Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Vestri
2
1
Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '34
Chechu Meneses '45 1-1
Martin Montipo '62 2-1
Patrick Pedersen '90
15.09.2021  -  16:30
Olísvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Gola og hiti 10°
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Pétur Bjarnason
Byrjunarlið:
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
11. Benedikt V. Warén ('75)
18. Martin Montipo
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest
55. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
2. Sindri Snæfells Kristinsson
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Luke Rae ('75)
21. Viktor Júlíusson
26. Friðrik Þórir Hjaltason
77. Sergine Fall

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Margeir Ingólfsson

Gul spjöld:
Elmar Atli Garðarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er ótrúlegt! Vestri slær Íslandsmeistarana út! Þeir voru virkilega góðir í dag og bikardraumurinn lifir!
90. mín
Svakaleg markvarsla! Getur ekki verið mikið eftir, Brenton ver í slá og yfir.
90. mín
Heimamenn horfa biðjandi augum á dómarann. Valur setur allt fram.
90. mín
Sigurður Egill í fínu færi en skot hans frekar laust og Brenton ver vel.
90. mín Rautt spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Slær til Elmars. Réttur dómur!
90. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Rífur í Patrick.
90. mín
Heimamenn fá horn. Ekkert stress í þeim ennþá.
90. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
90. mín
Engin skilti hér til að segja hvað er miklu bætt við. Patrick við það að komast í færi en rennur á ögurstundu.
89. mín
Sending fyrir en Vestri nær að hreinsa. Valur hafa ekki náð að liggja nógu mikið á heimamönnum.
84. mín
Kaj Leó með fyrirgjöf sem Brenton kýlir frá. Markvörðurinn liggur eftir en ekkert dæmt. Í kjölfarið eiga Valsarar skot utan af velli á meðan enginn er í marki en það fer nokkuð yfir.
82. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Johannes Vall (Valur)
Tvöföld skipting hjá Heimi. Nú verður allt lagt í sóknina.
82. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
Tvöföld skipting hjá Heimi. Nú verður allt lagt í sóknina.
80. mín
Aukaspyrna Nicolaj fer rétt yfir!
79. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Tekur Pétur niður þegar Vestri var að komast í álitlega stöðu. Aukaspyrna á nokkuð hættulegum stað.
78. mín
Luke Rae var þarna hársbreidd frá því að komast einn í gegn! Var eiginlega búinn að því en hægði aðeins á sér og Vall gerir vel.
75. mín
Inn: Luke Rae (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
Benedikt Waren meiddist eitthvað og lýkur hér leik.
73. mín
Frekar aulaleg sería af varnarleik hjá Vestra. Endar með skoti Tryggva sem fer af varnarmanni í horn.
71. mín
Valur upp hinum megin og Patrick Pedersen með skot sem fer framhjá.
71. mín
Pétur fær ágætis skotfæri upp úr horninu og skot hanss siglir yfir.
70. mín
Heimamenn að ná aftur smá festu í leikinn. Hafa fengið aukaspyrnu og fá nú horn.
67. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll haltrar útaf.
66. mín
Annað stangarskot, innanverð stöngin! Sá ekki hver þetta var, vísast Birkir Heimisson. Heimamenn lifa á lyginni hérna!
65. mín
Stöngin! Valur vinnur boltann framarlega og leggja hann fyrir. Tryggvi setur hann í stöngina! Birkir Már svo strax í góðu færi sem Brenton ver vel í horn.
62. mín MARK!
Martin Montipo (Vestri)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
Heimamenn komnir yfir! Hver hefði trúað þessu! Glæsilegt spil, frábær snerting frá Pétri Bjarnasyni sendir Martin í gegn sem sendir hann framhjá Sveini sem hefur hendur á boltanum.
60. mín
Þarna þarf Sveinn að taka til hendinni! Flott spil hjá Vestra sem endar með skoti fyrir utan hjá Daniel Badu, vinstrifótarskot hans er blakað yfir.
56. mín
Kristinn Freyr þarfnast aðhlynningar. Aðhlynningin stendur yfir.
54. mín
Sending fyrir sem Chechu var nálægt því að senda í eigið mark, en boltinn fer beint á markvörðinn.
52. mín
Birkir Heimisson á skot eftir síðara hornið, það fer bæði langt framhjá og langt yfir.
51. mín
Valur á hornspyrnu. Skalli á nærstöng siglir rétt framhjá! Þeir eiga aðra hornspyrnu í kjölfarið.
50. mín
Sending fyrir sem Sveinn lendir í smá vandræðum með. Fín byrjun heimamanna í seinni hálfleik.
47. mín
Martin Montipo með ágætis skot fyrir utan teig og Sveinn á frekar auðvelt með að verja.
46. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hefja leik á ný. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Þetta var síðasta verk fyrri hálfleiksins. Jafnt og heimamenn geta verið sáttir við sína frammistöðu. Valur á meira inni.
45. mín MARK!
Chechu Meneses (Vestri)
Vestri jafnar! Aukaspyrnan fer beint yfir vegginn og í nærhornið! Ég hélt að Nicolaj Madsen myndi taka og sennilega margir inn á vellinum. Chechu miðvörður Vestra með virkilega gott skot.
45. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem heimamenn eiga.
44. mín
Pétur Bjarnason gerir einkar vel og vinnur að lokum aukaspyrnu hér rétt framan við miðju.
40. mín
Vestri koma framar eftir markið. Ekki mikið búið að gerast síðustu mínútur.
34. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Valsarar komast yfir! Fá aukaspyrnu sem þeir taka strax á meðan Daniel Badu er enn að spá í dómaranum. Valur spila upp hægri vænginn þar sem Birkir Már leggur hann fyrir niðri á Tryggva Hrafn sem afgreiðir þetta þægilega. Sofandaháttur á vörn Vestra og auðvelt fyrir Íslandsmeistarana!
33. mín
Valsarar stýra leiknum núna.
30. mín
Valur vill fá víti þegar boltinn skoppar upp í hendi varnarmanns heimamanna. Dómarinn segir þvert nei. Þeir eiga síðan hornspyrnu sem endar með marktilraun langt yfir markið.
25. mín Gult spjald: Johannes Vall (Valur)
Vestri á leið í skyndisókn gegn fámennri Valsvörn og Vall sér engan annan kost en að taka Benedikt Waren niður.
21. mín
Dauðafæri! Birkir Már fær boltann við markteiginn eftir hornspyrnu en þéttingsfast skot hans fer langt framhjá.
21. mín
Langt innkast hjá Valsmönnum og hætta skapast sem endar í hornspyrnu.
20. mín
Besta færið hingað til! Nicolaj Madsen með skot við vítateigslínuna, nær ekki að setja það nógu langt út í horn og auðvelt fyrir Svein í markinu.
19. mín
Ágætis upphlaup hjá Val. Tryggvi með sendingu inn fyrir en Brenton grípur vel inn í.
14. mín
Ljómandi byrjun hjá Lengjudeildarliðinu. Þeir eru betri aðilinn hér í byrjun. Að því sögðu eru Valsmenn að ná sínum besta kafla núna.
11. mín
Flott spil hjá heimamönnum, sem Birkir Már stöðvar með hendi. Vestri taka aukaspyrnu inn í teig, Martin Montipo með skot í varnarmann og hættan líður hjá.
9. mín
Martin Montipo með fínt skot vel fyrir utan. Fór framhjá.
8. mín
Birkir Heimisson með vinstrifótar skot fyrir utan sem Brenton slær til hliðar. Ágætt skot en skot sem þú ætlast til að markvörður verji.
5. mín
Haukur Páll með fyrstu tilraun Vals, skot að utan sem fer vel framhjá.
5. mín
Vestramenn eru hvergi bangnir hér í upphafi. Nicolaj Madsen með fyrirgjöf sem siglir yfir teiginn.
3. mín
Vestri fær aukaspyrnu út á kanti. Aukaspyrnan er tekin fyrir markið og Valsmenn skalla frá.
2. mín
Haukur Páll stöðvar hér álitlega skyndisókn heimamanna. Fær létt tiltal frá dómaranum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Valur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Við erum heppin með veður hér í dag eftir rigningu og rok síðustu daga. Sól og smá gola.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Sveinn Sigurður Jóhannesson er í marki Vals en hann hefur verið að taka bikarleikina. Hannes Þór Halldórsson er á bekknum.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson koma inn í byrjunarliðið frá 3-0 tapinu gegn Breiðabliki.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður 8 liða úrslita, Gunnar Birgisson, sér þetta fyrir sér:

Vestri 2 - 2 Valur, 2-4 í framlengingu (í dag 16:30)

Þessi leikur fer í framlengingu. Sammi, sem er auðvitað geitin í þessum bransa, hefur gefið sínum mönnum vel af fisk fyrir leikinn og það verður kraftur í þeim í 90 mín. Nikolaj Madsen setur eitt og Pétur Bjarna annað en PP hrekkur í gang fyrir Valsara og skorar öll 4 mörk þeirra.
Fyrir leik
Tíu ár eru liðin frá því að forveri Vestra, BÍ/Bolungarvík undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar sló út þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks á sama stað í keppninni. Þá endaði leikurinn 4-1 eftir framlengingu.
Fyrir leik
Í bikarnum mætti Valur til Bolungarvíkur árið 1998 en þetta var fyrir sameiningu Ísafjarðar og Bolungarvíkur í knattspyrnu. Eftir spennandi fyrstu 5 mínúturnar komust Valsarar yfir og kláruðu þetta þægilega með fjórum mörkum gegn engu.
Fyrir leik
Síðasti deildarleikur hér á Ísafirði gegn Val var í september árið 1983 en þá mættust Íþróttabandalag Ísafjarðar og Valur í leik sem endaði 3-1 fyrir gestina. Það er ljóst að heimamenn eiga harma að hefna en reyndar er enginn sem spilaði leikinn fyrir 38 árum að spila hér í dag.
Fyrir leik
Eiginkona Birkis Más Sævarssonar er úr Bolungarvík. Hér skýrir hún sína afstöðu:

Fyrir leik
Valur varð síðast bikarmeistari árið 2016, í úrslitaleiknum skoraði Sigurður Egill Lárusson bæði mörkin í sigri á ÍBV.
Fyrir leik
Valur er í vandræðum í deildinni, sannfærandi tap gegn Breiðablik setur þá í hættu að missa af Evrópusæti gegnum deildina, því er enn mikilvægara að fara alla leið í bikarnum. Vestri tapaði fyrir Fjölni um helgina og siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Vals í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst 16:30 á Olísvellinum.
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('67)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall ('82)
5. Birkir Heimisson ('82)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Arnór Smárason ('67)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('90)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('82)
20. Orri Sigurður Ómarsson
33. Almarr Ormarsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('82)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Johannes Vall ('25)
Rasmus Christiansen ('79)

Rauð spjöld:
Patrick Pedersen ('90)