Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Selfoss
2
1
Grótta
Gary Martin '36 1-0
Gonzalo Zamorano '40 2-0
2-1 Ólafur Karel Eiríksson '43
13.05.2022  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Heiðgrænt gras, hálfskýjað og nánast logn
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 412
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Chris Jastrzembski
3. Þormar Elvarsson
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Danijel Majkic
7. Aron Darri Auðunsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson
9. Hrvoje Tokic ('78)
10. Gary Martin
19. Gonzalo Zamorano ('85)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson

Varamenn:
4. Jökull Hermannsson
16. Elvar Orri Sigurbjörnsson
17. Valdimar Jóhannsson ('78)
18. Kristinn Ásgeir Þorbergsson
21. Aron Einarsson ('85)
24. Elfar Ísak Halldórsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Stefán Logi Magnússon
Antoine van Kasteren
Þorgils Gunnarsson
Guðjón Björgvin Þorvarðarson

Gul spjöld:
Þormar Elvarsson ('42)
Chris Jastrzembski ('84)
Jón Vignir Pétursson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörkuleikur, ótrúlegt að við fengum ekki fleiri mörk. Selfyssingar geta haldið áfram að láta sig dreyma, walking in Deno wonder land.
90. mín Gult spjald: Chris Brazell (Grótta)
90. mín
Það er mikið um að vera í vítateig Selfyssinga. Spurning hvort eitthvað þurfu unadan að láta.
90. mín Gult spjald: Jón Vignir Pétursson (Selfoss)
Er of lengi að rölta í hornspyrnu.
89. mín
Aron Einarsson brýtur af sér hægra megin við vítateig, aukaspyrnan endar í hornspyrnu sem endar í engu.
85. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
85. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Gonzalo Zamorano (Selfoss)
84. mín Gult spjald: Chris Jastrzembski (Selfoss)
Fer groddalega í Ívan Óla
78. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Bæði lið að koma ferskum löppum í leikinn.
78. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Hrvoje Tokic (Selfoss)
75. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
Brýtur á Danijel á miðjum vallarhelmingi Gróttumanna.
71. mín
Kristófer Orri með skot upp úr litlu. Er fyrir utan teig og lætur vaða, boltinn rétt hægra megin við markið.
68. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Christopher gerir breytingar á sínu liði
68. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta) Út:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta)
65. mín
Kristófer á skot á mark, Chris er fyrir boltanum sem rétt sleikir slánna. Læti í þessu núna.
63. mín
Gróttumenn fá aukaspyrnu örlítið fyrir utan vítateig Selfyssinga, Kjartan Kári kom skoti beint á mark, en líka beint í fangið á Stefáni.
61. mín
Aukaspyrnan er við hlið vítateigs, en hún er ekki vel útfærð og endar í hraðri sókn Gróttu.
61. mín Gult spjald: Ólafur Karel Eiríksson (Grótta)
Ósáttur við aukaspyrnuna, lætur í sér heyra.
61. mín Gult spjald: Luke Rae (Grótta)
Heldur í Selfyssing á leið inn í teig.
58. mín
Hættuuleg sókn Selfyssinga, upp hægri kantinn. Tokic framlengir boltann á Gonzalo sem ræðst að marki af kantinum, Jón Ívan sér við honum.
55. mín
Læti í teig Selfyssinga, Gróttumenn nálægt því að komast í dauðafæri, boltinn rúllar til Stefáns í marki Selfyssinga. Hann tekur boltann upp og Gróttumenn ærast, vilja meina að Selfyssingur hafi rúllað boltanum til hans.
46. mín
Leikur hafinn
Elías Ingi flautar þetta í gang aftur, aðeins er búið að bæta í gjóluna. Hún er enn hún er þó enn róleg og þvert á völlinn.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugar lokamínútur hér á Selfossi. Fáum okkur einn bolla og tökum stöðuna á þessu á eftir.
43. mín MARK!
Ólafur Karel Eiríksson (Grótta)
Gróttumenn fá aukaspyrnu fyrir utan vítateig, úr verður svokallaður darraðardans, botinn endar á aðfara af bakinu á Ólafi framhjá Stefáni Þór sem var að reyna að kíla boltann í burt.
42. mín Gult spjald: Þormar Elvarsson (Selfoss)
40. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Það er skammt stórra högga á milli, Selfyssingar fá aukaspyrnu við hornfánann. Ingvi nær skallanum ekki á markið og boltinn berst út í teig. Þar kemur Gonzalo aðvífandi og neglir boltanum í netið.
36. mín MARK!
Gary Martin (Selfoss)
Gonzalo var nýbúinn að eiga skot rétt yfir slánna. Mínútu síðar fær Gary boltann inn fyrir vörnina, hann stingur af og rúllar boltanum fram hjá Jóni í marki Gróttu. Selfyssingar komnir yfir.
31. mín
Selfyssingar vinna boltann á miðjum vellinum, þeir fara fjórir fram á móti fjórum varnarmönnum. Tokic velur líklega ekki rétt og Grótta fær markspyrnu.
24. mín
Gróttumenn í stórhættulegri sókn! Gabríel Hrannar fær boltann á vítateigsboganum gegn fáliðaðri vörn Selfyssingum, einn þessara varnarmanna blokkar þó skotið. Eftir smá darraðardans líður hættan svo hjá.
17. mín
Gary Martin fær sendingu inn fyrir vörn Gróttu, hann fer upp hægri kantinn og rúllar boltanum í gegnum markteig, en þar er enginn samherji. Það er aðeins farið að lifna yfir þessu.
15. mín
Gary Martin kemst upp vinstri kantinn en fær ekkert nema hornspyrnu. Boltinn berst út fyrir teig á Danijel sem lúðrar boltanum vel framhjá.
13. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu sem endar í höndum Jóns Ívans. Gróttumenn komast í álitlega stöðu sem nær þó ekki að verða að færi.
6. mín
Kjartan Kári kominn einn í gegn, en gómaður í rangstöðu. Liðin eru annars að fara rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn, Grótta sækir í átt félagsheimili heimamanna.
Fyrir leik
Star Wars þemað tekið að hljóma og vallaþulurinn byrjaður að segja gestum frá því hverjir munu leika hér í dag. Þetta fer að skella á!
Fyrir leik
Selfyssingar tefla fram óbreyttu liði frá síðasta leik. Það sama er ekki hægt að segja um Gróttu, þar kemur inn Dagur Þór og út fer Kristófer Melsted.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Selfossi eru vægast sagt til fyrirmyndar í dag!



Fyrir leik
Í útvarpsþætti Fótbolta.net fóru Elvar Geir og Tómas Þór yfir leik HK - Selfoss og fóru vægast sagt ófögrum orðum um vörn Selfyssinga. Það er spurning hvernig henni muni farnast gegn flugbeittum skyndisóknum Gróttumanna.

Á móti má segja að Selfyssingar tefli fram ansi hættulegri framlínu sem hatar ekkert að ná sér í mark eða þrjú til að setja á samfélagsmiðlana.

Í öllu falli held ég að það sé óhætt að lofa einhverjum mörkum hér í kvöld!
Fyrir leik
Grótta tók á móti strákunum hans Samma á Nesinu. Það urðu ekki síður athyglisverð úrslit, en Grótta lagði vestra með fimm mörkum gegn engu. Tvö lið sem ýmist hefur verið spáð á svipuðum stað í töflunni, Vestra var meira að segja spáð í fjórða sætið hjá Fótbolta.net. Luke Rae skoraði tvö mörk í þessum leik, aðrir minna.
Fyrir leik
Selfyssingar byrjuðu tímabilið á leik gegn Handknattleiksfélagi Kópavogs. Í Kórnum náðu þeir nokkuð óvænt stigunum þrem eftir 3-2 sigur. Sterkt fyrir Selfyssinga að þar komust tveir af þeim sem eiga að skora mörkin á blað, Gary Martin með tvö og Gonzalo Zamorano með sigurmarkið.
Fyrir leik
Toppslagur á Selossi

Komið sæl og verið velkomin til leiks með okkur á JÁVERK-völlinn á Selfossi. Hér munu tvö af toppliðum Lengjudeildarinar mætast, en þau unnu bæði sinn leik í fyrstu umferð.

Þessum liðum var spáð áttunda og níunda sæti bæði í spá þjálfara og fyrirliða sem og í spá Fótbolta.net.
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Dagur Þór Hafþórsson
6. Ólafur Karel Eiríksson ('68)
7. Kjartan Kári Halldórsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('78)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('85)
17. Luke Rae
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('68)

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('68)
8. Júlí Karlsson
11. Ívan Óli Santos ('68)
19. Benjamin Friesen
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('78)
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('85)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren

Gul spjöld:
Ólafur Karel Eiríksson ('61)
Luke Rae ('61)
Valtýr Már Michaelsson ('75)
Chris Brazell ('90)

Rauð spjöld: