Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
0
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '53
0-2 Kristján Flóki Finnbogason '72
25.09.2021  -  14:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo ('46)
8. Halldór Orri Björnsson ('60) ('60)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Adolf Daði Birgisson ('60)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen
21. Elís Rafn Björnsson ('73)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
3. Oscar Francis Borg ('73)
7. Einar Karl Ingvarsson ('60)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('60)
20. Eyjólfur Héðinsson ('60)
22. Emil Atlason ('46)
35. Daníel Freyr Kristjánsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi Jónsson flautar til leiksloka. Evrópudraumur KR lifir svo sannarlega en núna verður liðið að treysta á að Víkingar vinnu Bikarkeppnina.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Takk fyrir mig.
90. mín
Klukkan slær 90 og uppbótartíminn eru að minnsta kosti tvær mínútur.
84. mín
Bæði lið lítið að sækja þessa stundina en leikmenn beggja liða eru líklega bara bíða eftir lokaflautinu.
81. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
74. mín
Stuðningsmenn KR syngja KR í Evrópu!
73. mín
Inn:Oscar Francis Borg (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
72. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn keyrir upp að endarmörkum og rennir boltanum út á Flóka sem kláraði færið vel!
70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
66. mín
HILMAR ÁRNI!!!

Þórarinn Inga finnur Hilmar Árna sem fær boltann rétt fyrir utan teig og lætur vaða en Beitir ver vel.
60. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
60. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
60. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri fær heiðurskiptingu en hann var að leika hér sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna.
60. mín
Danni Laxdal lyftir boltaum inn á Eggert Aron sem var að koma úr rangstæðunni og flaggið á loft.
59. mín
Stjörnumenn undirbúa þrefalda skiptingu.
53. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
LOKSINS KOM MARKIÐ!!!

Kiddi Jóns fær boltann og keyrir inn á völlinn og kemur boltanum inn á Flóka sem finnur Óskar Örn sem hamrar boltanum í netið!!

EVRÓPUDRAUMUR KR LIFIR!
49. mín
KRISTJÁN FLÓKI!!

Kiddi Jóns fær boltann út til vinstri og teiknar boltann á höfuðið á Flóka sem nær skalla en boltinn rétt framhjá.
47. mín
Óskar Örn brýtur á Halldóri Orra á miðjum vallarhelming KR og fær Stjarnan aukaspyrnu sem Hilmar Árni tekur og teiknar boltann á Elís Rafn sem nær skalla en boltinn yfir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Stjörnumenn gerðu eina breytingu í hálfleik, óbreytt hjá KR.
46. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Magnus Anbo (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi Jónsson flautar til hálfleiks.
45. mín
STEFÁN ÁRNI!!!

Kristján Flóki finnur Stefán í gegn inn á teig og Stefán nær góðu skoti sem Halli ver vel.
42. mín
Stefán Árni fær boltann fyrir utan teig og kemur boltanum út á Kidda Jóns sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Stjörnumanni og í hornspyrnu.

Atli Sigurjónsson tekur spyrnuna og Stjörnumenn skalla burt en boltinn endar beint á Kidda Jóns sem nær skoti en boltinn í Stjörnumenn.
41. mín
Leikurinn aðeins að róast aftur en KRingar halda meira í boltann.
36. mín
STJARNAN Í DAUÐFÆRI!!

Hilmar Árni fær boltann út til hægri og kemur boltanum fyrir á Þorstein Má sem nær ekki að koma boltanum á markið en frábær vörn hjá KRingum.
35. mín
Aron Bjarki fær boltann inn á teig og nær skoti en boltinn af Daníel og í hornspyrnu.
34. mín
SÓKNARÞUNGI KR AÐ ÞYNGJAST!!

Aron Bjarki fær boltann til hægri og kemur boltanum fyrir á Theodór Elmar sem nær skoti við vítateigspunktinn en boltinn rétt framhjá!
31. mín
ÓSKAR ÖRN!!!

Atli Sigurjónsson tekur hornspyrnu frá hægri og boltinn endar til Óskars sem tekur hann á lofti í fyrsta en skotið beint á Halla.
30. mín
Elmar kemur boltanum áfram á Óskar Örn sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Óla Val og í hornspyrnu og KR ingar vinna aðra hornspyrnu í kjölfarið.
28. mín
TÍÐINDI FRÁ AKUREYRI

FH eru komnir yfir fyrir norðan og þetta hlýtur að gefa KRingum blóð á tennurnar en þeir hafa ekki náð að skapa sér mikið hingað til.
22. mín
Stefán Árni fær boltann og reynir fyrirgjöf inn á Flóka en boltinn í hornspyrnu.
19. mín
Halldór Orri fær boltann fyrir utan teig og finnur Hilmar Árna sem nær skoti en boltinn beint á Beiti.
15. mín
Óskar Örn fær boltann út til vinstri við teiginn og nær skoti en boltinn af Óla Val og í innkast.
13. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Reyndi að stoppa Þórarinn Inga í sóknaruppbyggingu Stjörnumanna.
13. mín
Frábær sókn hjá Stjörnumönnum sem endar með því að Hilmar Árni fær hann inn á teignum og á skot en Beitir vel á verði.
10. mín
Hár bolti fyrir frá hægri frá KRingum inn á teiginn og Stjörnumenn koma boltanum afurfyrir og KR fær horn.

Theodór Elmar tekur spyrnuna stutt á Kidda Jóns og boltinn fyrir á Grétar sem nær skalla en boltinn framhjá.
8. mín
Adolf Ingi kemst hér í ákjósalega stöðu fyrir framan teig KR en stígur á boltann og dettur.
2. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu hægra megin á vallarhelming KR sem Hilmar Árni spyrnir inn á teiginn og boltinn hafnar á fjær á Adolf Daða en hann nær ekki að koma boltanum á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi Jónsson flautar til leiks og Hilmar Árni á upphafsspyrnu leiksins.
Fyrir leik
Halldór Orri er að leika sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna en þetta var vallarþulur Stjörnumanna að tilkynna en Halldór Orri er að leika leik númer 260 fyrir Stjörnuna og fær Halldór Orri litla gjöf og áhorfendur rísa úr sætum og klappa fyrir Halldóri Orra.


Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson leiðir liðin inn á völlinn og þeir örfáu áhorfendur sem eru mættir í stúkuna klappa og Jóhann Ingi fer að flauta til leiks.
Fyrir leik
Fimmtán mínútur í leik.

Liðin eru bæði út á velli að halda bolta og það styttist í að liðin fari að ganga til búningsherbegja.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Þorvaldur Örlygsson gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn HK í síðustu umferð. Ólafur Karl Finsen, Elís Rafn Björnsson, Adolf Daði Birgisson koma alliir inn í staðin fyrir Einar Karl Ingvarsson, Björn Berg Bryde og Emil Atlason.

Rúnar Kristinsson gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Víkingum í síðustu umferð. Kjartan Henry Finnbogason fékk beint rautt spjald í síðustu umferð og er hann í banni í dag. Finnur Tómas Pálmason, Kennie Knak Chopart detta einnig úr liðinu. Grétar Snær Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson og Óskar Örn Hauksson koma allir inn í liðið.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust á Meistaravöllum.

Þessi tvö lið mættust fyrr í sumar á Meistaravöllum og höfðu Stjörnumenn betur 1-2. Kennie Knak Chopart kom KR yfir en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Þorstein Má Ragnarssyni og Eggert Aroni Guðmundssyni.


Fyrir leik
LOKAUMFERÐIN BEINT Á X977

Hitað verður upp frá klukkan 12 þar sem Elvar Geir og Tómas Þór rýna í leikina. Allir leikirnir verða svo flautaðir á klukkan 14 og við verðum með menn á öllum völlum.

Elvar Geir, Benedikt Bóas og Rafn Markús verða í hljóðverinu og heyra í fréttamönnum á völlunum.

Allt í þráðbeinni en hægt er að hlusta á útsendingu Xins með því að smella HÉR

Fyrir leik
Dómarinn

Jóhann Ingi Jónsson flautar leikinn í dag og verður með þá Þórð Arnaar Árnason og Andra Vigfússon sér til aðstoðar. Fjórði dómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.


Fyrir leik
Stjarnan ekki að spila upp á neitt

Sjörnumenn koma inn í þennan leik pressulausir en liðið er sloppið við fall og situr liðið í sjöunda sæti deildinnar fyrir leikinn í dag. Takist liðinu að vinna KR í dag endar liðið í sjöunda sætinu en með tapi gæti liðið endað í tíunda sæti.


Fyrir leik
Evrópusæti möguleiki fyrir KR!

Knattspyrnufélag Reykjavíkur situr í fjórða sæti deildarinnar fyrir þessa síðustu umferð með 38.stig en liðið er stigi á eftir Knattspyrnufélagi Akureyrar.

3. KA 39 stig markatala +16
4. KR 38 stig markatala +14

Það sem þarf að gerast til þess að KR nái Evrópusæti:

-Liðið þarf að vinna hér í dag.
-KA þarf að tapa fyrir norðan á móti FH
-Víkingur Reykjavík vinnur Bikarkeppnina.



Fyrir leik
Tímabilið klárast í dag!

Góðan og gleðilegan kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Samsungvöllinn í Garðabæ. Hér í dag mæta Stjörnumenn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur í síðustu umferð Pepsí Max-deildar karla.

Flautað verður til leiks hér í Garðabæ á slaginu tvö.


Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Stefán Árni Geirsson ('70)
10. Kristján Flóki Finnbogason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('81)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('81)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
20. Eiður Snorri Bjarnason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('13)

Rauð spjöld: