Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Valur
4
2
Breiðablik
Mist Edvardsdóttir '93 , víti 1-0
1-1 Alexandra Soree '94 , víti
Ásdís Karen Halldórsdóttir '95 , víti 2-1
2-2 Taylor Marie Ziemer '96 , víti
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '97 , misnotað víti 2-2
2-2 Helena Ósk Hálfdánardóttir '98 , misnotað víti
Ída Marín Hermannsdóttir '99 , víti 3-2
3-2 Hildur Antonsdóttir '100 , misnotað víti
Elín Metta Jensen '101 , víti 4-2
18.04.2022  -  16:00
Origo völlurinn
Meistarar meistaranna konur
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('70)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('70)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
77. Eva Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('41)

Rauð spjöld:
101. mín Mark úr víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
MARK!

Óverjandi upp í þaknetið og Valur er Meistarar meistaranna.
100. mín Misnotað víti!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur hittir ekki á markið!

Elín Metta getur tryggt Val sigurinn!
99. mín Mark úr víti!
Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Ekki spurning... óverjandi upp í þaknetið og Telma fer í vitlaust horn.

Næst er það Hildur Antonsdóttir.
98. mín Misnotað víti!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)
Úff... þetta var dapurt víti. Gott sem beint á markið og Sandra ekki í erfiðleikum með að verja þetta.

Ída Marín er næst á svið.
97. mín Misnotað víti!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Telma ver frá henni!

Næst er það Helena Ósk.
96. mín Mark úr víti!
Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Öruggið uppmálað. Sendir Söndru í rangt horn.

Þórdís Hrönn næst á svið.
95. mín Mark úr víti!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís Karen með skot sláin inn!

Vel gert - eftir að hafa hátt erfiðan dag á vellinum.

Nær er það Taylor Ziemer.
94. mín Mark úr víti!
Alexandra Soree (Breiðablik)
Ekkert ósvipað vítinu frá Mist og Sandra fór einnig í rétt horn.

Næst er það Ásdís Karen.
93. mín Mark úr víti!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Öruggt frá reynslu boltanum en Telma fór þó í rétt horn.

Setti boltann uppi og Telma náði ekki til boltans.
93. mín
Valur byrjar... og Mist Edvarsdóttir byrjar.
Leik lokið!
Gunnar Oddur hefur flautað til leiksloka.

Nú er því komið að vítaspyrnukeppni.
92. mín
Þetta var stórhættuleg fyrirgjöf... og Helena var hársbreidd frá því að ná þessum bolta.
92. mín
Ásta Eir með stórhættulega fyrirgjöf ætlaða Helenu Ósk sem var alein og fjærstönginni en Helena nær ekki til boltans og það endar með því að hún endar á fjærstönginni.

Helena þarf aðhlynningu og er Særún mætt enn og aftur inná völlinn. Helena er staðin upp og leikar geta haldið áfram.
90. mín
Uppbótartíminn: Þrjár mínútur
90. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Ætli Birna sé sett inná til að taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni?
87. mín
Anna Rakel skorar fyrir Val en Gunnar Oddur flautar markið af. Gunnar sýnir bendingar eins og boltinn hafi farið í hendina á Önnu í aðdraganda marksins. Ég sá það hreinlega ekki.
87. mín
Ásdís Karen í dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt ná Blikar að renna sér fyrir skot hennar og boltinn aftur fyrir.
85. mín
Þórdís Hrönn vinnur hornspyrnu fyrir Val.

Hún hefur komið inn með miklum krafti.
83. mín
Vigdís Lilja bjargar á marklínu eftir skalla frá leikmanni Vals sem ég sá ekki almennilega hvar var.
83. mín
Arna Sif með skalla í átt að marki Blika eftir hornspyrnu en Birta hreinsar aftur fyrir og Valur fær aðra hornspyrnu.
81. mín
Það lítur út fyrir að hvorugt liðið vilji vinna þennan leik. Sigríður Theód. á skot innan teigs eftir fínan undirbúning frá Þórdísi en hún hittir boltann illa og þar af leiðandi verður engin hætta af skoti hennar.
79. mín Gult spjald: Anna Petryk (Breiðablik)
Brýtur á Þórdísi Hrönn og stöðvar í leiðinni skyndisókn Vals.
78. mín
Þórdís Hrönn með skot í þverslánna úr dauðafæri en er hún er flögguð rangstæð. Fyrirgjöf frá Ídu Marín.
77. mín
Ásdís Karen með máttlausa aukaspyrnu sem skoppar í fangið á Telmu í markinu.
76. mín Gult spjald: Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik)
Fyrir brot á Elínu Mettu rétt fyrir framan vítateig gestanna.
73. mín
Helena Ósk fær boltann við endalínuna en er í erfiðri stöðu og skot tilraun hennar endar framhjá markinu.
72. mín
Ásdís Karen með máttlaust skot eftir fyrirgjöf frá varamanninum, Þórdísi Hrönn.
70. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
70. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
69. mín
Helena Ósk reyndi fyrirgjöf sem fór ekki betur en svo að boltinn fór í þverslánna og yfir markið.
69. mín
Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir mikla skemmtun. Bæði lið hafa nú rúmlega 20 mínútur til að gleðja áhorfendur með einhverri skemmtun.
65. mín
Valsstelpurnar töluvert meira með boltann þessar síðustu mínútur án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi.
61. mín
Elísa með hættulega fyrirgjöf frá hægri en Telma gerir vel og grípur boltann.
61. mín
Það er að færast aðeins meira líf í þetta og boltinn gengur hraðar upp völlinn hjá báðum liðum.
58. mín
Það er nóg að gera hjá Særúnu sjúkraþjálfara Breiðabliks sem nú þarf að sinna Telmu í markinu en hún fékk högg eftir klafs inní teig.
57. mín
Inn:Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Karitas sennilega farin af velli vegna meiðsla.
53. mín
Karitas er komin aftur inná og leikurinn er farinn af stað.
52. mín
Karitas liggur eftir og biður um aðhlynningu.
50. mín
Laglegt samspil milli Ásdísar og Ídu sem endar með skot sem fer beint á Telmu í markinu.
45. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting í hálfleik.
45. mín
Inn:Anna Petryk (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Oddur hefur flautað til hálfleiks.

Staðan er markalaus.
45. mín
Helena Ósk með hornspyrnuna sem endar hjá Vigdísi Lilju sem á skalla framhjá nærstönginni úr erfiðri stöðu.
45. mín
Breiðablik fær hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
44. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Fyrsta spjald gestanna komið í hús.
41. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Fyrir brot á Vigdísi Lilju á miðjum vellinum. Sennilega uppsafnað.
37. mín
Anna Rakel reynir skot tilraun utan teigs, en boltinn fer vel framhjá markinu.
34. mín
Þetta er allt saman rosalega rólegt en liðin eru að gefa fá færi á sér.
30. mín
Hildur Antonsdóttir liggur eftir á vellinum og kalla þarf á sjúkraþjálfara til að athuga stöðuna á henni.

Hildur haltrar af velli en mér sýnist hún geta haldið áfram leik.
27. mín
Sólveig Larsen með skot innan teigs beint á Telmu í markinu.

Alls ekki nægilega vel gert hjá Sólveigu þar sem hún hafði óvænt, nægan tíma á boltann en skotið arfa slakt.
21. mín
Mist Edvardsdóttir með skalla framhjá markinu eftir hornspyrnu. Fínt færi en Mist hittir ekki markið.
21. mín
Ekkert varð úr hornspyrnu gestanna.
20. mín
Ásta Eir liggur eftir við hornfánann. Hún reyndi fyrirgjöf sem fer í Sólveigu Larsen sem fer harkalega í fyrirliðann sem liggur eftir.

Gunnar Oddur lætur eins og ekkert hafi gerst og Blikar fá hornspyrnu.
18. mín
Hildur Antons. með skot utan teigs, rétt framhjá nær stönginni.
15. mín
Alexandra Soree með skot innan teigs beint á Söndru.
12. mín
Dauðafæri en Elín Metta hittir ekki á markið innan markteigs.

Hafrún Rakel með hræðileg mistök, sendir boltann beint í fæturnar á Sólveigu Larsen sem gerir vel, kemur sér inn í teig Blika og sendir boltann fyrir á Elínu Mettu sem á viðstöðulaust skot framhjá fjærstönginni.
7. mín
Það er allt í róleg heitunum hér. Bæði lið skiptast á að reyna byggja upp sóknir með litlum árangri.
1. mín
Clara Sigurðardóttir með fyrsta skot leiksins, beint í hendurnar á Söndru í marki Vals.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.
Fyrir leik
Sólin skín hér á Origo-vellinum en að sama skapi blæs aðeins og það gæti haft aðeins áhrif á leikinn. Fólk er að tínast hér inn á völlinn og það fer að styttast í að leikurinn um Meistara meistaranna hefjist.
Fyrir leik
Töluverðar breytingar eru á leikmannahópi beggja liða frá síðasta tímabili.

Valur
Komnar
Arna Sif Ásgrímsdóttir frá Þór/KA
Bryndís Arna Níelsdóttir frá Fylki
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Fylki
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Kýpur
Aldís Guðlaugsdóttir frá KH (var á láni)
Auður S. Scheving frá ÍBV (var á láni)
Bryndís Eiríksdóttir frá KH (var á láni)
Eva Stefánsdóttir frá KH (var á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá KH (var á láni)
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir frá KH (var á láni)

Farnar
Bergdís Fanney Einarsdóttir í KR
Clarissa Larisey til Skotlands
Cyera Hintzen til Ástralíu
Katla Tryggvadóttir í Þrótt R.
Mary Alice Vignola til Bandaríkjanna

Breiðablik:
Komnar
Alexandra Soree frá Bandaríkjunum
Clara Sigurðardóttir frá ÍBV
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Fylki
Karen María Sigurgeirsdóttir frá Þór/KA
Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Tindastóli
Natasha Anasi frá Keflavík
Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (var á láni)
Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz frá ÍBV (var á láni)
Írena Héðinsdóttir Gonzalez frá Augnabliki (var á láni)
Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir frá ÍBV (Var á láni)

Farnar
Agla María Albertsdóttir til Svíþjóðar
Chloé Vande Velde til Belgíu
Heiðdís Lillýardóttir til Portúgals (á láni)
Ísafold Þórhallsdóttir í Aftureldingu
Kristín Dís Árnadóttir til Danmerkur
Selma Sól Magnússdóttir til Noregs
Tiffany McCarty í Þór/KA
Vigdís Edda Friðriksdóttir í Þór/KA
Þórhildur Þórhallsdóttir í Aftureldingu
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í FH
Fyrir leik
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ekki í leikmannahópi Vals en hún lék í 0-3 tapi liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikarsins í lok mars mánaðar. Hún er borgaralega klædd á varamannabekk Vals.
Fyrir leik
Landsliðskonan, Natasha Anasi er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag en hún er að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Liðin háðu harða baráttu á síðustu leiktíð en að lokum varð það Valur sem stóð uppi sem Íslandsmeistari með 9 stiga forskot á Breiðablik sem endaði í 2. sætinu.

Blikar slógu hinsvegar Val út úr Mjólkurbikarnum með 4 - 3 sigri í frábærum undanúrslitaleik. Í úrslitum unnu Blikar svo 4 - 0 sigur á Þrótti.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og Breiðabliks í Meistarar meistaranna.

Þarna mætast Íslands- og bikarmeistarar síðast árs í árlegum leik sem fer að þessu sinni fram á Origo-vellinum, heimavelli Vals og hefst klukkan 16:00.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Ásta Eir Árnadóttir
Karitas Tómasdóttir ('57)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('45)
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('45)
11. Alexandra Soree
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('90)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('70)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir

Varamenn:
55. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
18. Elín Helena Karlsdóttir ('57)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('70)
25. Anna Petryk ('45)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir
27. Birna Kristín Björnsdóttir ('90)
28. Birta Georgsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarson (Þ)

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('44)
Elín Helena Karlsdóttir ('76)
Anna Petryk ('79)

Rauð spjöld: