
0


0



Toyota Stadium
SheBelieves Cup
Aðstæður: Kalt, hiti við frostmark
Dómari: Edina Alves Batista (Brasilía)
Maður leiksins: Catarina Macario

















Brasilíski dómarinn flautaði til leiksloka í kjölfarið. 5-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd.

MEWIE MAKES IT FIVE 🖠pic.twitter.com/WM1YFX9wmA
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022

Macario og Pugh spila sín á milli eftir að þær unnu boltann af íslenska liðinu við miðlínu. Macario leggur boltann á Pugh sem er í dauðafæri og gerir allt rétt, klárar örugglega.
twice as nice for @malpugh 💥💥 pic.twitter.com/RbYKSwK3QE
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
Smith and Macario have a two-on-one counter and Smith goes for goal but CecilÃa Rán Rúnarsdóttir makes a great stop #USAvISL #SheBelievesCup
— AllForXI (@AllForXI) February 24, 2022

Smá spurning um rangstöðu, ansi tæpt en markið dæmt gott og gilt.
Mallory Pugh puts USA up 3-0 in the #SheBelievesCup â€¼ï¸ pic.twitter.com/KLdxp7LlXb
— ESPN (@espn) February 24, 2022
Sanchez á svo skot sem Cecilía ver og heldur svo boltanum í kjölfarið.
Íslenska liðið vinnur fyrstu tvo boltana inn á markteignum en Murphy þurfti ekki að gera neitt í markinu. Bandaríska liðið hreinsaði svo í kjölfarið.
Ísland fær innkast og Sveindís grýtir boltanum inn á teiginn. Boltinn fer af Dagnýju og aftur fyrir og Bandaríkin eiga markspyrnu.
SvendÃs Jónsdóttir plays for Wolfsburg if ya want to see her more. She’s only had 26 minutes played this season but for
— Boosty Collins (@CourtneyStith) February 24, 2022
Kristianstad in the Damallsvenskan, she had 6 goals and 2 assists across 19 games as a 19 year old!!

Glódís dæmd brotleg inn á vítateig bandaríska liðsins eftir langt innkast frá Sveindísi. Í kjölfarið er flautað til hálfleiks.

FROM THE CORNER OF THE BOX!!!!
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
Get in, @catarinamacario 🇺🇸#SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/TMSZ5h62EE
Hornspyrnan er tekin stutt og Karólína kemur svo boltanum inn á teiginn og Glódís kemst í boltann. Glódís er hins vegar dæmd rangstæð.

Auðvitað var það Macario sem skoraði. Löng sending fram völlinn á Macario. Frábærlega tekið hjá henni, tók skot frá vítateigshorninu vinstra megin með Glódísi fyrir framan sig. Skotið fer í fjærhornið, í stöngina og inn! Frábært skot og óverjandi fyrir Söndru í markinu.
FROM THE CORNER OF THE BOX!!!!
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
Get in, @catarinamacario 🇺🇸#SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/TMSZ5h62EE
Emily Fox vs SveindÃs Jane Jónsdóttir has been 🔥🔥
— morgan (@mortymo_) February 24, 2022
Mewis tekur hana en Glódís vinnur fyrsta boltann og svo fær íslenska liðið aukaspyrnu inn á eigin vítateig.
GlódÃs Viggósdóttir 🤌
— Melly 🦆 (@AngyBanana01) February 24, 2022
GlódÃs Viggósdóttir 🤌
— Melly 🦆 (@AngyBanana01) February 24, 2022
Pugh kemur á ferðinni inn á teiginn og á skot af frekar stuttu færi en Sandra er vel á verði og ver vel.
Koma svo! Hægt er að horfa á leikinn à beinni á RÚV. Ãfram Ãsland ðŸ‡®ðŸ‡¸âš½ï¸ #dottir #SheBelievesCup https://t.co/ApAHl6Fw8N
— Vanda Sigurgeirsdóttir (@vandasig) February 24, 2022
Some things to know about tonight's XI:
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
- Seven of 11 players are under the age of 25.
- @kelleymohara wears the © for the third time.
- Kelley O leads tonight's XI with 150 caps all-time.#SheBelievesCup x @Visa
Full Lineup Notes » https://t.co/i4Wpk9D4qr pic.twitter.com/jJQzQxyhrH
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, gerir tíu breytingar á liðinu. Einungis Karólína Lea Vilhjálmsdóttir heldur sæti sínu í liðinu. Þorsteinn gerði einnig tíu breytingar frá fyrsta leiknum fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag.
Sandra Sigurðardóttir ver íslenska markið í fyrsta sinn á mótinu!
Hvernig líst þér á þennan úrslitaleik og hversu skemmtilegt er að vera í þessari stöðu?
,,Mér líst bara vel á leikinn og frábært að vera í þessari stöðu. Þetta var markmiðið okkar. Það er frábært að fara inn í þennan leik og vera í þeirri stöðu að eiga möguleika á að gera eitthvað gott," sagði Steini.
Hvaða þýðingu hefði það að vinna mótið sem haldið er á heimavelli heimsmeistaranna?
,,Það gefur okkur sjálfstraust og sýnir að við erum að gera eitthvað gott. Þetta er búið að vera hörku strembið, tveir erfiðir leikir búnir og framundan leikur gegn heimsmeisturunum. Það er bara spennandi að mæta þeim og sjá hvað við getum gert."
Leikmannahópurinn: Verða margar breytingar á liðinu frá síðasta leik?
,,Þið megið eiga von á töluverðum breytingum, myndi ég segja, þó að ég sé ekki búinn að ákveða alveg byrjunarliðið. Það er það stutt á milli leikja, við vorum líka að ferðast í gær. Bandaríkjamennirnir seinkuðu fluginu okkar þannig að við erum enn þreyttari eftir að hafa bara komist upp á hótel um miðnætti. Þeir eru að gera allt til að stoppa okkur," sagði Steini léttur.
,,Sú eina sem er tæp fyrir morgundaginn er Sandra [Sigurðardóttir] markvörður. Það tóku sig upp smámeiðsli á æfingu um daginn og hún er tæp, en við tökum stöðuna á henni síðar í dag [í gær]. Þetta kom upp fyrir leik eitt, sem hún átti svo sem ekki að byrja, og hún hefur því ekki verið leikfær fyrstu tvo leikina. Við tökum ákvörðun í dag með framhaldið."
Hversu sterkt er bandaríska liðið?
,,Bandaríska liðið er mjög sterkt, þær hafa úr mörgum frábærum leikmönnum að velja og líta bara vel út. Það á kannski einhver endurnýjun á liðinu sér stað en þær sem eru að koma inn eru hörkugóðar og við þurfum að eiga alvöru leik til að eiga einhvern möguleika á móti þeim."
Hverjar finnst þér vera jákvæðustu breytingarnar sem þú hefur náð að koma í gegn á þessu ári sem þú hefur verið með liðið?
,,Ég veit það ekki. Liðið var komið á ágætis ról þegar ég tók við. Mér finnst ég hafa náð að halda því áfram, liðið var að vinna fullt af leikjum og gera vel. Ég hef kannski náð að þróa leik liðsins að einhverju leyti fram á við en mér finnst sóknarleikurinn hafa verið að lagast. Það er erfiðara að búa til góðan sóknarleik, það tekur lengri tíma heldur en að búa til varnarleik. Mér finnst við hafa náð að samræma þetta betur, getum varist lágt niðri, pressað hátt og líka haldið í boltann þegar þannig liggur við. Mér finnst ég hafa náð ágætis jafnvægi í liðið."
Hvernig sérðu fram á að leikurinn spilist?
,,Ég á von á því að þær muni koma til með að pressa okkur hátt, þær hlaupa mikið og við þurfum að vera tilbúin að mæta því. Svo þurfum við líka að þora að vera með boltann, við þurfum líka að geta stýrt tempóinu í leiknum svo þetta verði ekki bara einhver eltingarleikur."
Steini sagði að það væri búið að selja um ellefu þúsund miða en hann gerði ekki ráð fyrir að mikið fleiri miðar yrðu seldir þar sem spáð væri tveggja stiga frosti, skítaveðri" á meðan leik stendur. Íslensku fjölmiðlamennirnir báðu Steina vinsamlegast um að vera ekki að tala um skítaveður við sig eftir síðustu daga á Íslandi. Allt á léttu nótunum.

Hvernig hefur þér fundist mótið hingað til og frammistaða íslenska liðsins?
,,Þetta er stórglæsilegt mót, risastórt og það er gaman að fá að taka þátt í þessu, sérstaklega rétt fyrir EM. Við höfum ekki spilað saman síðan í desember og sumar eru ekki á keppnistímabili en ég er ánægð með spilamennskuna og fightið" sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það hafa allar fengið að spila og gott að hafa góða samkeppni. Heilt yfir mjög ánægð með mótið til þessa," sagði Gunnhildur.
Það vantar einhverja leikmenn í bandaríska liðið. Hversu sterkt er liðið þeirra þrátt fyrir það?
,,Þær eru flestar að spila í deildinni hjá okkur. Þær eru með svo mikið af leikmönnum og þótt stærstu nöfnin séu ekki koma aðrar frábærar í staðinn. Við verðum að eiga góðan leik til að vinna og ég hef fulla trú á því. Ég vil að við einbeitum okkur að okkur og spilum okkar leik. Ef við gerum það þá getur allt gerst.
Það er titill í boði, þið hljótið að vera sólgnar í að vinna titil eða hvað?
,,Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því. Bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur ákveðna innspýtingu að spila vel á móti þannig þjóð. "
,,Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts, vitandi að við höfum engu að tapa og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað."
Þú ert leikmaður Orlando í Bandaríkjunum. Ertu búin að fá mikið af skilaboðum út af þessum stóra leik?
,,Já, maður fær skilaboð. Ég held að fyrir fram hafi þessi leikur verið líklegur úrslitaleikur. Ég held að Bandaríkin búist við því að vinna leikinn, þær eru bara þannig, við þurfum að láta þær hafa fyrir því og vonandi lendir þetta okkar megin."
Eru mikil læti þegar Bandaríkjamenn fjölmenna á leiki? Steini sagði að um ellefu þúsund miðar væru seldir á leikinn.
,,Já, það er mjög skemmtilegt. Það góða við kvennaknattspyrnuna hér er að hún er mjög stór. Það eru alltaf að mæta fleiri og fleiri áhorfendur á leiki í deildinni sem er stemning. Kvennaknattspyrna á skilið að fá svona marga áhorfendur. Vonandi verður þetta góður leikur sem áhorfendur hafa gaman af. Leikurinn er líka sýndur í beinni í sjónvarpinu í Bandaríkjunum."
Samkvæmt spánni á að vera frost á leikdegi, íslenska aðstæður ef svo mætti kalla.
,,Það á að vera frost á morgun [í dag] en mér finnst það henta okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldan og vonda veðrið, þá kannski kemur íslenski víkingurinn" enn meira inn í þetta. Ég held að veðrið hafi engin áhrif á okkur. Það á að vera einhver slydda, snjór og frost sem er bara gaman."

Fyrstu tveir leikir íslenska liðsins voru í beinni útsendingu á Viaplay en leikurinn í nótt er í beinni útsendingu á RÚV.
🇮🇸 Skæri-Blað-Steinn.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 23, 2022
🇺🇸 Rock-Paper-Scissors (reverse order from ISL version 🙃). pic.twitter.com/GrLdNLHCQU
All smiles, training at the lovely @FCDallas stadium in Frisco ahead of the #SheBelievesCup final.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 23, 2022
🇺🇸⚽ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ #dóttir pic.twitter.com/jb5vSnIxw8

Ísland er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn.
Þetta verður í fimmtánda sinn sem þjóðirnar mætast, en Íslandi hefur aldrei tekist að sigra Bandaríkin. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og 12 með sigri Bandaríkjanna. Síðast mættust þjóðirnar í riðlakeppni Algarve æfingamótsins árið 2015 og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.
The lovely Toyota Stadium, Frisco, Texas. Home of @FCDallas. We play @USWNT here on Wednesday. #dóttir pic.twitter.com/bu0pLtQHYJ
 Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 23, 2022
Leikurinn fer fram á Toyota Stadium í Frisco sem er úthverfi í Dallas. FC Dallas, sem er í MLS-deildinni, spilar heimaleiki sína á vellinum.
Íslandi dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið því fyrir leikinn er Ísland með sex stig eftir tvo leiki og Bandaríkin fjögur. Ísland lagði Nýja-Sjáland 1-0 í fyrsta leik sínum og svo Tékkland 2-1 í leik númer tvö. Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli í sínum fyrsta leik, gegn Tékklandi, og völtuðu svo yfir Nýja-Sjáland, 5-0, í leik tvö.
#SheBelievesCup final coming up tonight! #dóttir pic.twitter.com/9xtLp50wX7
 Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 23, 2022












