

AGC Arena, Teplice
Undankeppni HM kvenna
Aðstæður: Sól og 14 gráður
Dómari: Lorraine Watson (Skotland)
('86)
('67)
('82)
('67)
('82)
('86)
Við þurfum ekki að fara leynt með að dómgæslan féll heldur betur með okkur í dag! Ég skil vel að tékkneskir áhorfendur bauli hér á dómarana.
Gult spjald: Klara Cahynova (Tékkland)
Þvílík dramatík. Áhorfendur baula.
Tékkar úa sig undir að gera skiptingu. Hin reynslumikla Lucie Martínková er að gera sig klára.
Var að fá þær upplýsingar að hún hefði sett boltann inn í markið með hendinni en skosku dómararnir tóku ekki eftir því (ekki frekar en ég). Við tökum þessu alveg, það hafa ýmsir snillingar skorað með hendinni!
Það er ekki VAR í þessari undankeppni. Það er fínt! Þetta mark hefði ekki átt að standa.
Markið má sjá neðar.
Langt innkast flikk og mark þetta þarf ekki að vera fallegt #dóttir
— Max Koala (@Maggihodd) April 12, 2022
MARK!Sveindís grýtir boltanum inn í teiginn, Glódís með skalla sem markvörður Tékka ver í þverslána en svo er Gunnhildur Yrsa mætt eins og gammur og kemur boltanum inn!!!
Mikil snilld.
GUNNHILDUR YRSA! Kemur Ãslandi à 1-0 á 35. mÃnútu! Ãsland-Tékkland à beinni á RÚV núna! 🇮🇸 pic.twitter.com/Uly7yCFZMr
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) April 12, 2022
Gult spjald: Tereza Krejcicikova (Tékkland)
Agla María Albertsdóttir skallar yfir úr dauðafæri! Eftir aukaspyrnu skallaði Glódís knöttinn til Öglu Maríu sem náði ekki að stýra honum á rammann.
Langbesta færi leiksins til þessa.
Þjóðsöngvastund pic.twitter.com/In9EaejoE6
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 12, 2022
Teplice ákaflega falleg á þessum tÃma árs. Endilega fylgið mér à textalýsingu #Fotboltinet à dag pic.twitter.com/YIVDBc85Ke
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 12, 2022
AGC Aréna Na Stínadlech heitir leikvangurinn í Teplice þar sem Tékkland og Ísland mætast klukkan 15:30 í undankeppni HM.
Leikvangurinn tekur 18.221 áhorfendur en búið er að selja um 3 þúsund miða á leik dagsins.
Tékkneska karlalandsliðið hefur oft notað leikvanginn í undankeppnum og það með góðum árangri. Liðið er með gott sigurhlutfall þar.
Leikvangurinn er heimavöllur FK Teplice sem tvívegis hefur orðið bikarmeistari. Liðið er í bullandi fallbaráttu í tékknesku deildinni.
Liðin hafa mæst sex sinnum og er jafnræði með liðunum í þeim viðureignum. Ísland hefur unnið tvær, Tékkar tvær og tvær hafa endað með jafntefli. Ísland hefur skorað 10 mörk á meðan Tékkar hafa skorað átta.
"Tilfinningin er mjög góð" segir Dagný Brynjarsdóttir daginn fyrir leik Tékklands og Ãslands. Svakalega mikilvægur leikur framundan #fotboltinet pic.twitter.com/psXITJXIid
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 11, 2022
Gunnhildur Yrsa fyrirliði Ãslands ræddi við #Fotboltinet daginn fyrir leikinn gegn Tékklandi 🇮🇸 pic.twitter.com/4SyYssfVoY
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 11, 2022
"Þetta er grÃðarlega stór leikur sem skiptir miklu máli. Þetta er úrslitaleikur fyrir Tékkana lÃka og þetta verður mjög spennandi og skemmtilegur leikur" segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari fyrir leik Tékklands og Ãslands #fotboltinet pic.twitter.com/ZQgecSWEDd
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 11, 2022
Lorraine Watson verður aðaldómari leiksins en þess má geta að hún dæmdi á Íslandi í nóvember á síðasta ári. Þá hélt hún um flautuna í Meistaradeildarleik Breiðabliks og Kharkiv á Kóapvogsvelli sem úkraínska liðið vann 2-0.
Vikki Michelle Allan og Vikki Robertson eru aðstoðardómarar í dag. Abbie Hendry er fjórði dómari.
Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.
Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.
('80)
('57)
('80)
('69)
('69)
('57)
('80)
('80)
