Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Afturelding
1
1
Grindavík
Sigurður Gísli Bond Snorrason '32 , víti 1-0
1-1 Aron Jóhannsson '71
06.05.2022  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Kalt og blautt
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Sigurður Gísli Bond Snorrasson (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Esteve Pena Albons (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('84)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Sigurður Gísli Bond Snorrason
8. Guðfinnur Þór Leósson
10. Kári Steinn Hlífarsson
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('63)
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
26. Hrafn Guðmundsson
33. Andi Hoti

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
11. Gísli Martin Sigurðsson ('63)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
16. Aron Daði Ásbjörnsson
19. Sævar Atli Hugason
21. Elmar Kári Enesson Cogic
34. Oskar Wasilewski ('84)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Baldvin Jón Hallgrímsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Pedro Vazquez ('58)
Andi Hoti ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Daufum seinni hálfleik lokið. Jafntefli niðurstaða.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
94. mín
Næstum svaka dramatík hér í lokin.

Siggi Bond með sendinguna fyrir sem Aron Dagur er hársbreidd frá því að slá boltann í eigið net.
92. mín
+4 min
90. mín
Inn:Kenan Turudija (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
89. mín
Þvílíkt Klúður!!

Hilmar kemur með gullfallega sendingu inn fyrir vörnina á Kairo sem er í fullt af plássi en skotið hans framhjá
89. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Thiago Dylan Ceijas (Grindavík)
86. mín
Menn mjög ósáttir við dómarann eftir að hann stoppar sókn hjá heimamönnum þar sem að Grindvíkingur liggur eftir
84. mín
Inn:Oskar Wasilewski (Afturelding) Út:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
83. mín Gult spjald: Kairo Edwards-John (Grindavík)
Reynir sporðdrekaspyrnu úr aukaspyrnunni en fer með takkana í Bond
82. mín Gult spjald: Andi Hoti (Afturelding)
Aukaspyrna á fínum stað.
79. mín
Kairo skorar hér frábært mark eftir að plata varnarmenn Aftureldingar hér upp úr skónum en eftir mikinn fögnuð hafði dómarinn dæmt rangstöðu.
77. mín
Hörkufæri hér fyrir heimamenn eftir horn frá Sigga Bond.

Skallinn er á leiðinni á markið en fer í varnarmann.
71. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Frábært skot fyrir utan teig!

Grindavík búnir að dáleiða hérna vörn Aftureldingar til svefns. Taka eina snögga færslu á milli sín og Aron lætur vaða í fyrsta og hann syngur í netinu.

Léleg vörn hjá heimamönnum
70. mín
Grindavík aðeins að auka pressuna og auka tempóið
68. mín
Já þetta er ekki beint Víkingur -Stjarnan hérna
64. mín
Afturelding situr aðeins aftar núna en Grindavík virðast ágætlega sáttir með að spila boltanum hægt á milli sín.

Lítið að gerast.
63. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
58. mín Gult spjald: Pedro Vazquez (Afturelding)
Groddaraleg tækling á Kairo
54. mín Gult spjald: Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
Viktor eitthvað pirraður að hafa gerst brotlegur og grýtir boltanum í jörðina og fær þá gult.

Kjánalegt.
52. mín
Tómas fer upp hægri kantinn fyrir gestina og hann fellur við í teignum en aftur dæmir dómarinn ekkert. Heimamenn vilja meina að þetta hafi verið dýfa. Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta bara ekki.
50. mín
Grindavík með góða skyndisókn!

Langur bolti yfir á hægri til Kairo hann reynir að skæra sig framhjá Aron Elí sem sparka soldið í hann en Kairo ákveður að standa það af sér og tekur skotið sem er varið.

Kairo hefði léttilega getað farið niður og það hefði verið bókað víti.
46. mín
Leikur hafinn
Þá fer seinni hálfleikur af stað og það er Afturelding sem byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í fínum leik. Frekar daufur til að byrja með en bæði lið byrjuðu að sína meira sem leið á.

Vonandi fleiri mörk í þeim seinni.
45. mín
Grindavík með nokkur skot hér fyrir utan teig á lokamínútum hálfleiksins þau fara 2 í varnarmann en síðasta skotið frá Aroni Jóh fer yfir.
44. mín
Ungi strákurinn Hrafn gerir hérna mjög vel! Ýtir sér framhjá varnarmönnum og kemur boltanum yfir á Georg á hægri kantinum en sóknin rennur út í sandinn.
41. mín
Heimamenn að skapa mikla hættu hérna!

Georg með sendinguna fyrir á hægri og boltinn fer yfir alla en berst yfir á vinstri kantinn til Sigga Bond. Hann setur boltann inn í teig á Pedro sem er með fínt skot en vel varið hjá Aroni.

Bond og Pedro að vinna vel saman
40. mín
Esteve heldur áfram leik
38. mín
Esteve Pena liggur hérna eftir og þarf aðhlynningu. Maður vonar heimamanna vegna að hann sé í lagi, vont að missa markmanninn sinn útaf.
37. mín
Gunnar Bergmann með klaufalegt brot rétt fyrir utan teig vinstra megin.

Aron Jóh tekur aukaspyrnuna og Sigurjón með skalla sem fer beint á Esteve Pena. Sigurjón biður um hendi en Afturelding sleppur með þann skrekk.
32. mín Mark úr víti!
Sigurður Gísli Bond Snorrason (Afturelding)
Hann þurfti að bíða lengi eftir að fá að taka þetta þar sem Viktor sem fékk aðhlynningu var svo lengi að fara af velli.

En Siggi Bond er svellkaldur og sendir Aron í vitlaust horn, rennir honum í neðra vinstra hornið
31. mín
VÍTI!!

SIGGI BOND BRUNAR INN Á TEIG OG KLAUFALEGA BROTIÐ Á HONUM
29. mín
Thiago brýtur af sér klaufalega á eigin vallarhelming og heimamenn eiga aukaspyrnu á mjög ákjósanlegum stað.

Siggi Bond með mjög fínan bolta inn á teig sem endar í skoti frá Aron að ég held en í varnarmann og Grindavík bægjar hættunni frá.
25. mín
Grindavík örfáum sentimetrum frá því að skora fyrsta mark leiksins!

Dagur setur boltann á Kairo fyrir utan teig og hann tekur skotið sem fer í varnarmann og rétt framhjá.
21. mín
Hvernig var þetta ekki mark!

Siggi bond sýnir taktana sína og setur hælsendingu upp vinstri kantinn á Aron. Hann kemur með frábæran bolta inn í teig en afur er það Guðfinnur sem nær ekki nógu góðu skoti og boltinn framhjá.
19. mín
Thiago gerir vel hér og setur boltann upp hægri kantinn á Tómas sem er með svakalega mikið pláss. Hann prjónar sig inn á teiginn en skotið hans full auðvelt fyrir Pena í markinu.
18. mín
Grindavík skapar nokkra hættu hérna eftir hornspyrnu. Thiago nær skoti á markið en það eru of margir heimamenn inn í teig og þeir hreinsa frá.
16. mín
Georg með frábæran bolta inn í teig sem Guðfinnur kiksar alveg hrikalega! Þetta hefði að minnsta kosti átt að vera skot á mark.
14. mín
Pedro Vazquez!! geggjað skot fyrir utan teig sem Aron þarf að hafa sig allan við til að verja í horn.

Ekkert kom þó úr þessu horni.
12. mín
Kairo tekur alveg hörkusprett up hægri kantinn og vinnur horn.

Dagur tekur en heimamenn skalla frá.
9. mín
Grindavík aðeins að finna sig betur núna eftir að hafa snert boltan mjög lítið til að byrja með en núna var það Tómas Leó sem var kominn í fína fyrirgjafastöðu á hægri kantinum en sendingin í varnarmann
7. mín
Leikurinn farið mjög hægt af stað en fyrsta horn leiksins fær Grindavík.

Dagur Ingi tók en boltinn var skallaður frá. Hann fær hann aftur og setur boltan inn í teig en skalli gestanna er hreinsaður frá.

Fyrsta skot komið allavega.
3. mín
Heimamenn gera það sem þeir hafa verið þekktir fyrir undir stjórn Magga hér í byrjun leiks og það er að halda boltanum mjög vel.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn fer af stað og það er Grindavík sem byrjar með boltann.
Fyrir leik
Það er frekar kalt og blautt hér í Mosfellsbæ og það sést frekar mikið á mætingunni. Maður hefði vonast eftir fleirum á fyrsta leik mótsins hjá þessum liðum.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin!

Nýir menn í byrjunarliði Aftureldingar eru Esteve Pena, Gunnar Bergmann, Siggi Bond, Guðfinnur Þór, Ásgeir Frank og Andi Hoti. Það eru þá 6 talsins sem voru ekki með í fyrra.

Nýir hjá Grindavík eru Thiago Dylan, Kairo Edwards-John, Tómas Leó, Örvar Logi, Dagur Ingi og Vladimir Dimitrovski. Þeir eru líka 6 sem ekki voru með í fyrra.

Nóg af nýjum nöfnum í nýjum treyjum og vonandi gæði sem fylgja.
Fyrir leik
Komnir farnir Grindavík

Komnir:
Kairo Edwards-John frá Þrótti R.
Kenan Turudija frá Selfossi
Thiago Dylan frá Ítalíu
Tómas Leó Ásgeirsson frá Haukum
Vladimir Dimitrovski frá Georgíu
Örvar Logi Örvarsson frá Stjörnunni (á láni)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson frá Þrótti Vogum (var á láni)
Hilmar Andrew McShane frá Haukum (var á láni)

Farnir:
Dion Acoff til Bandaríkjanna
Laurens Willy Symons til Belgíu
Gabriel Dan Robinson til Bandaríkjanna
Jósef Kristinn Jósefsson hættur
Oddur Ingi Bjarnason í KV (var á láni)
Sigurður Bjartur Hallsson í KR
Sindri Björnsson í Leikni R.
Tiago í Fram
Walid Abdelali til Finnlands
Þröstur Mikael Jónasson í Dalvík/Reyni
Fyrir leik
Komnir farnir Afturelding

Komnir:
Andi Hoti frá Leikni R. (á láni)
Ásgeir Frank Ásgeirsson frá Kórdrengjum
Esteve Pena frá Spáni
Gunnar Bergmann Sigmarsson frá KFG
Guðfinnur Þór Leósson frá Víkingi Ólafsvík
Sigurður Gísli Bond Snorrason frá Þrótti Vogum
Jóhann Þór Lapas frá Elliða (var á láni)
Patrekur Orri Guðjónsson frá ÍR (var á láni)

Farnir:
Alberto Serran
Anton Logi Lúðvíksson í Breiðablik (var á láni)
Arnór Gauti Ragnarsson til Noregs (var á láni)
Birgir Baldvinsson til Leiknis R. (var á láni)
Hafliði Sigurðarson í Vængi Júpíters
Kristján Atli Marteinsson í Kórdrengi
Kristófer Óskar Óskarsson í Magna (var á láni)
Sindri Þór Sigþórsson í Árbæ (á láni)
Valgeir Árni Svansson til Noregs
Ýmir Halldórsson í Breiðablik (var á láni)
Fyrir leik
Spá Fótbolta.net

Grindavík 7.sæti
Rafn Markús álitsgjafi hafði þetta að segja
"Það verður gaman að sjá hvernig Grindavík kemur inn í tímabilið með Alfreð sem þjálfara. Ég tel að Grindvíkingar komi brattir inn í tímabilið. Hafa æft mjög vel og kom því vel undirbúnir til leiks. Grindavík gerði vel með að ráða hann til félagsins. Í honum eru þeir með einstakling sem menn hafa mikla trú á í Grindavík og menn eru tilbúnir að gera margt fyrir hann til þess að ná árangri - hvort sem það er á þessu ári eða síðar. Alfreð er vel liðinn og verður auðvelt að flykkja sér bakvið hann og liðið, eitthvað sem Grindvíkingar þurftu á að halda og stemningin í samfélaginu minnir á þegar Óli Stefán tók við liðinu."

Afturelding 10. sæti
Úlfur Blandon álitsgjafi hafði þetta að segja
"Það virðist vera sterkur og góður andblær í kringum lið Aftureldingar núna. Undirbúningstímabilið hefur gengið ljómandi vel sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir sumarið. Mosfellingar unnu B-Deild Fótbolta.net mótsins og spiluðu þrælflottan fótbolta sem er greinilega að virka fyrir hópinn."
Fyrir leik
Grindavík í fyrra

Grindavík enduðu í 7.sæti í fyrra og var það langt fyrir neðan væntingar. Þeir voru aðeins 3 stigum fyrir ofan andstæðinga sína í dag og heilum 21 stigi frá því að fara upp sem stefnan var fyrir tímabil.

Markaskorun í fyrra kom næstum einungis frá einum manni en það var hann Sigurður Bjartur Hallson sem gerði 17 mörk á meðan næst markahæsti maður var með 3 mörk. Nú er Sigurður genginn í raðir KR og því verður áhugavert að sjá hvernig markaskorunina í ár.

Grindavík hefur einnig skipt um þjálfara en Sigurbjörn Hreiðarsson gerðist aðstoðarþjálfari FH eftir að samningur hans rann út og í hans stað kom Alfreð Elías Jóhannson en hann var þjálfari kvennaliðs Selfossar í fyrra.

Fyrir leik
Afturelding í fyrra

Mosfellingar enduðu í 10.sæti í fyrra en voru þó aldrei nálægt falli þar sem þeir enduðu 9 stigum á undan Þrótti sem voru í 11. sæti.

Formið hjá Aftureldingu í fyrra var verulega kaflaskipt þar sem þeir ýmist töpuðu stórt og unnu stórt til skiptis. Þeirra 2 efstu markaskorarar eru hinsvegar farnir frá félaginu núna og það verður stórt skarð að fylla en það voru þeir Arnór Gauti Ragnarsson og Kristófer Óskar Óskarsson.

Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar gegn Grindavík. Þetta er fyrsti leikur liðanna í deildinni og við vonumst eftir hörku slag.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Vladimir Dimitrovski
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Thiago Dylan Ceijas ('89)
10. Kairo Edwards-John
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('90)
12. Örvar Logi Örvarsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane ('89)
9. Josip Zeba
15. Freyr Jónsson
27. Luka Sapina
29. Kenan Turudija ('90)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Viktor Guðberg Hauksson ('54)
Kairo Edwards-John ('83)

Rauð spjöld: