Boginn
þriðjudagur 03. maí 2022  kl. 18:00
Besta-deild kvenna
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Harpa Jóhannsdóttir
Þór/KA 2 - 1 Valur
1-0 Sandra María Jessen ('6)
1-1 Elín Metta Jensen ('65)
2-1 Margrét Árnadóttir ('75)
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
7. Margrét Árnadóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('80)
10. Sandra María Jessen
14. Tiffany Janea Mc Carty
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('70)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir (f)
28. Andrea Mist Pálsdóttir ('13)
44. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('70)

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('80)
5. Steingerður Snorradóttir
6. Unnur Stefánsdóttir ('70)
17. Bríet Jóhannsdóttir
21. Krista Dís Kristinsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('70)
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('13)

Liðstjórn:
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir
Birkir Hermann Björgvinsson
Iðunn Elfa Bolladóttir

Gul spjöld:
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('20)
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('25)
Margrét Árnadóttir ('45)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Þór Hólmgrímsson
90. mín Leik lokið!
+3

Skalli yfir frá Örnu sem var mætt fram til að reyna ná jöfnunarmarkinu. Það tókst ekki, flautað til leiks um leið. Ótrúlegur sigur Þór/KA!
Eyða Breyta
90. mín
90 mínútur komnar á klukkua!
Eyða Breyta
90. mín
Ásdís mokar boltanum yfir! Þarna átti hún að gera betur.
Eyða Breyta
89. mín
Sendingin innfyrir aðeins of föst fyrir Elínu, Harpa á undan henni í boltann.
Eyða Breyta
87. mín
DAUÐAFÆRI!

Anna Rakel í dauuðafæri! Allt lok lok og læs hjá Hörpu!
Eyða Breyta
86. mín
Einhvern vegin tókst Söndru Maríu að koma boltanum yfir á ANgelu en skot hennar síðan hátt yfir.
Eyða Breyta
84. mín Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
82. mín
Þórdís Hrönn komin í gott færi en Harpa nær að loka á hana.
Eyða Breyta
81. mín
Angela strax komin í færi, glæsileg sending hjá Söndru Maríu en Angela hittir boltann afar illa og skýtur útaf.
Eyða Breyta
80. mín Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
75. mín MARK! Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
MAAARK!!

Margrét Árnadóttir skorar hér og kemur Þór/KA yfir þvert gegn gangi leiksins! Tiffany átti sendingu innfyrir vörn Vals. Þær steinsofna, virðast biðja um rangstöðu, Margrét nýtir sér það og kemst ein á móti Söndru, hún ver í fyrstu tilraun en Margrét nær boltanum aftur og skorar.
Eyða Breyta
70. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Vigdís Edda Friðriksdóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting hjá Þór/KA
Eyða Breyta
70. mín Unnur Stefánsdóttir (Þór/KA) Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
69. mín
Spyrnan endar á þaknetinu.
Eyða Breyta
69. mín
Valur fær hornspyrnu. Örugglega komnar yfir tíu hornspyrnur Vals í leiknum.
Eyða Breyta
67. mín
Tennis inná teig Þór/KA eftir hornspyrnu, loksins skalli að marki sem Harpa nær að grípa.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur)
MAAARK!

Elín Metta jafnar metin! Skýtur boltanum í Huldu Karen og í netið.
Eyða Breyta
64. mín
Boltinn fór af varnarmanni Þór/KA og í horn.
Eyða Breyta
63. mín
Valur fær aukaspyrnu á vítateigslínunni frá vinstri.
Eyða Breyta
60. mín
Elín í dauða dauða færi, þarf að teygja sig aðeins í boltann og Harpa nær að pressa vel á hana og ver boltann í horn.
Eyða Breyta
58. mín Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)

Eyða Breyta
55. mín
Elísa með sendingu innfyrir vörn Þór/KA, Elín Metta nær boltaum en nær ekki valdi á honum og boltinn útaf, markspyrna.
Eyða Breyta
54. mín
Ásdís Karen reynir fyrirgjöf en hún er of innarlega, Harpa handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
52. mín
ELÍN METTA!

Hún kemur sér í dauða færi með því að snúa Huldu Björgu glæsilega af sér en setur boltann framhjá! Þarna átti hún að gera betur!
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)

Eyða Breyta
49. mín
Valskonur halda hér uppteknum hætti í síðari hálfleik. Boltinn verið á vallarhelmingi Þór/KA hér í upphafi.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+5

Flautað til hálfleiks eftir að Þór/KA hreinsa frá.
Eyða Breyta
45. mín
+5

Elín Metta flikkaði boltanum til Ásdísar sem átti skotið en stórkostleg markvarsla hjá Hörpu í horn.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
+4
Eyða Breyta
45. mín
+2

Það hefur verið svolítið stopp í þessum fyrri hálfleik, einhverju verður bætt við.
Eyða Breyta
45. mín
+1

Ásdís Karen með skot í slá!!
Eyða Breyta
45. mín
Rakel Sjöfn var að sleppa í gegn en þá kemur Arna Sif á sprettinum og er á undan í boltann.
Eyða Breyta
43. mín
Valskonur hafa verið með boltann síðustu mínútur en ekkert náð að skapa sér.
Eyða Breyta
39. mín
Skalli Örnu Sifjar fer vel framhjá.
Eyða Breyta
38. mín
Ída nær skoti á markið en Harpa ver vel í horn.
Eyða Breyta
38. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
36. mín
Skot Önnu Rakelar fer vel yfir markið.
Eyða Breyta
33. mín
Elín Metta í góðu færi en hittir boltann illa, laust og beint á Hörpu.
Eyða Breyta
28. mín
Hornspyrna frá hægri hjá Val. Boltinn flikkast yfir á vinstri þar sem Sólveig fær boltann, sendingin hjá henni fyrir misheppnuð og fer beint útaf.
Eyða Breyta
26. mín
Mist tekur skotið en boltinn fer í magann á Ídu.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
Brýtur á Önnu Rakel og Valur fær aukaspyrnu á vítateigslínunni.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA)
Rakel búin að vera í aðhlynningu í nokkrar mínútur. Sá ekki hvað gerðist en það er búið að vefja um fingurnar hennar. Hún hefur fengið spjald fyrir að koma inná í leyfisleysi.
Eyða Breyta
19. mín
Sólveig Jóhannesdóttir köttar frá vinstri inná teiginn og á skot en Harpa í engum vandræðum.
Eyða Breyta
13. mín Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist þarf að fara af velli.
Eyða Breyta
13. mín
Anna Rakel með aukaspyrnu, sendir boltann fyrir. Andrea Mist og Arna Sif skella saman og þær þurftu aðhlynningu útá velli. Báðar komnar á fætur.
Eyða Breyta
8. mín
Elín Metta nær boltanum í annarri tilraun og tekur sprettinn frá vinstri inná teiginn og á skot sem Harpa ver.
Eyða Breyta
6. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA), Stoðsending: Tiffany Janea Mc Carty
MAAARK!

Heimastúlkur hafa verið með yfirhöndina síðustu mínútur. Ída fær boltann á miðjunni, Tiffany kemur á blindu hliðina og nær boltanum. Hún tekur sprettinn inná teiginn, sendir þvert fyrir á Söndru sem setur boltann framhjá nöfnu sinni í marki Vals.
Eyða Breyta
4. mín
Þórdís Elva með skotið rétt fyrir utan vítateiginn en beint á Hörpu.
Eyða Breyta
2. mín
Löng sending fram hjá Þór/KA en Sandra María er fyrir innan.
Eyða Breyta
1. mín
Valsstúlkur strax komnar í færi, fyrrigjöfin þó of innarlega og beint í hendurnar á Hörpu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Tiffany McCarty startar þessu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Margrét Árnadóttir heiðruð hér fyrir leikinn fyrir að ná yfir 100 leikjum. Fær afhenta treyju númer 100.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Hlín Eiríksdóttir spáði í spilin fyrir umferðina. Ásdís Karen skorar sigurmarkið ef spáin rætist.

Þór/KA 0 - 1 Valur
Ég held að Valur vinni 1-0 og ég held að það verði Ásdís sem skorar markið.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Það eru tvær breytingar á liði Þór/KA frá tapinu gegn Breiðabliki. Arna Eiríksdóttir og Unnur Stefánsdóttir detta út og Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir koma inn. Unnur er á bekknum en Arna ekki í hóp þar sem hún er á láni frá Val.

Það eru einnig tvær breytingar á Vals liðinu sem sigraði Þrótt. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Þórdís Elva Ágústsdóttir koma inn fyrir Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttr, þær eru báðar á bekknum í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi leikur er í 2. umferð en Þór/KA beið lægri hlut gegn Breiðabliki í fyrstu umferð 4-1. Margrét Árnadóttir klóraði í bakkann fyrir Þór/KA.

Valur sigraði Þrótt 2-0 þar sem Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu mörkin. Arna gekk til liðs við Val frá Þór/KA í vetur.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Stefán Jónsson annar af þjálfurum Þór/KA var ekki spenntur fyrir því að þurfa að spila inni en það snjóaði á Akureyri í gærkvöldi svo sem betur fer er hægt að spila inni.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Vals í Bestu deild kvenna.

Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl 18.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Lára Kristín Pedersen
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('58)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('84)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('58)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('84)
77. Eva Stefánsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Jón Höskuldsson
Matthías Guðmundsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('51)

Rauð spjöld: