Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
5
0
Kýpur
Dagný Brynjarsdóttir '13 1-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '20 2-0
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '45 3-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '54 4-0
Alexandra Jóhannsdóttir '64 5-0
26.10.2021  -  18:45
Laugardalsvöllur
HM 2023 - kvenna - Landslið
Aðstæður: Rigning og vindur, völlurinn er blautur og laus í sér
Dómari: Anastasiya Romanyuk (Úkraína)
Áhorfendur: 2175
Maður leiksins: Elísa Viðarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('75)
3. Elísa Viðarsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('63)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63)
20. Guðný Árnadóttir ('68)
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('68)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('63)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
7. Karitas Tómasdóttir ('63)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('75)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('68)
18. Guðrún Arnardóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('68)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Glæsilegur 5-0 sigur á Kýpur í auðveldum leik.
92. mín
2175 háværir stuðningsmenn í stúkunni í kvöld.
91. mín
Ingibjörg með flotta sendingu fram á Amöndu sem nær ekki nógu góðri fyrstu snertingu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
88. mín
Það heyrist vel í stuðningsmönnum Íslands og Tólfan búin að láta vel í sér heyra allan leikinn!
87. mín
Agla María gerir vel og leikur sér að varnarmönnum Kýpur, leggur hann svo út á Elísu sem á skot sem er ekki gott.
85. mín
Amanda sólar varnarmann Kýpur upp úr skónum spilar svo á Alexöndru og vill fá hann aftur en sendingin frá Alexöndru aðeins of föst.
82. mín
Alexandra fær boltann við vítateiginn og á skot á mark sem er varið.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
81. mín
Hafrún Rakel reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann og út af, hornspyrna sem Ísland á.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
79. mín
Horn sem Amanda tekur, Berglind Rós nær skallanum en nær ekki að stýra honum á markið.
78. mín
Amanda þræðir sig í gegnum vörn Kýpur og nær fyrirgjöfinni en Kýpverjar ná að hreinsa í horn.
75. mín
Agla María tekur hornið stutt á Amöndu sem missir boltann í varnarmann Kýpur og út af, annað horn.
75. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
74. mín
Agla María með fyrirgjöf eftir smá darraðardans í teignum hreinsa Kýpverjar í horn.
72. mín
Alga María með fína tilraun langt fyrir utan teig en Maria Matthaiou grípur boltann.
70. mín
Inn:Kyriaki Vasiliou (Kýpur) Út:Eleni Giannou (Kýpur)
70. mín
Inn:Maria Matthaiou (Kýpur) Út:Eleni Ttakka (Kýpur)
Kýpverjar skipta um markmann.
69. mín
Ísland á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kýpur, Amanda tekur spyrnuna, glæsileg spyrna beint á kollinn á Ingibjörgu en skallinn ekki góður.
68. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Guðný Árnadóttir (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
68. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
67. mín
Amanda reynir aftur að finna Alexöndru en nú er boltinn of hár fyrir Alexöndru og fer út af.
67. mín
Amanda með fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn á Alexöndru nær skallanum en hún nær ekki miklum krafti í hann, auðvelt viðureignar fyrir markmann Kýpur.
66. mín
Úff munaði litlu, Guðný með fyrirgjöf sem fer í varnarmann Kýpur og á Eleni í markinu sem missir boltann en bjargar honum á línunni.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
64. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Amanda Andradóttir
Amanda tekur horn beint á kollinn á Alexöndru sem skallar hann í netið, 5-0.

63. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Ef mér skjátlast ekki er Berglind Rós að koma inn á sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
63. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)

Alexandra Bía Sumarliðadóttir
62. mín
Ísland á horn, Karólína tekur hornið og setur boltann inn á teginn, Kýpverjar skalla frá og boltinn berst út á Elísu sem tekur skotið sem fer yfir.
61. mín
Sveindís reynir vippu inn fyrir á Dagný en boltinn bara örlítið og langur og Eleni í markinu handsamar hann.
60. mín
Inn:Chara Neofytou (Kýpur) Út:Christiana Solomou (f) (Kýpur)

Alexandra Bía Sumarliðadóttir
59. mín
Guðný á fyrirgjöf á Svövu sem skallar boltann fram hjá.
58. mín
Karólína Lea með frábæra sendingu upp í horn á Elísu sem nær fyrirgjöfinni en Íslensku sóknarmennirnir ná ekki að pota boltanum í markið.
55. mín
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
54. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
Drauma sending frá Elísu utan að vinstri kantinum yfir á fjær á Sveindísi sem klárar þetta stórkostlega í fyrstu snertingu.





54. mín
Dagný fær boltann við vítateig og ætlar að renna honum inn fyrir á Svövu en varnarmaður Kýpur les sendinguna.
52. mín
Sif sendir boltanum upp á Karólínu sem gabbar varnarmann Kýpur og leyfir honum að fara upp á Amöndu sem á fyrirgjöf sem ratar ekki á Íslending.
50. mín
Guðný með fyrirgjöf sem ratar til Sveindísar, Sveindís leggur hann til hliðar á Karólínu sem rennir honum inn á Svövu sem rétt missir af boltanum.
49. mín
Sending inn á teginn og Alexandra reynir bakfallsspyrnu en hittir boltann ekki, Ísland er í stórsókn.
48. mín
Sveindís sendir boltann upp á Guðný sem er í overlappinu, sendingin er aðeins of föst og Guðný nær ekki til hans.
47. mín
Sveindís þurkar af boltanum með handklæðinu sínu og tekur svo langt inn kast sem Kýpverjar ná að hreinsa frá.
46. mín
Inn:Loucretia Chrysostomou (Kýpur) Út:Irene Andreou (Kýpur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Inn:Katerina Panagiotou (Kýpur) Út:Marilena Georgiou (Kýpur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Leikur hafinn
Svava spyrnir síðari hálfleik af stað.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Hálfleikur
3-0 í hálfleik.
Ísland með gríðarlega yfirburði og hefur leikurinn farið að lang mestu leyti fram á vallarhelmingi Kýpur, vonandi fáum við fleiri mörk í seinni hálfleiknum.
45. mín
Klafs í teignum eftir horn að lokum berst boltinn til Svövu sem á skot sem fer rétt yfir.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Ísland fær horn Karólína tekur það stutt á Amöndu sem setur hann fyrir og Ingibjörg á skalla sem fer fram hjá.
45. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur.
45. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
Guðný með fyrirgjöf, Elísa er fyrst á boltinn sem hrekkur svo fyrir Karólínu sem setur boltann snyrtilega í netið.





43. mín
Kýpur með sókn, Marilena Georgiou á góða sendingu inn fyrir á Krystyna Freda sem á skot á markið sem fer yfir, ekki galin tilraun samt sem áður.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
37. mín
Amanda með góða sendingu inn í teig á Dagný, Dagný með góða fyrstu snertingu og kemur sér fram hjá varnarmanni Kýpur en er of lengi að taka skotið og varnarmaður Kýpur sópar þessu frá.
35. mín
Nú liggur sóknarmaður Kýpur eftir en þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem Anastasiya Romanyuk dómari leiksins þarf að stöðva leikinn eftir að leikmaður Kýpur liggur eftir.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
32. mín
Sveindís með fyrirgjöf á Svövu en Eleni Ttakka ver frá henni, Karólína nær frákastinu og leggur hann í netið en Svava var dæmd brotleg fyrir að fara í markmanninn og markið stendur ekki.

28. mín
Elísa með fyrirgjöf sem berst á Sveindísi sem er í ágætri stöðu en hittir boltann illa.
27. mín
Sveindís tekur langt innkast á Dangýju sem nær ekki að stýra boltanum inn á teiginn.
25. mín
Amanda með skot af löngu færi sem rúllar í fangið á Eleni í marki Kýpur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
21. mín

Alexandra Bía Sumarliðadóttir
20. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Sveindís Jane
Alexandra leggur boltann út til hægri á Sveindísi sem spólar fram hjá bakverði Kýpursog smyr svo boltann upp í þaknetið, geggjuð afgreiðsla.

17. mín
Svava fær boltann inn í teig, móttakan svíkur hana aðeins og Mikaella Chaliou hreinsar í burtu, var reyndar ekki langt frá því að negla honum í sitt eigið mark.
16. mín
Dagný brýtur á Eleni Giannou á miðjum velli.
15. mín
Amanda reynir fyrirgjöf en Eleni í marki Kýpur grípur boltann.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
14. mín
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
13. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
Dangý skorar með skalla!
Amanda með frábæran undirbúning, snýr af sér varnarmann Kýpur og leggur hann út í hlaupaleiðina fyrir Elísu sem setur hann fyrir og Dagný stangar hann í markið.
Glæsileg sókn.

11. mín
Sveindís með langt innkast á Ingibjörgu sem flikkar honum inn í teig og Karólína á skalla að marki en hann fer fram hjá.
10. mín
Þarna ætlaði Sveindís að skora!
Leikur sér að varnamörnum Kýpur og skýtur svo á markið en boltinn fer fram hjá, hefði verið skynsamlegt að setja hann út í teig þarna þar sem bæði Dagný og Svava voru á auðum sjó.
8. mín
Karólína með fyrirgjöf frá vinstri, Sveindís nær snetringunni en Eleni í marki Kýpur kemur boltanum frá Dagný nær frákastinu en boltinn endar í höndunum á Eleni.
7. mín
Svava Rós reynir fyrirgjöfina en boltinn endar fyrir aftan markið.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
5. mín
Leikurinn byrjar rólega íslenska liðið hefur haldið boltanum vel á vallarhelmingi Kýpverja en ekki náð að brjóta sér leið í gegnum vörnina.
1. mín
Leikur hafinn
Kýpur byrjar þenna leik!
Fyrir leik
10 mínútur í leik og liðin hafa lokið upphitun.
Hér blæs aðeins og rignir hressilega, völlurinn er blautur og virðist frekar laus í sér.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Fyrir leik
Byrjunarliðið er komið inn - Sjö breytingar!
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, gerir sjö beytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum frábæra gegn Tékklandi í síðustu viku.

Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir spilar sinn annan A-landsleik. Hún er að byrja í fyrsta sinn fyrir Ísland.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er 18 ára, fær tækifæri í markinu. Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrja í hjarta varnarinnar og kemur Elísa Viðarsdóttir inn í stöðu vinstri bakvarðar.

Þá kom Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir einnig inn í liðið. Svava skoraði í síðasta leik og byrjar hún sem fremsti maður Íslands.


Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik

Það rignir duglega á Laugardalsvelli!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sveindís Jane Jónsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í vikunni og sagði liðið ætla að leggja áhreslu á góðan sóknarleik.
,,Við ætlum að sækja vel á þær og skora eins mikið og við getum. Við ætlum auðvitað líka að verjast, en planið er að sækja vel á þær og skerpa aðeins á sóknarleiknum."

,,Við ætlum að gera eins og hin tvö liðin sem hafa skorað átta mörk á þær, eða fleiri bara. Þetta er akkúrat leikur þar sem við viljum koma markatölunni aðeins upp."

Fyrir leik
Mótherjinn
Kýpur hefur spilað þrjá leiki í riðlinum og tapað þeim öllum, í þessum þremur leikjum hefur liðið fengið á sig 20 mörk og skorað eitt.

Um Kýpverska liðsið hafði Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins þetta að segja:
,, Það er mikill dugnaður í þessu liði þó að tölurnar í síðustu tveimur leikjum hafi ekki verið góðar. Hollenska liðið er frábært og þær áttu í basli þar. Tékkarnir skoruðu mikið úr föstum leikatriðum, voru grimmar þar og refsuðu. Þær voru að fá færi í báðum þessum leikjum og voru að koma sér í fínar stöður."
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er þriðji leikur Íslands í undankeppninni, fyrsti leikurinn fór fram í september þegar liðið tapaði 0-2 á móti Evrópumeisturum Hollands.

Síðastliðinn föstudag mætti liðið Tékkum, íslenska liðið spilaði frábærlega og endaði leikurinn 4-0 fyrir Íslandi.

Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Ísland tekur á móti Kýpur í undankeppni HM í Nýja-Sjálandi og Ástralíu 2023.

Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Byrjunarlið:
12. Eleni Ttakka (m) ('70)
3. Maria Ioannou
5. Victoria Zampa
7. Eleni Giannou ('70)
10. Christiana Solomou (f) ('60)
16. Sara Papadopoulou
17. Marilena Georgiou ('46)
18. Mikaella Chaliou
19. Filippa Savva
20. Irene Andreou ('46)
21. Krystyna Freda

Varamenn:
1. Maria Matthaiou (m) ('70)
22. Constantina Kouzali (m)
2. Chara Charalambous
6. Chara Neofytou ('60)
8. Kyriaki Vasiliou ('70)
9. Antri Violari
11. Loucretia Chrysostomou ('46)
13. Korina Paola Adamou
14. Katerina Panagiotou ('46)
15. Antria Kirkini
18. Stavriana Antoniou

Liðsstjórn:
Angelos Tsolakis (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: