ÍA
0
3
KA
0-1 Daníel Hafsteinsson '11
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '53
Gísli Laxdal Unnarsson '58 , misnotað víti 0-2
0-3 Jakob Snær Árnason '81
15.05.2022  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar þrátt fyrir smá golu.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('86)
2. Oliver Stefánsson ('45)
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Christian Köhler
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('86)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('80)
44. Alex Davey

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
14. Breki Þór Hermannsson ('86)
16. Brynjar Snær Pálsson ('86)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('86)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('80)
22. Benedikt V. Warén ('45)
27. Árni Salvar Heimisson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka. Síðari hálfleikuirnn var töluvert skemmtilegri en sá fyrri og KA menn fara heim með stigin þrjú.

Þakka fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
KLukkan slær 90 hér á Norðurálsvellinum og uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur.
86. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
86. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
86. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
85. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
85. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
81. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Boltaum er lyft upp á Daníel Hafsteins sem tekur boltann niður fyrir utan teig og kemur boltanum inn á Nökkva sem leggur boltann aftur út á Daníel sem á misheppnað skot en boltinn dettur inn á Jakob Snæ sem var réttur maður á réttum stað og setur boltann í netið.
80. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
79. mín
Bjarni Aðalsteinsson fær boltann fyrir utan teig og leggur hann til hliðar á Danna Hafsteins sem nær skoti og boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.
77. mín
Daníel Hafsteinsson tekur aukaspyrnu fyrir utan teig sem fer beint á Árna Snæ.
76. mín
Jakob Snær fær boltann út til vinstri og lætur vaða úr fínni stöðu en boltinn í varnarmann ÍA
73. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
73. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
72. mín
Steinar fær boltann fyrir utan teig og tekur ein skæri áður en hann lætur vaða á markið en skotið þægilegt fyrir Stubb.
69. mín
Kaj Leo fær boltann fyrir utan teig og ætlar að smyrja boltann í fjær framhjá Stubb en Stubbur gerir vel og ver.
68. mín
Þorri Mar fær boltann út til hægri og leggur boltann út á Brebels sem nær skoti en boltinn framhjá.
65. mín
VÁÁÁ NÖKKVI!!

Fær boltinn við hliðarlínuna og er með þrjá leikmenn ÍA í sér og spænir þá upp og keyrir í átt að marki ÍA og leggur boltann til hliðar á Svein sem nær skoti en boltinn framhjá markinu.

Rosalegur sprettur hjá Nökkva.
63. mín
Inn:Sebastiaan Brebels (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
61. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (KA)
Brýtur á Benedikti sem var á leið framhjá Dusan.

VÁÁ Köhler lætur bara vaða á markið af 30 metrunum og boltinn rétt framhjá. Góð tilraun hjá Köhler.
58. mín Misnotað víti!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
STUBBUR LES GÍSLA OG VER VÍTIÐ!!!
57. mín
ÍA FÆR VÍTI!!!

Boltinn kemur inn á teiginn á Þorra Mar sem er alltof lengi að átta sig á hlutunum og Gísli Lax kemst framfyrir hann og Þorri brýtur á Gísla.

Klaufalegt hjá Þorra.
53. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
KA menn lyfta boltanum í gegn á Elfar Árna sem hefur betur í kapphlaupi við Aron Bjarka og setur boltann í netið. Árni Snær var í þessum bolta en boltinn lak inn.

0-2!
52. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á fínum stað rétt fyrir utan vítateiginn.

Kaj Leo setur boltann á nærsvæðið og Þorri Mar skallar boltann afturfyrir endamörk. Kaj Leo tekur hornspyrnuna og eftir mikin darraðadans inn á teig KA ná gestirnir að hreinsa boltann í burtu.
50. mín
Hallgrímur Mar fær boltann og rennir honum upp vængin á Þorra Mar sem nær góðri fyrirgjöf en KA menn sofandi inn á teignum og engin ræðst á boltann.
48. mín
Benedikt brýtur á Elfari Árna við hliðarlínuna hægra megin og Vilhjálmur flautar aukaspyrnu sem Hallgrímur Mar lyftir inn á teiginn en Hlynur skallar boltann í burtu.
46. mín
Hallur Flosa fær boltsann upp hægri vænginn og nær fyrirgjöf en KA menn koma boltanum í burtu.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farin af stað.
45. mín
Inn:Benedikt V. Warén (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
Hálfleiksskipting hjá Skagamönnum.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar bætir engu við þennan fyrri hálfleik og flautar til hálfleiks.

Vonandi fáum við meira fjær í síðari hálfleik en fyrri hálfleikurinn hefur verið rosalega tíðindalðítill.
43. mín
GVUÐ MINN ALMÁTTUGUR ÞETTA ZOOMERAÐI ÞENNAN FYRRI HÁLFLEIK.

Bryan fær boltsnn og færir hann út á Nökkva sem nær fyrirgjöf en hún alltof föst og rúllar yfir hliðarlínuna hinu megin.

Fyrir utan þetta mark KA manna og rangstöðu markið þá hefur ekki verið neitt að frétta hérna í þessum fyrri hálfleik.
35. mín
Hallgrímur Mar!!!

Nökkvi Þeyr fær boltann á vallarhelmingi ÍA og færir boltann yfir á Hallgrím sem fær boltann í góðri stöðu en Grímsi alltof lengi að koma með skotið og boltinn í varnarmann.

Fínt tækifæri fyrir gestina að tvöfalda hérna.
32. mín
Lítið sem ekki neitt að gerast inn á vellinum þessar síðustu mínútur.
25. mín
Skagamenn vilja hendi og víti á KAmenn

Steinar Þorsteinsson fær boltann við teiginn hægra megin og lyftir boltanum fyrir en boltinn í Rodrigo og Skagamenn kalla eftir víti en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert.

Mér sýndist þessi bolti ekki hafa farið í hendina á Rodrigo héðan úr fréttamannastúkunni.
23. mín
Ívar Örn kemur boltanum á Hallgrim Mar sem framlengir boltanum áfram á Elfar Árna sem nær skoti en boltinn beint á Árna Snær.
22. mín
Gísli Lax fær boltann út til hægri og fer framhjá Ívari og reynir að koma boltanum út í teiginn en það misheppnast og boltinn beint í hendurnar á Stubb.
20. mín
Sjálfstraust í Danna Hafsteins eftir þetta mark.

Fær boltsnn á miðjum vallarhelmingi ÍA og fer framhjá Köhler og lætur vaða en boltinn af varnarmanni ÍA og í horn.
15. mín
SKAGAMENN SKORA EN FLAGGIÐ Á LOFT.

Steinar lyftir boltanum inn á teiginn á Eyþór sem nær að setja boltann í netið en rangstæða dæmd.
11. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
VÁÁÁ DANÍEL HAFSTEINSSON MAÐUR LIFANDI!!!!!

Þetta mark kemur upp úr hornspyrnu sem KA menn taka stutt og lyfta boltanum inn á teiginn og Skagamenn hreinsa boltann út fyrir teig og fyrir fætur Þorra sem nær annari fyrirgjöf sem Árni Snær kýlir út úr teignum og boltinn dettur fyrir fætur Danna sem hamrar boltanum upp í skeytin rétt fyrir utan D-bogan.

LITLA MARKIÐ!!!
10. mín
Bryan fær boltann upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf sem Skagamenn skalla beint fyrir fætur Nökkva sem fær boltann inn á teignum en Skagamenn kasta sér fyrir skotið og boltinn í burtu.

Hinumegin keyra ÍA upp og Gísli Laxdal fær boltann út til hægri og reynir skot/sendingu en boltinn fraqmhjá.

Það er að færast fjör í þetta.
7. mín
VÁÁÁ STUBBUR TÆPUR!!!

Stubbur fær boltann til baka og Eyþór Aron keyrir í pressuna og var nálægt því að setja boltann í netið en Stubbur nær að hreinsa boltann í burt.
6. mín
Leikurinn fer rólega af stað en bæði lið eru að vinna sig inn í leikinn. KA menn halda þó meira í boltann til að byrja með.
1. mín
Liðin eru sirka svona

ÍA
Árni
Hallur Aron Davey Hlynur
Köhler Steinar Oliver
Gísli Eyþór Kaj Leo

KA
Stubbur
Þorri Dusan Ívar Bryan
Rodrigo Danni Sveinn
Grímsi Elfar Nökkvi
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur Alvar flautar til leiks. Skagamenn byrja með boltann.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og eru að ganga til búningsherbegja til að gera sig klár fyrir upphafsflaut leiksins. Megi þessi leikur vera góð skemmtun.

ÍA Ultras eru mættir í stúkuna og má búast við miklum látum frá þeim hér í stúkunni.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og má sjá þau hér til hliðana.

Jón Þór Hauksson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-0 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Hallur Flosason og Hlynur Sævar Jónsson koma inn í liðið fyrir Johannes Björn Vall og Jón Gísla Eyland Gíslason en þeir eru báðir utan hóps hjá ÍA í dag.

Arnar Grétarsson þjálfari KA gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Sveinn Margreir Hauksson kemur inn í liðið og Sebastiaan Brebels fær sér sæti á bekknum.



Frá leik liðanna á síðasta tímabili.
Fyrir leik


Dómari leiksins í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Guðmundur Ingi Bjarnason. Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.
Fyrir leik
KA

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur farið vel af stað og situr liðið fyrir leik dagsins í 3.sæti deildarinnar með 13.stig og aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðablik. KA hefur unnið fjóra og gert eitt jafntefli. Liðið fékk Fimleikafélag Hafnarfjarðar í heimsókn í síðustu umferð og unnu þar dramatískan 1-0 sigur þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði af vítapunktinum á síðustu sekúndu leiksins.



Nökkvi Þeyr hetja KA manna þegar liðið vann FH í síðustu umferð.
Fyrir leik
ÍA
Skagamenn sitja fyrir leik dagsins í 8.sæti deildarinnar með fimm stig. Liðið hefur byrjað mótið á einum sigri, einu jafntefli og tveimur töpum. Liðið fór á Hlíðarenda og mættu Valsmönnum í síðustu umferð og töpuðu stórt 0-4 og hefur liðið ekki unnið fótboltaleik síðan 24.apríl þegar liðið vann Víkinga frá Reykjavík.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Sunnudag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Norðurálsvellinum þar sem ÍA tekur á móti Knattspyrnufélagi Akureyrar í 6.umferð Bestu deildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 17:00


Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo ('85)
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('63)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('73)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('73)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Sebastiaan Brebels ('63)
14. Andri Fannar Stefánsson ('85)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
29. Jakob Snær Árnason ('73)
32. Kári Gautason
77. Bjarni Aðalsteinsson ('73)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Dusan Brkovic ('61)

Rauð spjöld: