Vivaldivöllurinn
fimmtudagur 09. september 2021  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Dómari: Przemyslaw Janik
Maður leiksins: Aideen Hogan Keane
Grótta 0 - 3 KR
0-1 Kathleen Rebecca Pingel ('19)
0-2 Kathleen Rebecca Pingel ('44)
0-3 Aideen Hogan Keane ('77)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
12. Maggie Ann Smither (m)
4. Birta Birgisdóttir ('63)
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
9. Tinna Jónsdóttir (f)
11. Eydís Lilja Eysteinsdóttir
14. Elfa Mjöll Jónsdóttir
19. Signý Ylfa Sigurðardóttir
20. Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir
23. Emma Steinsen Jónsdóttir ('78)
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('71)

Varamenn:
3. Margrét Rán Rúnarsdóttir
7. Jórunn María Þorsteinsdóttir
16. Elín Helga Guðmundsdóttir
18. Edda Steingrímsdóttir
22. Lilja Davíðsdóttir Scheving ('78)
25. Lilja Lív Margrétardóttir ('63)
29. María Lovísa Jónasdóttir ('71)

Liðstjórn:
Magnús Örn Helgason (Þ)
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Garðar Guðnason
Chris Brazell
Nína Kolbrún Gylfadóttir
Patricia Dúa Thompson
Erla Ásgeirsdóttir

Gul spjöld:
Pétur Rögnvaldsson ('52)
Signý Ylfa Sigurðardóttir ('88)

Rauð spjöld:
@ Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
90. mín
Takk fyrir samfylgdina.
Viðtöl og skýrsla kemur inn seinna í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín Leik lokið!
KR-ingar sigra Lengjudeild kvenna 20212

Grótta endar hinsvegar í 9. sæti og fellur spilar þar með í 2. deild kvenna á næsta tímabili.
Eyða Breyta
90. mín
90+4
Lilja Davíðs tekur skot sem er ágættt en Ingibjörg er bara með allt á hreinu.
Eyða Breyta
90. mín
90+3
Katrín setur hann fyrir á Söndru sem er ein fyrir framan opiuð markið en skóflar honum yfir.
Eyða Breyta
90. mín
90+2
KR fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig,
Bergdís tekur spyrnuna sem fer rétt yfir.
Eyða Breyta
90. mín
90+1
Signý reynir skot úr erfiðri stöðu og sem fer fram hjá.

Eyða Breyta
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
90. mín
Grótta í sókn, þær eiga skot að marki sem Ingibjörg ver. Tinna nær frákastinu en KR ingar komast fyrir skotið.
Eyða Breyta
89. mín
Diljá tekur spyrnuna og setur inn á teiginn, Eydís Lilja hársbreidd frá þvi að komast í hann.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Signý Ylfa Sigurðardóttir (Grótta)
Ýtir Margréti Eddu harkalega.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR)
Brýtur á Signý.
Eyða Breyta
87. mín Sandra Dögg Bjarnadóttir (KR) Thelma Björk Einarsdóttir (KR)
Þreföld skipting hjá KR
Eyða Breyta
87. mín Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR) Kristín Sverrisdóttir (KR)
Þreföld skipting hjá KR
Eyða Breyta
87. mín Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Þreföld skipting hjá KR
Eyða Breyta
87. mín
Signý fer upp fram hjá Kristínu og á langan sprett upp völlinn ætlar að stinga boltanum yfir á Elfu en Ingibjörg nær til boltans á undan.
Eyða Breyta
85. mín
Grótta eru að reyna langa bolta núna eru komnar margar í sókn en það gengur lítið hjá þeim.
Eyða Breyta
83. mín
KR fær horn.
Þær taka það stutt og Thelma Björk skýtur af löngu færi, boltinn fer yfir.
Eyða Breyta
82. mín
Aideen á skot utan af hægri kantinum sem fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
80. mín
Enn þyngist róðurinn fyrir Gróttu, Augnablik komnar í 2-0 í Kórnum.
Eyða Breyta
79. mín
Signý brýtur á Margréti Eddu, KR fær aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi.
Eyða Breyta
78. mín Lilja Davíðsdóttir Scheving (Grótta) Emma Steinsen Jónsdóttir (Grótta)
Grótta fer í þriggja manna vörn, nú að sækja.

Eyða Breyta
77. mín MARK! Aideen Hogan Keane (KR)
KR er að ganga frá þess, Aideen komin ein í gegn og hefur nóg tíma til þess að leggja boltann snytilega fram hjá Maggie
Eyða Breyta
76. mín
Eydís nær skoti af stuttu færi inni ín teig en Ingibjörg ver.
Eyða Breyta
75. mín
Hætta við mark Gróttu, Katrín með skemmtilega vippu inn fyrir á Ísabellu en Maggie er á undan í boltan, Ísabella fær annað tækifæri sem Maggie ver aftur og á endanum berst boltin út á Bergdísi sem skýtur yfir markið.
Eyða Breyta
71. mín María Lovísa Jónasdóttir (Grótta) Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta)

Eyða Breyta
70. mín
Aideen kemur með fyrigjöf af hægri kantinum á fjærstöngina en Lilja Lív er á undan Margréti Eddu í boltann.
Eyða Breyta
68. mín
Augnablik er komið yfir gegn HK, svo eins og stendur er Gróttaí fallsæti.
Eyða Breyta
67. mín
Glæsileg sókn hjá KR, Bergdís kemur hátt upp og fær boltann upp í horn frá Thelmu, Bergdís setur boltan fyrir og Katrín rétt missir af honum.
Eyða Breyta
65. mín
Signý kemur hættulega fyrirgjöf, Bergdís kmeur boltanum tímabundið frá en á endanum hreinsar Thelma Björk og kemur hættunni frá.
Eyða Breyta
63. mín Lilja Lív Margrétardóttir (Grótta) Birta Birgisdóttir (Grótta)

Eyða Breyta
61. mín
Grótta fær aukaspyrnu á mmiðjum vallarhelmingi KR, Diljæa tekur spyrnuna og lyfti boltanum inn æa teiginn sem endar í höndunum á Ingibjörgu eftir smá klafs.
Eyða Breyta
59. mín
Signý á skot á mark sem Ingibjörg ver vel, Eydís fylgir eftir en Ingibjörg ver í horn.
Eyða Breyta
57. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjum vellinum, boltinn kemur inn á teiginn en Ingibjörg bara grípur alla bolta.
Eyða Breyta
57. mín
Arden ætlar að lauma boltanum inn fyrir vörn Gróttu og á Ísabellu en Diljá les sendinguna vel.
Eyða Breyta
55. mín
Grótta fær lítið að koma við boltan þessa stundina, KR ingar eru rólegar á boltan og spila honum á milli sín.
Eyða Breyta
54. mín
Aideen með skot af vítateigslínu sem fer rétt yfir.
Eyða Breyta
53. mín
Ísabella Sara með ágæta skot tilraun við vítateig, boltin fer rétt yfiur.
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Pétur Rögnvaldsson (Grótta)
Pétur hefur ekki verið ánægður með dómarana í dag.
Eyða Breyta
52. mín
Eydís í baráttunni við Rebekku upp við endalínu en f´r hann í hendina.
Eyða Breyta
51. mín
Ísabella Sara liggur eftir flugskalla, Margrét Edda hafði gert hrikalega vel snúið af sér Birtu og kom svo með sendingu frá á Ísabellu sem þurfti að hafa sig alla við að ná til hans.
Eyða Breyta
46. mín Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR) Kathleen Rebecca Pingel (KR)
Fínasta dagsverk hjá Kathleen
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Eydís Lilja tekur fyrstu spyrnu seinni halfleiksins.
Eyða Breyta
45. mín
Aðriri leikir
Staðan í haálfleik í hinum leikjum kvöldsins er þannig,

Afturelding - FH (0-0)
HK - Augnablik (0-0)
Haukar - ÍA (3-0)
Víkingur - Grindavík (1-0)

Eins og staðan er núna eru Afturelding á leiðinni upp með KR og ÍA og Augnablik á leið niður í 2. deild.

En margt getur gerts á 45 mínútum!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
KR-ingar leiða 2-0 í hálfleik.
Eftir kröftuga byrjun Gróttu tók KR yfir eftir að þær skoruðu fyrsta markið.
Eyða Breyta
45. mín
KR ingar aftur komnar í sókn, Ísabella kemur með góðan bolta fyrir sem Aiedeen skallar fram hjá.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Kathleen Rebecca Pingel (KR)
Hornspynan er mjög góð og lendir beint fyrir fram markið og Kathleen potaar honum yfir línuna, að mér sýnist.
Eyða Breyta
43. mín
Ísabella Sara reynir fyrirgjöf, Rakel Lóu kemst fyrir boltan og KR á horn.
Eyða Breyta
43. mín
Aideen atur kominn á ferðina og stingur Gróttu konur af og kemst upp að endalínu en þar finnur hún litla sendingamöguleika og missir boltan.
Eyða Breyta
40. mín
Laufey tekur spyrnuna en hún fer hátt yfir.
Eyða Breyta
40. mín
Singný brýtur á Thelmu Björk rétt fyrir utan teig, KR á aukaspyrnu.
Eyða Breyta
39. mín
Aideen æðir upp völlinn og kemst fram hjá þrem Gróttukonum en Signý stöðvar hana og Grótta sækir hratt.
Eyða Breyta
36. mín Katrín Ómarsdóttir (KR) Unnur Elva Traustadóttir (KR)
Unnur getur ekki haldið leik áfram, vonandi ekkert alvarlegt en Katrín vippar sér úr þjálfara gallanum og fyllir skarð Unnar.
Eyða Breyta
33. mín
Unnur liggur eftir inni í vítateig Gróttu, heldur utan um höfuðið.

Leikmenn nýta tíman í ýmislegt, teipa sokkar og klæða sig úr innanundirtreyjunum enda ekkert veður fyrir innanundirtreyjur í dag.
Eyða Breyta
32. mín
Maggie er að halda Gróttu inn í þessum leik, ver í tvígang frá Unni Elvu sem er í dauðafæri.
Eyða Breyta
31. mín
Dómarinn stöðvar leikinn í andartak, Laufey reimar fyrir Ingibjörgu, alvöru samvinna.
Eyða Breyta
29. mín
Varsla frá Maggie!

Ísabella kemur með geggjaða sendinga á milli miðvarða Gróttu á Kathleen sem er komin ein í gegn en Maggie ver vel.
Eyða Breyta
27. mín
Grótta kemst aftur í sókn og Tinna nær fyrirgjöfinni en boltinn hafnar í höndunum á Ingibjörgu.
Eyða Breyta
26. mín
Ingibjörg grípur spyrnuna frá Diljá.
Eyða Breyta
26. mín
Tinna við það að komast fram hjá Rebekku upp við endalínu en Rebekka nær henni og kemur boltanum í horn.

Eyða Breyta
25. mín
Eftir flotta byrjun hjá Gróttu hafa Kr-ingar tekið leikin svolítið yfir eftir markið.
Eyða Breyta
23. mín
Aideen kemur með góðan bolta inn á miðjunna á Arden sem ætlar að senda hann lengra upp á Unni en boltinn endar hjá Maggie í markinu.
Eyða Breyta
21. mín
Ingibjörg sendir boltan beint upp á Birtu á miðjunni hjá Gróttu sem skýtur og þessi tilraun var ekki galin, fer rétt fram hjá.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Kathleen Rebecca Pingel (KR)
KR kemst yfir!
KR vinnur boltann hátt á vellinum og Kathleen fær boltann á vítateigslínuni og setur boltan snyrtilega í stögina og inn.

Eyða Breyta
16. mín
Það er hörkumæting í stúkunnu og það heyrist vel í stuðningsmönnum beggja liða.
Eyða Breyta
14. mín
Nú á Kathleen fyrirgjöf inn á teiginn og Diljá Mjöll er fyrst á boltann en Maggie í markinu þarf að verja frá henni, þarna munaði litlu.
KR-ingar eru aðeins að vakna og hafa legið í sókn síðustu mínútur.
Eyða Breyta
12. mín
Kristín kemur boltanum inn á teiginn en aftur er Emma að gera vel og er fyrst á boltann og kemur honum frá.
Eyða Breyta
11. mín
Aideen kemur upp á fleygiferð inn í teyginn en Emma mæti henni og kemur boltanum í innkast.
Eyða Breyta
11. mín
Unnur Elva lyfti boltanum inn á teiginn ætlaður Ísabellu Söru en sendingin er aðeins of innarlega.
Eyða Breyta
9. mín
Gróttukonur hafa byrjað leikinn betur, vinna boltan í sífellu inn á miðjunni.
Eyða Breyta
8. mín
Sigrún Ösp með hrikalega sendingu út úr vörninni beint á Aideen, sem betur fer fyrir Gróttu nýtir KR sér þetta illa.
Eyða Breyta
7. mín
Aideen komin upp að endalínu og leggur boltan út í teig á unni en Diljá Mjöll les sendinguna vel og hreinsar frá.
Eyða Breyta
6. mín
Sigrún kemur með langan, góðan bolta upp í horn á Rakel Lóu en Rebekka er með allt á hreinu og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
4. mín
KR ingar vinna boltann og ætla sækja hratt en Elfa brýtur á miðjum velli.
Eyða Breyta
4. mín
Elfa Mjöll gerir vel og fer fram hjá Bergdísi Fanney í tvígang og setu boltann svo fyrir á fjærstöngina en þar er engin blá treyja.
Eyða Breyta
2. mín
Lovísa með fína ugmynd, ætlar að setja boltanupp í horn á Sigrúnu en sendingin aðeinsof löng.
Eyða Breyta
1. mín
KR-ingar byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðstæður eru með besta móti á Seltjarnanesinu í kvöld, léttur andvari og 11 gráður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
10 mínútur í leik!

Upphitun er lokið hjá báðum liðum og leikmenn eru að tínast inn í búningsklefa.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru lennt!

Grótta gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu á móti Augnablik í síðustu umferð. Elfa Mjöll jónsdóttir, Emma Steinsen Jónsdóttir og Birta Birgisdóttir koma inn í liðið fyrir Bjargeyju Sigurborgu ólafsdóttur, Lovísu Davíðsdóttir Scheving og Maríu Lovísu Jónasdóttur.

KR gerir einungis eina breytingu á sínu liði, Aideen Hogan Keane kemur inn fyrirn Tijönu Kristic.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðrir leikir kvöldsins í deildinni
HK - Augnablik
Haukar - ÍA
Víkingur - Grindavík
Afturelding - FH

Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðustu leikir
Grótta hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum, í síðustu umferð mættu þær Augnablik í fallbaráttuslag þar sem Augnablik vann 2-1.

KR-ingar hafa verið á mikilli siglingu upp á síðkastið. Þær hafa sigrað síðustu þrjá leiki, skorað í þeim 11 mörk og haldið hreinu. Í síðasta leik unnu þær Hauka 2-0, mörkin skoruðu Ísabella Sara Tryggvadóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir.Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarinn
Það er Przemyslaw Janik sem er dómari leiksins, aðstoðardómarar eru Þröstur Emilsson og Ingólfur Kristinn Magnússon.Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni

Deildin í ár hefur verið hrikalega spennandi og mun niðurstaða ekki fást fyrr en lokaflautinn gella í leikjum kvöldsins.
Í Mosfellsbæ fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í PepsiMax deildinni næsta sumar þar sem Afturelding tekur á móti FH. Sigurvegarinn úr þeim leik fylgir KR upp í efstu deild. Mosfellingum nægir jafntefli í leiknum en ætli FH sér upp verða þær að vinna í kvöld.

Spennan er ekki minni á botninum þar sem fyrir leiki kvöldsins eiga 5 lið, Grindavík, HK, Grótta, Augnablik og ÍA, tölfræðilega möguleika á að falla úr deildinni. Því þarf Grótta að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum kvöldsins nái þær ekki að landa sigri.

Stig Mörk
1 KR 39 +27
2 Afturelding 37 +27
3 FH 36 +23
4 Víkingur R. 28 +1
5 Haukar 21 -7
6 Grindavík 17 -5
7 HK 16 -14
8 Grótta 16 -15
9 Augnablik 14 -15
10 ÍA 14 -22
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mikið í húfi

Grótta
Fyrir leiki kvöldsins sitja heimakonur í 8. sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en liðin í 9. og 10. sæti. Sigur hjá Gróttu í kvöld tryggir þeim áframhaldandi veru í Lengjudeildinni en tapi þær leiknum eiga þær í hættu á að leika í 2. deild næsta sumar.KR
KR-ingar tryggðu sér keppnisrétt í PepsiMax deild kvenna 2022 í síðustu umferð þegar þær unnu Hauka 2-0 á Meistaravöllum. Þær hafa þó að einhverju að keppa í kvöld því með sigri tryggja þær sér sigur í deildinni.Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Gróttu og KR í loka umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn fer fram á Vivaldi-vellinum á Seltjarnanesi og hefst klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Bergdís Fanney Einarsdóttir
4. Laufey Björnsdóttir
5. Thelma Björk Einarsdóttir ('87)
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Unnur Elva Traustadóttir ('36)
11. Aideen Hogan Keane
14. Kristín Sverrisdóttir ('87)
23. Arden O´Hare Holden
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)
26. Kathleen Rebecca Pingel ('46)

Varamenn:
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('87)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Katrín Ómarsdóttir ('36)
9. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('46)
13. María Soffía Júlíusdóttir
17. Karítas Ingvadóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('87)
21. Ásta Kristinsdóttir
22. Emilía Ingvadóttir
30. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('87)

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Þóra Kristín Bergsdóttir

Gul spjöld:
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('88)

Rauð spjöld: