HS Orku völlurinn
fimmtudagur 12. maí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Norðanátt skítakuldi og sól. En völlurinn er þokkalegur
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 448
Maður leiksins: Patrik Johannesen
Keflavík 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Adam Ægir Pálsson ('5)
2-0 Patrik Johannesen ('52)
3-0 Helgi Þór Jónsson ('81)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Ivan Kaliuzhnyi
19. Edon Osmani ('89)
23. Joey Gibbs ('73)
24. Adam Ægir Pálsson ('73)
26. Dani Hatakka
28. Ingimundur Aron Guðnason ('82)
77. Patrik Johannesen ('89)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('89)
10. Kian Williams ('73)
11. Helgi Þór Jónsson ('73)
18. Ernir Bjarnason ('82)
20. Stefán Jón Friðriksson ('89)
22. Ásgeir Páll Magnússon

Liðstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('23)
Ingimundur Aron Guðnason ('45)
Edon Osmani ('72)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
93. mín Leik lokið!
Keflvíkingar sækja sinn fyrsta sigur á tímabilinu og fara í fjögur stig. Leiknismenn þurfa að fara yfir hlutina og það hvernig á að skora mörk.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
93. mín
Sindri Þór í prýðis færi eftir skyndisókn en hittir ekki markið
Eyða Breyta
92. mín
Þetta er að fjara út hægt og rólega. Keflvíkingar að sækja sinn fyrsta sigur í deildinni svo mikið er víst.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
Eyða Breyta
89. mín Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Edon Osmani (Keflavík)

Eyða Breyta
89. mín Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Patrik Johannesen (Keflavík)

Eyða Breyta
87. mín
Rúnar Þór með fyrirgjöf frá vinstri á nærstöngina, Leiknismenn komast fyrir og boltinn í horn.
Eyða Breyta
82. mín Ernir Bjarnason (Keflavík) Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)

Eyða Breyta
81. mín MARK! Helgi Þór Jónsson (Keflavík), Stoðsending: Patrik Johannesen
Game over

Patrik leggur boltann inn á teiginn fyrir fætur Helga sem nær til boltans á undan Viktori og setur hann af öryggi í netið af stuttu færi,

Patrik verið frábær í síðari hálfleiknum.
Eyða Breyta
80. mín
Patrik þræðir Helga í gegn vinstra megin í teignum. Helgi einn gegn Viktori sem er fljótur út og lokar á Helga og ver skot hans vel,
Eyða Breyta
79. mín
Dauft yfir þessu eins og er. Keflvíkingar sáttir með sitt og eru ekki á fullu gasi. Leiknismenn reyna en eru helst til mislagðir fætur í viðleitni sinni að koma sér aftur inn í leikinn.
Eyða Breyta
73. mín Kian Williams (Keflavík) Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Adam verið öflugur í dag.
Eyða Breyta
73. mín Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Joey Gibbs (Keflavík)

Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Edon Osmani (Keflavík)
Fyrir brot.
Eyða Breyta
71. mín
Viktor með virkilega góða vörslu

Gibbs fær boltann við vítapunkt og lætur vaða niður i hornið hægra megin, Viktor snöggur niður og ver boltann en heldur honum ekki. Adam Ægir reynir við frákastið en Viktor kastar sér á boltann og nær honum á undan.
Eyða Breyta
68. mín
Patrik verið líflegur hér í síðari hálfleik. Lætur aftur vaða á svipuðum stað og áðan en í þetta sinn nær Viktor að handsama boltann.
Eyða Breyta
65. mín
Patrik með skalla að marki eftir langt innkast Rúnars en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
61. mín
Siggi Höskulds hendir í tvöfalda skiptingu. Freistar þess að hleypa smá lífi í þetta aftur hjá gestunum.
Eyða Breyta
60. mín Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
60. mín Sindri Björnsson (Leiknir R.) Emil Berger (Leiknir R.)

Eyða Breyta
58. mín
Sláarskot

Emil Berger lætur vaða af löngu færi og boltinn smellur í slánni! Frábært skot en fær ekkert fyrir það. Leiknismenn þessari frægu hársbreidd frá marki nú tvívegis í leiknum.
Eyða Breyta
56. mín
Ivan og Binni Hlö að kljást og Ivan fer niður með tilþrifum. Það var akkurat ekkert í þessu.
Eyða Breyta
52. mín MARK! Patrik Johannesen (Keflavík)
Heimamenn bæta við.

Boltinn berst til Patrik eftir lélega hreinsun frá teig Leiknis. Hann lætur vaða á markið. Boltinn skoppar eitthvað vandræðalega fyrir Viktor í markinu og boltinn endar í netinu.

Viktor átti líklega að verja þetta. Með sólina í andlitinu reyndar og bætum við skoppinu en skotið var ekkert stórkostlegt.
Eyða Breyta
50. mín
Allt annað að sjá til Leiknisliðsins hér í seinni hálfleik, kraftur og áræðni sem vantaði tilfinningalega í þeim fyrri. Vinna sig hér í ágæta stöðu við teig Keflavíkur en boltinn framhjá öllum í teignum og í markspyrnu.
Eyða Breyta
47. mín
Maciej Makuszewski með hörkuskot úr teignum hægra megin en Sindri ver vel.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur rúllar af stað

Gestirnir byrja með boltann hér í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
45. mín Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Mikkel Dahl (Leiknir R.)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hornið tekið, Keflvíkingar fyrstir á boltann og flautað til hálfleiks.

Erfitt að segja annað en að forysta þeirra sé verðskulduð en Róbert Hauksson getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt frábært færi í hálfleiknum og jafnað þar leikinn.

Komum aftur með seinni 45 að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín
Maciej Makuszewski með skotið frá vítateig sem Sindri ver vel í horn.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Tekur spjaldið á sig og stöðvar skyndisókn.

Keflvíkingar á akjósanlegri stöðu örfáum sekúndum fyrr en gestirnir koma boltanum frá.
Eyða Breyta
44. mín
Viktor bjargar Leiknismönnum

Boltinn dettur fyrir fætur Gibbs í teignum eftir laglegt samspil Keflvíkinga en Viktor ver stórkostlega með fótunum af stuttu færi.

Upp úr hornspyrnu í kjölfarið kemur ekkert.
Eyða Breyta
41. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina, Keflvíkingar ívið sterkari ef eitthvað er en það má lítið á milli bera.

Stuðningssveit Keflavíkur er þó í góðu stuði og hendir í eitt Víkingaklapp. Ekki alveg eins og í Nice 2016 en stemming í þessu.
Eyða Breyta
36. mín
Áhugaverðir taktar hjá Rúnari í teig Leiknis.

Rennur á hnén en nær á einhvern furðulegan hátt að leika á tvo Leiknismenn á hnjánum, reynir sendingu fyrir markið en Dagur Austmann kemst fyrir og setur boltann afturfyrir.
Eyða Breyta
33. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu. Þeirra fyrsta í leiknum.

Dahl með boltann fyrir, Sindri mætir út en missir af boltanum en kemst upp með það. Keflvíkingar hreinsa.
Eyða Breyta
32. mín
Sindri Þór með skot af 20 metrum fyrir heimamenn en boltinn í fang Viktors.
Eyða Breyta
30. mín
Heimamenn halda áfram, Ivan með skotið en rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
29. mín
Boltinn skallaður frá en Keflvíkingar koma aftur. boltinn berst á Rúnar sem lyftir honum fyrir markið þar sem Nacho skallar hárfínt framhjá.
Eyða Breyta
28. mín
Adam Ægir finnur Rúnar í svæði úti til vinstri, Rúnar reynir fyrirgjöf en af varnarmanni og afturfyrir
Eyða Breyta
26. mín
Adam með stórhættulega spyrnu inn að markinu, ég get ekki séð annað en að þessi hafi farið af pakkanum í markteignum og í stöngina.
Eyða Breyta
26. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
24. mín
Leiknismenn að komast í álitlega stöðu í teig Keflavíkur en sending Maciej fyrir markið finnur ekki samherja.

Leiknismenn halda áfram en Arnór Ingi hittir ekki á markrammann úr ágætu færi.
Eyða Breyta
23. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Missir boltann of langt frá sér við miðlinu og fer í hálf glórulausa tæklingu. Fyllilega verðskuldað gult.
Eyða Breyta
18. mín
Rúnar með skot/fyrirgjöf af löngu færi úr aukaspyrnu. Boltinn beint í fang Viktors sem heldur boltanum.
Eyða Breyta
14. mín
Leiknismenn í dauðafæri!!!!

Mikkel Dahl fer vel með boltann úti til hægri og Leiknismenn spila sig í gegnum öftustu línu Keflavíkur. Róbert Hauksson fær boltann í ögn til vinstri fyrir miðjum teig þar sem hann er aleinn en skot hans hafnar í þverslánni og út

Svona færi þarf að nýta!
Eyða Breyta
11. mín
óbert Hauks með laglegan sprett og tekur tvo Keflvíkinga á. Missir boltann þó á endanum of langt frá sér sem fer aftur til Sindra í markinu.
Eyða Breyta
9. mín
Bjarki og Viktor lenda í samstuði í atvikinu sem leiðir til marks Keflavíkur. Bjarki fær að sögn kollega hnéð á Viktori beint í andlitið,

Þökkum Atla á Vísi kærlega fyrir þessar upplýsingar.
Eyða Breyta
7. mín Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Stutt gaman hjá Bjarka sem þarf að yfirgefa völlinn.
Eyða Breyta
6. mín
Bjarki Aðalsteinsson liggur eftir í teignum eftir markið. Spurning hvort hann og Viktor hafi skollið saman en ég sá það hreinlega ekki nógu vel.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Viktor með blunder í markinu? Eða var brotið á honum?

Hár bolti inn á teiginn sem Viktor mætir út í en missir, boltinn dettur beint fyrir fætur Adams sem á ekki í vandræðum með að setja boltann í netið með Viktor út úr myndinni.
Eyða Breyta
4. mín
Gibbs í frábæru færi í teignum en nær ekki að leggja boltann fyrir sig og Leiknismenn hreinsa.
Eyða Breyta
1. mín
Ingimundur Aron með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Leiknis, Setur boltann inn á teiginn þar sem Nacho mætir en þarf að teygja sig í boltann og nær ekki að setja hann á markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Styttist óðum í leik hér. Harðkjarna stuðningsmenn Leiknis eru glaðbeittir í stúkunni að fagna sigri Lyngby á Hvidrove. Freyr Alexandersson og Sævar Atli Leiknis legend að gera gott mót þar.

Lyngby tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum en Horsens og Helsingor sem sitja í 2-3 sæti eiga leik til góða þar sem þau mæta hvort öðru á morgun.

Samgleðjumst Leiknismönnum að sjálfsögðu með það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Liðin eru mætt og hús og tvær breytingar á báðum liðum frá síðasta leik.

Hjá Keflavík tekur fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon út leikbann. Þá er Frans Elvarsson ekki heldur í hóp hjá Keflavík í kvöld. Sindri Þór Guðmundsson og Edon Osmani fylla þeirra skörð í byrjunarliðinu

Hjá Leikni fara þeir Daði Bærings og Birgir Baldvinsson á bekkinn og i þeirra stað koma Maciej Makuszewski og Mikkel Jakobsen. Kristófer Konráðsson sem kom frá Stjörnunni í vikunni er ekki í leikmannahópi Leiknis í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar

Einar Ingi Jóhannsson heldur um stjórnartauminn í leik dagsins honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon. Fjórði dómari er Þorvaldur Árnason og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Líkt og gestirnir hafa Keflvíkingar farið mjög rólega af stað í mótinu. 1 stig er í húsi að loknum fimm leikjum hjá Keflavík. Það stig kom í síðustu umferð þegar liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli gegn ÍBV eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik.

Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur tekur út leikbann vegna brottvísunar í kvöld en hann fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í fyrri hálfleik í leiknum gegn ÍBV. Fyrirfram myndi ég ætla að vegna þess færist Nacho Heras í miðvörðinn og Ásgeir Páll komi inn í hægri bakvörðinn en það kemur allt í ljós í kvöld.Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknir

Leiknismenn hafa farið hægt af stað á þessu móti. 2 stig í fyrstu fjórum leikjunum var eflaust ekki það sem Breiðhyltingar ætluðu sér fyrir mót. Öllu verra er að Leiknismenn hafa aðeins einu sinni fagnað marki í þessum fjórum leikjum en sá böggull fylgir skammrifi að það var sjálfsmark í 1-1 jafntefli liðsins gegn ÍBV. Varnarleikur liðsins hefur þó verið nokkuð þéttur í síðustu leikjum og héldu þeir meðal annars hreinu í leik gegn Víkingum á dögunum í 0-0 jafntefli.

Sagan um Daníel Finns Matthíasson tók loks enda nú undir lok félagaskiptagluggans þegar staðfest var að hann væri farinn í Stjörnuna. Í hina áttina kom Kristófer Konráðsson sem er kominn með leikheimild og ætti að vera klár í slaginn í kvöld.Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Leiknis í fimmtu umferð Bestu deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f) ('7)
7. Maciej Makuszewski
8. Árni Elvar Árnason ('45)
9. Mikkel Dahl ('45)
11. Brynjar Hlöðversson ('60)
18. Emil Berger ('60)
21. Róbert Hauksson
23. Dagur Austmann
28. Arnór Ingi Kristinsson
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
5. Daði Bærings Halldórsson ('45)
14. Sindri Björnsson ('60)
15. Birgir Baldvinsson ('60)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('7)
19. Jón Hrafn Barkarson ('45)

Liðstjórn:
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: