Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Shamrock Rovers
62' 2
1
Víkingur R.
Undankeppni EM kvenna
Pólland
LL 0
1
Ísland
Breiðablik
4
1
Þór/KA
Hafrún Rakel Halldórsdóttir '8 1-0
Anna Petryk '18 2-0
Hafrún Rakel Halldórsdóttir '30 3-0
Natasha Anasi '48 4-0
4-1 Margrét Árnadóttir '86
27.04.2022  -  17:30
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 368
Maður leiksins: Natasha Moraa Anasi
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Natasha Anasi (f)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('38)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
11. Alexandra Soree ('83)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('83)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('71)
25. Anna Petryk ('71)

Varamenn:
55. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('83)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('71)
17. Karitas Tómasdóttir
22. Melina Ayres ('38)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('83)
28. Birta Georgsdóttir ('71)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur öruggan sigur hér á Þór/KA. Nokkuð þægilegt dagsverk framan af en gestirnir sýndu ákveðin karakter og settu Blika undir pressu undir restina uppskáru gott marki.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
91. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
86. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Gestirnir með mikla orrahríð að marki Blika.

Fyrst átti Margrét skot sem Telma varði glæsilega í horn. Upp úr horninu upphefst mikill darraðadans í teignum sem endar með því að Arna kemur boltanum að marki en Natasha bjargar á línu, boltinn út beint fyrir fætur Söru sem setur boltann beinustu leið aftur inn á teignn þar sem Margrét flikkar boltanum yfir Telmu í markinu.
83. mín
Inn:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Soree (Breiðablik)
83. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
83. mín
Stangarskot hjá gestunum

Tiffany með laglega takta úti vinstra megin klobbar Alexöndru áður en hún lætur vaða en því miður í utanverða stöngina og afturfyrir.
81. mín
Smá klafs í teig Blika eftir aukaspyrnu frá hægri, Iðunn Rán með skot/sendingu í teignum en boltinn framhjá markinu.
78. mín
Natasha með skalla fram hjá markinu eftir fyrirgjöf frá Ástu.
74. mín
Þór/KA fær horn.

Verið líflegri fram á við í seinni hálfleik og skapað hættu úr hornum til þessa.

En í þetta sinn mætir Telma út og hirðir boltann.
73. mín
Tiffany Janea í skotfæri í D-boganum en hittir ekki markið.

Verið heldur mislagðir fætur í dag.
72. mín
Anna Petryk fer af velli. Skilað góðu dagsverki ig skorað gott mark.
71. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)
71. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Anna Petryk (Breiðablik)
67. mín
Arna Eiríks nær skallanum að marki, Tiffany reynir að koma boltanum áfram yfir línuna en Blikar hreinsa. Þór/KA kemur aftur og uppskera annað horn.

Arna aftur með skallann eftir hornið en Telma ver.

Föstu leikatriðin hjá gestunum hættuleg en vantar herslumunin fræga að koma boltanum yfir línuna.
66. mín
Gestirnir sækja, Uppskera hornspyrnu.
63. mín
Anna Petryk liggur á vellinum eftir klafs. Margrét stígur á ristina á henni í baráttunni um boltann. Vont en hún verður í lagi.
62. mín
Heimakonur í færi í Hildur þarf að teygja sig í boltann á markteig og nær ekki almennilegri snertingu. Boltinn því í fang Hörpu í markinu.
59. mín
Inn:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) Út:Unnur Stefánsdóttir (Þór/KA)
Þreföld skipting hjá gestunum.
59. mín
Inn:Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Þreföld skipting hjá gestunum.
59. mín
Inn:Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Þór/KA)
Þreföld skipting hjá gestunum.
58. mín
Hildur Antons með skot frá hægra vítateigshorn en hittir ekki markið.
57. mín
Saga Líf fær boltann út til vinstri með tíma og pláss. Keyrir inn að teignum þar sem hún leggur hann fyrir Margréti Árnadóttur sem nær skotinu en nær engum krafti í það og Telma á ekki í nokkrum vandræðum með það.

Allt í áttina hjá gestunum.
55. mín
Hætta í teignum Vígdís fyrst á boltann en nær ekki að koma honum á markið. Breiðablik hreinsar.
53. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.

Sóttu hratt upp eftir að Petryk missti boltann í teig Þórs/KA
48. mín MARK!
Natasha Anasi (Breiðablik)
Stoðsending: Taylor Marie Ziemer
Nathasa grimm í teignum og skallar gott horn Taylor í netið af markteig.

Ekki góðs viti að fylgja henni ekki eftir í teignum eins og hún hefur sýnt margoft síðustu ár,


47. mín
Petryk með prýðisbolta fyrir en varnarmenn komast fyrir boltann og setja hann afturfyrir.
46. mín
Hidur Antons sækir aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Natasha skokkar fram völlinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Blikakonur byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér á Kópavogsvelli, Heimakonur kyrfilega spenntar í bílstjórasætið og fátt sem bendir til annars en að stigin þrjú endi hér í Kópavogi.

Það eru samt 45 mínútur eftir og þær þarf að klára.
45. mín
Uppbótartími í fyrri hálfleik er að minnsta kosti 3 mínútur.
43. mín
Helena Ósk með skot að marki Þórs/KA en Harpa ver.

Blikar vinna boltann strax aftur, Hildur fær boltann inn á teignum leikur á einn varnarmann en setur boltann framhjá úr fínu færi.

Blikar mun betri og líklegar til þess að bæta við.
42. mín
Tiffany grunsamlega ein í gegn. Og það af ástæðu flaggið á lofti.
39. mín
Aftur kallað eftir aðhlynningu. Nú er það Sandra María sem liggur fyrir gestina.

Haltrar aðeins en virðist vera í lagi.
38. mín
Inn:Melina Ayres (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Verið frábær en þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
36. mín
Hafrún liggur eftir eftir hnjask, Virðist sárþjáð og er greinilega ekki að fara halda leik áfram.
32. mín
Hafrún að eiga skínandi fyrri hálfleik, fer vel með boltann úti vinstra megin og fíflar varnarmenn aðeins áður en hún settur fasta sendingu fyrir markið sem gestirnir koma í horn.
30. mín MARK!
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Hafrún með sitt annað mark.

Einfalt og árangursríkt spil leiður af sér fyrirgjöf frá hægri frá Alexandra Soree inn ár markteiginn þar sem Hafrún mætir og skilar boltanum í netið.

Dapur varnarleikur en virkilega vel gert hjá Blikum
26. mín
Natasha leggur boltann fyrir Heiðdísi eftir hornið en skotið yfir markið.
25. mín
Alexandra Soree með skot úr teignum fyrir Blika en boltinn í varnarmann og aturfyrir.
22. mín
Tiffany Janea í færi fyrir gestina, fær boltann í D-boganum við teig Blika og kemst í skotið en boltinn því miður fyrir gestina framhjá markinu.
18. mín MARK!
Anna Petryk (Breiðablik)
Þung sókn Blika.

Ásta fær boltann með tíma og pláss til að setja boltann fyrir þar sem Anna mætir og skallar boltann að marki. Harpa ver glæsilega en boltinn aftur fyrir fætur þeirrar úkraínsku sem skliar boltanum í netið í annari tilraun.
14. mín
Vigdís Edda Friðriksdóttir reynir fyrirgjöf frá hægri fyrir gestina en boltinn beint í fang Telmu í markinu.
13. mín

8. mín MARK!
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
Boltinn þræddur innfyrir varnarlínu Þórs/KA. Virkar hálf saklaust en hik í varnarlínu gestana gefur Hafúnu tækifæri á að ná til boltans, færa hann yfir á hægri fótinn og leggja hann snyrtilega í markið fram hjá Hörpu í markinu.


7. mín
Kaðrak í teig Þórs/KA eftir horn, pakkinn þéttur en boltinn endar í hliðarnetinu og gestirnir spyrna frá marki.
6. mín
Blikakonur líflegri hér í byrjun en engin færi litið dagsins ljós.
3. mín
Hildur Antons að komast í vænlega stöðu úti hægra megin en flaggið á loft.
2. mín
Gestirnir úr Þór/KA virðast stilla upp í 3-4-3.

Heimakonur í Breiðablik í 4-2-3-1 að mér sýnist.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Anna Petryk leikmaður Blika gengur til vallar með þjóðfána þjóðar sinnar. En hún kemur frá Úkraínu og sýnir löndum sínum i stríðshrjáðu landi stuðning.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Arnar Ingi Ingvarsson og honum til aðstoðar á línunum eru þeir Steinar Stephensen og Ingibjartur Jónsson. Jakub Marcin Róg er skiltadómari og KSÍ sendi Ólaf Inga Guðmundsson skagamann sem eftirlitsmann til að taka út störf dómara og umgjörð leiksins.
Arnar Ingi er dómari í dag
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið hafa skipt um þjálfara frá síðustu leiktíð. Ásmundur Arnarsson tók við Breiðabliki af Vilhjálmi Kára Haraldssyni.

Andri Hjörvar Albertsson lét staðar numið hjá Þór/KA eftir tímabilið og Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan tóku við.
Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson stýra Breiðabliki.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik endaði í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð með 36 stig en Þór/KA endaði í 6. sætinu með 22 stig.

Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli í fyrra 3 - 1 en leikurinn fór fram 15. maí. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk og Tiffany McCarty eitt fyrir blikana. Sandra Nabweteme skoraði mark Þórs/KA.

Seinni leiknum 28. júlí lauk með 2 - 2 jafntefli. Coleen Kennedy og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu mörk Þórs/KA en Agla María og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Blika.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Þórs/KA í 1. umferð Bestu deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir
4. Arna Eiríksdóttir
6. Unnur Stefánsdóttir ('59)
8. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Sandra María Jessen (f) ('91)
14. Margrét Árnadóttir
14. Tiffany Janea Mc Carty
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('59)
44. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('59)

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
5. Steingerður Snorradóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('59)
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('59)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('59)

Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Krista Dís Kristinsdóttir
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir
Hjalti Valur Þorsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: