Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Kharkiv
0
0
Breiðablik
09.11.2021  -  17:45
OSC Metalist
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: 3 gráðu hiti á þessum stóra leikvangi
Dómari: Riem Hussein (Þýskaland)
Byrjunarlið:
23. Gamze Yaman (m)
3. Kristine Aleksanyan
6. Olha Basanska
8. Olha Boychenko
9. Anna Petryk
11. Birgul Sadikoglu
17. Daryna Apanaschenko (f)
20. Iryna Elva Kochnyeva ('86)
22. Lyubov Shmatko
55. Yuliia Shevchuk ('86)
77. Olha Ovdiychuk

Varamenn:
1. Inha Mostova (m)
31. Maria Svidunovich (m)
10. Dajana Spasojevic ('86)
15. Solomiaa Kupiak
16. Anastasiya Voronina
18. Alevtina Utitskikh
88. Ganna Voronina ('86)

Liðsstjórn:
Valentyna Kotyk (Þ)

Gul spjöld:
Olha Basanska ('73)
Lyubov Shmatko ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bæði lið koma sér á blað í riðlinum. Það er fréttamannafundur framundan svo við sjáum á eftir hvað Ásmundur Arnarsson segir eftir þennan leik.

Takk fyrir samfylgdina í kvöld!
92. mín
Það eru bara einhverjar sekúndur eftir af þessum leik. Kharkiv fengið betri færi og verið mun meira með boltann í kvöld. Breiðablik getur vel við unað að ná í stig úr þessum leik.
91. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Vigdís Lilja er 16 ára gömul. Mikið efni.
90. mín
Karitas í góðri fyrirgjafarstöðu en nær ekki nægilega góðum bolta fyrir. Vantaði aðeins upp á þarna, var lofandi sókn.
88. mín
Hvorugt liðið hefur náð að skora mark í riðlinum. Stefnir í að það haldist óbreytt...
86. mín
Inn:Ganna Voronina (Kharkiv) Út:Yuliia Shevchuk (Kharkiv)
86. mín
Inn:Dajana Spasojevic (Kharkiv) Út:Iryna Elva Kochnyeva (Kharkiv)
85. mín
Kharkiv reynir að fiska vítaspyrnu en Hussein dómari fellur ekki í gildruna.
85. mín
Agla María með skot sem dempast af varnarmanni.

Kharkiv að undirbúa tvöfalda skiptingu.
83. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur verið dugleg í þessum leik. Birta, 19 ára, kemur inn í hennar stað.
81. mín
Stefnir í fyrsta stig sem íslenskt félagslið fær í riðlakeppni í Evrópu. Vonandi verða þau samt þrjú!
80. mín
Kharkiv nær að skalla boltann frá eftir aukaspyrnuna.

Skömmu síðar á Agla María fyrirgjöf sem markvörður Kharkiv nær að grípa frekar auðveldlega.
79. mín Gult spjald: Lyubov Shmatko (Kharkiv)
Of sein í tæklingu og Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kharkiv.
78. mín
Ef krakkarnir í UEFA eru með tölfræðina á hreinu hefur Kharkiv verið 62% með boltann á móti 38% Blika.

Marktilraunir: 9-4
Á markið: 4-2
Hornspyrnur: 9-3
76. mín
Hildur Antonsdóttir ætlar að leggja boltann út í teiginn þar sem Taylor var mætt en varnarmaður Kharkiv náði að vera fyrir.
75. mín
Þessi lið mætast aftur á Kópavogsvelli þann 18. nóvember. Það væri ansi gott að ná í stig hérna og svo þrjú á heimavelli. Taka fjögur stig gegn Kharkiv.

Nóg eftir enn. Mögulega gæti Breiðablik rænt öllum stigunum þremur í kvöld!
73. mín Gult spjald: Olha Basanska (Kharkiv)
Fór í bakið á Karitas.
69. mín
Breiðablik reynir að sækja hratt en Hildur Antonsdóttir dæmd rangstæð. Þetta var mjög tæpt...
67. mín
Horn og svo aftur horn. Áttunda hornspyrna Kharkiv. Boltinn svo af Ovdiychuk og afturfyrir. Markspyrna.
66. mín
Ovdiychuk með boltann í teignum, Selma Sól Magnúsdóttir nær að reka tá í hann og það er hornspyrna sem heimakonur fá.
63. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Eftir hornspyrnuna ætlaði Kharkiv í hraða sókn en Agla María braut af sér. Þriðja gula spjaldið á Breiðablik.
62. mín
Hættuleg sókn Breiðabliks!

Taylor rennir boltanum á Öglu Maríu sem er vinstra megin í teignum. Hún sparkar í boltann sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Þriðja hornspyrna Blika í leiknum.
61. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Nær ekki til boltans og brýtur af sér. Réttur dómur.
60. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ KHARKIV!

Lyubov Shmatko fór illa með þetta dauðafæri við markteiginn! Náði ekki almennilegu valdi á boltanum og Telma nær að verja. Telma búin að vera flott í markinu.
59. mín
Shevchuk kemst í dauðafæri en flaggið á loft. Rangstaða. Hárréttur dómur.
57. mín
Vandræðagangur í vörn Breiðabliks og Ovdiychuk á skot sem dempast af varnarmanni og Telma handsamar svo boltann. Þarna hefði Kharkiv getað refsað! Breiðablik gaf boltann frá sér auðveldlega.
Skilum bestu kveðjum á Ölver þar sem fylgst er með þessum spennandi leik.
52. mín
Fimmta hornspyrna Kharkiv. Hættulegur bolti fyrir, hann fer svo af Taylor og afturfyrir. Sjötta hornspyrna Kharkiv...

Breiðablik nær að bægja hættunni frá.
51. mín
Agla María með fyrirgjöf. Æfingabolti fyrir Yaman.
50. mín
ÚFFF! Kharkiv í dauðafæri! Ovdiychuk fór upp vinstra megin og átti sendingu fyrir en sem betur fer skaut Boychenko framhjá úr hörkufæri við markteiginn.
49. mín
HILDUR KOMIN INN Í TEIG OG LÆTUR VAÐA!

Aðeins þröngt færi og Yaman í marki Kharkiv nær að verja.
48. mín
Helena Ólafsdóttir er að lýsa leiknum af stakri prýði og hún vonast eftir því að Breiðablik nái að koma Öglu Maríu almennilega inn í leikinn. Agla María haft hægt um sig hingað til í leiknum.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR er farinn af stað! Vonandi fáum við tíðindameiri seinni hálfleik. Fátt markvert sem gerðist fyrir hlé.
46. mín
Inn:Alexandra Soree (Breiðablik) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik með skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Farinn í einn bolla áður en seinni hálfleikurinn fer af stað.
45. mín
Taylor Marie Ziemer með skot fyrir utan teig, hittir á markið en Yaman á ekki í vandræðum með að verja. Boltinn meðfram jörðinni.
45. mín
Vantar aðeins upp á gæðin í sendingum fram á við hjá Breiðabliki. Kópavogsliðinu gengur ekki nægilega vel að koma sínum fremstu leikmönnum inn í leikinn.

Apanaschenko með skot af mjög löngu færi. Rosalega langr framhjá. Engin hætta.

2 mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
43. mín
Kharkiv fær tvær hornspyrnur í röð. Apanaschenko spyrnir boltanum fyrir en Hafrún Rakel nær að hreinsa.
42. mín
Grípum niður í smá tölfræði úr leiknum hingað til...

Marktilraunir: 4-1
Á markið: 2-0
Hornspyrnur: 2-2
Rangstöður: 0-2
38. mín
Meðan það er markalaust í þessum leik er Chelsea að vinna 5-0 útisigur gegn Servette í Sviss í leik sem hófst á sama tíma.

Kharkiv í hættulegri sókn en Kristín Dís Árnadóttir réttur leikmaður á réttum stað og kemur boltanum í burtu. Breiðablik fer í sóknina og Karen María á skot af löngu færi, talsvert langt frá því að hitta á markið.
35. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks notar hendurnar til að taka Shevchuk niður. Réttilega fær hún gult spjald.
34. mín
Kharkiv fær hættulegt færi! Fyrirgjöf inn í teiginn og Sadikoglu með skalla en Telma nær að verja.
32. mín
Taylor tók spyrnuna stutt. Renndi á Öglu Maríu og þetta rann á endanum út í sandinn. Ég er ekki mikill aðdáandi stuttra hornspyrna, skal viðurkenna það. Af hverju ekki að nýta bara tækifærið þegar þú færð fría fyrirgjöf inn í teiginn?
31. mín
Hildur Antonsdóttir gerir vel og vinnur hornspyrnu. Taylor að fara að taka spyrnuna...
28. mín
Karitas er mætt aftur inná völlinn, getur haldið leik áfram.
27. mín
Karitas og Olha Basanska lenda saman. Dæmd aukaspyrnu á Karitas sem liggur eftir og þarf aðhlynningu. Ásmundur sendir varamenn að hita.
24. mín
Kristín Dís með misheppnaða sendingu úr vörninni, beint á Kharkiv leikmann. Hættuleg sókn og heimaliðið vinnur hornspyrnu.

Fín hornspyrna en Kristín gerir vel og hreinsar frá.
21. mín
Fyrsta hornspyrna Breiðabliks. Hvernig nýtir Kópavogsliðið þetta fasta leikatriði? Fín spyrna fyrir markið og mikil barátta í teignum, boltinn fór í Selmu Sól sýndist mér en hún nær ekki að stýra honum á markið.
19. mín
Löng sending fram en Yaman vel á verði í markinu, kemur vel út úr marki sínu og þrusar boltanum frá.
17. mín
Breiðabliki gengur ekki nægilega vel að halda í boltann. Kharkiv mun meira með knöttinn. Tvær marktilraunir komnar í leiknum, báðar frá úkraínska liðinu.
16. mín
Taylor vinnur boltann og sendir á Hildi en Aleksanyan með góða vörn, kemst framfyrir Hildi sem svo brýtur á henni.
14. mín
Eftir gott spil átti Apanaschenko fyrirgjöf, Ovdiychuk var tilbúin við fjærstöngina en Telma í markinu gerði vel og handsmaðaði boltann af öryggi.
10. mín
Varnarmenn Breiðabliks í smá vandræðum með heimakonur. Apanaschenko fyrirliði vinnur fyrstu hornspyrnu leksins.

Hornið tekið en Breiðablik nær að bægja hættunni frá.
8. mín
Kristine Aleksanyan brýtur á Öglu Maríu og Breiðablik fær aukaspyrnu úti vinstra megin, rétt fyrir ofan miðlínuna. Sending fram á Taylor en dæmd hendi á hana fyrir utan teiginn.
5. mín
Hættuleg sending á Hildi í teignum, hún stingur sér milli varnarmanna og nær snertingu á boltann en missir hann afturfyrir. Yaman í markinu var komin út á móti.

Úkraínska liðið sækir snöggt fram og það endar í hörkufæri. Olha Ovdiychuk fór sem betur fer illa með þetta. Skaut vel framhjá.
3. mín
Birgul Sadikoglu með fyrstu skottilraun leiksins. Af löngu færi en svakalega kraftlítið og auðvelt fyrir Telmu í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þýski dómarinn Riem Hussein hefur flautað til leiks. Breiðablik hóf leikinn.
Fyrir leik
Samkvæmt UEFA er Kharkiv að spila 3-5-2 leikkerfi. Hér má sjá hvernig Breiðablik spilar, í hefðbundna 4-3-3 kerfinu:


Fyrir leik


Það er örstutt í leik. Alvöru leikvangur sem spilað er á, tekur 40 þúsund áhorfendur og var notaður á EM karla 2012. Það er búist við nokkur þúsund áhorfendum og þeir týnast nánast á þessum stóra velli sem er mjög tómlegur.

Áhorfendur eru vel klæddir, skiljanlega enda er þriggja gráðu hiti og ekki mun hitna með kvöldinu!
Fyrir leik
Ásmundur Arnarsson gerir eina breytingu frá síðasta Meistaradeildarleik, 5-0 tapinu gegn Real Madrid á Spáni. Karen María Sigurgeirsdóttir, sem kom frá Þór/KA, kemur inn í byrjunarliðið í stað Tiffany Mc Carty sem er á bekknum.
Fyrir leik
Hér er hægt að horfa á leikinn í beinni:

Fyrir leik

17:45 Kharkiv - Breiðablik
20:00 París - Real Madrid
Fyrir leik
Fyrir leik
Velkomin í þessa beinu textalýsingu


Breiðablik mætir WFC Kharkiv í dag, þriðjudag, í Meistaradeild kvenna en leikurinn fer fram í Úkraínu

Leikurinn fer fram á OSC Metalist og hefst hann kl. 17:45 að íslenskum tíma. Bæði lið eru án stiga eftir tvo leiki og mætast þau nú í tveimur leikjum í röð. Seinni viðureignin fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 18. nóvember.

Á fréttamannafundi í gær var Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks beðinn um að bera styrkleika íslensku og úkraínsku deildanna saman.

"Það er erfitt að bera deildirnar saman en það sem maður hefur séð af Kharkiv er þetta fínt lið. Fyrirgjafir þess eru hættulegar og við reiknum með jöfnum leik á morgun ef horft er á stöðuna í riðlinum."

Hvernig metur Ásmundur möguleikana í dag?

"Við teljum að möguleikarnir séu svona 50/50. Öll tölfræði hjá liðunum er mjög svipuð. Vonandi náum við góðum leik og þá góðum úrslitum."

Það er nokkuð síðan Breiðablik spilaði síðast keppnisleik.

"Það er áskorun að halda liðinu í leikæfingu en margir leikmenn hafa verið í landsliðinu og við höfum reynt að spila æfingaleiki eins og hægt er. Hin liðin eru ekki byrjuð að æfa fyrir næsta tímabil svo við höfum spilað gegn liðum sem eru með stráka í bland til að fá alvöru leiki," segir Ásmundur.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('91)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('46)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('83)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
11. Alexandra Soree ('46)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('91)
16. Tiffany Janea Mc Carty
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('35)
Taylor Marie Ziemer ('61)
Agla María Albertsdóttir ('63)

Rauð spjöld: