Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
74' 1
0
Valur
Vestri
0
3
Víkingur R.
0-1 Kristall Máni Ingason '26
0-2 Kristall Máni Ingason '70
0-3 Kristall Máni Ingason '82
02.10.2021  -  14:30
Meistaravellir
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 7° Hvasst en hiti í stuðningsmönnum
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
Byrjunarlið:
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil ('91)
11. Nicolaj Madsen
11. Benedikt V. Warén
18. Martin Montipo ('91)
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest ('91)
55. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Luke Rae ('72)
19. Casper Gandrup Hansen ('91)
21. Viktor Júlíusson ('72)
26. Friðrik Þórir Hjaltason
77. Sergine Fall ('91)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Margeir Ingólfsson

Gul spjöld:
Daniel Osafo-Badu ('25)
Diogo Coelho ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er það staðfest. Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2021 verður Víkingur-ÍA. Til hamingju Víkingur.
93. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur R.)
91. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
91. mín
Inn:Casper Gandrup Hansen (Vestri) Út:Aurelien Norest (Vestri)
91. mín
Inn:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri) Út:Martin Montipo (Vestri)
90. mín
Uppbótartíminn eru 4 mínútur og Víkingar syngja OLE hástöfum.
88. mín
Úr innkastinu fær Helgi boltann og hann prjónar sig vel í gegn en skýtur yfir.
87. mín
Vestri fær hornspyrnu, boltinn á nær og skallað í aðar hornspyrnu.

Seinni spyrnan var betri en Víkingar skalla frá og sparka honum svo í innkast.
83. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Kristall fær heiðursskiptingu.
82. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Kwame Quee
Það sést hverjir drekka Kristal!!

Ég held nú það Vestra menn eru í tómum vandræðum og Kwame rænir boltanum af þeim rennir honum svo á Kristal sem setur hann snyrtilega framhjá Muhammad.
80. mín
Pablo setur flottann bolta inn á teig sem færist svo út á hægri kant og Kwame nær í hornspyrnu.

Úr hornspyrnunni koma 3 skot frá Víkingum en öll fara í varnarmann og með síðasta skotinu ná Vestra menn að halda knöttinum.
79. mín
Víkingar ná fínni sókn. Bruna hérna upp vinstri kantinn og koma boltanum fyrir en þá er hreinsað frá.

Víkingar halda þó boltanum og þá næla þeir í aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu.
75. mín
Vestra menn eru ekki alveg hættir. Atli Barkason missir af boltanum þegar sendingin kemur á hægri kantinn og þá kemur sendingin fyrir en eins og þaður í leiknum ná Vestra menn ekki að koma boltanum nógu vel á markið.
72. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Viktor Júlíusson (Vestri) Út:Sölvi Ottesen (Vestri)
72. mín
Inn: Luke Rae (Vestri) Út:Erlingur Agnarsson (Vestri)
70. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Krisall er að senda Víkinga í úrslitin!

Það er barátta á miðlínunni sem Víkingar vinna og Kristall nælir í boltann og hleypur upp völlinn, köttar inn og setur hann snyrtilega í fjær.
69. mín Gult spjald: Diogo Coelho (Vestri)
68. mín
Vestri fær hornspyrnu.

Warén setur hann á nær en Víkingar ná boltanum og bruna í skyndisókn þar sem Helgi Guðjóns var sloppinn í gegn en það gekk ekki upp.
65. mín
Dómarinn stöðvar leikinn og er fljótur að kalla inn sjúkrateymið eftir að Sölvi og Nacho skalla saman í teginum.

Nacho er staðinn á fætur en Sölvi liggur enn.
64. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
63. mín
Vestra menn liggja á Víkingum þessa stundina. Í þetta skipti var það Norest með erfitt skot sem tókst ekki nógu vel og endaði hjá Ingvari í markinu.
60. mín
Svakalegur misskilnigur í vörn Víkinga þar sem enginn virðist vita hver eigi að hreinsa frá endar í hættulegri stöðu hjá Vestra.

Skotið kemur loks frá Vestra fyrir utan teig hægra megin við hann og Ingvar þarf að blaka honum í horn.

Hornið er síðan frekar hættulegt en ekki gekk að koma nógu góðu skoti á markið og Víkingar hreinsa.
59. mín
Liðin skiptast á að gefa hvor öðrum boltann fyrir utan teig Vestra. Kristall ákveður loks að hann vilji hafa hann, setur boltann fyrir en skalli Viktors framhjá.
56. mín
Hættulegur bolti upp hægri kantinn hjá Víkingum, ég hélt að Erlingur hefði verið rangstæður en svo var ekki og hann er sloppinn frá varnarmönnum.

Kemur svo boltanum fyrir teginn en Vestra menn gera vel og ná að pota boltanum frá.
50. mín
Það er svakalegur darraðadans inn á teig Vestra manna boltinn skoppar inn á teignum og Víkingar reyna að ná í gott skot en boltinn endar í hornspyrnu.

Hornspyrnan er tekin og Halldór Smári nær góðum skalla á markið sem er varið í aðra hornspyrnu.

Síðasta hornspyrnan endar í skoti frá Atla Barkar fyrir utan teig en þá ná Vestra menn að bæga hættunni frá.
46. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Arnar gerir tvöfalda skiptingu, greinilega ekki sáttur.
46. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Arnar gerir tvöfalda skiptingu, greinilega ekki sáttur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum æsispennandi fyrrihálfleik lokið. Ekki verið mjög mikið um færi en baráttan og dramað í fyrirrúmi.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur.
43. mín
Pétur Bjarna fær boltann inn í teig en nær ekki valdi á boltanum og skotið hans laust beint á Ingvar.
38. mín
Vestra menn sækja mikið og eru mikið með boltan við teig Víkinga en þeim tekst illa að skapa sér alvöru færi.
36. mín
Vestri fær aukaspyrnu þar sem Warén sendir boltann fyrir en Víkingar verjast þessu vel.
31. mín
Viktor tekur spyrnuna en boltinn ratar beint á Muhammad sem handsamar knöttinn auðveldlega.
30. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í mjög ákjósanlegri stöðu.
26. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Víkingar taka fyrsta skrefið í úrslitaleikinn!

Það verður allt vitlaust hérna þar sem Pétur Bjarna er með boltann í teig Víkingar og fellur við. Ég var alveg handviss um að það yrði dæmt víti en dómarinn veifar því frá.

Þá bruna Víkingar í skyndisókn og bara svona 5 sekúndum seinna setti Kristall hann snyrtilega framhjá Muhammad.

Dómaraskandall er orð sem ég heyri mikið núna.
25. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Dómarinn gefur réttilega spjald eftir að boltinn fer úr leik þar sem hann var alltof seinn.
22. mín
Víkingar eiga horn sem Kristall Máni tekur.

Vestra menn skalla frá
21. mín
Leikurinn verið í jafnvægi síðustu mínúturnar. Mikil og hörð miðjubarátta.
14. mín
Oafo-Badu fer í svaka tæklingu á Nicolaj sem dómarinn dæmir löglega en hann liggur í grasinu og þarf aðhlynningu.

Kemur svo aftur inná virðist í lagi með hann.
12. mín
Vestra menn eru að gera lífið erfitt fyrir Íslandsmeistarana, búnir að halda boltanum ágætlega síðustu mínúturnar og þá koma sending fyrir hjá Warén sem endar í markspyrnu en Nicolaj Madsen fellur inn í teig og byður um vítaspyrnu en dómarinn veifar því frá.
7. mín
Stórhættuleg aukaspyrna frá Kristali Mána en vindurinn er að leika Vestra gróft þessa stundina boltinn virkilega óútreiknanlegur en eftir smá darraðadans endar boltinn í markspyrnu.
6. mín
Vindurinn er svo sterkur hérna í Vesturbænum að eftir markspyrnu Muhammad kemur boltinn bara til baka og endar í innkasti.
4. mín
Fyrsta skotfæri leiksins er Víkings manna það er hann Karl Friðleifur sem kemur upp hægri kantinn og setur boltann fyrir en Nicolaj Hansen nær ekki nógu góðri snertingu og Muhammad er með þetta öruggt.
2. mín
Það er harka í leiknum á fyrstu mínútunum, nú þegar tvisvar búið að sparka bolatnum útaf til að athuga hvort menn séu í lagi.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn farinn af stað og það eru Vestra menn sem koma þessu í gang.
Fyrir leik
Liðin ganga hérna inn á völlinn og leikurinn fer að hefjast.
Fyrir leik
Það er spenna í stúkunni

Báðar stuðningsmannasveitir hafa fjölmennt á leikinn og það er ljóst að það verður mikil stemning.
Fyrir leik
Gunni giskar í bikarinn

Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður á RÚV og meðlimur Innkastsins heldur áfram að giska á leiki Mjólkurbikarsins. Hann spáir 2-1 sigri Víkinga.

,,Það verður lítið um færi í þessum leik, það lítið að liðin ná ekki að hnoða samanlagt í 1.0 xG. Vestri kemst yfir og virðast vera að sigla þessu en ósanngjörn vítaspyrna kemur Vikes á bragðið."
Fyrir leik
Dómari leiksins er Egill Arnar Sigurþórsson og hans aðstoðarmenn verða Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender.

Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Leiðin í undandúrslitin - Víkingur

Víkingur spilaði sinn fyrsta leik í bikarnum í 3. umferðinni gegn 3.deilar liði Sindra frá Höfn í Hornafirði. Þeir sigruðu þann leik 3-0 þann 24. júní síðastliðinn.

Í 4. umferð mættu þeir Pepsi Max deildar liði KR á heimavelli þann 12. ágúst og þar héldu þeir áfram góðu gengi með 3-1 sigri.

Í 8 liða úrslitum mættu þeir þáverandi Pepsi Max deildarliði Fylkis á útivelli þann 15. september. Sá leikur reyndist erfiðari en hann endaði með 0-0 jafntefli í venjulegum leiktíma en á fysrtu mínútu framlengingar skoraði Orri Sveinn Stefánsson sjálfsmark og það reyndist nóg fyrir Víkinga.

Úr leik Fylkis og Víkinga í 8 liða úrslitunum í Mjólkubikarnum.
Fyrir leik
Leiðin í undanúrslitin - Vestri

Vestri sigraði 4. deildarlið Hamars frá Hverargerði í fyrstu umferð 3-0 þann 25. apríl síðasliðinn.

Í annari umferðinni sigruðu þeir 4. deildar lið KFR 1-0 þann 1. maí síðastliðinn

Í þriðju umferð fóru þeir í Mosfellsbæ og sigruðu lið Aftureldingar 2-1 þann 21. júní. Afturelding eru keppinautar þeirra í Lengjudeildinni en þeir enduðu í 10. sæti.

Í fjórðu umferð fengu þeir Þórsara frá Akureyri í heimsókn og sigruðu þá 4-0 í algjörum stórsigri þann 10. ágúst. Þór endaðir í 9. sæti Lengjudeildarinnar.

Í 8 liða úsrlitum fengu þeir þáverandi íslandsmeistaralið Vals í heimsókn og sendu þá úr keppninni með fræknum 2-1 sigri þann 15. september. Það voru þeir Jesus Maria Meneses Sabater og Martin Montipo sem voru markaskorarar Vestra í leiknum.

Úr leik í Lengjudeildinni milli Þór og Vestra
Fyrir leik
Leikið verður á hlutlausum velli þar sem að heimavöllur Vestra á Ísafirði er óleikfær vegna veðurs og Meistaravellir í Vesturbænum varð fyrir valinu.

Ljóst er þó að KR-ingar sem spilar sína heimavelli á Meistaravöllum munu styðja Víkinga í þessum leik þar sem að þeir gætu fengið 3. evrópusætið skyldi Víkingur vinna bikarinn. Því verður gaman að sjá hvort við sjáum nokkra KR-inga í stúkunni að styðja Víkings liðið.

Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin á undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins hér í Vesturbænum þar sem lið Vestra og Víkings mætast.

Leikurinn hefst klukkan 14:30
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('72) ('72)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson ('72) ('72)
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed (f)
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
23. Nikolaj Hansen ('46)
80. Kristall Máni Ingason ('83)

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('72)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
11. Adam Ægir Pálsson ('83)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('72)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Benedikt Sveinsson
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Björn Bjartmarz

Gul spjöld:
Júlíus Magnússon ('64)
Kwame Quee ('93)

Rauð spjöld: