Víkingsvöllur
föstudagur 25. mars 2022  kl. 17:00
Lengjubikar karla - A-deild úrslit
Aðstæður: Vindur, kalt og blautt
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Guðmundur Kristjánsson
Víkingur R. 1 - 2 FH
1-0 Helgi Guðjónsson ('10)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('51)
1-2 Ástbjörn Þórðarson ('93)
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('70)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
19. Axel Freyr Harðarson
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
11. Adam Ægir Pálsson ('70)
11. Stígur Diljan Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
27. Jón William Snider
28. Elmar Logi Þrándarson
29. Tómas Þórisson

Liðstjórn:
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('29)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
93. mín Leik lokið!
FH er Lengjubikarmeistari árið 2022!
Eyða Breyta
93. mín MARK! Ástbjörn Þórðarson (FH), Stoðsending: Ólafur Guðmundsson
FLAUTUMARK!!!!!!!

Ólafur Guðmundsson með fyrirgjöf sem endar hjá Ástbirni á fjær sem þrumar boltanum í fjærhornið, Þórður snertir aðeins boltann en nær ekki að koma í veg fyrir markið.
Eyða Breyta
91. mín
Oliver með skot fyrir utan teig en það fer langt framhjá marki FH.
Eyða Breyta
91. mín
Tveimur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
Fyrirgjöf af vinstri kanti Víkings fýkur beint upp í hendurnar á Atla Gunnari.
Eyða Breyta
87. mín
Adam Ægir reynir að snúa boltann í fjærhornið en Atli Gunnar sér við honum og ver í horn.

Vindurinn grípur spyrnuna frá Pablo og boltinn beint afturfyrir.
Eyða Breyta
86. mín
Máni með skot eftir flotta sókn. Sýndist það vera Júlli sem komst fyrir skotið og FH á horn.

Nikolaj skallar svo þá fyrirgjöf frá.
Eyða Breyta
84. mín
Víkingar nálægt því að komast í góða stöðu við vítateiginn en tókst það ekki.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)

Eyða Breyta
82. mín
Það er farið í vítaspyrnukeppni ef jafnt verður þegar dómarinn flautar leikinn af.
Eyða Breyta
81. mín
Adam Ægir lætur vaða en skotið tiltölulega beint á Atla Gunnar sem grípur í annnarri tilraun.
Eyða Breyta
79. mín
Óli Guðmunds með flotta tæklingu á Axel Frey og vinnur af honum boltann.
Eyða Breyta
77. mín
Baldur Logi með tilraun sem hafnar í tréverkinu! Matti hendir sér á frákastið en Víkingar ná að hreinsa.
Eyða Breyta
76. mín
FH vinnur hornspyrnu. Kiddi kjötar Axel inn á teignum en Víkingar ná svo að hreinsa.
Eyða Breyta
75. mín
Adam Ægir finnur Erling inn á teignum en Erlingur hittir boltann ekki nægilega vel. Vel varið hjá Atla samt!
Eyða Breyta
73. mín
Baldur Logi með skot í Víking og gestirnir fá aðra hornspyrnu. Ekkert kom upp úr henni.
Eyða Breyta
72. mín
Flott spil hjá FH en Júlíus hreinsar í horn þegar Baldur Logi var að gera sig líklegan.
Eyða Breyta
71. mín
Erlingur með fyrirgjöf en Atli Gunnar grípur inn í.
Eyða Breyta
70. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Oliver Heiðarsson (FH)

Eyða Breyta
70. mín Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
69. mín
Erlingur vinnur hornspyrnu fyrir Víking. Tekin stutt en ekkert kom upp úr þessu.
Eyða Breyta
67. mín
Oliver í fínni stöðu og reyndi að finna Ástbjörn inn á teignum en boltinn aðeins of langur og Þórður hirti hann upp úr grasinu. Kiddi átti sendinguna á Oliver.
Eyða Breyta
66. mín
Váááá Davíð Örn!!

Fór inn á völlinn af vinstri kantinum og lét vaða. Boltinn í stöngina. Þetta hefði verið alvöru öskrari!! Atli Gunnar svo fyrstur á frákastið.
Eyða Breyta
63. mín Máni Austmann Hilmarsson (FH) Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Afleit spyrna frá Erlingi.

Ég er að heyra að Eggert sé veikur, hann fer beint inn í klefa.
Eyða Breyta
62. mín
Júlíus með skot framhjá, fór af FH-ingi og heimamenn eiga horn.
Eyða Breyta
59. mín
Pablo með sendingu inn á Birni inn á teignum, ein snerting frá Binna sem lét svo vaða en skotið hááááátt yfir og í Víkingsheimilið.
Eyða Breyta
58. mín
Ástbjörn reynir að koma fyrirgjöf fyrir en Júlíus verst vel og kemst fyrir.
Eyða Breyta
56. mín
FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og jöfnunarmarkið kom ekkert alltof mikið á óvart.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Matthías Vilhjálmsson (FH), Stoðsending: Guðmundur Kristjánsson
Gummi Kri með frábæran sprett og kemst upp vinstra megin. Frábær sending á pönnuna á Matta Villa sem skallar í netið. Frábær sókn.
Eyða Breyta
49. mín
Kyle í smá brasi en bjargar sér fyrir horn í baráttunni við Kidda.
Eyða Breyta
48. mín
Pablo brýtur af sér og Óli Jóh kallar eftir gulu spjaldi. Fær ekkert fyrir þau köll.
Eyða Breyta
46. mín
Oliver með fyrirgjöf og finnur Lennon en skalli hans laflaus í fínu færi.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
1-0 fyrir Víkingi í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Oliver Heiðars með flottan sprett upp hægra megin, leggur boltann út og finnur Lennon. Skotinn hittir ekki á markið úr upplögðu marktækifæri.
Eyða Breyta
44. mín
Axel með sendingu inn á teiginn, finnur Birni sem lætur vaða. Atli ver og flaggið á loft.
Eyða Breyta
42. mín
Ástbjörn vinnur hornspyrnu. Kiddi með boltann inn á teiginn, finnur Eggert sem á skalla framhjá nærstönginni, þetta varf fínasta færi.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (FH)
Oliver brýtur á nafna sínum.
Eyða Breyta
38. mín
Þórður aftur í smá brasi. Fer út fyrir teig, þrumar boltanum í Kidda og er heppinn að þessi snúist ekki í Víkingsmarkið. Markspyrna niðurstaða.
Eyða Breyta
35. mín
Erlingur fer niður í teignum eftir viðskipti við Guðmund. Ekkert dæmt. Víkingar ósáttir og FH-ingar vilja meina um að leikaraskap var að ræða. Smá kýtingur milli Gumma og Erlings í kjölfarið.

Sendingin frá Kyle í gegn var algjört konfekt!
Eyða Breyta
33. mín
Helgi kominn í frábæra stöðu, reynir að finna Nikolaj en lyftir boltanum upp af einhverjum ástæðum og Niko kemst ekki í boltann. Þetta átti að vera mark!!
Eyða Breyta
32. mín
Erlingur með flotta sendingu fyrir, Nikolaj teygir sig í boltann og kemst í hann en tilraunin fer framhjá! Þarna var hætta!
Eyða Breyta
31. mín
Þórður framarlega í markinu og Lennon sér það. Lennon reynir að setja boltann yfir Þórð en skotið fer framhjá!
Eyða Breyta
30. mín
Kiddi með aukaspyrnu inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)
Þórður fer í skógarhlaup, Matti vinnur boltann og Kyle þarf að taka á sig gult spjald svo Matti skjóti ekki í autt markið.
Eyða Breyta
26. mín
FH á hornspyrnu. Ástbjörn kemur með sendingu inn á teiginn en Þórður er vel á verði og grípur inn í.
Eyða Breyta
25. mín
Birnir með flotta takta en finnur ekki samherja inn á teignum. Flottar hreyfingar.
Eyða Breyta
23. mín
Atgangur inn á teig Víkings en heimamennn ná að hreinsa.
Eyða Breyta
22. mín
Davíð Örn með flotta takta, finnur Helga inn á teignum í góðu færi. Helgi á skot en það fer framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
17. mín
Helgi reyndi að finna Erling en sendingin er ekki nógu góð og sendingin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
13. mín
Víkingar fá hornspyrnu. Hún er tekin stutt og Birnir reynir skot. Björn Daníel sýnist mér koma í veg fyrir að skotið fari á markið.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Helgi Guðjónsson (Víkingur R.), Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Fyrsta markið!!

Víkingar sækja á FH-inga, Erlingur fær boltann úti hægra megin, á fyrirgjöf sem finnur Helga. Helgi stýrir boltanum í nærhornið og kemur Víkingum yfir!
Eyða Breyta
9. mín
Kiddi með hornspyrnu sem berst út á Finn Orra sem á skot sem Þórður ver. Boltinn berst á Eggert sem á skot hátt yfir mark heimamanna.
Eyða Breyta
8. mín
FH fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
4. mín
Nikolaj með tilraun inn á teig FH en rennur og þetta er máttlítið og hættulaust.
Eyða Breyta
4. mín
Kiddi með aukaspyrnu inn á teiginn en Oliver skallar í burtu.
Eyða Breyta
2. mín
FH:
Atli
Ástbjörn - Finnur Orri - Guðmundur - Ólafur
Eggert
Björn Daníel - Kristinn
Oliver - Matti - Lennon
Eyða Breyta
1. mín
Vikes:
Þórður
Axel - Kyle - Oliver - Davíð
Júlíus - Pablo
Helgi - Erlingur - Birnir
Nikolaj
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann!
Eyða Breyta
Fyrir leik
það er rigning í Víkinni og einhverjar sex gráður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komnir/Farnir frá síðasta tímabili:
Víkingur:
Komnir:
Ari Sigurpálsson frá Ítalíu
Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki
Birnir Snær Ingason frá HK
Davíð Örn Atlason frá Breiðabliki
Kyle McLagan frá Fram
Oliver Ekroth frá Svíþjóð
Axel Freyr Harðarson frá Kórdrengjum (var á láni)

Farnir:
Atli Barkarson til Danmerkur
Halldór Jón Sigurður Þórðarson til ÍBV
Kári Árnason hættur
Kwame Quee til Sádí-Arabíu
Sölvi Geir Ottesen hættur

FH:
Komnir:
Ástbjörn Þórðarson frá Keflavík
Finnur Orri Margeirsson frá Breiðabliki
Haraldur Einar Ásgrímsson frá Fram
Heiðar Máni Hermannsson frá Fylki
Kristinn Freyr Sigurðsson frá Val
Máni Austmann Hilmarsson í FH
Tómas Atli Björgvinsson frá Fjarðabyggð
Daði Freyr Arnarsson frá Þór (var á láni)

Farnir:
Hörður Ingi Gunnarsson til Noregs
Guðmann Þórisson í Kórdrengi
Jónatan Ingi Jónsson til Noregs
Morten Beck Andersen til Danmerkur
Pétur Viðarsson hættur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur vann 1-0 sigur á KR í undanúrslitunum og FH vann Stjörnuna 3-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úr leik liðanna í Bose-bikarnum í vetur.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Margir leikmenn eru fjarverandi hjá Víkingi vegna landsliðsverkefna. Fljótt á litið er smá spurningamerki hver leysir aðra bakvarðarstöðuna hjá Víkingum. Ég held að það verði Axel Freyr í hægri bakverðinum og Davíð Örn í vinstri.

Einungis einn leikmaður á meistaraflokksaldri er á bekkjnum hjá Víking. Það er Adam Ægir Pálsson.

Gunnar Nielsen er ekki í leikmannahópnum hjá FH. Hann er auðvitað með færeyska landsliðinu. Atli Gunnar ver mark liðsins í hans stað og þá er Oliver Heiðarsson í byrjunarliði FH. Logi Hrafn Róbertsson er með U21 landsliðinu og Jónatan Ingi Jónsson er farinn til Sogndal.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá úrslitaleiknum í Lengjubikarnum.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta FH-ingum á Víkingsvelli í leik sem hefst klukkan 17:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('63)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Finnur Orri Margeirsson
22. Oliver Heiðarsson ('70)

Varamenn:
24. Daníel Breki Sverrisson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('70)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('63)
26. William Cole Campbell
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Kári Sveinsson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('39)
Steven Lennon ('83)

Rauð spjöld: