Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Breiðablik
53' 4
0
Egnatia
Fótbolti.net bikarinn
Grótta
LL 3
0
KFS
Bandaríkin
5
0
Ísland
Catarina Macario '37 1-0
Catarina Macario '45 2-0
Mallory Pugh '60 3-0
Mallory Pugh '75 4-0
Kristie Mewis '88 5-0
24.02.2022  -  02:08
Toyota Stadium
SheBelieves Cup
Aðstæður: Kalt, hiti við frostmark
Dómari: Edina Alves Batista (Brasilía)
Maður leiksins: Catarina Macario
Byrjunarlið:
18. Casey Murphy (m)
5. Kelley O'Hara (f)
9. Mallory Pugh ('79)
11. Sophia Smith ('79)
12. Tierna Davidson
13. Ashley Sanchez ('86)
15. Alana Cook ('86)
17. Andi Sullivan ('86)
19. Emily Fox
20. Catarina Macario ('79)
22. Kristie Mewis

Varamenn:
1. Alyssa Naeher (m)
21. Aubrey Kingsbury (m)
2. Trinity Rodman
3. Lynn Williams ('79)
4. Becky Sauerbrunn ('86)
6. Morgan Gautrat
7. Ashley Hatch ('79)
8. Sofia Huerta
10. Jaelin Howell ('86)
14. Emily Sonnett ('86)
16. Rose Lavelle
23. Margaret Purce ('79)

Liðsstjórn:
Vlatko Andonovski (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Boltinn berst á Dagnýju inn á teignum en skotið frá henni hátt yfir.

Brasilíski dómarinn flautaði til leiksloka í kjölfarið. 5-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd.
92. mín
Sveindís vinnur hornspyrnu.
91. mín
Íslenska liðið reynt að ógna í tvígang undir lokin. Fyrst eftir aukaspyrnu og svo eftir langt innkast. Ekki mikil hætta sem skapaðist.
91. mín
Einni mínútu bætt við.
89. mín Gult spjald: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
88. mín MARK!
Kristie Mewis (Bandaríkin)
Purce kemst framhjá Elísu og finnur Mewis fyrir framan markteiginn. Mewis stýrir boltanum í fjærhornið.
86. mín
Inn:Emily Sonnett (Bandaríkin) Út:Alana Cook (Bandaríkin)
86. mín
Inn:Jaelin Howell (Bandaríkin) Út:Ashley Sanchez (Bandaríkin)
86. mín
Inn:Becky Sauerbrunn (Bandaríkin) Út:Andi Sullivan (Bandaríkin)
85. mín
Williams með skot fyrir utan teig en Cecilía er allan tímann með þetta.
84. mín
Flottur sprettur hjá Karólínu en hún reynir svo full erfiða sendingu á Sveindísi úti á kantinum sem bandaríska liðið kemst inn í.
82. mín
Dagný með skottilraun úr vítateig Bandaríkjanna en skotið fer langt framhjá.
80. mín
Inn:Ásta Eir Árnadóttir (Ísland) Út:Guðrún Arnardóttir (Ísland)
79. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
79. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland) Út:Sif Atladóttir (Ísland)
79. mín
Inn:Margaret Purce (Bandaríkin) Út:Sophia Smith (Bandaríkin)
79. mín
Inn:Ashley Hatch (Bandaríkin) Út:Catarina Macario (Bandaríkin)
79. mín
Inn:Lynn Williams (Bandaríkin) Út:Mallory Pugh (Bandaríkin)
78. mín
Það er farið að slitna á milli í íslenska liðinu og full auðvelt fyrir bandaríska liðið að skapa mikla hættu.
77. mín
Skot frá Sanchez fyrir utan teig sem Cecilía skutlar sér á eftir en skotið fer framhjá.
75. mín MARK!
Mallory Pugh (Bandaríkin)
4-0!

Macario og Pugh spila sín á milli eftir að þær unnu boltann af íslenska liðinu við miðlínu. Macario leggur boltann á Pugh sem er í dauðafæri og gerir allt rétt, klárar örugglega.
73. mín
Smith í dauðafæri og á skot eftir snarpa sókn en Cecilía gerir vel að verja með hægri fætinum.
72. mín
Sif með lélega sendingu til baka en Cecilía er snögg að átta sig og nær að þruma boltanum í burtu áður en dauðafæri skapaðist.
71. mín
Dagný með tilraun fyrir utan teig en bandaríska vörnin kemst fyrir skotið. Dagný fékk boltann fyrir utan teiginn eftir að Svava Rós hafði átt fyrirgjöf sem hreinsuð var út fyrir teiginn.
69. mín
Cecilía ver frá Smith sem átti skot hægra megin úr teignum. Færið þröngt en vel varið og Cecilía hélt boltanum.
68. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Ísland) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
65. mín
Smith fellur inn á vítateig Íslands en ekkert er dæmt.
60. mín MARK!
Mallory Pugh (Bandaríkin)
Glæsileg stungusending frá Sanchez inn á Pugh, sending sem splundrar íslensku vörninni, Pugh sýnir svo mikil gæði í því hvernig hún kláraði gegn Cecilíu, með skoti milli fóta markvarðarins.

Smá spurning um rangstöðu, ansi tæpt en markið dæmt gott og gilt.
58. mín
Sanchez fer á móti Glódísi og lætur hana líta illa út, eitthvað sem sést alls ekki oft!

Sanchez á svo skot sem Cecilía ver og heldur svo boltanum í kjölfarið.
55. mín
Hætta inn á Bandaríska teignum!

Íslenska liðið vinnur fyrstu tvo boltana inn á markteignum en Murphy þurfti ekki að gera neitt í markinu. Bandaríska liðið hreinsaði svo í kjölfarið.
55. mín
Agla María tekur hornspyrnu, boltinn berst á Glódísi sem nær ekki að koma skottilraun á markið. Ísland fær innkast sem Sveindsís tekur.
52. mín
Bandaríkin með hornspyrnu en Karólína nær að hreinsa. Svo kemur fyrirgjöf sem Cecilía mætir út í og handsamar boltann.
51. mín
Macario með fyrirgjöf sem fer af Hallberu og að Pugh á fjarstönginni en hún hittir ekki boltann í dauðafæri.
51. mín
O'Hara með skot en það fer hátt yfir íslenska markið.
50. mín
Smith með skot rétt fyrir utan teig en boltinn fer beint á Cecilíu sem handsamar boltann.
48. mín
Sveindís með fyrirgjöf sem Davidson skallar í burtu.

Ísland fær innkast og Sveindís grýtir boltanum inn á teiginn. Boltinn fer af Dagnýju og aftur fyrir og Bandaríkin eiga markspyrnu.
47. mín
Mewis með fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu en boltinn fer yfir mark Íslands.
47. mín
Sullivan með skottilraun sem fer af varnarmanni og Bandaríkin fá aðra hornspyrnu.
46. mín
Fínn varnarleikur hjá Öglu Maríu en Bandaríkin fá horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
46. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Tvöföld skipting í hálfleik.
46. mín
Inn:Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Ísland) Út:Sandra Sigurðardóttir (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Bandaríkin leiða verðskuldað með tveimur mörkum. Seinni hálfleikurinn hefst eftir um það bil korter.
45. mín
Hálfleikur
45+2

Glódís dæmd brotleg inn á vítateig bandaríska liðsins eftir langt innkast frá Sveindísi. Í kjölfarið er flautað til hálfleiks.
45. mín MARK!
Catarina Macario (Bandaríkin)
Macario fær frekar lélegasendingu frá Pugh inn á teignum. Macario gerir hins vegar vel, eltir boltann uppi, lyftir boltanum yfir Söndru í markinu og í netið fer boltinn. Fráááábær afgreiðsla!
44. mín
Agla María vinnur hornspyrnu.

Hornspyrnan er tekin stutt og Karólína kemur svo boltanum inn á teiginn og Glódís kemst í boltann. Glódís er hins vegar dæmd rangstæð.
43. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Pugh sem fer rétt yfir alla inn á teignum og endar fyrir utan völlinn. Sandra tekur útspark.
42. mín
Murphy kemur út úr markinu og grípur boltann frá Hallberu og er snögg að koma boltanum í leik.
41. mín
Dagný vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi bandaríska liðsins. Fyrirgjafarstaða fyrir Hallberu.
39. mín
Hætta við íslenska markið eftir fyrirgjöf frá Pugh.
37. mín MARK!
Catarina Macario (Bandaríkin)
Fyrsta markið er komið.

Auðvitað var það Macario sem skoraði. Löng sending fram völlinn á Macario. Frábærlega tekið hjá henni, tók skot frá vítateigshorninu vinstra megin með Glódísi fyrir framan sig. Skotið fer í fjærhornið, í stöngina og inn! Frábært skot og óverjandi fyrir Söndru í markinu.
34. mín
Guðrún með flottan varnarleik inn á vítateig íslenska liðsins, fyrst í boltann eftir fyrirgjöf og í kjölfarið er svo dæmd rangstaða á bandaríska liðið.
33. mín
Fínasta spil hjá íslenska liðinu endar með því að Karólína finnur Öglu Maríu á vinstri kantinum. Agla María með fínustu tilþrif inn á teignum og reynir svo fyrirgjöf fyrir mark bandaríska liðsins. Sveindís Jane er nálægt því að komast í boltann en bandaríska vörnin nær að hreinsa.
31. mín
Flott tækling hjá Gunnhildi, kemur í veg fyrir að bandaríska liðið komist upp vinstri kantinn og í fyrirgjafarstöðu.
29. mín
Dagný með misheppnaða sendingu til baka og bandaríska liðið fær hornspyrnu.

Mewis tekur hana en Glódís vinnur fyrsta boltann og svo fær íslenska liðið aukaspyrnu inn á eigin vítateig.
26. mín
Mewis kemst ein á móti Söndru eftir bras í varnarleik íslenska liðsins. Mewis reynir skot með tánni en það er afleitt og fer framhjá fjærstönginni.
26. mín
Macario með fyrirgjöf úti hægra megin en Sandra er vel á verði í teignum og handsamar boltann. Macario mjög lífleg.
23. mín
Bandaríkin fá hornspyrnu. Mewis með spyrnuna og boltinn berst á Sanchez sem á skot en íslenska liðið nær að verjast því. Í kjölfarið nær íslenska liðið að hreinsa.
22. mín
Pugh í dauðafæri eftir langa sendingu frá Macario. Pugh kemst inn fyrir íslenska liðsins og Sif nær ekki að elta hana uppi. Skotið frá Pugh fer framhjá íslenska markinu, sem betur fer!
21. mín
Hornspyrna frá Karólínu sem Murphy grípur í annarri tilraun, smá hætta þarna þegar Murphy var að ná stjórn á boltanum en ekkert varð úr þessu.
19. mín
Karólína vill fá hendi dæmda á leikmann bandaríska liðsins við teiginn. Boltinn hrökk vissulega í hönd Fox en það hefði verið ansi strangur dómur að dæma hendi á þetta.
18. mín
Það er mikið líf í upphafi þessa leiks og sóknarþungi bandaríska liðsins mikill. Það eru hins vegar tækifæri fyrir íslenska liðið að sækja og verður að nýta þau tækifæri vel til að létta aðeins á pressunni að íslenska markinu.
18. mín
Hallbera með fyrirgjöf sem ætluð var Berglindi en Davidson nær að skalla í burtu. Bergind var svo dæmd rangstæð.
17. mín
Fyrirgjöf frá Pugh sem Sanchez reynir að flikka áfram en boltinn fer af Guðrúnu og Sandra nær svo að handsama boltann.
16. mín
Skot frá Ashley Sanchez sem íslenska liðið nær að komast fyrir og svo á Emily Fox sem lætur fvaða en skotið fer rétt yfir íslenska markið.
15. mín
Pugh reynir fyrirgjöf þegar hún var komin inn á vítateiginn en Glódís hreinsar. Svo kom fyrirgjöf frá Macario sem Glódís kom einnig í burtu.
14. mín
Sandra kýlir fyrirgjöf Macario í burtu og íslenska liðið nær svo að hreinsa.
12. mín
Sandra með sína aðra vörslu í leiknum. Skot úr teignum frá Macario sem Sandra ver í burtu.
12. mín
Agla María fær flotta sendingu og er kominn langt inn í teig bandaríska liðsins þegar hún reynir fyrirgjöf. Fyrirgjöfin ekki nægilega góð og spurning hvort að Agla hefði átt að reyna skot!
11. mín
Misskilningur í vörninni og sending frá Guðrúnu sýndist mér sem ratar ekki á Söndru í markinu sem hafði komið út á móti. Þetta reddast samt allt!
10. mín
Karólína Lea með skottilraun rétt fyrir utan teig. Fyrirgjöf frá Gunnhildi sem hreinsuð er út fyrir teiginn og Karó reynir skot sem fer beint á Murphy í marki Bandaríkjanna.
8. mín
Sveindís Jane lá aðeins eftir en reis upp þegar Dagný kom boltanum til hennar. Sveindís lætur vaða fyrir utan teig með vinstri fæti og skotið ekki langt framhjá, fínasta skot!
7. mín
Pugh fær botann úti vinstra megin við teiginn og á skot langt framhjá.
6. mín
Boltinn hefur þrisvar sinnum komið inn á vítateig íslenska liðsins eftir sendingar aftur fyrir vörnina. Sandra hefur verið vel vakandi í öll skiptin, hreinsað tvisvar og varði svo áðan frá Pugh.
4. mín
Það má geta þess að Tékkland endaði í 3. sæti í mótinu eftir markalaust jafntefli gegn Nýja-Sjálandi fyrr í kvöld. Nýja-Sjáland endar í fjórða sæti.
3. mín
Andi Sullivan kemur boltanum á Mallory Pugh vinstra megin í teignum. Flott spil hjá Bandaríkjunum.

Pugh kemur á ferðinni inn á teiginn og á skot af frekar stuttu færi en Sandra er vel á verði og ver vel.
1. mín
1. mín
Leikur hafinn
Bandaríkin byrja með boltann!
Fyrir leik
Útsending frá leiknum er hafin. Íslenska liðið spilar í bláum búningum í nótt.
Fyrir leik
Dómarateymið í kvöld kemur frá Brasilíu. Edina Ales Batista heldur um flautuna í leiknum.
Fyrir leik
Það er kalt í Dallas í kvöld. Hiti við frostmark, eitthvað sem ætti að henta íslenska liðinu ágætlega.
Fyrir leik
Byrjunarliðið hefur verið opinbert!

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, gerir tíu breytingar á liðinu. Einungis Karólína Lea Vilhjálmsdóttir heldur sæti sínu í liðinu. Þorsteinn gerði einnig tíu breytingar frá fyrsta leiknum fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag.

Sandra Sigurðardóttir ver íslenska markið í fyrsta sinn á mótinu!
Fyrir leik
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi fyrir leik

Hvernig líst þér á þennan úrslitaleik og hversu skemmtilegt er að vera í þessari stöðu?

,,Mér líst bara vel á leikinn og frábært að vera í þessari stöðu. Þetta var markmiðið okkar. Það er frábært að fara inn í þennan leik og vera í þeirri stöðu að eiga möguleika á að gera eitthvað gott," sagði Steini.

Hvaða þýðingu hefði það að vinna mótið sem haldið er á heimavelli heimsmeistaranna?

,,Það gefur okkur sjálfstraust og sýnir að við erum að gera eitthvað gott. Þetta er búið að vera hörku strembið, tveir erfiðir leikir búnir og framundan leikur gegn heimsmeisturunum. Það er bara spennandi að mæta þeim og sjá hvað við getum gert."

Leikmannahópurinn: Verða margar breytingar á liðinu frá síðasta leik?

,,Þið megið eiga von á töluverðum breytingum, myndi ég segja, þó að ég sé ekki búinn að ákveða alveg byrjunarliðið. Það er það stutt á milli leikja, við vorum líka að ferðast í gær. Bandaríkjamennirnir seinkuðu fluginu okkar þannig að við erum enn þreyttari eftir að hafa bara komist upp á hótel um miðnætti. Þeir eru að gera allt til að stoppa okkur," sagði Steini léttur.

,,Sú eina sem er tæp fyrir morgundaginn er Sandra [Sigurðardóttir] markvörður. Það tóku sig upp smámeiðsli á æfingu um daginn og hún er tæp, en við tökum stöðuna á henni síðar í dag [í gær]. Þetta kom upp fyrir leik eitt, sem hún átti svo sem ekki að byrja, og hún hefur því ekki verið leikfær fyrstu tvo leikina. Við tökum ákvörðun í dag með framhaldið."

Hversu sterkt er bandaríska liðið?

,,Bandaríska liðið er mjög sterkt, þær hafa úr mörgum frábærum leikmönnum að velja og líta bara vel út. Það á kannski einhver endurnýjun á liðinu sér stað en þær sem eru að koma inn eru hörkugóðar og við þurfum að eiga alvöru leik til að eiga einhvern möguleika á móti þeim."

Hverjar finnst þér vera jákvæðustu breytingarnar sem þú hefur náð að koma í gegn á þessu ári sem þú hefur verið með liðið?

,,Ég veit það ekki. Liðið var komið á ágætis ról þegar ég tók við. Mér finnst ég hafa náð að halda því áfram, liðið var að vinna fullt af leikjum og gera vel. Ég hef kannski náð að þróa leik liðsins að einhverju leyti fram á við en mér finnst sóknarleikurinn hafa verið að lagast. Það er erfiðara að búa til góðan sóknarleik, það tekur lengri tíma heldur en að búa til varnarleik. Mér finnst við hafa náð að samræma þetta betur, getum varist lágt niðri, pressað hátt og líka haldið í boltann þegar þannig liggur við. Mér finnst ég hafa náð ágætis jafnvægi í liðið."

Hvernig sérðu fram á að leikurinn spilist?

,,Ég á von á því að þær muni koma til með að pressa okkur hátt, þær hlaupa mikið og við þurfum að vera tilbúin að mæta því. Svo þurfum við líka að þora að vera með boltann, við þurfum líka að geta stýrt tempóinu í leiknum svo þetta verði ekki bara einhver eltingarleikur."

Steini sagði að það væri búið að selja um ellefu þúsund miða en hann gerði ekki ráð fyrir að mikið fleiri miðar yrðu seldir þar sem spáð væri tveggja stiga frosti, skítaveðri" á meðan leik stendur. Íslensku fjölmiðlamennirnir báðu Steina vinsamlegast um að vera ekki að tala um skítaveður við sig eftir síðustu daga á Íslandi. Allt á léttu nótunum.
Fyrir leik
Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á blaðamannafundi fyrir leik

Hvernig hefur þér fundist mótið hingað til og frammistaða íslenska liðsins?

,,Þetta er stór­glæsi­legt mót, risastórt og það er gam­an að fá að taka þátt í þessu, sér­stak­lega rétt fyr­ir EM. Við höf­um ekki spilað sam­an síðan í des­em­ber og sum­ar eru ekki á keppnistíma­bili en ég er ánægð með spilamennsk­una og fightið" sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það hafa allar fengið að spila og gott að hafa góða sam­keppni. Heilt yfir mjög ánægð með mótið til þessa," sagði Gunnhildur.

Það vantar einhverja leikmenn í bandaríska liðið. Hversu sterkt er liðið þeirra þrátt fyrir það?

,,Þær eru flest­ar að spila í deild­inni hjá okk­ur. Þær eru með svo mikið af leik­mönn­um og þótt stærstu nöfn­in séu ekki koma aðrar frá­bær­ar í staðinn. Við verðum að eiga góðan leik til að vinna og ég hef fulla trú á því. Ég vil að við ein­beit­um okk­ur að okk­ur og spil­um okk­ar leik. Ef við gerum það þá getur allt gerst.

Það er titill í boði, þið hljótið að vera sólgnar í að vinna titil eða hvað?

,,Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því. Bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur ákveðna innspýtingu að spila vel á móti þannig þjóð. "

,,Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts, vitandi að við höfum engu að tapa og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað."


Þú ert leikmaður Orlando í Bandaríkjunum. Ertu búin að fá mikið af skilaboðum út af þessum stóra leik?

,,Já, maður fær skilaboð. Ég held að fyrir fram hafi þessi leikur verið líklegur úrslitaleikur. Ég held að Bandaríkin búist við því að vinna leikinn, þær eru bara þannig, við þurfum að láta þær hafa fyrir því og vonandi lendir þetta okkar megin."

Eru mikil læti þegar Bandaríkjamenn fjölmenna á leiki? Steini sagði að um ellefu þúsund miðar væru seldir á leikinn.

,,Já, það er mjög skemmtilegt. Það góða við kvennaknattspyrnuna hér er að hún er mjög stór. Það eru alltaf að mæta fleiri og fleiri áhorfendur á leiki í deildinni sem er stemning. Kvennaknattspyrna á skilið að fá svona marga áhorfendur. Vonandi verður þetta góður leikur sem áhorfendur hafa gaman af. Leikurinn er líka sýndur í beinni í sjónvarpinu í Bandaríkjunum."

Samkvæmt spánni á að vera frost á leikdegi, íslenska aðstæður ef svo mætti kalla.

,,Það á að vera frost á morgun [í dag] en mér finnst það henta okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldan og vonda veðrið, þá kannski kemur íslenski víkingurinn" enn meira inn í þetta. Ég held að veðrið hafi engin áhrif á okkur. Það á að vera einhver slydda, snjór og frost sem er bara gaman."
Fyrir leik
Í beinni á RÚV
Fyrstu tveir leikir íslenska liðsins voru í beinni útsendingu á Viaplay en leikurinn í nótt er í beinni útsendingu á RÚV.

Fyrir leik
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði við fjölmiðlamenn í gær að þeir mættu eiga von á því að sjá mikið breytt lið frá síðasta leik gegn Tékklandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er eini leikmaðurinn sem hefur byrjað báða leikina og sú eina sem er tæp fyrir leikinn í kvöld er Sandra Sigurðardóttir.
Fyrir leik
Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa unnið þetta æfingamót i síðustu tvö skipti og fjórum sinnum af þeim sex skiptum sem mótið hefur verið haldið.

Ísland er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn.

Þetta verður í fimmtánda sinn sem þjóðirnar mætast, en Íslandi hefur aldrei tekist að sigra Bandaríkin. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og 12 með sigri Bandaríkjanna. Síðast mættust þjóðirnar í riðlakeppni Algarve æfingamótsins árið 2015 og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.
Fyrir leik
Næturvaktin er hafin hjá stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins hér heima á Íslandi og mögulega annars staðar. Liðið mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik á SheBelieves æfingamótinu í nótt og hefst leikurinn átta mínútur yfir tvö á íslenskum tíma.

Leikurinn fer fram á Toyota Stadium í Frisco sem er úthverfi í Dallas. FC Dallas, sem er í MLS-deildinni, spilar heimaleiki sína á vellinum.

Íslandi dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið því fyrir leikinn er Ísland með sex stig eftir tvo leiki og Bandaríkin fjögur. Ísland lagði Nýja-Sjáland 1-0 í fyrsta leik sínum og svo Tékkland 2-1 í leik númer tvö. Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli í sínum fyrsta leik, gegn Tékklandi, og völtuðu svo yfir Nýja-Sjáland, 5-0, í leik tvö.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m) ('46)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('79)
2. Sif Atladóttir ('79)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('46)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('68)
17. Agla María Albertsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir ('80)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
- Meðalaldur 15 ár

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m) ('46)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('46)
4. Elísa Viðarsdóttir ('68)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('79)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
7. Karitas Tómasdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('79)
11. Ásta Eir Árnadóttir ('80)
19. Natasha Anasi
22. Amanda Andradóttir
22. Ída Marín Hermannsdóttir
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('89)

Rauð spjöld: