Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
KR
1
1
Leiknir R.
Hallur Hansson '10 1-0
1-1 Mikkel Dahl '54
21.05.2022  -  16:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Það er bongó! Full mikill vindur, grasið lítur mjög vel út
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 602
Maður leiksins: Mikkel Dahl
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('58)
17. Stefan Ljubicic ('58)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('58)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('58)
9. Stefán Árni Geirsson ('58) ('73)
15. Pontus Lindgren
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('73)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurvin Ólafsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar til leiksloka hérna á Meistaravöllum

Virkilega líflegur leikur sérstaklega seinni hálfleikur og ótrúlegt það komu ekki fleiri mörk.

Þakka fyrir mig í dag og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
92. mín
KENNIE!!!

Aukaspyrna inn á teig, boltinn skallaður út fyrir teiginn og Kenni hamrar boltanum á lofti og á frábært skot sem fer rééééétt yfir markð!!!
90. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
90. mín
Komnar 90 á klukkuna og Ívar bætir 5 mínútum við

Duga eða drepast fyrir bæði lið!
80. mín
ERTU AÐ GRÍNAST???

Sending til baka á Beiti sem Leiknismenn komast inn í, Mikkel sendir fyrir markið þar sem Róbert er fyrir opnu marki en AKL kemst inn í skotið og bjargar marki!!

Mikkel Jakobsen fær svo boltann og á skot en KR-ingar fara fyrir þetta, ótrúlegt að þetta endaði ekki með marki!!
78. mín
Það er kominn sæmilegur hiti í stúkuna milli stuðningsmanna

Menn að skiptast á að segja "Haltu kjafti"

Hressandi
77. mín Gult spjald: Dagur Austmann (Leiknir R.)
75. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
73. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Stefán strax farinn út af vegna meiðsla...
70. mín
NÚNA KR Í FÆRI!!

Kjartan Henrý kemst einn inn fyrir en Viktor Freyr ver frábærlega frá honum!! Boltinn dettur fyrir Þorstein Má sem fer niður í teignum eftir samstuð við Binna Hlö en ekkert dæmt!!

Trúi ekki öðru en það kemur annað mark í þetta, hvoru megin veit ég ekki..
69. mín
FÆRI!!

Mikkel með geggjaða sendingu inn á teig þar sem Birgir Baldvinsson sem á fast skot en í hliðarnetið!
69. mín Gult spjald: Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir R.)
Gamla góða töfin
64. mín
Pálmi með hræðilega sendingu á Leiknismann sem finnur Mikkel Dahl í lappir, Mikkel keyrir í átt að teig KR-inga og á fast skot með vinstri en boltinn fer rétt framhjá markinu!

Leiknir verið virkilega sprækir í seinni!
60. mín
Róbert Hauksson í mjög fínu færi inn á teig KR-inga, setur boltann á veikari fótinn sinn og á laust skot í hornið sem Beitir er í engum vandræðum með að handsama!
58. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Þreföld takk fyrir
58. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
Þreföld takk fyrir
58. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Þreföld takk fyrir
54. mín MARK!
Mikkel Dahl (Leiknir R.)
Stoðsending: Róbert Hauksson
LEIKNISMENN JAFNA!!!!!

Hornspyrna frá hægri inn á teig þar sem að Róbert Hauksson nær skoti í átt að marki sem Beitir eitthvern veginn missir fyrir fætur Mikkel Dahl sem mokar boltanum yfir línuna!!

Game On!
49. mín
MIKKEL x MIKKEL

Mikkel Jakobsen með fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn og þar er Mikkel Dahl sem skallar yfir á markteig!!!

Þetta verða Leiknismenn að nýta betur!!
46. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
46. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera sína aðra og þriðju breytingu í dag
46. mín
Seinni farinn af stað!!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur!

KR-ingarnir byrjuðu virkilega vel en eftir markið hefur þetta hallað undan fæti hjá þeim svörtu og hvítu. Leiknismenn fengið sína sénsa en eru að fara illa með færin og stöðurnar sem þeir eru að skapa!
45. mín
Fyrirgjöf inn á teig sem Viktor kýlir út fyrir teiginn og T. Elmar ætlar að skora mark tímabilsins on the volley en hamrar boltanum laaaangt yfir markið!

Styttist í hálfleik
43. mín
Það verður nú að segjast alveg eins og er að vallargeitin BÖ vélin, Magnús Valur Böðvarsson er að gera magnaða hluti fyrir Meistaravelli, grasið hérna lítur alveg stórkostlega út! Ég gæti þurft að fara inn á í hálfleik og leika mér aðeins

Þeir fengu hann bara..
40. mín
Viktor Freyr tæpur

Löng aukaspyrna Atla Sig inn á teig beint í hendurnar á Viktori Frey en hann missir hann örlítið og handsamar svo boltann
39. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
BB búinn að vera í braaaasi í dag
38. mín
Mikkel J!!

Gerir vel og sólar tvo KR-inga og reynir skot með hægri rétt fyrir utan teig en fer af varnarmanni í hornspyrnu!

Ekkert varð svo úr þessari hornspyrnu, Leiknismaður braut á sér!
34. mín
Finnur Tómas í veseni!

Missir boltann til Leiknismanna sem reyna sendingu inn fyrir á Róbert Hauksson sem fær boltann aðeins fyrir aftan sig og nær ekki að taka boltann með sér inn fyrir í átt að marki KR!
31. mín
Búið að vera ansi lítið að frétta síðustu mínútur, Leiknismenn ekki að gera nægilega vel þegar þeir vinna boltann og reyna sækja hratt á KR-ingana

Meira tempo í þetta takk.
24. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) Út:Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
Maciej fyrir Mikkel

Aldrei að vita nema að Mikkel leggi upp mark á Mikkel á eftir
22. mín
Sýnist Maciej vera búinn í dag því miður..

Leggst niður og heldur um nárann og Lriknismenn eru að undirbúa hér skiptingu!
20. mín
Þetta er að spilast eins og maður átti von á

KR-ingarnir eru bara meira og minna með boltann og Leiknismenn liggja bara til baka og reyna að beita skyndisóknum!

KR-ingar verið flottir til að byrja með!
16. mín
Mark tekið af KR!!

Langur á Atla Sig sem skallar boltann fyrir Kennie sem á geggjaða fyrirgjöf á Þorstein Má sem skorar í mark Leiknismann en Eysteinn Hrafnkelsson dæmir hann rangtæðan....

Þetta var sentimetra spursmál...
13. mín
NÆSTUM ÞVÍ SPRELLIMARK!!

KR-ingar klókir og taka snögga aukaspyrnu sem endar á því Kennie kemur með fasta sendingu fyrir markið og þar er Arnór Ingi sem ætlar að hreinsa frá en sparkar í Dag Austmann og fer af Degi í átt að marki en Viktor Freyr ver þetta vel!!

Viktor Freyr markmaður Leiknis lítur stórglæsilega út með Collab derhúfu, enda mikil sól
10. mín MARK!
Hallur Hansson (KR)
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
HALLUR!!!!

Það kemur fyrirgjöf frá hægri yfir allann pakkann sem endar á vinstri kantinum hjá Aroni Kristófer sem kemur með frábæra sendingu inn á teiginn þar sem að Hallur Hansson er á fjær og tæklar nánast boltann í fjær!!!

Birgir Baldvinsson sofandi í varnarleiknum Zzzzz....
9. mín
Og mér sýnist Breiðhyltingar vera stilla þessu upp svona

(5-4-1) Mark: Viktor Freyr Sigurðsson. Vörn: Arnór Ingi Kristinsson, Dagur Austmann Hilmarsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Brynjar Hlöðversson, Birgir Baldvinsson. Miðja: Róbert Hauksson, Emil Berger, Árni Elvar Árnason, Maciej Makuszewski. Sókn: Mikkel Dahl.
8. mín
Sýnist KR-ingarnir vera stilla þessu upp svona!
KR: (4-3-3) Mark: Beitir Ólafsson. Vörn: Kennie Chopart, Finnur Tómas Pálmason, Grétar Snær Gunnarsson, Aron Kristófer Lárusson. Miðja: Theodór Elmar Bjarnason, Ægir Jarl Jónasson, Hallur Hansson. Sókn: Atli Sigurjónsson, Stefan Ljubicic, Þorsteinn Már Ragnarsson.
4. mín
ÚFF Leiknismenn í færi!!

Róbert Hauksson keyrir upp hægri kantinn og sendir fyrir markið, Maciej fær boltann og fer á hægri fótinn sinn og á skot rétt yfir markið!!!
1. mín
Leikur hafinn
Þessi leikur í blíðunni er farinn af stað!

Samba bolta í dag takk enda veður til þess!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
KR sigraði Keflavík 1-0 í síðustu umferð en Rúnar Kristinsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu. Þorsteinn Már Ragnarsson, Stefan Ljubicic, Ægir Jarl Jónasson og Aron Kristófer Lárusson koma allir inn fyrir Stefán Árna Geirsson, Kjartan Henry Finnbogason, Pálma Rafn Pálmarsson og Kristinn Jónsson.

Þeir eru allir á bekknum í dag nema Kristinn.

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir tvær breytingar á sínu liði frá 2-1 tapinu gegn Fram í síðustu umferð Daði Bærings Halldórsson og Mikkel Jakobsen detta út og Árni Elvar Árnason og Birgir Baldvinsson koma inn.
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna

Ívar Orri Kristjánsson sér til þess að allt gangi smurt fyrir sig í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Eysteinn Hrafnkelsson, varadómari er Einar Ingi Jóhansson og eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór Orrason.

Fyrir leik
Leikurinn í fyrra

Þegar þessi lið mættust í fyrra í Frostaskjólinu þá enduðu leikar 2-1 fyrir svörtum og hvítum. Danni Finns kom Leiknismönnum yfir í seinni hálfleik en hver annar en Kiddi Jóns gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir KR-ingana og græjaði þrjá punkta.

Sjáum hvað verður upp á teningnum í blíðunni í dag.
Fyrir leik
KR á smá ´run-i´

Síðustu þrír leikir hjá KR hafa skilað þeim 7 stigum af 9 mögulegum og eru þeir aðeins að sækja í sig veðrið! KR-ingar geta komist í 3. sæti deildarinnar með sigri í dag en Stjarnan og Valur eiga þá vissulega leik inni á KR. Stjarnan spilar gegn KA í dag svo mætast Valur og Víkingur annað kvöld.
Fyrir leik
Leiknismenn í leit að fyrsta sigri

Leiknismenn hafa byrjað móti illa, aðeins 2 stig af 18 mögulegum hingað til og aðeins 2 mörk skoruð og 10 mörk fengin á sig en hins vegar ótrúlegt þeir fengu ekki meira úr leiknum miðað við skýrsluna frá Bestu Deildinni
Fyrir leik
Dömur og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu skrá Frostaskjólinu góða þar sem að KR-ingar fá Leiknismenn í heimsókn.

Borgarslagur framundan
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
7. Maciej Makuszewski ('24)
8. Árni Elvar Árnason ('46)
9. Róbert Hauksson
9. Mikkel Dahl
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson ('90)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Arnór Ingi Kristinsson ('46)
23. Dagur Austmann

Varamenn:
3. Ósvald Jarl Traustason ('90)
5. Daði Bærings Halldórsson ('46)
8. Sindri Björnsson ('46)
19. Jón Hrafn Barkarson
20. Hjalti Sigurðsson
80. Mikkel Jakobsen ('24)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('39)
Viktor Freyr Sigurðsson ('69)
Dagur Austmann ('77)

Rauð spjöld: