Grikkland U21
1
0
Ísland U21
Giannis Michallidis '37 , víti 1-0
Georgios Kanellopoulos '46
1-0 Brynjólfur Willumsson (f) '71 , misnotað víti
16.11.2021  -  14:00
Stadio Theodoros Kolokotronis
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 13 gráður og skýjað
Dómari: Alain Durieux (Lúxemborg)
Byrjunarlið:
1. Kostas Tzolakis (m)
2. Eleftherios Lyrazis
3. Giannis Michallidis
4. Ionnais Christopulos ('67)
5. Apostolos Diamantis
6. Theocharis Tsiggaras ('77)
7. Georgios Kanellopoulos
8. Vasilis Sourlis ('86)
9. Fotios Ioannidis
10. Ioannis Botos
11. Vasileios Zagaritis

Varamenn:
12. Christos Mandas (m)
14. Ioannis Sardelis
15. Giorgos Antzoulas
16. Konstantinos Thyminias ('77)
17. Froixos Grivas
19. Alexandros Lolis
20. Andreas Athanasakopoulos ('86)
21. Nikolaos Michelis
23. Alexandros Tereziou ('67)

Liðsstjórn:
Georgios Simos (Þ)

Gul spjöld:
Georgios Kanellopoulos ('18)
Giannis Michallidis ('45)
Kostas Tzolakis ('70)
Alexandros Tereziou ('70)
Vasileios Zagaritis ('71)
Eleftherios Lyrazis ('96)

Rauð spjöld:
Georgios Kanellopoulos ('46)
Leik lokið!
Íslenska liðið fór svakalega illa að ráði sínu í þessum leik. Öll tækifæri gáfust til að sækja sigur í Grikklandi.
96. mín Gult spjald: Eleftherios Lyrazis (Grikkland U21)
95. mín
Þetta er rosalegt.

Einum fleiri allan seinni hálfleik.
Klúðruð vítaspyrna.
Fjölmörg tækifæri farið forgörðum.
Dauðafæri í uppbótartíma.
94. mín
Leikmaður Grikklands liggur á vellinum. Gera allt til að tefja leikinn.
93. mín
DAUÐAFÆRI! Kristall Máni Ingason með skot sem er varið! Var einn gegn markverði Grikkja sem varði frábærlega af stuttu færi. Vá. Besta færi leiksins.
91. mín
Tveir grískir leikmenn liggja í grasinu. Éta upp af klukkunni.
91. mín
Fimm mínútum bætt við. Grikkir eiga boltann eftir brot hjá Valgeiri.
90. mín
Ísland sækir og sækir, leit að jöfnunarmarki! Mun markið detta?
88. mín
Skot en varnarmaður Grikkja komst fyrir. Viktor Örlygur í teignum.
88. mín
Hákon Arnar Haraldsson með skot... endar í hornspyrnu.
86. mín
Inn:Andreas Athanasakopoulos (Grikkland U21) Út:Vasilis Sourlis (Grikkland U21)
Alvöru eftirnafn að koma inná. Þakka fyrir að vera ekki að lýsa þessu í sjónvarpi.
86. mín
Kristall Máni með skot fyrir utan teig. Hittir boltann afar illa. Hátt yfir.
85. mín
Á ég að trúa því að íslenska liðið sé að fara tómhent úr þessum leik?
85. mín
Þung sókn Íslands. Markvörður Grikklands kýlir boltann frá. Þetta endar svo með skoti. Kristian Nökkvi Hlynsson hitti boltann illa. Framhjá.
83. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (Ísland U21) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21)
83. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) Út:Birkir Heimisson (Ísland U21)
82. mín
Alltof margar daprar sendingar þegar við erum í góðum stöðum. Pirrandi.
82. mín
Hornspyrna. Hákon tekur spyrnuna. Grikkir ná að skalla frá.
80. mín
Íslenska liðið sækir og sækir en það vantar uppá ákvarðanatöku og sendingar.
77. mín
Inn:Konstantinos Thyminias (Grikkland U21) Út:Theocharis Tsiggaras (Grikkland U21)
77. mín
Kristian Nökkvi Hlynsson með skot rétt framhjá.
76. mín
Zagaritis í hættulegu færi en skýtur framhjá. Döpur spyrna.
75. mín
Kolbeinn Þórðarson tók við fyrirliðabandinu af Brynjólfi. Á skot framhjá markinu.
72. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21) Út:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21)
72. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Þung skref hjá Brynjólfi eftir að hafa klúðrað vítinu.
71. mín Gult spjald: Vasileios Zagaritis (Grikkland U21)
Spjaldaglaður dómarinn.
71. mín Misnotað víti!
Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Neeeeiiii... utanverð stöngin og framhjá. Vont víti!
70. mín Gult spjald: Alexandros Tereziou (Grikkland U21)
70. mín Gult spjald: Kostas Tzolakis (Grikkland U21)
Fyrir mótmæli.
69. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI! Hákon Arnar sparkaður niður í teignum og íslenska liðið fær vítaspyrnu! Zagaritis brotlegur.
67. mín
Íslenska liðið að búa sig undir tvöfalda skiptingu. Kristall Máni og Sævar Atli eru að koma inn.
67. mín
Inn:Alexandros Tereziou (Grikkland U21) Út:Ionnais Christopulos (Grikkland U21)
66. mín
Gríska liðið með agaðan varnarleik tíu gegn ellefu. Ísland miklu meira með boltann, hann látinn ganga á milli manna en síðasta sendingin er yfirleitt að bregðast. Nú átti Valgeir Lunddal sendingu sem flaug afturfyrir.
64. mín
Skyndisókn hjá heimamönnum en Christopoulos nær ekki skoti á markið.
63. mín
Fyrirgjöf í teiginn þar sem Brynjólfur er í baráttunni, nær skalla en nær ekki að stýra honum á markið.
61. mín
Hákon Arnar Haraldsson með skot framhjá.
58. mín
Atli Barkarson tekur aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika en ekki nægilega góð spyrna og varnarmaður Grikkja skallar frá. Vantar aðeins meiri gæði í spyrnurnar hjá okkar mönnum.
54. mín
Fínt spil Íslands, Kolbeinn á Bjarka vinstra megin og hann með fyrirgjöf sem Tzolakis grípur. Einstefna eftir rauða spjaldið.
51. mín
Bjarki Steinn Bjarkason skýtur yfir markið í hörkufæri. Átti að gera miklu betur þarna.
47. mín
Hákon með máttlítið skot úr aukaspyrnunni. Bent á Tzolakis.

Vonandi ná okkar menn að nýta sér liðsmuninn!
46. mín Rautt spjald: Georgios Kanellopoulos (Grikkland U21)
Brotið á Viktori Örlygi! Kanellopoulos fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ísland á aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn.

Alveg við vítateigsendann. Einhverjir vildu meina að þetta hafi verið fyrir innan teig.

ROSALEG byrjun á seinni hálfleiknum!
46. mín
Velkomin aftur! Seinni hálfleikur er farinn af stað

Grikkir byrjuðu seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Durieux flautar til hálfleiks í þessum jafna og mjög svo spennandi leik. Það er hiti í leikmönnum þegar þeir ganga til búningsklefa.
45. mín Gult spjald: Giannis Michallidis (Grikkland U21)
Tók upp boltann þegar Ísland fær aukaspyrnu. Óþarfa stælar.
45. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
Það er svakalegur hiti og barátta í þessum leik. Menn að hreyta fúkyrðum í hvorn annan og mikil læti.
45. mín
Ísland fær hornspyrnu. Finnur Tómas í baráttu í teignum en er dæmdur brotlegur.
44. mín
Stungusending og Grikkir að komast í hörkufæri. Sóknarmaður Grikkja fellur rétt fyrir utan teig í viðskiptum við Finn Tómas en sem betur fer er ekkert dæmt. Finnur náði að pota í boltann.

Hefði dómarinn flautað hefði Finnur fokið í sturtu.
43. mín
Tölfræði:
Marktilraunir: 4-3
Á markið: 1-1
Gul spjöld: 1-3
42. mín
Kolbeinn á skot af töluverðu færi, beint á Tzolakis í marki Grikklands sem nær að verja.
41. mín
Kolbeinn braut á Christopoulos á miðjum vallarhelmingi Íslands. Grikkirnir setja boltann í spil.
39. mín Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland U21)
Peysutog. Þriðji íslenski leikmaðurinn sem fer í svörtu bókina hjá Alain Durieux dómara frá Lúxemborg.
37. mín Mark úr víti!
Giannis Michallidis (Grikkland U21)
Jökull fer í rangt horn og heimamenn taka forystuna.
36. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (Ísland U21)
Grikkir fá víti. Finnur Tómas dæmdur brotlegur. Togaði Ioannis Botos niður í teignum.
33. mín Gult spjald: Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Fyrirliði Íslands fær gult spjald fyrir brot á vallarhelmingi Grikklands. Mótmælir þessari ákvörðun dómarans en það skilar engu.
31. mín
Ísland fær hornspyrnu. Hákon tekur spyrnuna. Boltinn skoppar um teiginn eftir hornið og svo á Atli Barkar skot hátt yfir.
30. mín


Leikurinn stopp í nokkrar mínútur svo leikmaður Grikklands gæti fengið aðhlynningu.
28. mín
Brotið á Kolbeini Þórðarsyni á miðlínunni. Sourlis braut á honum.
26. mín
Eftir hornspyrnuna átti Giannis Michallidis skot en hitti boltann afleitlega. Þessi tilraun sigldi framhjá marknu.
25. mín
Grikkir sótt síðustu mínútur en Finnur Tómas verið öflugur í hjarta varnarinnar og komið hættunni frá. Diamantis átti svo skot en náði ekki að koma boltanum á rammann.

Í þessum skrifuðu orðum vinna Grikkir hornspyrnu.
21. mín
Fyrirgjöf frá vinstri sem Kostas Tzolakis, markvörður Grikkja, nær að handsama af miklu öryggi. Strax á eftir kemur sending fram á Brynjólf sem er flaggaður rangstæður.
18. mín Gult spjald: Georgios Kanellopoulos (Grikkland U21)
Fær gult spjald fyrir brot. Braut á Kristian Nökkva.
18. mín
Góðar fréttir, erum loks komnir í samband við Grikkland! Staðan er enn markalaus.


6. mín
Viktor Örlygur Andrason á fyrstu marktilraun leiksins en nær ekki að hitta rammann. Veit því miður ekki meira um þessa ágætu tilraun því enn er ekki komið samband við Grikkland.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum ekki með samband við Grikkland en fáum þó helstu upplýsingar frá leiknum gegnum UEFA síðuna.

Leikurinn er allavega farinn af stað!
Fyrir leik
Ekki komið samband við Grikkland

Stutt í leik og spennan hér á skrifstofu Fótbolta.net er rosaleg. Tengillinn á útsendinguna frá Grikklandi er þó enn ekki farinn að virka og er það mögulega áhyggjuefni...

Vonandi náum við sambandi sem allra fyrst.

Fyrir leik

Fyrir leik
Byrjunarliðið er komið inn:

Davíð gerir fjórar breytingar frá liðinu sem vann Liechtenstein 0-3 á föstudag.

Viktor Örlygur Andrason, Birkir Heimisson, Jökull Andrésson og Bjarki Steinn Bjarkason koma inn í liðið fyrir þá Valgeir Valgeirsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Karl Friðleif Gunnarsson.
Fyrir leik
Staðan í riðlinum
Mikilvægur leikur framundan:


Íslenska U21 landsliðið gerði jafntefli gegn Grikklandi í viðureign liðanna sem fram fór hér á landi í september.

Ísland U21 1 - 1 Grikkland U21
1-0 Kolbeinn Þórðarson ('37 )
1-1 Fotios Ioannidis ('45 )
Lestu um leikinn
Fyrir leik
Ísland vann 3-0 sigur gegn Liechtenstein á á föstudag á meðan Grikkir unnu 2-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi. Mörk Íslands í sigrinum skoruðu þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson.

Ein breyting hefur orðið á hópnum frá leiknum gegn Liechtenstein, en Hákon Rafn Valdimarsson var kallaðar inn í hóp A karla og í hans stað kom Brynjar Atli Bragason inn í hóp U21 karla.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag!

Hér fylgjumst við með gangi mála í leik íslenska U21 landsliðsins og þess gríska sem fram fer í undankeppni EM, leikið á Stadio Theodoros Kolokotronis í Tripoli Leikvangurinn er skírður í höfuðið á frelsishetjunni Theodoros Kolokotronis.

Byrjunarlið:
12. Jökull Andrésson (m)
2. Birkir Heimisson ('83)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('72)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
11. Bjarki Steinn Bjarkason ('83)
16. Hákon Arnar Haraldsson
17. Atli Barkarson
18. Viktor Örlygur Andrason
21. Valgeir Lunddal Friðriksson ('72)

Varamenn:
1. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Valgeir Valgeirsson ('83)
4. Logi Hrafn Róbertsson
10. Kristall Máni Ingason ('72)
15. Karl Friðleifur Gunnarsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
19. Orri Steinn Óskarsson ('83)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Sævar Atli Magnússon ('72)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Brynjólfur Willumsson (f) ('33)
Finnur Tómas Pálmason ('36)
Hákon Arnar Haraldsson ('39)
Kolbeinn Þórðarson ('45)

Rauð spjöld: