Víkingsvöllur
fimmtudagur 19. maí 2022  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 12 gráður, skýjað og vindkæling.
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Áhorfendur: 50
Maður leiksins: Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
Víkingur R. 3 - 0 Grindavík
1-0 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('23)
2-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('43)
3-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('80)
Byrjunarlið:
1. Andrea Fernandes Neves (m)
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Christabel Oduro ('82)
13. Kiley Norkus ('82)
15. Dagbjört Ingvarsdóttir (f)
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('73)
19. Tara Jónsdóttir ('87)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('73)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('87)
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('82)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('73)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('82)
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('73)

Liðstjórn:
Ólöf Hildur Tómasdóttir
John Henry Andrews (Þ)
Elísa Sól Oddgeirsdóttir
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Lisbeth Borg
Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
María Björg Marinósdóttir
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Christabel Oduro ('72)

Rauð spjöld:
@GunnarBjartur Gunnar Bjartur Huginsson
92. mín Leik lokið!
Góður leikur að baki og virkilega sterkur sigur hjá Víkingi.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 2 mínútur.
Eyða Breyta
88. mín
Dagný á sláarskot eftir góðan undirbúning Sigdísar.
Eyða Breyta
87. mín Brynhildur Vala Björnsdóttir (Víkingur R.) Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
82. mín Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Kiley Norkus (Víkingur R.)

Eyða Breyta
82. mín Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.) Christabel Oduro (Víkingur R.)

Eyða Breyta
80. mín MARK! Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.), Stoðsending: Christabel Oduro
3-0!!
Oduro fær boltann og spilar þríhyrningsspil með Sígdísi sem nær á ótrúlegan hátt að vaða í gegnum vörn Grindavíkur og skorar.
Frábært mark og klárar þar með leikinn.
Eyða Breyta
78. mín
Dagný kemur sér í góða stöðu inni á teignum og gefur út þar sem Tara stendur og skýtur en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
76. mín
Helga tekur aukaspyrnuna sem drífur inn á teiginn þar sem Júlía skallar hann framhjá.
Eyða Breyta
76. mín
Brotið er á Írenu rétt fyrir framan miðjubogann.
Eyða Breyta
73. mín Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Hulda virkilega ógnandi í dag.
Eyða Breyta
73. mín Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.) Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
Svanhildur búin að spila frábærlega.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Christabel Oduro (Víkingur R.)
Oduro brýtur ansi harkalega á Helgu og uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
66. mín Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík) Eva Lind Daníelsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
66. mín Kara Petra Aradóttir (Grindavík) Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
66. mín
Grindavíkurkonur búnar að spila mikið betur það sem af er seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
61. mín
Hornið kemur inn í teiginn og Helga nær að setja fótinn í boltann en skotið er varið. Andrea að læsa búrinu.
Eyða Breyta
61. mín
Júlía á fast skot sem Andrea ver frábærlega í slánna. Greinilegt að stelpurnar hafi horft á sláarkeppnina í hálfleik.
Eyða Breyta
60. mín
Fyrirgjöfin kemur og boltinn endar á ótrúlegan hátt í slánni og í höndum Andreu.
Eyða Breyta
59. mín
Írena gefur boltann fyrir en boltinn er skallaður í horn.
Eyða Breyta
55. mín
DAUÐAFÆRI!
Birgitta og Eva spila snyrtilegan þríhyrning sín á milli og Eva finnur Júlíu í hlaupinu sem skýtur að markinu en Andrea ver meistaralega. Þetta gæti verið ansi dýrmæt þegar horft er til baka.

Eyða Breyta
50. mín
Svanhildur vinnur hornspyrnu en ekkert verður úr henni.
Eyða Breyta
48. mín
Helga sendir inn fyrir í átt að Oduro sem nær ekki til knattarins.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ég hvet alla til þess að mæta á heimavöll hamingjunnar. Börn fá tækifæri til þess að hitta í slánna og á meðan geta foreldrarnir fengið sér hamborgara.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Mjög viðburðaríkur fyrri hálfleikur. Víkingskonur verið miklu betri seinustu 15 mínúturnar og eiga fyllilega skilið að vera 2-0 yfir. Þetta er þó ekki alveg búið spil fyrir Grindavík. Ef þær ná betri stjórn á miðsvæðinu geta þær alveg komið til baka.
Eyða Breyta
43. mín MARK! Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.), Stoðsending: Freyja Friðþjófsdóttir
GEGGJAÐ MARK!
Fyrirgjöf inn á teiginn og Hulda Ösp sem hefur verið lífleg í leiknum flugskallar boltann í netið!
Eyða Breyta
41. mín
Svanhildur vinnur innkast.
Eyða Breyta
39. mín
Grindavíkurkonur ná að koma boltanum upp völlinn en Tara missir hann og Sigríður nær til hans og á skot sem fer rétt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
36. mín
Horn fyrir Víking.
Hulda Ösp gefur hann fyrir en engin rauð treyja kemst til boltans og Lauren ekki í vandræðum við að handsama þennan.
Eyða Breyta
34. mín
Gott færi!
Víkingur nær boltanum þegar Grindavík taka aukaspyrnuna fljótt og Svanhildur stingur honum inn fyrir á Oduro sem setur hann rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
34. mín
Svanhildur Ylfa brýtur á Caitlin við vítateig Grindavíkur.
Eyða Breyta
30. mín
Fyrirgjöf flýgur inn í teiginn og Írena fær boltann í andlitið. Leikurinn stoppaður.
Eyða Breyta
23. mín MARK! Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
Víkingskonur komnar á blað eftir heldur sérstakt mark! Hulda Ösp nær að koma boltanum fyrir og nær hann til fóta Oduro sem á skottilraun sem fer af vörn Grindavíkur og dettur til Svanhildar sem skorar í autt markið.
Eyða Breyta
20. mín
Grindavíkurstelpur eru ítrekað að missa boltann á miðjunni við mikla óanægju Jóns Óla.
Eyða Breyta
19. mín
Hulda Ösp fær boltann á vinstri kantinum og nær skoti að markinu en Lauren handsamar þetta skot.
Eyða Breyta
17. mín
Víkingsstelpur vinna boltann á vafasaman hátt og ná yfirtölu en vörn Grindavíkur nær til boltans.
Eyða Breyta
14. mín
Dagný á góða skottilraun en Andrea í marki Víkinga ver þennan auðveldlega.
Eyða Breyta
13. mín
Grindavíkurstelpur virkilega líflegar og pressa út um allan völl.
Eyða Breyta
11. mín
Hornspyrnan dettur á fjærstöngina en engin í gulri treyju kemst til boltans. Þær biðja um annað horn en fá ekki.
Eyða Breyta
11. mín
Mimi Eiden hleypur upp kantinn eftir góðan undirbúning og sækir horn.
Eyða Breyta
8. mín
Þessar fyrstu mínútur hafa verið virkilega líflegar. Bæði lið eiga í smá vandræðum við að halda boltanum. Dagný Rún í liði Víkinga hefur verið mjög spræk.
Eyða Breyta
6. mín
Víkingur nær boltanum og hann fellur í fætur Helgu en hún skýtur rétt yfir.
Eyða Breyta
5. mín
Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
5. mín
Christabel Oduro gefir góða sendingu inn fyrir eftir misskilning hjá miðju Grindavíkur og Víkingsstelpur sækja horn.
Eyða Breyta
4. mín
Víkingskonur snúa vörn í sókn og Dagný gerir mjög vel og sendir fyrir en Christabel nær ekki nægum krafti í skallann.
Eyða Breyta
3. mín
Grindavík sækir í átt að marki Víkings og sækir innkast.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jæja, nú byrjar ballið. Grindavík hefur leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Óli, þjálfari Grindavíkur tekur Katrínu Lilju, Birgittu Hallgrímsdóttur og Tinnu Hrönn markaskorara síðasta leiks úr liðinu og inn koma: Helga Rut Einarsdóttir, Marín Rún Guðmundsdóttir og Eva Lind Daníelsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
John Andrews, þjálfari Víkings gerir tvær breytingar frá seinasta leik. Hann tekur Brynhildi Völu og Arnhildi Ingvarsdóttur úr liðinu og setur Dagbjörtu fyrirliða liðsins og Svanhildi Ylfu inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir frá Grindavík hófu mótið á 2-0 tapi gegn Tindastóli á erfiðum útivelli. Þrátt fyrir erfitt tap mættu þær heldur betur til leiks á heimavelli sínum og fóru með sigur af hólmi gegn Haukum. Því er vonast eftir spennuþrungnum leik í dag þar sem að liðin eru jöfn stigum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingum hefur gengið ágætlega í byrjun móts og sitja í 5. sæti deildarinnar með þrjú stig. Gengið hefur vel að sækja með Christabel Oduro í broddi fylkingar en sömu sögu er ekki að segja af varnarleik liðsins. Liðið hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum en fengið á sig fimm mörk sömuleiðis.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður góð stemning á heimavelli hamingjunnar í kveld.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari kvöldsins er Reynir Ingi Finnsson. Nour Natan Ninir og Þröstur Emilsson eru honum til aðstoðar og sinna hlutverki aðstoðardómara.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld, verið velkomin/nn í beina textalýsingu frá Víkingsvelli í kvöld á þessum yndislega fimmtudegi.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Lauren Houghton (m)
6. Helga Rut Einarsdóttir
7. Caitlin Rogers
9. Mimi Eiden
10. Una Rós Unnarsdóttir (f) ('66)
11. Júlía Ruth Thasaphong
16. Marín Rún Guðmundsdóttir ('45)
18. Ása Björg Einarsdóttir
22. Sigríður Emma F. Jónsdóttir
24. Eva Lind Daníelsdóttir ('66)
29. Írena Björk Gestsdóttir

Varamenn:
12. Irma Rún Blöndal (m)
2. Bríet Rose Raysdóttir
4. Kolbrún Richardsdóttir
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Birgitta Hallgrímsdóttir ('45)
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('66)
27. Kara Petra Aradóttir ('66)

Liðstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Alexander Birgir Björnsson
Steinberg Reynisson
Signý Ósk Ólafsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: