Afturelding
4
0
FH
Sigrún Gunndís Harðardóttir '69 1-0
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir '74 2-0
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir '78 3-0
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '84 4-0
09.09.2021  -  19:15
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Topp aðstæður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: ca 600
Maður leiksins: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
3. Jade Arianna Gentile ('88)
7. Taylor Lynne Bennett
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('86)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('86)
20. Anna Hedda Björnsdóttir Haaker
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
24. Christina Clara Settles ('82)
26. Signý Lára Bjarnadóttir ('88)

Varamenn:
4. Sofie Dall Henriksen ('88)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('88)
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('82)
11. Elena Brynjarsdóttir ('86)
13. Sara Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Anna Bára Másdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Signý Lára Bjarnadóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
AFTURELDING MUN SPILA Í PEPSI-MAX DEILDINNI ÁRIÐ 2021 OG ÞAÐ FARA FLUGELDAR Á LOFT!

Þvílíkt kvöld í Mosó. Umgjörðin upp á 10, áhorfendur upp á 10.

Til hamingju Afturelding!

Viðtöl og skýrsla detta inn seinna í kvöld, takk fyrir mig!
90. mín
+1

Margrét Sif með flottan bolta fyrir en boltinn endar aftur fyrir og Afturelding á markspyrnu.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma sem eru 2 mínútur.

Þetta er orðið alveg ljóst! Afturelding er að fara upp í Pepsi-Max deildina!
90. mín
Arna Sigurðar með skot sme Eva ver af miklu öryggi. Búin að vera með allt á hreinu í´markinu í kvöld.
89. mín
FH fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.

Boltinn svífur framhjá markinu.
88. mín
Inn:Andrea Katrín Ólafsdóttir (Afturelding) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Afturelding)
88. mín
Inn:Sofie Dall Henriksen (Afturelding) Út:Jade Arianna Gentile (Afturelding)
86. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding) Út:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
86. mín
Inn:Elfa Sif Hlynsdóttir (Afturelding) Út:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
84. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Kristín Þóra Birgisdóttir
Guðrún Elísabet!!!!

Kristín Þóra með fyrirgjöf þar sem Guðrún Elísabet er á auðum sjó! Katelin óákveðin þarna og Guðrún skorar að sjálfsögðu, markadrottning Lengjudeildarinnar 2021.

FH liðið gjörsamlega búið að hrynja.
82. mín
Inn:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding) Út:Christina Clara Settles (Afturelding)
81. mín
FH fær hornspyrnu.

Arrna með skallann framhjá.
80. mín
Guðrún Elísabet að sleppa ein í gegn en er of lengi að ná valdi á boltanum, frábær vörn hjá Maggý sem nær að bjarga þessu.
80. mín
Stuðningsmenn Afturelding syngja og tralla! Áhorfendur búnir að vera frábærir í kvöld.
78. mín MARK!
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
Ragna Guðrún að klára þetta!!

Guðrún Elísabet vinnur boltann á miðjum vellinum og sendir Rögnu Guðrúnu í gegn, Katelin kemur út úr teignum en Ragna nær að pota boltanum framhjá henni!! Boltinn rennur hægt í gegnum teiginn og inn í markið!

Ragna og Guðrún búnar að vera geggjaðar í kvöld.
77. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Nótt Jónsdóttir (FH)
74. mín MARK!
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
Ragna Guðrún!!!

Maggý reynir að hreinsa en boltinn endar hjá Rögnu sem gerir gríðarlega vel í að koma sér í skotfæri og setur boltann snyrtilega í hægra hornið. Þvílík afgreiðsla!!

Þetta er farið að líta aldeilis vel út fyrir Aftureldingu.
72. mín
Spennustigið hérna í Mosó er ólýsanlegt! Það var svakalegt fyrir en þetta mark tvöfaldaði það!
70. mín
Inn:Arna Sigurðardóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
70. mín
Guðrún Elísabet skorar en er rangstæð!!

Fær sendingu inn fyrir og kemst ein gegn Katelin, leggur hann snyrtilega framhjá henni en þetta telur ekki! Rétt held ég.
69. mín MARK!
Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afturelding)
Stoðsending: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
MAAAARK!!!

Afturelding er komið yfir!!!

Ragna Guðrún með hornspyrnuna, mikið klafs í teignum og Sigrún Gunndís nær á endanum að koma boltanum í netið!!!

Afturelding 20 mínútum frá sæti í efstu deild! Nú verður FH að skora tvö!
69. mín
Kristín Þóra í DAUÐAFÆRI!!

Taylor með geggjaðan bolta inn fyri sem skoppar á milli Nótt og Maggý og Kristín Þóra setur boltann í Katelin og framhjá, horn.
68. mín
Kristín Þóra í góðri stöðu til að senda Guðrúnu Elísabetu í gegn, hún er of lengi að því og Guðrún því réttilega dæmd rangstæð.
66. mín
FH búnar að liggja á Aftureldingu síðustu mínúturnar. Afturelding mögulega farnar að reyna að halda út, en jafntefli dugar þeim.
65. mín
Mikil barátta í teignum í kjölfar hornspyrnunnar, FH reyndu og reyndu að koma boltanum á markið en þetta en boltinn endar í fanginu á Evu.
64. mín
Hætta í teig Aftureldingar sem endar í hornspyrnu. Sísí fann Söndru inn í teig sem reynir að koma boltanum á markið en FH fær hornspyrnu!
63. mín
Afturelding fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.

Ragna Guðrún með spyrnuna inn á teiginn en Sísí Lára skallar þetta burt.
62. mín
Inn:Sandra Nabweteme (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
62. mín
FH Í FÆRI!!

Elísa Lana reynir fyrirgjöf sem fer í Taylor og út í teiginn, þar er Selma mætt sem reynir skot en Eva ver.
61. mín
Sunneva með aukaspyrnuna, setur hann inn á teiginn og Afturelding nær að koma þessu frá. Hefði viljað sjá Sunnevu skjóta bara á markið!
60. mín Gult spjald: Signý Lára Bjarnadóttir (Afturelding)
Brýtur á Sigrúnu Ellu rétt fyrir utan vítateigshornið.

FH fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
58. mín
Elísa Lana með skot beint á Evu í markinu.
57. mín
Sesselja reynir fyrirgjöf en Katelin grípur.
53. mín
Brittney með skot fyrir utan teig, beint á Evu Ýr. Signý Lára hafði misst boltann á hættulegum stað rétt fyrir utan teiginn.
51. mín
Afturelding með hreinsun fram og Guðrún Elísabet eltir, Nótt aðeins of slök yfir þessu og Guðrún nær að komast fram fyrir hana en Katelin kemur út á hárréttum tíma og hreinsar burt!
49. mín
Rannveig í fínasta færi!!

Sunneva Hrönn með góða sendingu inn á teig sem Sigrún Ella kemur fyrir markið, þar er Rannveig mætt og nær föstu skoti, rétt framhjá markinu!
48. mín
Guðrún Elísabet fær sendingu inn á teig en boltinn skoppar í löppina sem hún stóð í og beint á Katelin.
46. mín
FH fær hornspyrnu.

Sísí Lára nær skallanum áfram og þær ná öðrum skalla að marki sem Eva Ýr ver með gróðri skutlu. Sá ekki hver átti seinni skallann.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik! Bæði lið búin að fá ágæta sénsa til að skora.

Spennustigið frekar hátt en við fáum vonandi stórskemmtilegan seinni hálfleik. FH verður að skora mark, en Aftureldingu dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni!

Staðan í öðrum leikjum:

Grótta 0-2 KR

HK 0-0 Augnablik

Haukar 3-0 ÍA

Víkingur R. 1-0 Grindavík
44. mín
Elísa Lana leikur sér að varnarmönnum Aftureldingar en nær þó ekki að koma sér í skot.
42. mín
Sísí Lára með skot fyrir utan teig sem fer framhjá markinu.
39. mín
Guðrún Elísabet fær sendingu í gegn en boltinn er of fastur og Katelin kemur út og hirðir hann.
36. mín
Brittney með góða sendingu á Elísu sem keyrir upp vinstri kantinn og kemur svo með sendingu út í teiginn þar sem Sunneva reynir að koma sér í skotfæri, en gengur ekki.
35. mín
Guðrún Elísabet!!

Köttar inn á teiginn og hamrar boltann á markið en Katelin gerir gríðarlega vel og ver í horn!
33. mín
Ragna Guðrún lætur vaða af löngu færi en það vantaði meiri kraft í þetta skot. Auðvelt fyrir Katelin í marki FH.
32. mín
Selma Dögg með fast skot á markið en beint á Evu sem er í engum vandræðum.
29. mín
Jade keyrir upp að endalínu og nær fyrirgjöfinni, boltinn berst út á Rögnu Guðrúnu sem reynir að koma sér í skotið en er of lengi að þessu.
26. mín
Rannveig reynir skot rétt fyrir utan teig, nær skotinu í gegnum varnarlínuna en boltinn fer rétt framhjá markinu!
23. mín
Ragna með skemmtilega takta, gefur hann aftur fyrir sig í hlaupið hjá Guðrúnu Elísabetu sem reynir fyrirgjöf, of framarlega.
22. mín
Ragna Guðrún sendir Jade í gegn, Jade reynir að setja hann fyrir markið í fyrsta en sendingin er of framarlega fyrir Guðrúnu Elísabetu.
21. mín
Sísí Lára reynir að stinga boltanum í gegnum vörn Aftureldingar en Eva Ýr nær þessum.
21. mín
Völlurinn er orðinn fullur! Fólk stendur hér út um allt og það er að fyllast auka hólf bakvið mark Aftureldingar!
19. mín
FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan vítateigshornið.

Sunneva með aukaspyrnuna, setur hann á fjær en boltinn flýtur yfir markið.
17. mín
Þá fær FH sína fyrstu hornspyrnu!

Sunneva með góða spyrnu sem fer í sveig að markinu og Eva Ýr gerir mjög vel að ná að slá boltann í annað horn.
16. mín
Afturelding fær hornspyrnu eftir mjög góða sókn.

Ragna Guðrún með frábæran bolta beint á hausinn á Taylor sem er í frábæru færi en skallar yfir markið.
15. mín
Andrúmsloftið er rafmagnað hérna í Mosó og stuðningsmannasveit Aftureldingar lætur mjög vel í sér heyra!

Líka frábær mæting hjá Hafnfirðingum. Gaman að sjá þetta!
13. mín
Afturelding fær fyrstu hornspyrnu leiksins!

Ragna Guðrún með spyrnuna, svífur yfir alla í teignum og rennur í sandinn.
11. mín
FH í fyrsta alvöru færinu!!

Sunneva með frábæra sendingu inn fyrir á Elísu, hún setur boltann út í teiginn þar sem Sigrún Ella mætir og reynir skot en það fer í varnarmann og frá. Þarna mátti ekki miklu muna!
8. mín
FH-ingar meira ógnandi fyrstu mínútur leiksins, Afturelding verjast samt vel.
6. mín
Sunneva með aukaspyrnuna, setur boltann framhjá markinu.
6. mín
Sigrún Ella sækir aukaspyrnu fyrir FH á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar. FH-ingar stilla upp.
5. mín
Sunneva Hrönn reynir fyrirgjöf en boltinn fer aftur fyrir markið.
3. mín
Selma Dögg fær smá pláss og kemur sér í skot en nær ekki föstu skoti. Auðvelt fyrir Evu Ýr í marki Aftureldingar!
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur hefja leik!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl við mikinn fögnuð áhorfenda!

Þetta er að skella á, þvílík veisla!
Fyrir leik
5 mín í leik og allt að fyllast!
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikið af fólki mætt á völlinn, tæpum hálftíma fyrir leik! Brjálað að gera á grillinu og almennt geggjuð stemning!
Fyrir leik
Byrjunarliðin!

Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar.

Afturelding gerir eina breytingu frá sigrinum gegn ÍA í síðustu umferð. Signý Lára kemur inn fyrir Elenu Brynjars.

Þrjár breytingar eru á liði FH eftir tapi gegn Víkingi R. í síðustu umferð. Nótt Jóns, Elísa Lana og Maggý koma inn fyrir Örnu Sig, Elínu Björgu og Söndru Nabweteme.
Fyrir leik
Heil umferð í kvöld

Lokaumferðin í Lengjudeildinni er öll spiluð í kvöld á sama tíma, kl. 19:15.

Það er mikið í húfi á toppi sem og á botni deildarinnar!

Grótta - KR
KR hefur nú þegar tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni en þær geta tryggt sér deildarmeistaratitil með sigri gegn Gróttu í kvöld. Grótta þarf líka á sigri að halda en með tapi gætu þær fallið niður í 2. deildina. Þær sitja í 8. sæti með 16 stig.

HK - Augnablik
HK situr í 7. sæti deildarinnar með 16 stig en Augnablik eru í 9. sæti með 14 stig, líkt og ÍA sem eru neðstar. Bæði þessi lið þurfa sigur í kvöld!

Haukar - ÍA
Haukar eru í 5. sætinu en ÍA eru neðstar með 14 stig. Með sigri geta þær þó tryggt veru sína í deildinni en þær þurfa einnig að treysta á önnur úrslit.

Víkingur R. - Grindavík
Víkingskonur sitja öruggar í 4. sæti deildarinnar en Grindavík er í 6. sætinu með 17 stig, en þó ekki öruggar þar sem HK eða Grótta geta náð þeim að stigum. Ef þær tapa þá þurfa þær að treysta á önnur úrslit.
Fyrir leik


Dómararnir

Einar Ingi Jóhannson mun dæma þennan leik.
Honum til aðstoðar verða Sigurbaldur P. Frímannsson og Arnþór Helgi Gíslason.

Jóhann Ingi Jónsson verður þeim til halds og traust.
Fyrir leik


Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir hefur smollið vel inn í FH liðið. Ásamt því að hafa skorað 6 mörk hefur hún spilað gríðarlega vel sem vinstri bakvörður.
Fyrir leik


Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er búin að eiga draumatímabil fyrir Aftureldingu. Hún er markahæst í deildinni með 22 mörk úr 17 leikjum!
Fyrir leik


Jakosport býður frítt á leikinn gegn því að mæta í rauðum Jako fötum, en Afturelding leikur í búningum frá Jako.

Trúi ekki öðru en að Mosfellingar nýti sér þetta og fjölmenni á völlinn í rauðu!
Fyrir leik
Fyrir leik
FH spilaði seinast í efstu deild síðasta sumar, en þær enduðu í 9. sæti með 16 stig þegar mótinu var slaufað vegna Covid. Mjög svekkjandi fyrir þær að fá ekki að klára mótið en þær voru 1 stigi á eftir ÍBV og bara 2 stigum frá 5. sætinu!

Afturelding voru seinast í efstu deild sumarið 2015, þá féllu þær í 9.sæti með 7 stig, 8 stigum frá öruggu sæti.
Fyrir leik
Fyrri viðureignin

Liðin mættust í Kaplakrika þann 9. júlí s.l. og skildu jöfn, 1-1.

Elín Björg Norðfjörð kom FH yfir á 55. mínútu en Jade Arianna Gentile jafnaði fyrir Aftureldingu á 88. mínútu.
Fyrir leik


FH

Eru í 3. sætinu í deildinni með 36 stig, stigi á eftir Aftureldingu og 2 stigum á eftir KR sem eru á toppnum. Þær eru með 23 í plús í markatölu, þannig að jafntefli er ekki að fara að gera neitt fyrir þær hér í kvöld.

Hafa fengið 10 stig úr síðustu 5 leikjum sínum.

FH tapaði 2-4 fyrir Víking R. í síðustu umferð. Brittney Lawrence og Elísa Lana skoruðu mörk FH í leiknum.

Í leiknum á undan gerðu þær 4-4 jafntefli við Grindavík. Afar dýr töpuð stig í síðustu tveimur leikjum.
Fyrir leik


AFTURELDING

Sitja í 2. sæti deildarinnar með 37 stig, með 27 mörk í plús í markatölu.

Hafa fengið 12 stig úr síðustu 5 leikjum sínum.

Fóru upp á Skaga í síðustu umferð og unnu 0-3 sigur á ÍA. Ragna Guðrún, Jade Arianna Gentile og Guðrún Elísabet skoruðu mörkin.

Jafntefli í kvöld dugar Aftureldingu til að tryggja Pepsi-Max deildar sæti!
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Fagverksvellinum að Varmá þar sem Afturelding tekur á móti FH í lokaumferð Lengjudeildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 19:15.

Það er ansi mikið undir hér í kvöld, hvorki meira né minna en sæti í Pepsi-Max deild kvenna!

Byrjunarlið:
1. Katelin Talbert (m)
Sigrún Ella Einarsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
3. Nótt Jónsdóttir ('77)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('70)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Brittney Lawrence
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('62)
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Varamenn:
12. Þórdís Ösp Melsted (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('77)
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
25. Katrín Ásta Eyþórsdóttir
29. Sandra Nabweteme ('62)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Arna Sigurðardóttir
Magnús Haukur Harðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: