar sem það þurfti vítaspyrnu hjá Portúgal til að vinna leikinn en leikurinn endaði 1-0 fyrir Portúgal þannig það sýnir hversu sterkur sigur þetta var hjá okkar mönnum.
Fyrir leik
Slæmar minningar U21 landsliðsins frá Wurth vellinum

U21 liðið hefur tapað einum leik og unnið fjóra á Víkingsvelli síðan liðið steinlá gegn ógnar sterku spænsku liði 7-2 á Wurth vellinum. Leikmenn á borð við Unai Simon, Angelino, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal voru í spænska liðinu.

Ástæðan fyrir því að ekki er leikið á Víkingsvelli í þetta skiptið er sú að of langt síðan er frá því að gervigrasið þar fékk síðast úttekt frá UEFA. Til að vera löglegur keppnisvöllur í undankeppni þarf slíka úttekt. Stefnt er að því að Víkingsvöllur verði áfram heimavöllur U21 landsliðsins.

Fyrir leik
Alltof góður fyrir U21

Kantmaðurinn Christos Tzolis leikmaður fæddur 2002 sem kannski nokkrir kannast við en hann var nýlega keyptur til Norwich City en hann kom frá íslendingaliði PAOK. Tzolis skoraði 16 mörk og lagði upp 10 tímabilið 20/21 áður en hann var keyptur til Kanarífuglanna en Tzolis var valinn á A-landsliðshóp Grikkja sem er mjög gott fyrir okkar menn í dag.
Fyrir leik
Fyrirliðinn ekki með í dag

Brynjólfur Willumsson sem var fyrirliði liðsins í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi fór af velli vegna meiðsla eftir aðeins 5 mínútna leik og verður hann ekki klár í slaginn í dag.

Binni var aðeins með aftan í læri og Finnur Tómas aðeins framan á [læri]. Ég held það sé lengra í Binna en Finn." Sagði Davíð Snorri í viðtali í gær.

Davíð Snorri bætti einnig við að hann eigi eftir að ákveða hver verður fyrirliðinn í dag.
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Wurth-vellinum þar sem íslenska U-21 liðið fær Grikkland í heimsókn!

Rosalegur leikur framundan!
Byrjunarlið:
1. Kostas Tzolakis (m)
2. Eleftherios Lyrazis
3. Giannis Michallidis
4. Ionnais Christopulos
5. Apostolos Diamantis
6. Theocharis Tsiggaras ('89)
7. Georgios Kanellopoulos ('71)
8. Vasilis Sourlis
9. Fotios Ioannidis
10. Ioannis Botos
11. Vasileios Zagaritis

Varamenn:
12. Christos Mandas (m)
14. Ioannis Sardelis
15. Giorgos Antzoulas
17. Froixos Grivas
18. Efthymios Koutsias ('71)
21. Alexandros Lolis
22. Angelos Liasos ('89)

Liðsstjórn:
Georgios Simos (Þ)

Gul spjöld:
Theocharis Tsiggaras ('50)
Vasileios Zagaritis ('89)

Rauð spjöld: