Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KA
1
0
Leiknir R.
Elfar Árni Aðalsteinsson '54 1-0
20.04.2022  -  18:00
Dalvíkurvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Oleksii Bykov
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('67)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('85)
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('63)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
8. Sebastiaan Brebels
14. Andri Fannar Stefánsson ('85)
29. Jakob Snær Árnason ('85)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('63)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90+5

LEIK LOKIÐ!

KA menn sigra með einu marki gegn engu! Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.



Það var stemning hér í kvöld
90. mín
90+4

Boltinn yfir allann pakkann og afturfyrir.
90. mín
90+4
Leiknir fær hornspyrnu. síðasti séns?
90. mín
90+1
90 mínútur komnar á klukkuna. Sá ekki að það hafi verið tilkynnt um uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Sparkar boltanum í burtu.
85. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
Tvöföld breyting hjá KA!
85. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Tvöföld breyting hjá KA!
82. mín
Boltinn laus inn í teignum eftir aukaspyrnu frá Hallgrími, Viktor fyrstur að átta sig og handsamar knöttinn.
82. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
79. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
þreföld skipting!
79. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
þreföld skipting!
79. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
77. mín
Sveinn Margeir með lúmskt skot utan af velli, Viktor ver en heldur ekki boltanum, Ásgeir gerir árás en Viktor er á undan honum í boltann.
75. mín
Fyrirgjöfin á nær frá Hallgrími en skallinn frá Ásgeiri yfir.
74. mín
KA fær hornspyrnu!
70. mín
Inn:Mikkel Dahl (Leiknir R.) Út:Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Mikkel Dahl að spila sinn fyrsta leik!
68. mín
Mikill háloftabolti síðustu mínútur. lítið að frétta!
67. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Markaskorarinn af velli. Ekki verri kostur sem kemur inná í hans stað!
63. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Fyrsta breytingin hjá heimamönnum
57. mín
KA menn ákveðnir! Elfar að sleppa í gegn en varnarmaður Leiknis kemst fyrir sendinguna. Boltinn endar hjá Ásgeiri sem á laust skot og Viktor í engum vandræðum.
54. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
MAAAARK!

KA KOMIÐ YFIR! Ásgeir með fyrirgjöfina og Elfar stangar boltann í netið!
51. mín
Ásgeir með skalla en hann er rétt framhjá markinu.
50. mín
KA fær aukaspyrnu á vítateigslínunni á hægri kannti!
49. mín
Fín fyrirgjöf frá Bogaert en skallinn frá Bjarna slakur og vel yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur rúllar hér af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hér er flautað til hálfleiks.
45. mín
Bjarni með skot rétt fyrir utan vítateiginn en Viktor varði vel frá honum.
43. mín
Aftur pressa Leiknismenn á KA. Makusevski fær boltann en á skotið í annarri tilraun yfir markið.
42. mín
Menn að leika sér að eldinum í öftustu línu KA, Stubbur með boltann og fær pressu á sig og neyðist til að losa boltann í innkast.
41. mín
Boltinn verið á vallarhelmingi Leiknis síðustu mínútur, tvær hættulausar hornspyrnur frá KA í röð.
35. mín
Fyrirgjöfin á nærstöngina, KA nær að koma boltanum frá og bruna í skyndisókn. Lokasendingin klikkar og fer beint í fangið á Viktori.
34. mín
Leiknir fær hornspyrnu!
30. mín
Þorri Mar með skotið í D-boganum en það er beint á Viktor.
27. mín
Makusevski á fyrirgjöf sem endar hjá Róberti Haukssyni en hann á auman skalla beinnt í fangið á Stubb.
26. mín
Bjarni með skotið en Viktor Freyr blakar boltanum yfir markið.
25. mín
KA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
24. mín
Bjarni Aðalsteins með skot úr dauðafæri en mér sýndist boltinn fara í Elfar Árna sem kom því í veg fyrir mark.
20. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Óttar Bjarni gekk af velli en getur ekki klárað leikinn. Gyrðir Hrafn kemur inná í hans stað.
17. mín
Óttar Bjarni liggur hérna eftir fast skot sem hann fékk beint í höfuðið.
16. mín
KA fær hornspyrnu!
15. mín
Makusevski með skot úr þröngu færi, Bykov lokaði vel á hann, skotið framhjá markinu.
10. mín
Makusevski við það að sleppa einn í gegn en Bykov með frábæra tæklingu. Makusevski liggur þó eftir og þarf á aðhlynningu að halda. Hann er búinn að ná sér og kominn aftur inná.
8. mín
Byrjar ansi rólega en það er fjör í brekkunni. Þeir örfáu stuðningsmenn Leiknis sem gerðu sér ferð láta vel í sér heyra með trommur og gjallarhorn meðferðis.
3. mín
KA menn í fínni sókn en sendingin innfyrir á Elfar sem er rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl! Þetta er að bresta á krakkar!
Fyrir leik
Fyrir leik
Nýr heimavöllur

KA mun spila á nýjum velli í sumar en þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í samtali við MBL.

Við mun­um svo fara á fullt í það að skipta um gervi­gras á æf­inga­svæðinu í næstu viku og von­umst við til þess að geta tekið á móti FH í 5. um­ferð deild­ar­inn­ar, hinn 11. maí, á nýj­um keppn­is­velli," sagði Sævar.

KA mun því spila tvo leiki á Dalvík en ásamt leiknum í kvöld þá mætir KA liði Keflavíkur þann 2. maí.
Fyrir leik
Byrjunaliðin eru klár:
Hjá KA vekur athygli að Sebastiaan Brebels og Hallgrímur Mar Steingrímsson eru á varamannabekknum. Bryan Van Den Bogaert er klár og byrjar í vinstri bakverðinum og Bjarni Aðalsteinsson er inn á miðsvæðinu. Dalvísku tvíburarnir, Nökkvi og Þorri, byrja báðir en Dalvíkingurinn Sveinn Margeir Hauksson er á bekknum.

Hjá Leikni eru þeir Mikkel Dahl og Mikkel Jakobsen á bekknum. Leiknismenn spila líklega 3-4-3 og er Róbert Hauksson, sem kom frá Þrótti í vetur, í sóknarlínunni.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Hér má sjá svart á hvítu að heimamenn voru stórhættulegir í föstum leikatriðum síðasta sumar!

Fyrir leik
KA menn eru í miklum meiðslavandræðum en Arnar Grétarsson þjálfari liðsins nefndi Hallgrímur Mar, Daníel Hafsteinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Sebastiaan Brebels, Steinþór Már Auðunsson, Hallgrímur Jónasson og Hrannar Björn Steingrímsson í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði en hann býst við því að Hallgrímur Mar muni ekki ná leiknum í dag.
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins. Andri Vigfússon og Oddur Kristján Már Ólafsson eru aðstoðardómarar. Þóroddur Hjaltalín er eftirlitsmaður KSÍ og Sveinn Arnarsson verður á hliðarlínunni með skiltið.


Fyrir leik
KA

Komnir
Bryan Van Den Bogaert frá Belgíu
Oleksiy Bykov frá Úkraínu á láni

Farnir
Haukur Heiðar Hauksson hættur
Jonathan Hendrickx til Belgíu
Mark Gundelach til Danmerkur
Mikkel Qvist til Horsens og svo Breiðabliks (var á láni)

Leiknir

Komnir
Atli Jónasson frá Tindastóli (spilaði síðast með Smára 2020)
Maciej Makuszewski frá Póllandi
Mikkel Dahl frá Færeyjum
Mikkel Jakobsen frá Færeyjum
Óttar Bjarni Guðmundsson frá ÍA
Róbert Hauksson frá Þrótti R.
Sindri Björnsson frá Grindavík
Birgir Baldvinsson frá KA (á láni)

Farnir
Ágúst Leó Björnsson hættur
Birkir Björnsson í Þrótt R.
Ernir Bjarnason til Keflavíkur
Guy Smit í Val
Máni Austmann Hilmarsson í FH
Manga Escobar
Octavio Paez
Róbert Quental Árnason til Ítalíu (á láni)
Sólon Breki Leifsson hættur
Sævar Atli Magnússon til Danmerkur
Davíð Júlína Jónsson í Þrótt Vogum (á láni)
Shkelzen Veseli í Þrótt vogum (á láni)
Fyrir leik
Pape Mamadou Faye er spámaður fyrstu umferðarinnar í Bestu deildinni. Hann spáir miklum baráttuleik!

KA 1 - 1 Leiknir R. (18:00 á miðvikudag)
Þessi leikur verður spilaður á Dalvík. Þetta verður löng ferð fyrir mína menn í Breiðholti, en ég held að Aron Fuego verði með græjurnar á leið norður og sjái til þess að þeir mæti vel stemmdir til leiks. En aftur á móti er KA með sín markmið og þetta verður mikill baráttuleikur.
Fyrir leik
Liðin mættust hér í þriðju umferð í fyrra þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Hallgrímur Mar skoraði tvö og Ásgeir Sigurvinsson skoraði eitt. Octavio Paez fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu.

Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í textalýsingu á leik KA og Leiknis í Bestu deildinni á Dalvíkurvelli!

Fyrsta umferðin í Bestu deildinni fer að ljúka! Leikurinn hefst kl 18.
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('20)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Maciej Makuszewski ('79)
8. Árni Elvar Árnason ('79)
9. Róbert Hauksson ('70)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
23. Arnór Ingi Kristinsson ('79)
23. Dagur Austmann

Varamenn:
8. Sindri Björnsson ('79)
9. Mikkel Dahl ('70)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('20)
19. Jón Hrafn Barkarson
20. Hjalti Sigurðsson ('79)
80. Mikkel Jakobsen ('79)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Þórir Þórisson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('82)

Rauð spjöld: