Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Valur
4
0
ÍA
Patrick Pedersen '44 1-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '62 2-0
Guðmundur Andri Tryggvason '65 3-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '72 4-0
11.05.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínar, hæg norðan átt skýjað hiti um 7 gráður og teppið grænt og slétt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Byrjunarlið:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('80)
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson ('75)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('80)
9. Patrick Pedersen ('75)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f) ('75)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Heiðar Ægisson ('80)
11. Sigurður Egill Lárusson ('80)
13. Rasmus Christiansen ('75)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('75)
33. Almarr Ormarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Jesper Juelsgård ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur Valssigur í höfn, Eftir heldur dapran fyrri hálfleik settu Valsmenn í fluggír í þeim seinni og sá Skagamenn aldrei til sólar.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur.
89. mín
Hallur Flosason með fastann bolta fyrir markið en beint í fang Guy.
88. mín
Skagamenn sækja horn. Lítið að gerast þessar mínúturnar annað.
85. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
83. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)
Truflar Guy í útsparki. Þorvaldi fannst það ekki sniðugt.
81. mín
Skagamenn fá horn. Hafa lítið sýnt fram á við í seinni hálfleik.
80. mín
Siguður Egill að fá sínar fyrstu mínútur í sumar.
80. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
80. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
76. mín
Orri Hrafn kemur inn af krafti lætur vaða af vítateig en boltinn smellur í stönginni.
75. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
75. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
75. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
75. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
75. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
72. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
Ömurleg sending út úr vörn ÍA beint fyrir fætur Birkis Heimissonar, sá finnur Tryggva Hrafn í hlaupi inn á teiginn vinstra megin. Tryggvi leggur boltann á hægri fótinn og snýr boltann laglega í fjærhornið.

Ef það var ekki búið nú þegar þá er þetta búið núna.
71. mín Gult spjald: Jesper Juelsgård (Valur)
69. mín
Valsmenn sækja enn.

Ágúst Eðvald með hörkuskot úr D-boganum en setur boltann framhjá.
65. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Valsmenn eru að klára þetta

Sækja hratt. Arnór Smára fær boltann úti til hægri, bíður örskotsstund eftir Guðmundi Andra sem sker inn á völlinn, tekur boltann með sér inn á teiginn og klárar glæsilega framhjá Árna í marki ÍA.
62. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Arnór Smárason
Pedersen í dauðafæri en Árni mætir honum og ver, boltinn beint fyrir fætur Arnórs Smára sem sér að Tryggvi Hrafn er í mun betri stöðu en hann, Arnór gefur því að Tryggva sem skilar boltanum í netið úr miðjum teignum .

Ættað af Skaganum þetta mark.
61. mín
Valur fær aukaspuyrnu á hættulegum stað Jesper Juelsgard líklegur kandidat.

Boltinn frá Arnóri beint á Árna.
60. mín
Inn:Benedikt V. Warén (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
56. mín
Gísli Laxdal með langan sprett, með alla vörn Vals fyrir framan sig heldur hann áfram inn að vítateig þar sem hann ltur vaða á markið en skotið laust og ekki til teljandi vandræða fyrir Guy.
54. mín
Guðmundur Andri í hörkufæri í teignum eftir snarpa sókn en Árni vel með fætinum í horn.
52. mín
Arnór Smára í dauðafæri í teig ÍA en Árni ver með tilþrifum. Flaggið fer á loft að auki.
50. mín
Hornið hreinsað frá beint á Tryggva Hrafn sem kemur með boltann aftur fyrir en skalli Hedlund vel yfir markið.
49. mín
Birkir Már með sprett upp hægri vænginn en fyrirgjöf hans af varnarmanni og afturfyrir.
47. mín
Birkir Már með sendingu yfir á Tryggva Hrafn sem tekur boltann í fyrsta en Árni ver vel í horn. Upp úr horninu verður ekkert.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik og þurfa að sækja.
45. mín
Hálfleikur
Það er kannski ekki úr vegi að óska Val og Valsmönnum til hamingju með daginn. En það var hinn 11.maí árið 1911 sem nokkrir drengir stofnuðu Fótboltafélag KFUM en nafni þess var breytt í Valur síðar á sama ári.

Til hamingju með daginn Valur.
45. mín
Hálfleikur
Þetta mark hér undir lokin á fyrri hálfleik er nákvæmlega það sem þessi leikur þurfti. Skagamenn þurfa að rífa sig upp úr skotgröfunum og taka sénsa í seinni sem mun bara opna leikinn.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 1 mínúta.
44. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Valsmenn eru komnir yfir

Birkir Már með sendinguna inn á teiginn frá hægri inn á teiginn, Þar er Patrick Pedersen einn og óvaldaður og á ekki nokkrum einustu vandræðum með hamra boltann í netið fram hjá varnarlausum Árna.
41. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Johannes Vall (ÍA)
40. mín
Vall er sestur á völlinn og þarf aðhlynningu. Ég held að hann sé hreinlega búinn

Brynjar Snær að gera sig til í að koma inn á.
37. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Þorvaldur spjaldar Árna fyrir að tefja. Segir kannski meira um leikinn en margt annað.
37. mín
Valsmenn að gefa í, boltinn upp vinstri vænginn og fyrir markið þar sem Patrick reynir skotið en hittir ekki boltann.
35. mín
Birkir Heimis með skot af löngu færi.

Flugturn í Reykjavík þarf líklega að senda út viðvörun því boltinn fór langt yfir markið.
34. mín
Gísli Laxdal með skot frá vítateigshorni vinstra megin, hættulaust með öllu.
33. mín
Tryggvi Hrafn finnur Arnór Smára í úrvalsfæri við vítapunkt en Arnór hittir boltann afar illa og boltinn rúllar hættulaust framhjá markinu.
31. mín
Juelsgard brýst upp völlinn, finnur Tryggva í svæðinu úti vinstra megin en fyrirgjöf Skagamannsins slök og beint í innkast hinum megin.
29. mín
Valsmenn fá sína fyrstu hornspyrnu.

Skagamenn skalla frá og Aron liggur eftir.
Stendur fljótt upp og þarfnast ekki aðhlynningar.
27. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Fer hátt með fótinn gegn Guðmundi Andra. Sparkar nánast í bringuna á honum. Uppsker gult fyrir það.
25. mín
Ágúst Eðvald og Gísli í alvöru návígi. Rekast saman á fullri ferð. Ágúst dæmdur brotlegur en spjaldið fær að sitja í vasanum.
25. mín
Gísli Laxdal

Þarf greinilega að leggja í vana minn að kvarta meira yfir því að lítið sé að gerast.

Skagamenn breika 3 á 2, Kaj Leó finnur Gísla í hlaupinu inn á teiginn sem setur boltann rétt yfir úr frábæru færi.
24. mín
Ég er hér ennþá. En það er rosalega lítið að gerast í þessum leik til þessa.
18. mín
Góð fyrirgjöf frá Kaj fyrir markið, Eyþór og Gísli báðir hársbreidd frá boltanum en Birkir Már setur boltann afturfyrir í horn.
18. mín
Þetta er helst til rólegt hérna. Mikill barningur á miðjum vellinum og vörn ÍA þétt.
16. mín
ÍA

Árni
Jón Gísli, Aron, Davey J.Vall
Oliver Köhler
Gísli Steinar Kaj
Eyþór
14. mín
Valur

Guy
Birkir Hólmar Hedlund Julesgard
Birkir Ágúst Arnór
Tryggvi Patrick Guðmundur Andri

Sýnist þetta vera nokkurn vegin svona hjá heimamönnum.
11. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Skagamanna.
8. mín
Spyrnan tekin yfir á fjær, flaggið á loft.
8. mín
Valsmenn verið beittari hér í upphafi. Skaginn fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Köhler spyrnir.
3. mín
Guðmundur Andri gerir vel nánast inn í markteig ÍA að taka við boltanum og leggja hann aftur út í teiginn. Gallinn var að þar var enginn Valsmaður. Pressan heldur áfram en Valsmenn dæmdir brotlegir.
2. mín
Patrick og Arnór Smára leika vel sín á milli úti til vinstri en sending danans til baka á Arnór fyrir aftan hann og sóknin rennur út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Origo vellinum. Það eru heimamenn sem hefja hér leik. Gulir og glaðir syngja af miklum móð strax í byrjun og allt eins og það á að vera.
Fyrir leik
Liðin að ljúka upphitun hér á Origo. Heimir Guðjóns er léttur á því og sýnir að hann hefur engu gleymt. Tekur eina létta utanfótarsendingu upp kantinn til að skila Skagamönnum bolta sem rataði yfir á rangann vallarhelming. Það voru gæði í þessu hjá Heimi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Ein breyting á hvoru liði:
Valsmenn gera eina breytingu á liði sínu frá jafnteflinu gegn FH á dögunum. Aron Jóhannsson er ekki í hóp hjá Val í kvöld en í hans stað kemur Arnór Smárason inn í liðið. Þá vekur athygli að Sigurður Egill Lárusson er á bekknum hjá Val í annað sinn í sumar, hann var líka í hóp gegn ÍBV í fyrstu umferð.

Hjá ÍA kemur Alex Davey aftur inn í byrjunarlið ÍA en hann meiddist í 1. umferð gegn Stjörnunni. Alex kemur inn fyrir Hlyn Sævar Jónsson sem tekur sér sæti á bekknum. Benedikt Warén er þá kominn aftur á bekkinn en hann mátti ekki spila gegn Breiðabliki í síðustu umferð.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Garðar Gunnlaugs aftur í ÍA

Sóknarmaðurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur fengið félagaskipti frá Kára yfir í ÍA. Verður ekki með í kvöld að ég held vegna þess að leikheimild kemur ekki fyrr en á miðnætti.


Fyrir leik
Tríóið

Þorvaldur Árnason sér um dómgæslu á Origo í kvöld. Hann fékk væna sneið af gagnrýni eftir síðasta leik sem hann dæmdi í Bestu þar sem hann að mati flestra dæmdi ekki tvær augljósar vítaspyrnur á Leikni gegn Víkingum. Vonandi að dómgæsla verði ekki umræðupunktur í leik kvöldsins.

Þorvaldi til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Pétur Guðmundsson er varadómari og Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Síðan árið 2015 hafa liðin leikið tólf leiki sín á milli í efstu deild. Valmenn hafa haft sigur í sjö þeirra en Skagamenn í fimm. Ef tölfræðin væri alltaf heilög gæti maður dregið þá ályktun að jafntefli væri ólíkleg niðurstaða í leik kvöldsins.

Markatala liðanna innbyrðis á sama tímabili er 27-18 Val í vil.


Fyrir leik
ÍA

Skagamenn hafa að sama skapi hafið mótið þokkalega. Fimm stig úr leikjunum fjórum, sannfærandi sigur gegn Íslandsmeisturum Víkinga og tvö jafntefli gegn Stjörnunni og Fram settu stigin á töfluna fyrir ÍA. Þeim var þó kippt hressilega niður á jörðina í síðustu umferð þegar Blikar heimsóttu Norðurálsvöllinn og hreinlega völtuðu yfir Skagamenn en lokatölur urðu 1-5.


Fyrir leik
Valur

Valsmenn hafa farið með miklum ágætum af stað í mótinu. Tíu stig að loknum fjórum umferðum verður að teljast gott en aðeins Breiðablik með fullt hús stiga hefur fengið fleiri stig.

Ég persónulega get þó ekki sagt annað en að ég bjóst við að Valsliðið yrði heilt yfir meira sannfærandi í sínum leik en markatalan eftir 4 umferðir er 7-4. Staðreyndin er samt sú að fótbolti snýst fyrst og fremst um að sækja úrslit og það hafa Valsmenn svo sannarlega gert til þessa.


Fyrir leik
Velkomin til leiks

Fimmta umferð Bestu deildar karla rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Hér í þessari textalýsingu Fótbolta.net ætlum við að fylgjast með leik Vals og ÍA en flautað verður til leiks klukkann 19:15
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall ('41)
6. Oliver Stefánsson ('75)
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson ('60)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('75)
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
8. Hallur Flosason ('75)
16. Brynjar Snær Pálsson ('41)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('75)
22. Benedikt V. Warén ('60)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Skarphéðinn Magnússon (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Alex Davey ('27)
Árni Snær Ólafsson ('37)
Guðmundur Tyrfingsson ('83)

Rauð spjöld: