HS Orku völlurinn
miðvikudagur 04. maí 2022  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur, sól með köflum en ansi svalt. Völlurinn flottur
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 140
Maður leiksins: Samantha Leshnak Murphy
Keflavík 1 - 0 Breiðablik
1-0 Amelía Rún Fjeldsted ('33)
1-0 Natasha Moraa Anasi ('94, misnotað víti)
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
3. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
18. Elfa Karen Magnúsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('84)
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
7. Kara Petra Aradóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
19. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('84)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
30. Gyða Dröfn Davíðsdóttir

Liðstjórn:
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Tanía Björk Gísladóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('23)
Gunnar Magnús Jónsson ('84)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Keflavík vinna stórkostlegan sigur á Breiðablik!

Frábær leikur hjá Samönthu í marki þeirra klár faktor í þessum sigri!

Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld!
Eyða Breyta
94. mín Misnotað víti Natasha Moraa Anasi (Breiðablik)
SAMANTHA VER VÍTIÐ!!!!!!!!!!!!!!!

Í góðri hæð en vel út við stöng og frábær varsla því!!!!!
Eyða Breyta
93. mín
Blikar fá vítaspyrnu!!!!!

Því miður fyrir Keflavík líklega réttur dómur.

Natasha er á leið á punktinn.
Eyða Breyta
92. mín
Samantha mætir vel út og hirðir boltann úr teignum áður en að Anna Petryk kemst í hann.
Eyða Breyta
91. mín
Samantha grípur vel inn í hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
Það eru að lágmarki þrjár mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
90. mín
Boltinn innarlega en fer afturfyrir.
Eyða Breyta
89. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
87. mín
Blikum liggur á. Natasha komin í fremstu víglínu.
Eyða Breyta
87. mín
Hörkuskot frá Melinu en Samantha sem fyrr með vörslu,
Eyða Breyta
86. mín Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)

Eyða Breyta
84. mín Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
Hér kemur þó skiptingin.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík)
Vildi fá að gera skiptingu en fékk það ekki í gegn.
Eyða Breyta
80. mín
Keflavík lifir á brúninni, Ásta með sprett og finnur Hildi í teignum sem nær ekki valdi á boltanum og Samantha hirðir hann upp.
Eyða Breyta
78. mín
Hildur í ágætu færi í teignum en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
75. mín
Þú hlýtur að vera að grínast!!!!!

Samantha með eina þá trufluðustu markvörslu sem ég hef séð. Anna Petryk alein á markteig vinstra meginn fær boltann og setur hann þéttingsfast á markið. Samantha virðis ekki eiga nokkurn einasta séns í boltann en hendir í eins og eitt gott handbolta X og slæmir hendi í boltann sem svífur rétt yfir slánna. Samantha fagnar vel og á alveg inni fyrir því!

Sú er að eiga leik hér í dag!
Eyða Breyta
71. mín
Pressa gestaliðsins farin að þyngjast verulega.
Eyða Breyta
65. mín
Keflavík dæmt brotlegt eftir hornið.
Eyða Breyta
64. mín
Ana Paula með hörkuskot eftir frábæra sókn Keflavíkur en Telma með stórgóða vörslu og slær í horn.
Eyða Breyta
62. mín Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
62. mín Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
61. mín
Heimakonur að berjast eins og ljón og verjast af miklu harðfylgi.
Eyða Breyta
57. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
55. mín
Dröf og Ana leika vel sín á milli úti til vinstri. Dröfn setur boltann fyrir í svæðið milli varnar og markmanns en Elfa Karen skrefinu of sein og nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
54. mín
Anna Petryk í ágætu færi vinstra megin í teignum eftir að Kristrún missir af boltanum en hittir boltann illa og setur hann talsvert framhjá.
Eyða Breyta
52. mín
Tash í dauðafæri eftir hornið en Samantha enn og aftur vel á verði og ver!
Eyða Breyta
50. mín
Fer rólega af stað, Blikar þó meira með boltann og freista þess að sækja,

Boltinn fyrir frá vinstri en Aníta Lind vel vakandi og kemur boltanum afturfyrir.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Blikar hefja leik.
Eyða Breyta
45. mín Melina Ayres (Breiðablik) Alexandra Soree (Breiðablik)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Óvænt staða og ekki í takt við gang leiksins almennt. En það er ekkert sem heitir sanngirni í fótbolta þegar allt kemur til alls.

Framundan 45 mínútur í viðbót.
Eyða Breyta
41. mín
Breiðablik fær horn.

Samantha kýlir boltann frá og seinni tilraun Helenu flýgur yfir allt og alla í teignum og endar afturfyrir.
Eyða Breyta
40. mín
Ég ætla bara að segja það. Ana Paula er frábær í fótbolta, með frábæra sendingu hér innfyrir á Amelíu sem þvi miður fyrir heimakonur nær ekki að taka boltann með sér.
Eyða Breyta
37. mín
Anna Petryk í þetta sinn með skalla en niðurstaðan sú sama. Boltinn í fang Samönthu.
Eyða Breyta
35. mín
Samantha enn og aftur að verja, sýnist það vera Karitas af stuttu færi en skalli hennar laus og Samantha vel á verði.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
Blikum er refsað!!!!!!

Hornspyrna frá hægri berst inn á teiginn þar sem Amelía mætir og setur boltann í netið.

Má alveg færa fyrir því rök að þetta sé gegn gangi leiksins en að því er einfaldlega ekki spurt.
Eyða Breyta
32. mín
Samantha með alvöru vörslu

Taylor, Alexandra og Ásta með frábært spil úti til hægri sem endar með sendingu frá Ástu inn á teiginn fyrir fætur Karitas sem á skot af vítapunkti alein en Samantha eins og köttur ver glæsilega.
Eyða Breyta
31. mín
Nú er það Helena Ósk sem spreytir sig á langskoti en Samantha með þetta allt á hreinu.
Eyða Breyta
30. mín
Ásta með skotið frá vítateigshorni en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
28. mín
Anna Petryk fer illa með Anítu Lind úti til hægri, leggur boltann út í teiginn þar sem Karitas mætir á boltann en Kristrún Ýr hendir sér fyrir boltann og hreinsar svo frá marki í kjölfarið,

Alvöru færi og frábær varnarleikur!
Eyða Breyta
26. mín
Ana Paula með alvöru takta þræðir boltann á Dröfn sem leggur boltann inn í teiginn þar sem Elfa Karen nær til hans en hittir ekki markið úr þröngu færi.

Keflavík hættulegar þegar þær sækja hratt.
Eyða Breyta
26. mín
Ásta alein úti til hægri og það ekki í fyrsta skipti en fyrirgjöf hennar í þetta sinn afar slök og fer afturfyrir.

Hafði líklega alltof mikin tíma til að hugsa hvað hún ætlaði að gera.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Hangir aftan í Amelíu þegar hún reynir að bruna fram í skyndisókn.
Eyða Breyta
23. mín Gult spjald: Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Of sein í Taylor og fær réttmætt gult spjald.
Eyða Breyta
22. mín
Taylor með skotið eftir að aukaspyrnan var skölluð frá en boltinn víðsfjarri markinu.
Eyða Breyta
21. mín
Hildur með boltann úti til hægri og leikur í átt að marki.
Brotið á henni rétt við vítateiginn og Blikar fá aukaspyrnu.
Eyða Breyta
19. mín
Natasha með skallann eftir hornið en boltinn vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
18. mín
Ásta er að fá rosalegan tíma og pláss úti hægra megin trekk í trekk. Með fyrirgjöfina en í þetta sinn skallar Aníta Lind boltann afturfyrir og Blikar fá horn.
Eyða Breyta
17. mín
Hildur með skot af talsverðu færi en boltinn beint í fang Samönthu í markinu sem fyrr.
Eyða Breyta
15. mín
Natasha með sjaldséð mistök þegar hún hittir ekki boltann og hleypir Önu á sprettinn. Ana sér ekkert nema markið og rýkur af stað en Heiðdís fylgir henni og kemur í veg fyrir að hún nái skoti á markið.
Eyða Breyta
14. mín
Amelía Rún gerir vel úti á hægri kantinum fyrir Keflavík og nær fyrirgjöf en boltinn of innarlega og í fang Telmu.
Eyða Breyta
12. mín
Heiðdís að mér sýnist með skalla að marki eftir horn en Samantha grípur vel inn í.
Eyða Breyta
11. mín
Ásta og Hildur enn að tengja saman. Fyrirgjöfin frá þeirri fyrrnefndu beint á kollinn á Hildi sem skallar rétt yfir af stuttu færi.

Pressa gestaliðsins að þyngjast.
Eyða Breyta
8. mín
Ásta með tíma og pláss úti hægra megin, finnur Hildi í fínu færi í teignum en skot hennar talsvert yfir markið.
Eyða Breyta
6. mín
Hildur Antons reynir skotið fyrir utan teig en boltinn svifur yfir markið.
Eyða Breyta
6. mín
Þarf lítið að koma á óvart að Blikar hafa verið með boltann svona um 80% af leiktímanum til þessa.

Keflavíkurliðið skipulagt og duglegt að loka svæðum.
Eyða Breyta
2. mín
Ásta Eir fer illa með Elfu Karen úti til hægri, leikur upp að endamörkum og á fyrirgjöf sem dettur ofan á þverslánna og afturfyrir.

Samantha var með þetta á hreinu þó og lét boltann fara.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimakonur sem hefja leik og sækja í átt að Sláturhúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Styttist óðum í leik og liðin að gera sig klár að ganga til vallar.

Ég er spenntur að sjá hvernig Keflavíkurliðið mætir til leiks en reikna sterklega með því að þær liggi aftarlega og freisti þess að beita skyndisóknum. Þar verður áhugavert að sjá baráttu Ana Santos við Nathöshu og varnarlínu Blika.

Anna Petryk kom vel inn í leik Breiðabliks í fyrsta leik og setti meðal annars gott mark.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Keflavík hóf mótið með látum með 4-0 sigri á KR á Meistaravöllum.
Ana Paula Santos Silva fór hamförum í þeim leik og setti þrennu en Dröfn Einarsdóttir gerði fjórða mark Keflavíkur.

Keflavík er spáð botnsæti deildarinnar en hafa sýnt það á undanförnum árum að þær eru sýnd veiði en ekki gefin. Breiðablik fann það á eigin skinni í fyrra og uppskar aðeins eitt stig úr leikjum liðanna það tímabil.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik

Breiðablik mætti Þór/KA í fyrstu umferð og hafði 4-1 sigur. Hafrún Rakel Halldórsdóttir gerði tvö mörk Blika í leiknum en varð fyrir því óláni að ristarbrotna skömmu eftir að hafa komið Breiðablik í 3-0 og er því fjarverandi næstu vikur. Anna Petryk og Natasha Moraa Anasi sem er Keflvíkingum að góðu kunn og hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár gerðu hin mörk Blika.

Líkt og oft áður síðustu ár er gert ráð fyrir því að Valur og Breiðablik berjist um titilinn þetta árið en Blikar geta slitið sig þremur stigum frá Val strax í blábyrjun móts eftir tap Vals gegn Þór/KA í gærkvöldi.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Önnur umferð heldur áfram

Gott kvöld lesendur og verið velkomin í beina textaælýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í annari umferð Bestu deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Heiðdís Lillýardóttir
2. Natasha Moraa Anasi
9. Taylor Marie Ziemer ('86)
11. Alexandra Soree ('45)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('86)
17. Karitas Tómasdóttir ('62)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('62)
25. Anna Petryk

Varamenn:
55. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
7. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('86)
10. Clara Sigurðardóttir ('62)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('86)
22. Melina Ayres ('45)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('62)

Liðstjórn:
Birna Kristjánsdóttir
Aron Már Björnsson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson
Sigurður Frímann Meyvantsson
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Taylor Marie Ziemer ('24)

Rauð spjöld: